Morgunblaðið - 05.03.1972, Blaðsíða 15
MORGUN'BLAÐIÐ, SU'NJMUDAGUR 5. MARZ 1972
15
Stefnir Ítalía að öng-
þveiti og stjórnleysi?
Nýfasistar gera sér miklar
vonir um kosningasigur í vor
Þegar Giulio Andreotti
myndaði minnihluta ríkis
stjórn kristilegra demókrata
á Italíu 16. febrúar s.l., gerðu
flestir sér ljóst, að sú stjórn
myndi ekki sitja nema skamm
an tima við vöid og að þing
yrði að líkindum rofið og
efnt til nýrra kosninga, áður
en núverandi kjörtímahdl
þjóðþingsins lyki í maí 1973.
En fáa hafði órað fyrir þvi,
að stjórn Andreotti yrði jafn
skammlif og raun ber vitni.
Hún var aðeins 9 daga við
völd. Þá var vantraust sam-
þykkt á hana á þjóðþinginu.
t>etta var skammlífasta rikis
stjóm landsins frá stríðslok-
um og hinn stutti valdatími
hennar er glöggur spegilvott
ur þess glundroða, sem kom-
inn er upp í stjórnmálum ítal
iu. Það var því ekki að ófyr-
irsynju, að Andreotti lét
rjúfa þing og ákveða almenn
ar þingkosningar 7. maí í vor.
Að þeim kosningum loknum
er vonazt til, að línur hafi
skýrzt nokkuð í stjórnmáium
landsins og að unnt verði að
mynda starfhæfa ríkisstjórn
með þingmeirihluta að baki
sér, enda þótt þar kunni að
verða um samsteypustjórn
fleiri flokka að ræða. Slíkt
væri ekki nýtt í stjórnmálum
Ítaiíu á siðustu, áratugum,
því að eftir strið hefur það
að jafnaði verið flokkur
kristilegra demókrata, sem
farið hefur með völd í iand-
inu, en þá yfirieitt i sam-
vinnu við aðra fiokka og þá
oft fleiri en einn.
Italska þjóðin hefur tekið
tíðum stjórnarskiptum og
duttlungum stjórnmálamann-
anna, sem stjómarskiptunum
olliu, með jafnaðargeði yfir-
leitt samfara svolítilli kald-
hæðni gagnvart vafstri stjórn
málamannanna og sinnt sínu
daglega starfi með sarna
hætti og áður. En nú hefur
stjómmáiaóvissan i iandinu
farið svo vaxandi, að jafnvel
bjartsýnustu stjórnmálagagn-
rýnendur hafa ekki komizt
hjá þvi að sjá háskaleg merki
þeirrar meinsemdar, sem grip
ið hefur þjóðfélagið i heild.
Sumir óttast, að fiokkarnir
yzit til hægri eða nýfas-
istar og fleiri hrifsi til sin
völdin. Aðrir ihuga með ekki
minni kvíða möguleikann á
þvi, að kammúnistar komist í
úrslitaaðstöðu í rikisstjórn-
inni. Þannig hefur eitt helzta
af ítölsku blöðunum skýrt
frá þeirri frétt, að í frönsk-
um herskólum hafi verið kann
aðar herfræðilegar afleiðing-
ar þess möguleika, að Italía
gangi úr Atlan.tshafsbanda-
iaginu en i Varsjárbandalag-
ið. Siíkum bollaleggingum
verður að taka með varúð,.en
engu að síður hafa ítaiir í æ
ríkara mæli verið að fyllast
ugg um, að öryggi þeirra og
veiferð kunni að stafa hætta
af síversnandi stjórnmála
ástandi í iandinu.
Stjórnmálaerfiðleikamir og
slæmt efnahagsástand eru að
sönnu mikilvægir þættir i til
urð þessa hugsunarháttar. En
það, sem á undanförnum vik-
um hefur átt hvað mestan þátt
í því að gera ástandið
spennuþrungið og kynda
undir ótta og aðrar tilfinning
ar fóiks, er sú alda afbrota
og glæpa, sem að und
anförrwi hefur stöðugt verið
að færast i vöxt í landinu og
þá einkum í iðnaðarborgun-
um í norðurhluta þess. Blöð-
in hafa ljáð þessum frásögn-
um glæpá og afbrota mikið
rúm, jafnvel skýrt frá þess-
um atburðum á heilum síðum.
Vel kann að vera, að nokkur
æsifregnastiil af ásettu ráði
hafi aukið á spennuna og ó-
kyrrð almennings. En stað-
reyndirnar skrökva ekki.
Naumast líður svo dagur, að
ekki berist fréttir af ofbeldis
verkum, ránum í bönkum,
verzlunum og jafnvel á einka
heimilum, svo að ekki sé
gleymt árásum úti á götum.
Hefir þetta að sjálfsögðu
haft í för með sér verulegt
eignatjón og það, sem meira
er, tjón á lífi og limum fólks,
sem auðvitað hefur vakið enn
meiri skelfingu almennings.
Glæpir hafa svo sem auk-
izt í öðrum löndum en á
Ítalíu. En það, sem gert hef-
ur núverandi glæpaöldu á
Itaiíu að þjóðarvandamáli
auk afbrotahliðarinnar er sú
staðreynd, að hún hefur
greinilega grafið undan
trausti fóiks á ríkisvaldinu
og jafnvel vilja ríkisins til
þess að vernda þegna sina.
Með þessum hætti hefur
spurningin um „iög og reglu“
í þjóðfélaginu orðið að stór-
pólitisku máli.
