Morgunblaðið - 05.03.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1972, Blaðsíða 4
MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972 > ERLEND TÍÐINDll Þjóðernis- deilur Rússa og Kínverja ÓÁNÆGJAN, sem spesglast í amdófi gegn yfirvöldum i Sovétríkj unum, nær langt út fyrir raðir mennta- manna, þótt mest Iiáfi borið á bar- áttu þeirra í þeim fréttum, sem hafa borizt til Vesturlanda. Óánægjan nær til milljóna miðstéttarfólks, en munur inn er sá, að menntamennirnir vilja aukið andlegt frelsi, en miðstéttarfólk ið betri lífskjör. Óánægjan nær líka til tugmilljóna fátæklinga, sem vilja kauphækkun til þess að geta til dæm is veitt sér þanm munað að borða kjöt að staðaldri. Síðast en ekki sízt nær óánægjan til fjölda þjóðarbrota, sem vilja aukið sjálfræði. Óánægja þjóðarbrotanna er ef til vill hættulegust frá sjónarmiði vald- hafanna, því að krafa þeirra er bein línis sú að endir verði bundinn á yfir ráð stjórnarinnar í Moskvu yfir heim kynnum þeirra. Þjóðernishyggju vex stöðugt fiskur um hrygg í ýmsum hlutum Sovétríkjanna, og valdhafam ir eru uggandi. Rússar eru aðeins 55% íbúa Sovétríkjanma, sem eru alls um 240 milljónir, og svo getur farið, að þeir komist í minnihluta á næstu ár- um vegna þess að þeim fjölgar hægar en öðrum þjóðum Sovétríkjanna. Þjóðir Sovétríkj amna eru hvorki meira né minna en um 100 talsins (ef allar eru taldar með) svo að allmörg þjóðríki kæmust á laggirnar, ef reglan um sjálfsákvörðunarrétt þjóða næði einnig til þeirra. Og þjóðir eins og Úkr aínumenn, Lettar, Eistlendinigar, Lit háar, Hvít-Rússar, Úzbekar, Kirghiz- ar, Armenar og Grúsíumenn krefjast stöðugt aukins sjálfstæðis. Á sviði. utanríkismála hefur oam- kvæmt gamalli sovézkri hefð verið far ið hörðum orðum um vestræna heims valda- og nýlendustefnu. En þessi áróður virðist hafa orðið til þess í Sovétríkjunum, að þjóðir og þjóðar- brot hafa spurt að þvi í æ ríkari mæli hvers vegna þau verði að lúta rúss- neskri stjórn firá Moskvu. Vestrænar nýlendur hafa hlotð sjálfstæði, en í Sovétríkjunum er ástandið einna lík- ast því sem það var í gaimla Habsborg araríkinu, þar sem Þjóðverjar og Ung verjar drottnuðu sem eins konar herraþjóðir, þótt aðrar þjóðir nytu að vísu ýmissa hlunninda og forréttinda, en í misjafnlega miklum mæli. Og Habsborgararíkið var limað í sundur samkvæmt reglunni um sjáifsákvörð unarrétt þjóða, þótt hún yrði síður en svo algild í framkvæmd. Síðan vestrænar nýlendur hlutu sjálfstæði hafa Rússar beint ásökun- um sínum um heimsvaldaistefnu og nýlendustefnu aðallega gegn fynrver andi bræðraþjóð — Kinverjum. Raun ar verða margar þjóðir að lúta yfir- ráðum Kínverja, en samnleikurinn er sá að ástandið er keimlíkt því og það er í Sovétríkjunum. Þess vegna hljóma ásakanir Rússa í garð Kín verja oft nokkuð hjákátlega. Eitt síðasta dæmið um þessar árás- ir Rússa er að finna í grein, sem birtist nýlega í sovézka tímaritinu „New Times“, sem dreift er á Vestur- löndum. Þar segir, að stefna Kínverja „markist af stórveldisstefnu og miði að samlögun minniíhluta" að hætt hafi verið við „allar