Morgunblaðið - 23.02.1972, Blaðsíða 11
MÓRGtJNÖfjV&IÐ,'' MIÐVIKtJDÁGÖR '23.' í'EDltÚÁR Í I
Jón Engilberts listmálari
BERGSÆTT
Syðst í Jandi höíðingjaseturs-
ins Kaldaðamess, vestur við
ölf'usá, heitir Mangatangi. Þar
hefur endur fyrir löngu verið
grafinn slcurðspotti gegnum ár
bakkann og uppgröfturinn vax
inn þéttum, hörðum vallendis-
gróðri. Þarna vex eyrgras ilm-
ríkara en á öðrum stöðum, sem
ég minnist úr æsku. E3f til vill
hafa Eyrarbakkajúðamir,
haldnir sinni körgu endurskoð-
unarþrjósku, staðið hér fyrir
kynbótum. En kona af Bergsætt
gaf mér þennan afskekkta gras-
garð, sem hún þekkti frá þvl
hún var ung og kenndi mér að
finna eyrgresi og allt um með-
ferð á þessari giáfuðu villiurt
með blóð í rótinni. Hún þurrk-
aði vöndinn sjálf með miklum
heillandi tilburðum og lagði
undir dýnu í rúminu við hliðina
á sérriflöskunni sinni. Eitt strá
valdi hún úr vendinum og lagði
milli brjóstanna. Á hátíðum þeg
ar flaskan var opnuð og reyr-
vöndurinn settur í vasa,
streymdi austrænn ilmur að vit
unum, sem breytti gömlu, köldu
sto’funini í tónlistarhöll, með
nægu hljómrými fyrir sjálfa
Mariu Callas I öllu sínu veldi.
BERGSÆTT
Rétt fyrir vestan bæinn á
Gamlahrauni, nokkra metra ut-
an sjávarmáls, stóðu Gálgaklett
ar i fullri reisn sinni í mínu ung
dæmi. Nú hafa þeir sett dálít-
ið ofan, eins og margir aðrir til-
komumiklir staðir á Islandi, síð
an barbarar brutust hér aftur í
valdastóla. Fram milli gálganna
streymdi lind úr öðrum heimi.
Það flaut yfir uppsprettuopið
um flóð og vatnið blandaðist
söltum sjónum. En um fjöru
hreinsaði lindin sig og vatnið
fékk sérstakt dulmagnað bragð,
Konur af Bergsætt drukku ekki
annað vatn ef þær voru óhress-
ar.
BERGSÆTT
Á horninu þar sem Rauðarár-
stígur og Flókagata mætast við
Klambratún, stendur stílhreint
og yfirlætislaust hús, sem ber
skrautlegt nafn, Englaborg.
Máttarstólpi af Bergsætt, Jón
Engilberts, listmálari, og kona
hans Tove, reistu þetta sér-
kennilega og dulúðuga hús. Tove
er einn af mörgum dýrgripum
sem frændur okkar við Éyrar-
sund hafa fært okkur á þess-
ari öld, svo að sár frá liðinni tíð
mættu gróa.
Þó hús þeirra hjóna láti ekki
mikið yfir sér, séð frá almanna-
færi, er hlutum þar inni svo fyr
irkomið að engu lfkist nema göl
ugu safni með endalausar vidd-
ir til allra átta fyrir listaverk
af ólíkum tegundum. Veggir all-
ir klæddir málverkum og gólf
munum, svo nátengdum því
hiýja persónulega í mannssál-
inni, að heilbrigt fólk, sem þar
hefur notið gestrisni, saknar
alla tíð.
1 Englaborg hafði Bergsætt að
vísu undirtökin um .sköpun list-
mettaðs andrúmslofts, en stað-
setning hlutanna, hið fingerða
samræmi, var verk Tove.
Kvöldvökur voru tíðar í
Englaborg, samankomnir fáir
einiægir vinir og aðdáendur
listamannsins. Þær stundir
minntu á fátt fremur en vígt
lindarvatn af slóðum Bergsætt
arfólks og villigxóður er ættin
hafði borið á brjóstinu og nært
hjartablóði.