Áróðurinn fyrir „sterkri
stjóm" hefur fengið byr und
ir báða vængi, en samtímis
hefur verið blásið i glæður
fyrirlitningar fyrir núver-
andi stjómarfari og þvi
kennt um vaxandi skálmöld í
iandinu. Til þess má að veru
iegu leyti rekja tilhneigingu
til hægri á meðal eigenda smá
verzlana og fleiri í hóp mið-
stéttanna, sem vilja meiri
vernd frá sterkum armi lag-
anna, skipuðum fleiri og bet-
ur þjálfuðum lögreglumönn-
um. Óskir um innieiðingu
dauðarefsingar að nýju hafa
einnig tekið að heyrast frá
þessum sömu stéttum. Þá hef
ur jafnframt komið fram gagn
rýni á nýja iöggjöf, sem tak-
markað hefur heimildir til
handtöku og gæzluvarðhalds
á undan réttarhöldum og
henni kennt um, að eftir
verði fleiri forhertir glæpa-
menn, sem gangi um lausir.
En flokkarnir yzt til hægri
hagnýta sér einnig ástandið
og kenna skorti á efnahags-
legum og félagslegum umbót
um um vaxandi fjölda glæpa
manna. Þeir staðhæfa, að
ítaiska lögreglan sé hlutfalls
lega sú öflugasta í heimi (sex
lögreglumenn á hverja 1000
íbúa), en að aðeins 15%
þeirra taki þátt í baráttunni
gegn alvarlegri glæpum. Hin
ir séu notaðir í „kúgunar"-
aðgerðir eins og til þess að
bæla niður mótmælafundi.
Nýfasistar eru háværir tals
menn fyrir „lögum og reglu"
og þess vegna kosta þeir
kapps um að fordæma sem
verk rauðra hermdarverka-
manna, er villi á sér heimild-
ir og þykist vera íasistar,
Skwnimd an-venk, sem að und-
anfömu hafa verið framin á
húsakynnum hjá biöðum og
félögum kommúnista. En
hverjum, sem þeir atburðir
og aðrir svipaðir að undan-
fömu hafa verið að kenna,
þá eru þeir uggvæniegir fyr-
irboðar um, að landið stefni
i átt til stjórnleysis og póli-
tísks öngþveitis.
Andreotti ákvað að
mynda minnihluta stjórn
kristilegra demókrata einna,
þegar honum hafði mistekizt
að mynda að nýju samsteypu
stjórn með þátttöku kristi-
lega demókrataflokksins, sós-
íalista, jafnaðarmanna og lýð
veldissinna. Fyrri samsteypu
stjórn þessara fjögurra
flokka undir forsæti Colomb-
os hafði farið út um þúfur
vegna mismunandi afstöðu til
kommúnista, tiðra verkfalla
og versnandi efnahags og
einnig til deilunnar um ný
lög um heimild til hjónaskiln
aða.
Það var síðasta verkefni
Andreottis sem forsætisráð-
herra að ákveða 11. júní sem
kjördag fyrir þjóðaratkvæða
greiðslu um þetta umdeilda
frumvarp. En það var ekki
annað en formsatriði í raun-
inni, því að vegna fyrirhug-
aðra þingkosninga frestaðist
þessi þjóðaratkvæðagreiðsla
sjálfkrafa fram til næsta árs.
Að beiðni Leone forseta mun
Andreotti og stjórn hans sitja
fram yfir kosningarnar.
Það, sem kristilegir demó-
kratar óttast nú mest er fylg
istap til nýfasista í þingkosn
ingunum í maí. Flokkur
þeirra síðastnefndu tvöfald-
aði nefnilega fylgi sitt í bæj-
ar- og sveitastjórnarkosning
um, sem fram fóru í fyrra-
sumar á stórum hlutum Italiu,
þar á meðal bæði í Róm og
á Sikiley. Halda nýfasistar
því fram, að með svipuðum ár
angri í vor muni þeir tvo-
falda tölu þingsæta sinna í
fulltrúadeild þingsins, þar
sem 630 þingmenn eiga sæti
og fá 50 þingmenn kjörna þar
í stað 25 nú.
Þá hefur það ekki dregið
úr bjartsýni nýfasista, að á
nýafstöðnu þingi italskra
konungssinna, sem einnig er
flokkur langt til hægri, var
samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta að sameinast
flokki nýfasista í kosninga-
bandalagi í vor. Það er þvi
ekki nema eðlilegt, að lýðræð
isflokkarnir horfi með
kviða fram til kosninganna.
Þá verður ekki aðeins vegið
að lýðræðisstoðum itaiska
þjóðféiagsins frá vinstri af
háifu kommúnista. öfgaflokk
arnir til hægri ganga til þess
ara kosninga bjartsýnir á
mikinn sigur.
(Þýtt og endursagt úr
Observer, Neue
Zijricher Zeitung o. fl.)
Útboð
Bæjarsjóður Keflavíkur óskar eftir tilboðum
í akstur fyllinngarefnis í götur í Keflavík úr
Stapafelli. Áætlað efnismagn er 16 þús. rúm-
metrar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Útboðsgögn verða afhent í bæjarskrifstof-
unum í Keflavík á venjulegum skrifstofu-
tíma næstkomandi mánudag og þriðjudag.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu bæjar-
stjóra föstudaginn 10. marz nk. kl. 11 fyrir
hádegi að þeim bjóðendum viðstöddum sem
þess óska.
Bæjartæknifræðingurinn í Keflavík.
□DQB0QDQ
Nýkomið stórkostlegt úrval.
Nýir litir.
Nýjar uppskriftir.
Ný bók með prjóna og hekl uppskriftum.
Ath. að PINGOUIN GARN þolir
þvottavélaþvott.
Verzlunin HOF,
Þingholtsstræti 1.