áætlanir um að vinna bug á raunverulegu jafnréttis- leysi minnihlutanna", að „nauðungar vinnu sé beitt í stórum stíl“ og að stefna maoista miði að því að „út- rýma þjóðtungum". Þetta eru harðorðar ásakanir, em. gallinn er bara sá að Kínverjar hafa oft borið Rússa sömu sökum, og spurn ingin er hvort báðir aðilar hafi ekki talsvert til síns máls. Síðasta setning greinarinnar í „New Times“ hefur að geyma kjarna ásakana Rússa í garð Kínverja vegnia meðferðar þeirra á þjóðarbrotum, en með smávegis nafna breytingum gætu Kínverjar snúið árásinni upp á Rússa: „Ráðamenn í Peking dubba sig upp sem skelegg- ustu baráttumenn fyrir frelsun kúg- aðra þjóða og jafnrétti allra lamda, stórira og smárra, En í reynd ástunda þeir í eigin landi stórveldis- og þjóð- rembingsstefnu, sem miðar að nauð ungaraamruna ókínverskra þjóða.“ Ásakamir Rússa hljóma kunnug- lega í eyrum, en áhugi þeirra á mál- efnum þjóðarbrotanna vaknaði ekki fyrr en vináttan við Kínverja fór út um þúfur. Og spurnimgin er, hvort vopnin geti ekki snúizt í höndum þeirra. Árásirnar í garð vestrænnar heimsva.lda- og nýlendustefnu hafa reynzt eitt helzta hreyfiafl hinhar vax andi þjóðernishyggju þjóðarbrotanma í Sovétríkj unum. Árásirnar í garð kínverskrar „stórveldis- og þjóðremb ingsstefnu“ geta haft jafnvel ennþá afdrifaríkari afleiðingar. Alla vega ar fróðlegt að kynnast hinu opinbera sovézka viðhorfi, þó ekki væri nema vegna þess, að það kemur fram í frétt á íslenzku frá hinni sovézku frétta- stofu á íslandi, Novosti. Þessi grein hefur að geyma jafnvel ennþá harð- ari ásakanir í garð Kínverja én fyrri árásargreina.r fréttastofunnar gegn Kínverjum, sem hafa birzt i blaðinu. Grein fréttastofumnar ber fyrirsögn ina „New Times um stöðu þjóðernis- minnihluta í Kína“ og birtist orðrétt hér á eftir: „Moskvu, 27. jan. „Maóistar hafa opinberlega lýst það stefnu sína, að þröngva þjóðarbrotum, sem ekki eru FramhaJld á bls. 21. C ( THE OBSERVER \ Herinn tekur aftur völdin í Ghana Eftir Suzanne Cronje LÍTIÐ hefur frétzt frá Ghana frá því að byltingin var gerð þar um miðjan síðasta mánuð, er herforingjar tóku völdin af Kofi Busia forsætisráðherra, sem tók við völdum af herfor ingjaráðinu, sem steypti Nkrumah forseta af stóli árið 1966. Byltingin nú kom mjög á óvart og var gerð meðan Busia forsætisráðherra var í læknisrannsókn í London. — Byltingin fór fram án blóðs- úthellinga og tók aðeins nokkrar klukkustundir. Hinn nýi leiðtogi Ghana er I. K. Acheampong ofurgti og í yfiriýsingu sinni í útvarpið í Accra, höfðuborg Ghana, sagði hann að ástæðan fyrir því að herinsi hefði fcekið völd in í sínar hendur væri sú, að Busia og stjórn hans hefðu gert sig seka um gróf stjórnar mistök, einkum á sviði efna- hagsmála. Höfuðástæðan fyr ir því að upp úr sauð var á- kvörðun stjórnar Busia í des- ember sl. að fella gengi gjald miðils Ghana, Cedis, um 48%. Þessi mikla gengisfelling hafði eðlilega í för með sér miklar verðhækkainir, en mesta vandamál ríkisstjórnar innar hafði verið gífurlegar erlendar skuldir eða um 300 milljónir sterlingspunda. Eng inn vafi leikur