Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 6

Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972 > > Eyjólfur Fridgeirsson: Flutningar á Kyrra- hafslaxi í Atlantshaf FRÁ því árið 1960 hefur öðru hvoru orðið vart við nýstárlegan giest í íslenzkum laxveiðiám. Þessi fiskur hefur ýmist verið nefndur á íslenzku hnúðlax eða hleiklax. Er fyrra nafnið dregið af undarlegum hnúð eða kryppu, sem kemur á karlfiskinn (hænginn) fyrir hrygningu en hitt nafnið er þýðing á enska nafninu á honum, pink salmon. Fiskur þessi er kominn til okkar frá Kolaskaga í Norður-Rúss- landi og hugsaniega frá Norður- Noregi, einnig er ekki óhugsandi að seinni árin hafi fiskar komið frá St. Mary’s-flóa á Nýfundna- landi, en að því mun vikið síðar. Hnúðlaxinn er Kyrrahafslax af ættkvíslinni Oncorhynchus, sem er náskyld ættkvíslunum Salmo, en til hennar telst islenzki laxinn og Salvelinus — bleikjur. Hnúðlaxinn heitir á latinu On- corhynchus gorbuscha, en teg- undanafnið er rússneska nafn hans, sem þýðir krypplingur. Hnúðlaxinn er minnstur af Kyrrahafslöxunum. Hann verður mest 68 cm langur, en vanaleg lengd hans er 44—49 cm, Ein- stöku hængar ná 9 punda þyngd, en vanalegast er hann um 5 pund. Hann er ekki frjósamur fiskur en með að meðaltali um 1500 hrogn, en það er lítið samsm borið við íslenzka laxinn, sem hefur um 10—25 þúsund hrogn. En þó hann sé ekki frjósamur, er samt undra mikið af honum í Kyrráhafi, og er hann t.d. um 80% af laxi, veiddum á Kamt- sjatka-skaga. Hnúðlaxi-nn þekk- ist írá íslenzkum laxi á því, að í raufarugga hans eru fleiri en 10 geislar, en á þeim íslenzka færri en 10, auk þess sem hnúðlax hef- ur dökka bletti fyrir neðan rák- ina og á sporði og smátt hreistur. Hnúðíaxina elst upp í sjó og flækist víða í fæðuleit, en þó inn am vissra hitamarka. Hann geng- ur upp í ár og læki til hrygning- ar á tímabilinu frá júni til ágúst og er ekki eins fundvís á sitt heima og íslenzki laxinn. Hann hrygnir í ágúst til október. Fyrir hrognin grefur hann hreiður, eins og aðrir laxar, 15—35 cm djúp og hylur þau síðan með möl. Hrygningarstaðurinn er á grunnum og straiumhörðum stöð- um árinnar, á 0.5—1.0 m dýpi, en íslenzki laxinn hrygnir á lygn ari crg dýpri stöðum allt að 2—3 m dýpi. Eftir hrygningu deyr ailur hnúðlaxirui með tölu. Hrogn in klekjast út í mölinni á 2 mán- uðum og eftir það halda kvið- pokaseiðin sig í hreiðrinu til vors og ganga þá strax út í sjó og byrja fyrst að taka fæðu þar. í sjónum vex hann fljótt og geng ur upp í ár til hrygingar, þegar á öðru ári, 13—15 mánuðum eftir að hann fór út í sjó. (Tafla 1) Hnúðlax Flutt hrogn Sleppt f sjó í miilj. t millj. 