Morgunblaðið - 05.03.1972, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
11
Vaxandi áhug i á Islandi
vegna Atlantsh af shr y gg j ar ins
Rannsóknaskip og vísindamenn
sækja hingað — íslendingur
veitir forstöðu alþjóðlegum
vinnuhópi
Hryg’srur liffgur eftir endilöngii Atlantshafi svo sem sést £
kortinn, og er sprunga & honum miðjum. Hryggurinn teygir sig
svo áfram norður og liggur ge gnum fsland.
Greinilegt er, að áhugi vís-
indamanna er mjög vaxandi
á rannsóknum á Mið-Atlants-
hafshryggnum og einnig hlut
verki íslands í því sambandi.
Þetta kom m.a. fram í eftir-
farandi samtali, sem frétta-
maður Mbl. átti við dr. Guð-
mund Pálmason, forstöðum.
jarðhitadeildar Orkustofnun-
ar. En honum var nýlega boð
ið til fundar í Bandaríkjun-
um, þar sem handarískir vís-
indamenn og nokkrir erlend-
ir gestir voru að gera sér
Fundurinn, sem Guðmundur
Pálmason var á í Bandaríkjun-
um, stóð dagana 24. til 28. janú-
ar í Princetonháskóla og var á
vegum Vísindaakademiu Banda-
ríkjanna. Tilgangur hans var að
rajða rannsóknir á Mið-Atlants-
hafshryggnum. Þarna voru sam-
an komnir um 40 vísindamenn,
sem fengizt hafa við rannsókn-
ir á þessum hrygg. Flestir voru
Bandaríkjamenn, en boðið var
auk þess nokkrum erlendum sér
fræðingum, þar á meðal einum
Isléndingi, dr. Guðmundi Pálma-
syni. Tilgangurinn var að móta
rannsóknastefnu, aðallega
Bandaríkjamanna sjálfra, á Mið-
Atlantshafshryggnum, að því er
Guðmundur sagði. Og var að
méstu miðað við næstu 5—10 ár-
in.1
- Það sem að baki Iiggur er
það, áð menn vilja auka rann-
sókriir á þessu fyrirbæri
og reyria jafnframt að skipu-
leggja þær betur en verið hef-
ur, útskýrði Guðmundur. Var
skrifuð skýrsla um fundinn og
ætlunin að hún komi annars veg
ar að gagni þeim, sem ætla að
taka fyrir verkefni á þessu
sviði, og hins vegar þeim, sem
koma til með að veita fé í slík-
ar rannsóknir. Á hún að vera
báðum til leiðbeiningar. Á fund
unum lagði hver vísindamaður
fram sitt innlegg á einhverju
ákveðnu sviði, og kom í minn
hlut að skýra frá rannsóknum á
Islandi, sem snerta hrygginn.
— í framhaldi af erindunum
voru svo umræður. Má eiginlega
skipta viðfangsefninu í þrennt:
1 fyrstá lagi var reynt að gera
sér grein fyrir þvi á hvaða
þekkingarstigi við værum á
þessu sViði. f öðru lagi að átta
sig á því hvað ættl að leggja
mesta áherzlu á í rannsóknum á
þessum hrygg á næstu árum. Og
grcin fyrir rannsóknum á
þessum hrygg.
Einnig hefur hann í annan
stað verið beðinn um að taka
að sér forstöðuna í alþjóðleg-
um vinnuhópi vísindamanna,
sem fjallar um rannsóknir á
sprungukerfum á meginlönd-
um og í úthöfum. En þessi
vinnuhópur er ekki í neinum
tengslum við fundinn í Banda
ríkjunum. Að íslendingi er
falin forusta í þessum hópi,
sýnir m.a. hverja þýðingu ís-
land er talið hafa í þessum
rannsóknum.
í þriðja lagi var ætlunin að fá
fram hugmyndir um ákveð-
in rannsóknarefni. Að lokum
var svo nokkuð rætt um alþjóð-
lega samvinnu um þetta efni.
— Var þá ekki komizt að neinni
niðurstöðu?
• OKKAR ELDGOSABEL.TI
Á HRYGGNUM
— Það var ekki ætlunin að
taka ákvarðanir á þessum fundi,
svaraði Guðmundur. Mikið af
þeim rannsóknum, sem hingað
til hafa verið gerðar á Mið-Atl-
antshafshryggnum hafa beinzt
að mjög breiðu belti, 1000—2000
km á breidd. En þarna kom
fram, að talið er tímabært að
leggja meiri áherzlu á þrengra
belti og nær miðjum hryggnum,
þar sem sprungan liggur eftir
honum endilöngum. Þessi mið-
sprunga liggur einmitt í gegmum
ísland. Hún er okkar eldgosa-
belti. Menn leggja nú aukna
áherzlu á að rannsaka hana.
T.d. var mikið rætt um hvers
konar mælistöðvar mætti setja
upp á hafsbotni og hvort hægt
væri að rannsaka hrygginn úr
köfunarhylkjum, sem komast nið
ur á 2000—3000 m dýpi.
— Var nokkuð slikt ákveðið?
