Morgunblaðið - 04.03.1972, Qupperneq 8
8
MOR.GUNeLAÐIÐ, LA.UGA.RDAGUR 4. MA.RZ 1972
Guðmundur H. Garðarsson, formaður V.R.:
Líf ey riss j óðirnir
eignarrétturinn
og
Eigrnarrétturinn er friðhelg-ur.
Engan má skylda til að láta
af hendi eign sína nema al-
menningsþörf krefji; þarf til
þess lagafyrirmæli og komi
fullt verð fyrir.
67. gr. stjórnarskrár lýðveld-
isins'íslands.
Enn á ný munu vera uppi
hugmyndir meðal ýmissa háemb
ættismanna og stjórnmálamanna
að með lagasetningu skuli
skylda lífeyrissjóði landsmanna
til að láta af hendi hluta árlegs
ráðstöfunarfjár sjóðanna. Til-
gangurinn með þessu mun vera
sá að þetta fjármagn skuli renna
til íbúðabygginga i gegnum hús-
næðismálakerfi rikisins.
lAn til húsbygoinga
Vegna þessa áforms og til þess
að fyrirbyggja allan misskiln-
ing, er rétt að vekja á því at-
hygli þegar í upphafi, að lífeyr-
Vssjóðirnir hafa ætíð varið meir
Inhluta af ráðstöfunarfé sínu til
lána vegna ibúðakaupa eða hús-
bygginga sjóðfélaganna sjálfra.
Það er því algjör óþarfi, þeg-
ar svo til allir launþegar lands-
ins eru orðnir aðilar að lífeyr-
issjóðum, að fjármagna húsbygg
ingaframkvæmdir landsmanna í
gegnum ríkisstofnun með þeim
hætti að brjóta eignarréttar-
ákvæði stjórnarskrárinnar.
Eðlilegra væri, að lífeyrissjóð
irnir tækju þennan þátt að sér
í enn ríkari mæli i framtiðinni
og að húsnæðismálakerfið í nú-
verandi mynd fjaraði smátt og
smátt út. Lögbundnir tekjustofn-
ar þess kæmu þá annaðhvort
sem viðbóftarframlag við lán líf-
eyrissjóðanna í gegnum almenna
veðlánakerfið eða þá mætti fella
niður, þegar sjóðirnir verða
orðnir það öflugir, að þeir geta
annað lánaþörfinni 100%. Þarf
þá ekki að leggja sérstakt gjald
á atvinnuvegina eins og nú er
vegna húsnæðismálanna og má
með niðurfellingu þessara gjalda
styrkja atvinnuvegina.
IUu heilli munu hugmynd-
ir miðstjórnarmanna núverandi
valdakerfis hníga í gagn-
stæða átt. Eftir þvi sem næst
verður komizt, munu þeir ætla
að freista þess að svipta lög-
mæta eigendur þess spari-
fjár, sem er i lifeyrissjóðunum,
eignar- og yfirráðarétti yfir
samningsbundnum eignum þeirra.
Ekki er það vegna knýjandi al-
menningsþarfar. Því munu
Ufeyrissjóðirnir geta mætt í hús
byggingamálum. Heldur er það
vegna óæskilegs skipulags, þar
sem megináherzla er lögð á for-
sjá miðstjómarvalds og rík-
iskerfisuppbyggingu í þess-
um málum. Þar við bætist að hið
hættulega og ólýðræðislega
hlutaskiptafyrirkomulag stjórn
málaflokkanna svífur þar yfir
vötnum.
FRELSI EÐA ÞJÓÐNÝTING
Haldi svo áfram í skipulagn-
ingu húsnæðismála sem ver-
ið hefur og takist ríkissósialist-
unum að þjóðnýta lífeyrissjóð-
ina, hljótum við, sem erum
á miðjum aldri og yngra fólk,
sem erum meginkjarninn á bak
við þá eignamyndun sem í líf-
eyrissjóðunum felst, að spyrja
sjálf okkur þeirrar spurningar,
hvort við íslendingar lifum raun
verulega í frjálsu þjóðfélagi þar
sem lýðræðisleg stjórnarskrár
ákvæði eru virt.
