Morgunblaðið - 04.02.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.02.1972, Blaðsíða 22
/ 22 MORGUNBLAÐLÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1972 Minning: Aðalheiður Svein- björnsdóttir, Akureyri Vilhjálmur Jónsson öryggiseftirlitsmaður F. 4/6 1906 — D. 31/1 1972. HINN 31. janúar s.l. lézt á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri Aðalheiður Sveinbjömsdóttir. Hún var fædd á Akureyri 4. júní 1906. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinbjöm Sveinsson og Guðlaug Jónsdóttir, sem bæði voru ættuð úr Svarfaðardal. 1929 giftist Aðalheiður Birni Kristni Halldórssyni vélstjóra og bjuggu þau öll samveruárin á Akureyri, en hann dó 13. marz 1953. Þeim varð 3 barna auðið: Guðlaug, sem búsett er í Reykja- vík, Sveinbjörn, sem nú dvelst í Ástralíu og Margrét Dóra, sem hefur búið með móður sinni. Heimili Aðalheiðar var síðustu árin að Grenivöllum 12, Akur- eyri. Ég, sem þessar fáu Iínur rita kynntist Aðalheiði fyrir 12 árum, er ég varð tengdasonur hennar. Þó varð það svo að ég kynntist henmi ekki náið fyrr en fyrir 5 t Ástkær móðir okkar, Sigríður Pálsdóttir, Aðalgötu 9, Keflavík, lézt að VífLLsstöðum 31. jan. síðastliðinn. Börnin. árum og tel ég að þau kynni hafa orðið mér til aukins þroska og meiri skilnings á gildi mann- legs lífs. Hún var ein af þeim íslenzku konum; sem vann verk sitt í kyrrþey. Islenzka þjóðin á þessum konum mikið að þakka, þeirra er yfirleitt ekki minnzt fyrr en dagurinn er allur. Ég geri ráð fyrir að hún hefði viljað láta sem minmst um sig rita, þessvegna hef ég þessar lín- ur ekki of margar. Þetta tímabil frá aldamótum og fram til þessa dags hafa orðið mikil umbrot í íslenzku þjóðlífi. Þeir sem hafa lifað þetta tímabil muna báða dagana. Aðalheiður mun ekki hafa farið varhluta af því basli, sem fólk átti í á fyrri hluta aldarinmar frekar en svo margir á henmar aldri. Aðalheiður var þess umkomin að vera börnum sínum stoð og stytta og það leiðarljós, sem á þurfti að halda er á reyndi. Þó var það þannig, að hún vildi sem minnst láta á því bera, það var hennar aðalsmerki. Bömin hafa xnargt að þakka hinni hógværu og látlausu konu, veganesti, sem margur gæti verið þakklátur fyrir. Bamabörmin minnast hinnar góðu ömmu, og ekki sízt Aðal- heiður nafna henmar, sem hefur orðið fyrir hvað mestum áhrifum frá sinni góðu ömmu. Væri það víst ósk bama henniar að böm þeirra öll líktust ömmu sinni, og erfðu þá góðu kosti sem hún var búin í svo ríkum mæli. Sonur hennar Sveinbjöm, sem nú dvelur í Ástralíu hefur ekki tækifæri til að koma heim og vera yfir moldum hennar, en mun áreiðanlega hugsa til hennar með ást og virðingu sem væri hann hjá henni þótt lönd og álfur skilji á milli, og mun ávallt minnast móður sinnar sem eins skærasta leiðarljóss lífs síns. Það er stundum þannig í heimi hér að við mennirnir erum svo eftirtektarlausir að jafnvel það, sem við þiggjum af okkar nán- ustu daglega þykir sjálfsagt og fyrst þegar þetta sjálfsagða er ekki fyrir hendi vöknum við upp við vondan draum. Þetta gerir ef til vill þessi mikli asi og flýtir, sem ruú er orðinn á öllu. Þó gæti það einnig verið, hvemig sá lætur þetta sjálfsagða af hendi. Davíð skáld frá Fagraskógi segir: Ég finn það gegnum svefninn að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit að það er konan, sem kyndir ofninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. Var það ekki einmitt þannig, sem Aðalheiður vann sín verk? Þannig sé ég hana fyrir mér og veit ég að ailir hennar nánustu munu þessu sammála og að lok- um kæra tengdamóðir kveð ég þig í nafni okkar allra. Grétar Bergmann. F. 15. jan. 1905. — D. 13. jan. 1972. ÞANN 13. janúar s.l. lézt vinur minn og mágur, Vilhjáknur Jóns- son, að heimili sínu, Helgamagra- stræti 38, Akureyri. Með fáum orðum vil ég minnast þesisa góða drengs, um leið og ég sendi fjöl- skyldu hanis samiúðarkveðjur okk- ar hjónanna. Vilhjálmur fæddist að Yztabæ í Hrísey 15. janúar 1905 og ólst þar upp til 14 ára aldurs, en þá fluttist fjölskylda hans til Siglu- fjarðar. Vera Vilhjáims í Siglu- firði varð ekki lönig, en þaðan fluttist hann til Akureyrar og þar mótaðist hans lífsstarf. Á Akureyri kvæntist hann frændkonu sinni, Magneu Daní- elsdóttur, sem reyndist honum ágætur lífsförunautur. Þau hjónin eignuðust þrjú böm, sem öll eru á lífi. Dóttir þeirxa, Val- gerður, starfar sem skjalavörður í