— Það kom fram, að ákveðið
hefur verið að taka fyrir stórt
svæði sunnan við Azoreyjar og
ætlunin að gera það á þann hátt,
að fara niður í köfunarhylkjum.
Ætla Frakkar og Bandaríkja-
menn að standa að þessu í sam-
einingu. Fyrir fslendinga er það
athyglisvert að Frakkar ráðgera
að senda 10 manna hóp hingað I
sumar til að skoða sprunguna á
landi, ef það mætti verða þeim
til leiðbeiningar þegar þeir kafa
niður við Azoreyjar. Þetta er á
sinn hátt svipað því þegar geim-
farar eru sendir hingað áður en
þeir fara til tunglsins.
• ÁHXJGI Á DJÚPBORUN
OG MÆLINGUM Á
HREYFINGUM
— Þegar menn eru orðnir sam
mála um að beina eigi rannsókn
um af krafti að þessari Mið-Atl-
antshafssprungu, þá kemur i ljós
áhugi á íslandi I því sambandi,
hélt Guðmundur áfram skýring
um sinum. Stundum hafa menn
verið efins um að fsland væri
rétti staðurinn til slíkra rann-
sókna, þar sem það er ofansjáv-
ar og hér líklega meiri gos
virkni en annars staðar á
hryggnum. Á þessum fundi var
hins vegar greinilegt að áhugi
á fslandi í þessu sambandi er
mjög vaxandi.
— Nú fluttir þú þarna erindi
um ísland í sambandi við
hryggjarrannsóknir. Hvað er það
sem menn leggja mesta áherzlu
á hér?
— Mitt hlutverk var að gefa
yfirlit yfir þær rannsóknir, sem
hér hafa verið gerðar og sem
þýðingu hafa fyrir Atlantshafs-
bryggjarrannsóknirnar. Og
jafnframt að benda á hvaða
verkefni íslenzkir visindamenn
telja vera mest aðkallandi. Þetta
var svo rætt á eftir, og var
greinilegt að áhugi er á a.m.k.
tveimur verkefnum. Annað eru
djúpboranir til rannsókna á jarð
skorpunni hér undir, sem marg-
ir telja sömu gerðar og jarð-
skorpuna undir úthöfunum. Út-
hafsskorpan er talsvert þynnri,
um 10 km, en meginlandsskorp-
an, sem oftast er 30—40 km á
þykkt.
— Og hitt verkefnið, sem áhugi
var á hér?
— Það eru nákvæmar land-
mælingar, í þeim tilgangi að
fylgjast með jarðskorpuhreyf
ingum. Breytingamar eru afar
bægfara og gætu væntan-
lega gefið ákveðna visbendingu
um hvort réttar séu kenningar
þeirra, sem hallast að þvi að
jarðskorpan sé að gliðna í sund
ur eftir þessum sprungubeltum
og ný að myndast í staðinn.
— Eru ekki einhverjar mæl-
ingar á þessu í gangi hér á
landi?
— Jú, fjórir aðilar eru að
reyna að vinna slikar mæling-
ar hér, en þeir eru allir stað-
settir erlendis. Það er Eysteinn
Tryggvason, sem er við banda-
riskan háskóla, Robert Decker
frá Bandaríkjunum, Mason frá
London og loks Þjóðverjar und-
ir stjóm Karls Gerke, en mæl-
ingar Þjóðverjanna hafa staðið
lengst, ná allt aftur til 1939.
Þessir aðilar hafa unnið að slik-
um mælingum, sem eru tímafrek
ar og mikið þolinmæðisverk.
Mikil þörf er á að einhver aðili
hér á landi hafi þetta á hendi.
Nátengdar þessu eru svo smá-
skjálftamælingar, sem stundaðar
hafa verið i nokkur ár hér á
landi, bæði af bandarískum og
íslenzkum aðiium, nú siðast und-
ir stjórn Sveinbjarnar Björns-
sonar eðlisfræðings. Smáskjálft-
arnir eru taldir fylgja hreyfing
um í jarðskorpunni og eru því
náskyldir þessu viðfangsefni.
Var á fundinum í Princeton mik
ill áhugi á hvoru tveggja þess-
ara viðfangsefna.
— Svo við snúum okkur að
hinu verkefninu, sem þú nefnd-
ir, þ.e. alþjóðlegu nefndinni, sem
þú starfar í. Hvernig er hún til
komin?
« ALÞJÓÐLEG SAMVINNA
— Á síðasta ári var komið á
fót allviðtækri alþjóðlegri sam-
vinnu í þvi skyni að efla rann-
sóknir á hreyfingarfyrirbærum
í yztu lögum jarðarinnar. Hef-
ur þessu samstarfi verið gefið
nafnið „Geodynamics Projeet"
og á það að standa í 7 ár. Komið
hefur verið upp einum tíu
vinnuhópum til að sinna ákveðn
um verkefnum. Einn þessara
vinnuhópa fjallar um rannsókn
ir á sprungubeltum á meginlönd
um og á úthafssvæðum, og var
ég beðinn um að taka að mér
formennsku i þeim hópi.