Engum, sem eitthvað þekkir
til peninga- og fjármála, dylst,
að fjármagn Mfeyrissjóðanna
verður gifurlegt, en það er unnt
að virkja, þjóðinni til mikils
gagns, án þess að þjóðnýta sjóð-
EFLING LÝHRÆÐIS
Það var þjóðargæfa, þegar
Bjarni Benediktsson, þáverandi
forsætisráðherra, beitti sér fyr-
ir þvi við lausn kjarasamning-
anna vorið 1969, að i frjálsum
samningum skyldi samið við
verkalýðshreyfinguna um stofn-
un lifeyrissjóða. Sá hann, fyrir
að með því að fara þessa leið
var verið að renna styrkari
stoðum undir lýðræðislega
stjórnarhætti á íslandi, sem m.a.
byggist á dreifingu valdsins i
þessum efnum sem öðrum.
1 stað þess að stofna lög-
bundna Mfeyrissjóði, sem yrðu
undir stjóm embættismanna og
stjórnmálamanna, var lagður
grundvöllurinn að þeim mögu-
leikum, að i framtíðinni væri
hægt að þróa þessi mál þannig,
að aðilar vinnumarkaðarins og
ríkisvaldsins fjölluðu um þessi
mikilvægu mál á grundvelli þrí-
skiptingar valdsims í stjórnun og
meðferð lífeyrissjóðsmála þjóðar
innar. Eignarrétturinn yrði þann
ig ótvíræður og fyrirbyggt, að
einhverjir &tjórnmálaflok'kar
gætu misnotað það vald, sem einn
allsherjansjóður gæti boðið upp
á. Með þrískiptingu valdsins milli
fulltrúa ríkisvaldsins, verkalýðs
hreyfingarinnar og vinnuveit
enda er unnt að fyrir-
byggja hugsanlega misnotkun
og valdbeitingu í skjóli þessa
Iðnskólinn í Reykjavíb
Skipað verður í deildir III. námsannar
þriðjudaginn 7. marz n.k. kl. 10 f.h.
Skólastjóri.
Tilboð óskast
Óskum eftir tilboðum í eftirtaldar sendi-
ferðabifreiðar: Benz 4 tonna með mjög góðu
húsi árgerð 1962. Bedford 4 tonna með mjög
góðu húsi árgerð 1962, stöðvarleyfi geta fylgt.
Bifreiðarnar verða til sýnis og sölu í dag á
BÍLASÖLUNNI, Hafnarfirði,
Lækjargötu 32 — Sími 52266.
Guðinundur H. Garðarsson
öfluga tryggingakerfis, sem ver
ið er að byggja upp í dreifðri
eign fólksins sjálfs.
Það yrði mikið óhappaverk, ef
út af þessari leið yrði brugðið
og í þess stað gripið til eignar-
upptöku eða einhvers konar lög
þvingunar til að knésetja þann
lífsvott, sem myndi í framtíðinni
gera fjöldann óháðari ríkiskerf-
inu, þar sem eigin sjóðir og
stofnanir aðila vinnumarkaðar-
ins gætu leyst ríkisstofnanir og
embættismenn af hólmi.
HLUTI AF LAUNUM
Allir lífeyrissjóðir verkalýðs-
hreyfingarinnar eru tilorðnir í
frjálsum samningum og eru
hluti af launum, sem lagður er
til hliðar af sjóðsfélögum
og vinnuveitendum til þess, að
starfsmenn fyrirtækjanna geti
betur mætt ellinni.
Ávöxtun og ráðstöfun sjóð-
anna hefur því veigamikla þýð-
ingu fyrir þessa aðila á hverj-
um tíma. Það væri freklegt brot
á eignar- og persónurétti, ef yf-
irráð og umsjón fulltrúa fólks-
ins í sjóðnum væri skert og brot
á öllum lýðræðisreglum.