1956 3:8 1957 8.5 3.5 1958 17.1 6.1 1959 15.3 15.1 1960 12.0 14.4 1961 37.9 10.4 1962 24.7 34.2 1963 41.7 23.7 1964 36.1 1965 Fyrsta tilraunin til að flytja Kyrrahafslax til Norður-Evrópu gerðu Rússar á árunum 1933—’39 og fluttu þá ekki hnúðlax, held- ur tegund náskylda honum, Oncorhynchus keta, sem er stærri en hnúðlaxinn, 72—75 cm að meðaltali. Árangur af þess ari tiiraun varð lítill og var henmi því hætt. Einstöku fiskar veidd- ust bæði fyrir stríð og á stríðs- árunum, en ekki er vitað að þeir hafi hrygnt í nýju heimkynnun- um. Árið 1956 voru þessar tilraun- ir hafn-ar aftur og var nú ekki eingöngu flutt keta, heldur einn- ig hnúðlax. Á árunum 1956— 1963 voru flutt 160 milljón hnúð- laxahrogn og árin 1956—1962 60 milljón ketuhrogn. Svo til öll ketuhrognin og 75% af hnúð- laxahrognunum komu frá Suður- Sjakalin. Hrognin voru frjóvguð í laxeldisstöðvum þar og síðan flutt á fósturstigi augnmyndun- ar í laxeldisstöðvar á Kola- skaga. Á Kolaskaga voru þau al- in til vors og þá sleppt. Eins og meðfylgjandi tafla sýnir komust ekki öll þessi 220 milljón hrogn í sjó, enda eðlileg afföll í flutning- um og uppvexti um 10%. Keta Eiid.h. Flutt hrogn Sleppt f s st. I mlllj. i millj. 0.1 2.5 + — 2.4 1.9 — 6.4 1.9 88000 18.7 5.9 2700 8.3 15.6 150 23.8 7.4 50 20.3 2000 47800 Við athugun töflunnar ber að hafa í huga að seiðum er sleppt ári eftir að þau koma, sem hrogn, og endurheimtast ári eftir að þeim er sleppt. Af ketunni er það skemmst að segja að tilraunin með hana gaf lítinn árangur. Til er tvenns konar keta: sumarketa, sem er smærri, 58—61 cm, og haustketa stærri og feitari, 72—75 cm. Svo til eingöngu var flutt haustketa bæði á árunum 1933—1939 og 1956—1962, og er álitið að allar aðstæður hafi verið óhagstæðar fyrir hana og talið vænlegra til árangurs að reyna sumarketu. Á síðustu árum mun hún eitthvað hafa verið flutt. Eitthvað mun keta hafa veiðzt á þessum árum eins og eftir fyrri tilraunina með hana og er ekki óhugsandi, að hún gæti veiðzt í íslenzkum ám. Keta þekkist frá íslenzka laxin- um á fleiri geislum í raufarugga, stórgerðu hreistri og gulbrúnum og rauðum þverrákum á bolnum. Með hnúðlaxinn hefur tekizt betur, en þó engan veginn eins og vonir stóðu til. Af seiðurri, sem sleppt var árin 1957 og 1958, skilaði sér ekkert aftur. Athug;- anir leiddu í ljós, að seiði, sem sleppt var á fósturskeiði bland- aðrar fæðu, þ.e. þegair þau eru farin aS taka fæðu en hafa enn einhverja fæðu í kviðpokanum, voru hreinlega etin upp af fugli og ránfiskum, aðallega ufsa. Aðalheimkynni hnúðlaxins eru á Kyrrahafsströndinni frá 50° til 60° norðlægrar breiddar, og þar eru dimmar nætu-r, meira að segja yfir hábirtutímann. Seiðin sem skríða upp úr mölinni á vor in i lok apríl og maí á byrjun fósturskeiðs blandaðra-r fæðu, eru ljósfælin og fela sig undir steinum á botninum yfir dag'mn Heimdallur S.U.S. F.U.F. KAPPRÆÐUFUNDUR verðnr holdinn í Sigtúni mnnudoginn 6. mnrz nk. kl. 20,30 UMRÆÐUEFNI: Aðgerðir og stefna ríkisstjórnar Olafs Jóhannessonar RæSumenn Heimdallar: Anders Hansen, kennaraskólanemi, Ellert B, Schram, alþingismaður, Jakob R. Möller, lögfræðingur. Ræðumenn F.U.F.: Guðmundur G. Þórarinsson, borgarráðsmaður, Tómas Karlsson, ristjóri, Þorsteinn Geirsson, lögfræðingur. Anders Ellert Jakob Guðmundur Tómas Þorsteinn Fundarstjórar: Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi og Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi. Heimdallur S.U.S. — F.U.F.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.