á því að efna hagserfiðleikar Ghanastjómar í da<g eru meiri en nokkru sinni fyrr, meiri en á stjómar dögum Nkrumah. ARFUR Stjórn Busia hélt því alltaf fram að erfiðlieikarmr, sern hún ætti við að etja væru arf ur frá Nkrumah og stjórn h£ms. Þessi staðhæfing hafði vissulega við rök að styðjast um tíma en hún gerði það ekki iengur, er stjórninni var steypt nú. Gengisfellingin leysti ekki vandann þvi að það þarf er- lendan gjaldeyri til að greiða erlendar skuldir, sem þýðir það að ríkisstjórnin þurfti að láta prenta meiri seðla, til. að geta staðið við skuldbinding- ar sínar. Þeir einu, sem græoa á gengisfellingunni eru hinir auðugu kakóbaunaframleið- endur, en kakóbaunir er helzta útflutningsvara Ghana. Busia átti ætíð mestum stuðn ingi að fagna meðal kakó- baunafraimleiðendainna og því hefur hann ekki gert ráð fyr ir að gengisfellingin myndi hafa pólitíska hættu í för með sér fyrir stjómina. En kafcó- útflutningurinn hefur ekki gengið sem bezt sl. ár, þvi að heimsmarkaðsverðið hefur verið það lægst um 6 ára skeið og vissulega er ekki hægt að kenna Busia um það. (Útflutn ingsverðmæti kakóbauna 1971 var 30 milljón sterlingspund um minni en árið áður, sem er mikið áfall fyrir þetta litla land). SPILLING Aðalorsök þess að Nkrum- TAMALE GHANA KOBORIDUA* TEMA ACCRAJjk CAPE C0AST TAK0RADI Ghana og nágrannaiönd. ah var steypt af stóli á sínum semi og spillingu meðal hátt tima voru ásakamir um eyðslu settra embættismanna. t dag segja hinir nýju leiðtogar að spillimgin innan stjórnar Busi as hafi ekki verið minni, ef ekki rmeiri. Það bætti ekki heldur úr skák, að á sl. ári er óánægja var sem mest (þá höfðu laun ekki hækkað svo nokkru næmi í 6 ár og verð- bólgan var 15% á ári) kom upp hreyfing til að endur- vekja stefnu Nkrumah. Þá barði stjóm Busia í gegnum þingið í hendingskasti lög, sem sögðu fyrir um að hver sem yrði sekur um tilraunir til að koma Nkrumah aftur til valda skyldi sæta 5 ára fang elsi. Það er einnig talið glæp samlegt athæfi að hengja upp myndir af Nkrumah. Þessi lög höfðu varanfleg sálræn á- hrif á íbúa landsins og svo kórónaði stjórnin gerðir sínar með þvi að banna verkalýðs- saimtökin í landinu, sem meira að segja höfðu hreins að öll róttæk öfl frá Nkrumah- tímunum og var stjórnað af hægfara hægrisinnuðum for- manni. Verkalýðurinn í Ghama, sem óx úr grasi á tímum Nkr umah hefur ekki gleymt því aðdráttarafli, siem maðurinn bjó yfir, er hann var leiðandi persóna í sjálfstæðisbaráttu Afríku. Staða hans á sviði al þjóðastjórnmála og þau á- þreifanlegu merki framfara frá tímum hanS eru fólki of ariega í minni. Þar má nefna nýtízku hafn armannvirki í Tama, álbræðsl una og virkjunina í Volta- fljóti. Þá eru ótaldir skólam ir og framfarir í menntamál um. „YFIRSJÓN“ Á hinn bóginn hefur fólkið nú gleymt spillingunni og mútukerfinu, sem tröllreið allri opinberri starfsemi svo og st j órnmálakúgun þeirra tíma. Þrátt fyrir spillingu í stjómartíð bæði Nkrumahs og Busias er sá reginmunur á þessum tveimur mönnum, Framhald á bls. 22. %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.