Stjómarráðinu, og er gift Bimi Jóhannesisyni, kennara við Kenn- araháskóla íslands. Jón Kristinn, rafvirki, á heima á Akureyri, kvæntur Ernu Ásgeirsdóttur, og Sverrir, flugumferðarstjóri, býr einnig á Akureyri og er kvæntur Hönn.u Sigurðardóttur. Kynmi okkar Vilhjálms hófust í Siglufirði, en urðu ekki mikil fyrr en eftir að ég kvæntist Þóru, syst- ur hans, og komst þá í nánari tengsl við þessa stóru og fjölhæfu fjölskyldu. Á Yztabæ ólst Vil- hjálmur upp í stórbrotnu um- hverfi á fjölmennu fyrirmyndar- heimili. Það þurfti ekki mikið til- efni til, að hugur Vilhjálms leit- aði til æskustöðvanna. Þar var allt fegurst og bezt. Umhverfið, náttúran, fjölskyldan og minn- ingamar. Fyrir fáum árum komum við til Hríseyjar, Vilhjálmur og kona hans og við hjónin. Þá fann ég og sá það, sem ég vissi þó áður, hve þau systkinin elsfcuðu æskustöðv- arnar og hugljúfar minninigar stigu fram í hugum þeirra. — Það var dýrðardagur. Reyndar voru flestir dagar góðir, sem við Vilhjálmur áttum saman oft einir, en oft með fjöl- skyldum okkar. Við ferðuðumst oft saman, tveir einir, þegar ég sinnti störfum mínum á ferðalög- um um landið þvert og endiJangt. En þótt ég teldist eiga aðalerindin á þesisum ferðalögum, þá var jafnan svo, að Vilhjáimur fór ekki erindislaus frá neinum þeirra fjölmörgu bæja og staða, sem við komum á. Fjöldi manna þekkti Vilhjálm og hafði notið leiðsögu hans og hjálpar, ýmist sem ökukennara, leiðbeinanda eða þá hans hðgu handa við aðgerðir á ýmsum tækjum. Ég hafði mikla ánægju af að horfa á þá miklu lotningu og takmarkalausa traust, sem hann átti að mæta, en stundum reyndi þó á þolinmæði mdna, þeg- ar ferð ofckar tafðist vegna þess, að Vilhjáimur þurfti að miðla þekkingu sinni og hjálp til fjölda manna, ýmist úti á þjóðvegum eða hvar sem var. Mér þótti líka nóg um, þegar hann tók af vara- hlutabirgðum okkar og hjálpaði ýmsum bifreiðastjórum á þann hátt, svo þeir komust leiðar sinn- ar. En þetta fannst Vilhjáimi svo eðlilegt og sjálfsagt, að ég féllst oftast á hanis skoðun og aldrei kom þetta að sök, þvert á móti. Aldrei fórum við framihjá neinum Framhald á bls. 24. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, son- ar og bróður, Jóhanns Kristins Berthelsen. Hallfriður Júlíusdóttir, Sesselja Pétursdóttir, Sófus Berthelsen. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináittu við andlát og útför Svanhildar Sigurðardóttur Hátúni 9. Þorvaldur Jónasson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Alúðarþakkir tái allra vina og vandamanna fyriir auðsýnda samúð við andlát og útför mannsins mins, Alfons Oddssonar frá Norðfirði. Ingibjörg Pétursdóttir. t Minningarathöfn um eiginmann minn BJÖRN BR. BJÖRNSSON, tannlækni, fer fram í Frederiksberg-kirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 1 s.d. Fyrir hönd aðstandenda Ellen Yde Bjömsson. t Faðir okkar HALLDÓR M. HALLDÓRSSON, fyrrv. afgreiðslumaður, Tangagötu 4 Isafirði, verður jarðsunginn frá Isafjarðarkirkju, laugardaginn 5. febrúar n.k. kl. 2.00 e.h. Böm hins látna. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma ÞORGERÐUR HALLDÖRSDÓTTIR, frá Kjalvararstöðum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 10,30. Hulda og Tómas Þorvaldsson, Hafdís og Kjartan Kristófersson, Þóra og Ársæll Björgvinsson, Gerður og Magnús Pálsson, Rósmaría Benediktsdóttir og barnaböm. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar JÓNlN'J G. ÞÓRÐARDÓTTUR, Laugavegi 17. Ragnhildur Jónsdóttir, Óskar S. Jónsson, Stefán Jónsson, Ástríður Ellertsdóttir, Gunnar Jónsson, og barnaböm. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu BJARGAR ÞORKELSDÓTTUR Þorgerður Ragnarsdóttir, Kristján G. Jónasson, Steíngrimur Ragnarsson, Marselína G. Jónsdóttir, og bamabörn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu KRISTlNAR JÓNSDÓTTUR, húsmóður, Hjarðarhaga 24. Tryggvi Tryggvason, Kristján Tryggvason, Elín Tryggvadóttir, Kristín Tryggvadótt.ir, og barnaböm. Steindóra Steindórsdóttir, Sólveig Eyjólfsdóttir, Finnbogi Örn Jónsson, Sigurjón Heiðarsson, Þökkum innilega margvíslegan vinarhug og samúðarkveðjur í tilefni af andláti og jarðarför BJARNA EYJÓLFSSONAR, ritstjóra. Fyrir hönd systkina hans, systkina minna og fjölskyldna þeirra. Ami Sigurjónsson, Stjórn Sambands ísl. kristniboðsfélaga. Stjóm K.F.U.M. Stjóm K.F.U.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.