Jón Engilberts var mikill og
einlægur listunnandi. Hann sat
á öllum tónleikum ásamt konu
sinni og bðrnum, og hlýddi á
klassíska tönlist af djúpri sann-
færingu og lotningu. Uppi á
vinnustofu hans var alltaf
gnægð góðra bóka að Iesa,
milli þess hann vann af eldmóðí.
Jón sótti leikhús og máiverka-
sýningar að staðaldri meðan
kraflar leyfðu, og óteljandi eru
þeir ungu listamenn, sem tíl
hans sóttu ráð og uppðrvun.
Sá sem þessar línur hripar,
átti margar fagrar endurminn-
ingar úr Englaborg. Þar angaði
allt af list og sköpun. En það
sem einkenndi þetta listanna
heimili, var æðrulaus kyrrðin,
sem ekki fékkst rofin nema stór
snillingur á borð við Mariu
Callas heimtaði að fá orðið.
Jón Engilberts var stórbrot-
inn listamaður, höfuðsnillingur,
töframaður. Að auki Bergsættar
höfðingi. Og hann átti í brjóst-
inu alla ást mikils fólks. Þó Jón
hefði stundum uppi stór orð,
var hann ákaflega hlédrægur.
Og hann þráði stöðugt einfalda,
fábrotna iifnaðarhætti, svo að
tíðum jaðraði við meinlætalíf.
Jón Engilberts og Tove eign
uðust tvær dætur, Amý og Bir-
gittu, og eina dótturdóttur, Gull
dropann. Þessum þráðu ástbörn
um unni Jón af heilu hjarta og
þau voru honum dag hvern hin
tæra uppsprettulind og skjálf-
andi eyrgresið af slóðum for-
feðranna í Bergsætt. R.J.
Jón Engilberts kom ásamt föð
ur minum heim um Petsamo
1940. Þeir höfðu verið miklir
mátar í Kaupmannahöfn um
fimmtán ára skeið, og nú hýstu
foreldrar mínir þetta framand-
lega og fjörlega fólk, Engil-
bertsfjölskylduna, meðan hún
var að koma sér fyrir. Jón var
þá hálffertugur, en ég sextán
ára. Ég hafði hitt fólkið áður, þá
bam að aldri í fylgd föður míns
heima og erlendis, en þetta voru
fyrstu raunverulegu kynnin.
Einn daginn komst ég í afleit-
an vanda og var n\jög miður
mín. Gesturinn varð þess
áskynja og tðk mig afsíði# og
leysti vanda minn af skilningi
og nærgætni, sem ég gleymdi
ekki í bráð. Mannskilningur
sextán ára unglings er ekki
uppá marga fiska, enda undrað-
lst ég að’ þetta aldeilis óvenju-
lega drenglyndi skyldi leynast
bak við hávaðasöm og skraut-
leg forhlið gestsins.
Það voru þessir eiginleikar I
fari Jóns Engilberts sem vinir
hans kynntust og mátu svo mi'k
ils. Ovildarmenn hans sáu að-
eins gunnreif forhliðin, þaðan
sem skeytin fcomu, þessi sem
voru svo listilega gerð að mönn-
um varð starsýnt á þau og voru
lengi á lofti og fóru þangað sem
þau áttu að fara. Það varð
heldur aldrei þurrð á salti i
sárin. Málarinn jsparaði það
ekki fremur en litatúburnar,
þegar hann var að tjá
tilfinningar sinar af ýmsu
öðru tagi. Ég vissi hann heldur
aldrei svo fátækan að hann synj
aði vesælum manni á förnum
vegi um glaðlegt viðmót, jafn-
vel ekki eftir að hann kenndi
banameins síns sem hann reyndi
að leyna eftir mætti. Enginn var
svo aumur, drukkinn eða
ódrukkinn, að Jón ætti ekki
jafnan handa homum nokSkur
hressileg orð og tíkall, ef u»n
var beðið. Hann sparaði ekkl
heldur gamanið handa vinkon-
um sínum og vinum — og hann
sparaði svo sannarlega ekki
vini sína, ef hann taldi sig þurfa
að beita þeim fyrir vagn sinn
langan veg eða skamman. Og
við því var hreint ekkert að
gera. Hófsemi í þessum efnum
var Jóni víðsfjarri. Hann vissi
vel hvers virði hann var og það
sem hann hafði á boðstólum —
og vildi fá eitthvað fyrir sinn
snúð og engar refjar eins og
góðum kaupmanni sæmir. Þeir,
sem voru svo tómir í kollinum
að skilja ekki þetta einfalda lög
mál, fengu skilmerkilegan reisu
passa út í kuldann ásamt s'keyti
— og áttu ekki afturkvæmt
nema gegn afarkostum og dýr-
um gjðfum. Málarinn var sjálf-
um sér samkvæmur út i æsar.
