Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 1

Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 1
Um nónbil á Rauða torgi ÞEGAR herir fimm Var- sjárhandalagsríkja réðust inn i Tékkóslóvakíu i ágúst 1968 var innrásinni fagnað í sovézkum fréttamiðlum; skipulagðar voru aðgerðir til að láta i ljós ánægju með það bróðurþel, sem innrásin átti að hera vott um. Hvergi heyrðist rödd mótmæla. Aðeins einu sinni er vitað til að það hafi verið reynt. Fjórum dögum eftir innrásina komu sjö manns saman á Rauða torginu í Moskvu og létu í ljós stuðning við frjálsa Tékkóslóvakíu. Frá þessum einstæða atburði segir í bók sovézku skáld- konunnar Natalyu Gorban- evskayu „Um nónbil á Rauða torgi“, sem nýlega er komin át á Rretlandi. I tveimur greinum birtir Mbl. kafla af frásögnum hennar og segir þar frá mótmælunum, • handtöku þeirra og réttarhöldunum yfir sjömenningunum. Gorbanevskaya var síð- ar dæmd til vistar á geð- veikrahæli og dvaldi þar í tvö ár. Að því er áreið- anlegar heimildir greina £rá hefur henni nú verið sleppt. Greinarnar tvær eru unnar upp úr ítarlegri frá- sögn í brezka blaðinu Observer. Þegar klukkan sló þrjú eftir hádegi, heitan sunniudag í ágúst 1968, settust sjö manneskjur nið ur á Hausaskeljastað á Rauða tongtou í Mosskivu og breiddu kyrrlátlega úr fánum sínum og borðum. Áletranir voru: „Lengi lifi frjáls Tékkóslóvakia". „Frelsi fyrir ykkutr og okkur“. „Niður með hemámsston- ana“. „Frelsi til handa Dub- cek!“ Einn sjömenninganna hélt á litlu tékknesku flaggi, sem hafði verið dreift tveimur dög- um áður til mannfjöldans er skipulögð hafði verið fagnaðar- móttaka fyrir Svoboda, forseta TékkósJóvaklu. 1 hópnum voru þrir mennta- menn, kunnir utan Sovétrikj- anna, Larissa Daniel, eiginkona skáidsins Yuli Daniels, Pavel Litvinov, eðiisfræðingur og bamabam íyrrverandi utanrík isráðherra, og Natalya Gorban- evskaya, sem hafði komið með þriggja mánaða gamalt barn með sér i vagni, ásamt með bleium, tveimur borðum og fánanum. Vegfarendur tóku að safnast saman í grenndinni. Og áður en við var iitið komu um tíu manns þjótandi að sjömenningunum úr ýmsum áttum torgstos. Á hlaup- unum hrópuðu þeir: „Slæpingj- ar! Blóðsugur! Lemjið á Júðun- um!" Einn æpti að Litvinov: „Loksins næ ég þér, júðaófreskj an þín.“ Hópurinn þreif af þeim borðana, reif þá og réðst með barsmíðum á hópinn iitia og kæfði með öskrum aliar tiiraun ir fólksins til að skýra, hvers vegna það væri þarna komið. Einn sjömenninganna missti fjór ar tennur í sviptingunum. Fáeinum mínútum síðar ruddu lögreglutoenn brautina fyrir ljós biárri Volgabifreið. Mótmæl- endahópurinn var dreginn á brott og ýtt inn i biiinn og stóðu að því menn í borgaraleg- um fötum, og sýndu þeir hvorki skitolki né handtökuskipanir. Annar bill kom í kjölfarið. Lög- reglumenn óku báðum bifreið- unum. Alit var um garð gengið á fimmtán mínútum. Fréttir um aðgerðirnar kvisuðust til Vest- urlanda. En aldrei var frá þeim skýrt í sovézkum f jölmiðlum. Natalya Gorbanevskaya skrif ar í bók sinni: — Ég furða mig á að fólk skyidi segja við mig síðar: „Hvernig stóð á að þið voruð gripin svona fljótt?" Ef við met- um þær aðstæður réttilega, sem við búum við, vorum við ekki gripin nógu fijótt. Á Rauða torg inu eru jafnan félagar úr KGB og innanrikisráðuneytinu á vakki. KGB menn sem fylgjast BLAB II SENNUDAGUR 5. MARZ 1972 með atferli þeirra sem tortryggi legir virðast, elta þá að torg- tou. Hefði þeim sýnzt svo hefðu þeir getað komið í veg fyrir mót mæli okkar. — Hefðu þeir fengið vit- Natalya Gorbanevskaya. Þegar sjö sovézkir borgarar mótmæltu innrás í Tékkóslóvakíu