Fyrir rúmum 2 árum kom fram
á Alþingi frumvarp til laga um
að skylda lífeyrissjóðina til að
láta af hendi 25% af ráðstöfun-
arfé i húsnæðismálakerfið. Þeir
flokkar, Alþýðuflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn, sem
stóðu að þessu frumvarpi, sáu,
að það var frumhlaup og þeim
höfðu orðið hér á mistök. Var
frumvarpið þvi dregið til baka
og gengið til frjálsra samninga
við lifeyrissjóðina um kaup á
veðskuldabréfum vegna fjárþarf
ar húsnæðismálakerfisins á þeim
tíma. En áður en það gerðist
fiafði mikið vatn runnið til sjáv-
ar. Forusta lí feyrissjóðanna, mið
stjóm ASf, Morgunblaðið og
ótal fleiri höfðu mótmælt frum-
varpinu og undirstrikað eignar-
réttaratriðið.
ÁLYKTUN MIÐSTJÓRNAR
A.S.Í.
Vegna þessa máls gerði mið-
stjórn ASÍ svohljóðandi sam-
þykkt 13. aprU 1970:
„Miðstjórn ASÍ felur lifeyr
issjóðsnefnd, ásamt forseta og
ÍFamkvæmdastjóra að ræða
við felagismiáiaráðherra og mót
mæla þvi atriði í framkomnu
frumvarpi til laga um Húsnæð
ismálastofnun ríkisins, sem
skyldar lífeyrissjóði lands-
manna til að láta af hendi %
hluta af árlegu ráðstöfunarfé
(6. gr. 3. liður).
Miðstjórnin er efnislega sam
þykk þvi að efla beri Iána-
kerfi byggingariðnaðarins og
tryggja skuli landsmönn-
tim viðunandi húsnæði og vís-
ar til samþykkta ASÍ-þinga
og félaga innan sambandsins
þessu til staðhæfingar.
Hins vegar litur miðstjórn-
in svo á, að sérhver ráðstöf-
un á fé lífeyrissjóða verka-
lýðsfélaganna sé samnings-
atriði milli eigenda sjóðanna
og þeirra aðila, sem óska eft-
ir framlögum úr þeim. Með
visan til þessa krefst mið-
stjórn ASf þess, að viðkom-
andi ráðherra snúi sér til
réttra aðila innan verkalýðs-
lireyfingarinnar varðandi
hugsanlega samninga um fé
úr sjóðunum til fjárniögnunar
byggingarsjóða samkvæmt 2.
gr. umrædds Iagafrumvarps.
Sé ekki orðið við þessari ósk,
er það álit miðstjórnar ASf,
að freklega hafi verið gengið
á samnings- og eignarrétt líf-
eyrissjóðsfélaga og munu sam
tökin beita sér fyrir því, aí
þeir leiti réttar síns eftir við-
eigandi lejðum.
Miðstjórnin mun síðar tjá
sig um önnur atriði frumvarps
ins.
Til félagsmálaráðherra
Reykjavík."
FORSETI A.S.f. — FÉLAGS-
MÁLARÁÐHERRA
Forseti ASf var þá
Hannibal Valdimarsson.
Við myndun núverandi ríkis-
stjórnar tók Hannibal að sér
embætti félagsmálaráðherra, svo
nú ætti að vera vel tryggt, að
hann gæti vel hagsmuna verka-
Iýðshreyfingarinnar í þessum
málum og láti ekki þeim ríkis-
sósíalistum, sem í kringum hann
eru, takast að framkvæma ill
áform sin, traðka á samnings-
og eignarrétti lífeyrissjóðs-
félaga.
f upphafi þessarar grein-
ar var sagt að ýmsir stjórnmála
menn og háembættismenn hafi
uppi tilburði til að svipta líf-
eyrissjóðsfélaga eignar- og yfir-
ráðaréttinum yfir eigin fjár-
Iðnaðarhúsnæði til leigu
Til leigu er 400 ferm. iðuaðarhúsnæði á jarðhæð á góðum
stað í bænum. Til greína gæti einnig komið leiga á jafn stóru
húsnæði ð annarri hæð hússins.
Tilboð merkt:
fyrir 15. 2. '72.
.Iðnaðarhúsnæði — 1853" sendist blaðínu
Jörð til sölu
Jörðin Hraunsnef Norðurárdal Mýr., er til solu og laus til
ábúðar í næstu fardögum. Mjög gott íbúðarhús. 17 kúa fjós,
140 kinda fjárhús. Gott mjólkurhús ásamt 500 lítra mjólkur-
tank og nýjum Aífa Laval mjaltavélum. Bústofn, vélar og
heyfymingar geta fylgt ef óskað er. Hlunnindi fylgja.