Til þessara eðliseiginda hans má
m-a- rekja verðleika þúsunda
mynda sem dreifðar eru um all-
ar jarðir fólki til yndis og
áriægju- Þannig kemur allt heim
og saman, ef i sauminn er skoð-
að.
Jón kunni vel að umgangast
höfðingja, sem svo eru kallaðir.
Suma mat hann fyrir annað og
meira en peninga, menningar-
skiljanlegum ástæðum einkum
verið af útlendu bergi brotnir.
Aðra af þessari stétt mat hann
einskis, en hann skreytti sig
með þeim af þvi að hann
þekkti mennina og heiminn, þeir
keyptu líka myndir af honum.
Annað gekk honum ekki til, við
mót hans gagnvart vesalingum
tók af öll tvimæli um það. Hann
hafði gaman af öllu tilstandi,
leiksýningum, samkvæmum —
og laglegum konum sem kunnu
að snyrta sig og klæða, einkum.
sæmilega greindum leikkonum,
ef hann gat orkað á þær og þær
á hann, en það var engin alvara
á bak við það, þótt svo virtist
á yfirborðinu, hann hafði gam-
an af sviðsetningu, Hann sótti
orku í návist þessa kvenfólks
— hlóð sig — konan var honum
táknmynd guðdómsins og mold-
arinnar. Þegar gestirnir voru
farnir fór hann hljóðlátur með
orkuna upp í vinnustofuna, þar
sem hann hvorki hló né gerði
að gamni sínu. Þar var hann
einn ineð guði sínum og gerði
örvæntingarfullar tilraunir til
að skapa i skini lampanna, fár-
sjúkur maður síðasta árið - -
feigur — og vissi það.
Það er ekki allt sem sýnist.
Jón var áberandi vel máli far
inn, röddin hljómmikil og styrk
lega viðsýni, þótt slíkir hafi af
og málfarið kröftugt, meitlað,
blóðmilkið, myndríkt með af-
brigðum, svo sem við var að bú-
ast í fari manns með ríka skaps
muni og háþrúaða sjóngáfu,
enda beitti hann samlíkingum af
fágætum fimleik, þannig að
hann kom stundum ótrúlegu efn-
ismagni fyrir í einni sliíkri. Af
sj'álfu leiddi að hann sagði allra
manna bezt frá meðan hann
hélt kröftum sínum óskertum.
Hversdagslegasta smælki sem
rak á fjörur hans varð að stór-
munum þegar hann hafði vélt
þar um. Fréttir úr bæjarlífinu
sem ég sagði honum stundum
voru orðnar óþekkjsmlegar í
endursögn hans nokkrum dög-
um síðar, allir höfuðdrættir
skerptir og breikkaðir, allt hitt
farið, nema örfáir fínir drættir
sem bundu myndina saman.