Rauða torgið í Moskvu: Sjömenningarnir voru dregnir á brott o g ýtt inn í bifreið . . . alit var tan t;arð gengið ©ftir stundarfjórðung og þá var eims og ekkert heffði gerzt. . . . neskju um hvað til stóð, en haft skipanir um að láta mótmælin hefjast í þvi skyni að fá ástæðu til að bandtaka hópinn hefðu þeir ugglaust getað sýnt af sér enn meiri skörungsskap. Þeir heíðu getað rifið í tætlur borð- ana fjóra og barið okkur niður á augnabliki og dregið okkur samstundis inn i bílana í stað þess að vera á þönum um torgið að leita að þeim. — Ennfremur hefúr reynslan sýnt okkur, að KGB menn vilja heldur láta aðra vinna verkið fyrir sig. Þeir voru tilneyddir að grípa til þessara fantabragða við okkur vegna þess að við komum þeim í opna skjöldu. Þetta hafði í för með sér að sum ir þeirra urðu að koma fram í dagsljósið, þ.e.a.s. sem réttar- vitni í máium okkar. Þá hina sömu nótt var húsleit framkvæmd á heimilum þeirra sjö, sem tóku þátt í mótmælun- um. Natályu Gorbanevskaya hafði verið leyft að fara heim til ungbarnsins og sonarins Yasík. Húsleitin hjá henni hófst klukk an tíu um kvöldið og lauk klukkan tvö eftir miðnætti. Þeg- ar lögregian hélt á braut sagði hún: „Þú getur þakkað það þvi að þú átt börn að leitin tók ekki lengri tíma.“ Morguninn eftir varð hún að koma íyrir bráðabirgðarann- sóknarrétt. Þá stóð hún and- spænis „vitni" að mótmælaað- gerðunum, 19 ára gömlum verka manni frá Rostov ... — Hann var útbólginn af orða gjáifri úr blöðum og ruglaði í sífellu saman hugtökum. Þegar ég spurði hvort hann hefði veitt því athygli, að hóp- urinn hefði verið laminn sund- ur og saman og hvort hann hefði séð hvernig handtakan hefði verið framkvæmd, hrökk hann í kút, eins og lítið hrætt dýr og hrópaði reiðilega: „Það hefði átt að drepa ykkur öll.“ —- Rannsóknarmaðurinn þú- aði hann, þegar hann lagði fyr- ir hann spurningar. Ég geri mér i hugarlund að pilturinn hafi verið tekinn af handahófi á Rauða torginu, látinn dúsa toni yfir nóttina, honum hafi þar ver ið ógnað og á endanum orðið úr honum afbragðs vitni, sem hataði okkur. Þegar öllu var á botninn hvolft var það vegna okkar sem hann hafði verið gripinn, þótt alsaklaus væri. En þetta eru að sjálfsögðu aðeárus getgátur minar. —- Annað sagði hann sem ég veitti sérstaka athygli: Þau börðu lika. Þessi útgáfa skaut í sí- fellu upp kollinum við rann- sókn málsins: — Hann lamdi mig fyrst með hnefanum. „Þau lömdu hvort annað". Um það bil sem pilturinn lauk vitna framburði sínum horfði ég á hann stóreyg af undrun — frek ar undrun en hrylltagi. Hann sagði að þegar reynt hefði verið að handtaka mig hefði ég þrifið gleraugu af manni og síðan byrj að að reyna að kyrkja litla barnið niitt til þess að ég gæti síðar staðhæft að okkur hefði verið misþyrmt. Þessi staðhæf- ing fannst mér slík firra, að ég sagði: „Þér vitið kannski ekki, hvernig á að halda á barni." Ég hugsaði sem svo að honum hefði sýnzt þetta og væri að lýsa eftir beztu getu því sem hann hefði séð. — Ég komst að því síðar að fleiri vitni í málinu báru það einnig að ég hefði „hert að hálsi bamsins." Hópur manna gat ekki hver fyrir sig látið sér detta í hug að slíkt hefði fyrir augu þeirra borið. Þetta var efa laust vitnisburður, sem var bú- inn til við upphaf málsins og rannsóknarinnar, en þegar fram liðu stundir gerðu mienn sér grein fyrir, að þarna var skot- ið yfir markið og ákveðið var að gefa þennan áburð upp á bátinn. Fyrir slysni mun pilt- urínn þó hafa komið með þess- ar yfiriýsingar að nýju fyrir dómnum. — Rannsóknarmaðurinn sagði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.