Tilboð berist fyrír 1. april 1972 til undirritaðs, sem gefur
nánari upplýsingar.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
MAGNÚS KRISTJANSSON. Hraunsnefi.
I
magni sem sameign fólksins í líf-
eyrirsjóðunum er. Það skal þvx
enn einu sinni undirstrikað, a3
lífeyrissjóðimir eru hluti af
samningum verkalýðshreyfingar
innar við vinnuveitendur. Ið-
gjaldagreiðslurnar em hluti af
launum. Sjóðimir hafa stutt þús
undir félaga til þess að eignast
eigin íbúðir, örvað sjáifstæði og
sjálfsbjargarviðleitni.
ÁLYKTUN L.Í.V.-ÞINGS
S.l. sunnudag lauk VIII. þingl
L.I.V., sem gerði gagnmerka
ályktun um þessi mál. Ályktun-
in er svohljóðandi:
„VIII. þing LÍV, haldið í
Reykjavík 25.—27, febrúar
1972, áréttar yfirlýsingar síð-
asta landssambandsþings um,
að lífeyrissjóður verzlun-
armanna sem og aðrir umsamd
ir lifeyrissjóðir verkalýðs-
hreyfingarinnar séu hluti af
samningum félagsmanna og
því ótvíræð eign sjóðfélaga.
Þingið varar eindregið við
sérhverjum hugmyndum er
fela í sér skerðingu á sjálf-
stæðu ákvörðunarvaldi satnn-
ingsaðila vinnumarkaðarins yf
ir hinum samningsbundnu líf-
eyrissjóðum eða af hálfu lög-
gjafarvaldsins verði settar
takmarkanir, sem þessir aðil-
ar telja andstætt hagsmunum
lífeyrissjóðsfélaga og atvinnu
veganna.
Þinigið álífcur að opiniber
íhlutun um málefni sjóðanna
komi ekki til greina né nein-
ar breytingar á reglugerðum
lífeyrissjóða eða ráðstöfun
fjármuna þeirra, nema með
samþykki viðkomandi verka-
lýðsfélaga. Hins vegar telur
þingið ekki óeðlilegt að
ákveðnar meginregiur verði
settar um notkun ráðstöfunar-
fjár sjóðanna til íbúðaiána,
atvinnuveganna o.s.frv., en
það sé á valdi sjóðanna sjálfra,
hvernig fjármagninu verði ráð
stafað innan þessa ramma.“
FÓLKIÐ SNÝST TIL VARNAR
Það er eðlilegt og lýð-
ræðislegt, að sá þingmeirihluti,
sem stjórnar landinu á hverjum
tíma, setji sér ákveðna heildar-
stefnu i atvinnu -og efnahags-
málum og setji síðan peninga- og
fjármálastofnunum ákveðnar
rammareglur um notkun ráðstöf
unarfjár til íbúðalána, lána til
atvinnuveganna o.s.frv., en sjóð
stjórnirnar ákveði síðan sjálfar
innan þessa ramma, hvaða aðil-
ar fái það fé sem sjóðirnir hafa
til ráðstöfunar. Allur annar hátt
ur á framkvæimd þessara mála
væri frelsisskerðing.
Fólkið i verkalýðshreyfimg-
unni, vinnuveitendur og aUt
frelsisunnandi fólk í landinu,
hlýtur að snúast til varnar, ef
núverandi valdhafar hafa í
hyggju að framkvæma þá fyrir-
ætlan, sem greinarhöfundur hef
ur rika ástæðu til að halda að
nú muni standa fyrir dyrum.
Lífeyrissjóðsfélagar um land
allt niunu standa vörð um:
Löghelg-uð mannréttindi,
óskert samningsfrelsi,
gerða samninga,
samning;sbiindnn.r eigmir, hvort
sem það eru lífeyrissjóðir eða
aðrar eignir.
Reykjavík, 1. marz 1972.
BtovuunWíiínþ
margfaldar
markað gðar
®rriá