Hann skeytti þvi engu þótt ég
heyrði til, hann var búinn að
setja sitt vörumerki á rekavið-
inn og hló allsandis purkunar-
laus. Ég gætti þess l'íka að leið-
rétta hann aldrei. Hann virti út
í æsar rétt annarra til að fara
sínum höndum um efnið. Hann
skipti sér ekkert af efnistökum
mínum á endurminningum hans,
hvernig ég felldi niður, skeytti
á ný, umorðaði, alveg á sama
hátt og hann var einráður við
myndirnar sem hann var að
mála, meðan hann mælti fram
minningarnar. Hann fékk aldrei
að vita um örvæntinguna sem ég
varð stundum gripinn þegar ég
leit upp úr minni listgrein á
hans — myndimar sem hann
var að mála og sneri baki við
mér. Hann fékk heldur ekki að
vita hve ég hataði hann stund-
um, þegar hann var að gera út-
tekt á íslenzka þjóðfélaginu,
hlaðinn orku manns sem er að
skapa og hefur boðið út öllum
kröftum sínum stund úr degi.
Hann trúði því ekki að þetta
veiðimannaþjóðfélag ætti fram-
tíð fyrir sér sem menningarríki
sem mark væri á takandi, að
það léti nokkru sinni aftur heill
ast af öðrum markmiðum en fjár
munalegum og efnlslegum, að
það myndi nokkum tíma unna
listamönnum sínum skilyrða til
að skapa list handa sér og heim
inúm. Hann hafði ekki einu
sinni trú á sósíaiismanum til
þess, sem hann þó hélt tryggð
við alla tíð, hvemig svo sem á
því flotmagni hefur staðið.
Hann taldi þjóðina og Alþingi
hafa orðið því ómerkara sem
lengra leið á öldina, að sama
skapi menningarfjandsamlegra
sem úr meiru var að spila. Hann
tíndi til dæmi á dæmi ofan úr
samtímanum — tnz úr varð
fjall. Ég trúði honum ekki —
ekki þá. Síðan eru liðin bíu ár,
það er ekki langur tími, en fjall
ið er enn á sínum stað — og
hefur hækkað. Ég skil hann bet-
ur núna. Hann átti alla ævi við
fjárhagserfiðleika að stríða; þó
fór hann sparlega með fé og vel
með muni. Húsið var alltaf í
hættu, þakið yfir vinnustofu
hans. ótrygg fjárhagsafkoma
átti drjúgan þátt i að eyðileggja
heilsu hans, stytta líf hans. Þeg
ar hann hafði nokkurt fé um-
leikis og sá fram á nofckurra
mánaða áhyggjuleysi, vann
hann eins og berserkur, hann
var kominn á fætur klukkan
fimm á morgnana, og sú lota
stóð stundum mánuðum saman
við meinlæti sem sómt hefðu
heilögum manni. Þegar féð
þraut hvarf honum öll vinnu-
gleði og alvarlegt þunglyndi
settist að honum. Hann lauk svo
ævinni að hafa ekki búið við
venjulegt borgaralegt öryggi
lengur en níu mánuði af nálega
hálfrar aldar listamannsferli, þá
mánuði sem hann naut starfs-
launa. Hann bað um aðra niu
mánuði til að geta lokið við síð-
asta stórvirkið, kannski það
mesta að umfangi, flokk hundr
að og tuttugu smámynda byggðra
á lífi sinu frá bemsku til elli.
Honum var synjað. Hann lang-
aði líka til að heyra Hús mál-
arans flutt í útvarp áður en
hann dæi. Ég kom því á fram-
færi við einn af dags'krárstjór-
um útvarpsins. Ég fékk þessu
ekki framgengt, ekki þé. Nú er
hann allur, saddur lífdaga með-
al vor — og líður vel. Nú þeg-
ar lygnir kringum hann mun
koma á daginn, hvílíteur lista-
maður hér var á ferð. Hann var
það fram í fingurgóma — alveg
þangað til yfir lauik. Að bana-
beði hans kom gamall vinur sem
tekíð hafði ljósmyndir af honum
af merkum tilefnum á æviskeiði
hans; hann var með myndavél-
ina með sér. Varir listamanns-
ins bærðust ekki, en úr róleg-
um augunum sem hvíldu á
myndavélinni mátti lesa sam-
þykki. Svo lyfti hann af veik-
um mætti hendinni í kveðju-
skyni. Það var síðasta verk
hans að taka konu sína í fangið
og þakka henni fyrir allt — og
gaf svo upp andann í líknsöm-
um faðmi hennar. Hún unni hon
um og honum einum alla tíð —
eins og ástfangin stúlka ann
manni. Það er til vitnis um
sjálfa persónu Jóns Engilberts.