— Og hvað eruð þið að gera?
— Við erum rétt að byrja að
starfa. 1 þessum vinnuhópi min-
um eru 14 menri frá 8 löndum.
Tilgangurinn með starfi okkar
er að reyna að fylgjast sem bezt
með þeim rannsóknum, sem gerð
ar eru á þessum sprungusvæðum
og stuðla að samvinnu, þar sem
hennar er þörf. Rannsóknir af
þessu tagi verða ekki unnar svo
vel sé nema með samvinnu
margra aðila. Þá er og nauðsyn-
legt að halda fundi öðru hverju,
þar sem menn ræða niðurstöð-
ur rannsóknanna. Nú er mjög of
arlega á baugi að gera saman-
burð á meginlandssprungukerí-
unum og miðúthafshryggjunum
svonefndu, til að ganga úr
skugga um hvort um sams konar
fyrirbæri er að ræða.
— Þú sagðir að i hópnum
væru menn frá 8 löndum. Hvaða
lönd eru það?
— Við erum hér tveir Islend-
ingar, dr. Guðmundur E. Sig-
valdason og ég. Aðrir eru frá
Kanada, Bandarikjunum, Bret-
landi, Sovétríkjunum, Þýzka-
landi, Frakklandi og Kenya.
Guðmundur Pálmason.
Menn eru valdir bæði frá sem
flestum þjóðum, sem stunda
rannsóknir á þessum sprungu-
svæðum og eins þannig, að sem
flestar greinar jarðvísinda eigi
fulltrúa í hópnum. Sumir eru
jarðfræðingar, aðrir jarðeðlis-
fræðingar og enn aðrir jarðefna
fræðingar. Meginsprungubeltin
eru aðallega í Austur Afriku,
en af öðrum stöðum má nefna
Rinardalinn og Baikallægðina I
Síberiu. Úthafssprungusvæðin
eru hins vegar fyrst og fremst
Miðatlantshaíshryggurinn og
svipaðir hryggir í Indlandshafi
og austanverðu Kyrrahafi.
• ÍSLENDINGAR, BRETAR
DANIR í SAMVINNU
— Og þú heldur að Island
komi mikið inn í þessar rann-
sóknir á sprungu og hryggja-
kerfinu á næstu árum?
— Það þykir mér líklegt. Er-
lendir menn sækja hingað í vax-
andi mæli.
Það gefur t.d. til kynna að
áhugi sé mikill á Islandi í þessu
sambandi, að næsta sumar verða
liklega 4—5 rannsóknaskip hér
við land. Tvö bandarisk skip
verða væntanlega við rannsókn
ir vissan tima í sumar. Það eru
Vema og Lynch, sem hafa verið
hér áður. Vema verður væntan-
lega mest fyrir norðan land, en
Lynch við Suður- og Suðvestur-
landið. Bæði munu þau taka
botnsýni og gera jarðeðlisfræði-
legar mælingar. Þá kemur vænt-
anlega rússneska skipið Aca-
demik Kurchatov, sem kom hér
í fyrra. Þó mun það enn óákveð-
ið. Það verður við svipaða sýn-
ishornatöku og jarðeðlisfræði
legar mælingar.
Þá verður i gangi rannsókna
verkefni, sem Bretar, íslending-
ar og Danir hafa samvinnu um.
Það beinist að rannsóknum á
jarðskorpunni og efri hluta
möttulsins á hryggnum milli Is-
lands, Færeyja og Skotlands.
Við leggjum til mælistöðvar á Is
landi, Danir í Færeyjum og Bret
ar í Skotlandi og á eyjunum þar
fyrir norðan. Og Bretar leggja
líka til 1—2 skip til að fram-
kvæma sprengingarnar eftir
ákveðnum línum. Síðan er í sam
bandi við þetta verkefni ráðgert
að gerðar verði jarðskjálftamæl-
ingar djúpt undir Norðurlandi
og Suðausturlandi. Þar vonumst
við til að megi framkvæma með
samvinnu Bandaríkjamanna, Is-
lendinga og Sovétmanna. Fram-
kvæmdastjóri hins islenzka
hluta þessa verkefnis er Svein-
björn Björnsson, eðlisfræðingur.
— Eru sem sagt flestir vísinda
menn á þessu sviði orðnir fylgj-
andi kenningunni um sprungurn
ar á jarðskorpunni og landrek-
ið?
— Ég held að fleiri og fleiri hall
ist að því, að þær kenningar
sem uppi eru um að jarðskorp-
an sé að gliðna sundur eftir þess
um hryggjum, séu réttar. En
hiris vegar er margt, sem enn
er ekki nægilega rannsakað í
þvi sambandi og auknar rann-
sóknir eiga vafalaust eftir að
leiða ýmislegt nýtt í ljós. Hér á
landi eru betri skilyrði en víð-
ast hvar annars staðar til rann-
sókna á þessu fyrirbæri, og við
eigum því tvímælalaust að efla
okkar eigin rannsóknir á þessu
sviði. — E. Pá.
Miðatlantshafssprungan liggur gegnum ísland og þar er okkar
eldgosabelti.