Þegar hljóðfæraslátturinn
þagnar og tjaldið fellur i Fóss-
vogskapellu í dag, höifum við
kvatt hinztu kveðju mikla mann
eskju og mikinn listamann.
Verkin sem hann Skilur eftir sig
munu um aldur og ævi vitna um
einstaka náðargáfu meðal ör-
smárrar þjóðar. Nú fer annar
tími I hönd.
Enginn sem kynntist Jóni Eng-
ilberts að marki mun nokkru
sinni gleyma honum.
Jóhannes Helgi.
Mig setti hljóðan er mér barst
sú frétt 12. febr. sl. að Jón Eng-
ilberts væri fallinn í valinn.
Ég hafði fyrst í þeirri viku
verið staddur á Borgarsjúkra-
húsinu í Rvfk, og er ég hafði
lokið þar erindi mínu fékk ég
leyfi til að fara inn til meist-
arans, þó ekki væri heimsóknar
tlími. Hurðin var opin á stofu
'hans og ég gekk inn. Hann var
einn.
Það lá vel á honum og mér
virtist hann hressari en stundum
áður, þegar ég hefi heimsótt
hann og við töluðum um listina.
Ég ta'aði um að hann myndl
hressast með hækkandi sól og
kannski gæti hann farið fljöt-
lega heim til að mála. Hann
brosti og játti því.
„Bilið er skammt milli blíðu
og éls en brugðist getur lukk-
an frá morgni til kvölds.“
Nú er hann aliur.
Stórt skarð höggvið í raðir Is-
lenzkra listamanna.
Jón Engilberts var og er einn
af þeim stóru, þó svo að margir
hafi verið á móti honum þá
mátu hann líka margir.
Hann háði baráttu alla tíð og
stundum fannst honum vart líf-
vænlegt á landi hér og gnísti
tönnum, enda maðurinn skap-
stór, en þó svo undarlega góð
ur og ljúfur á stundum.
Um góða listamenn gnauða
oft harðir stormar og ekki blæs
sá stormur minnst frá öðrum
listamönnum. Þannig var það
líka hjá Jóni Engilberts.
Hann var atkvæðamikill,
sagði það sem honum bjó i
brjósti við fólk og það stafaði
frá honum gustur og hressileg-
ur andi.
Alltaf var gaman að fá hann
á sýningu. Hann skoðaði mynd-
ir svo vandlega, að fólk sem þar
var fyrir smitaðist af áhuga
hans, svo mikil áhrif höfðu hans
persónutöfrar.
1964 fékk ég mikla löngun til
að mála meistarann og var það
auðsótt.
Sú upplifun að standa með
tiönur og auðan strigann íjtít
framan Jón Engilberts var tími
sem ég aldrei gleymi. Það var
sem þungt farg hvíldi á mér.
Ég ætlaði aldrei að geta byrj-
að. Ég setti í mig eins mikinn
kraft og mér var unnt og byrj-
aði að teikna með penslinum
líkt og maður, sem býr sig til
að stökkva yfir mikla fcorfæru.
Það leið nokkur tími þar tU
hann kom til miín til að sjá
hvað ég hafði gert, reyndar var
ég mjög feginn því. Það glumdl
í klossunum og mér varð um og
ó. Hann sagði, „reyndu bara
áfram.“
Ég kynntist Jóni svo vel Þá,
að ég gleymi honum aldreL
Hans nafn og verk hans munu
verða eilíf.
Framh. á bls. 23