Morgunblaðið - 05.03.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.03.1972, Blaðsíða 17
MORGU3NHBLAf»IÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972 17 R norðri frá Blakknum rÁ TÁLKNAFIRÐI Það er alltaf svoleiðis. Sölvi hef ur vinningÍTin sem stendur. í 35 róðrum hefur hann fengið 340 tonn tæp, em. Sæli er kominn með 330 tonn í 33 róðrum. Og Sölvi þykist viss um að halda forskot- inu í þessum róðri. „Það er hel- vlítis kæmleysi i þér að vera að taka blaðamann um borð,“ seg- ir hann og hlær dátt i talstöðina. Sæli bölvar bara. Það er fiskihljóð i þeim á hin- um bátunum og við siglum frá landi; vestur af norðri frá Bllafeknum. Reyndar heitir Blatfck urinn Straumnes, en það skiptir engu máli hér. Sjómennirnir kalla hann Blakkinn og það bliv ur. Nú er veiðihugur kominn i Sæla. Hann rýkur til í brúnni; tekur lagið, sviptir niður glugg- anum og kíkir út. Tekur svo lag ið aftur. Og dýptarmælirinn teiknar. ------- Það eru nú komnir fimm timar siðan við fórum frá bryggju. •— Skipið stingur stefninu i öldum- ar og sjóxinn rýkur á brúarglugg ana. Ég er þagnaður. Það er kom in einhver hella i magann á mér og ég finn, hvemig hún stækkar við hverja dýfu skipsins og send- ir lamandi geisla út um allan skrofck. Mér er jafnvel orðið illa við lifsgleðina i Sæla. Skelíing getur maðurinn verið upprifinn. Það er mikið, að hann skuli ekki dansa ballett eða flytja mér ein hverja stórariuna! En Sæli sýnir sig samúðarfull- an mannþekkjara. „Viltu ekki fara í koju og hvila þig svolítið. Ég skal senda mann til þín, þeg- ar eitthvað fer að gerast," segir hamn. Ég hristi höfuðið. Ég er þess fullvís, að hver minnsta hreyfing mln út fyrir stungur skipsins, fealli á eitthvað skelfi- legt. „Komdu þá og fáðu þér eitt hvað að éta. Það hnessir þig upp,“ segir Sæli og ýtir mér út úr brúnni. Og þá finn ég helluna taka kipp; en bara kipp. Kokkurinn hefur skákað hrygg á borðið. Og þessi hryggur; fljót amdi i andstyggiiegri feiti verkar á mig eins og kjaftshögg. Ég lit strax undan. „Ég vil fá fötu og fara niður,“ segi ég veikum rómi. Og um ieið og Sæli mundar hnif inn til átaka við hrygginn, sezt ég i stigann og lýt yfir plastföt- una rauðu. Á eftir tekst mér að skriða i koju. Eins og hrúgald sveiflast ég þama til og frá eftir trylltum dansi Tálknfirðings á öldunum. Svo fer mér að líða betur. Og inn an skamms sækja veraldlegar hugsanir aftur á mig og út frá þeim sofna ég. Klukkan er orðin sex, þegar Sæli sendir mann til að vekja mig. Ég býð smástund á stokkn- um. Skipið hamast ennþá, en nú er mér sama, því hellan er horf- in úr maganum á mér. Kannski þetta hafi þá sömu áhrif og að skella sér í „Pollinn," hugsa ég og glotti við sjálfum mér i spegl inum. Það reynist óhætt. Sæli tekur mér vel í brúnni og þegar hann hefur grandskoð- að andlit mitt nokkra stund, brosir hann breitt. Ég þyk- ist vita, að hann muni nú kalla i Sölva á Tungufellinu og segja honum, að blaðamaðurinn sé ris- inn upp aftur og nú sé bara þó- nokkuð sjóarasnið komið á hann. Ég gilotti á móti. Um hálfsjöleytið byrja þeir að leggja. Við erum komnir um 55 mílur út og Sæli leggur í vest- norðvestur og til baka aftur á '95—115 faðma dýpi. Við erum syðsta skip og Sæli gefur þá skýringu, að við höfum bara komið svona út. „En við höfum líka nóg pláss hérna," bætir hann svo við. Þeir eru með 50 bala og það tekur um einn og hálfan tíma að leggja línuna. Svo er siglt að baujunni og beðið. Ég sit bauju- vakt í brúnni og horfi út í myrkrið. Sjóinn er að lægja og ég greini ljós hinna fyrir norð- an okkur. Og áður en ég veit aí, kemur það upp í mig að syngja. Ég læt það eftir mér og hvað skyldi það svo sem vera annað en „Á baujuvakt ég held i.horf ...?“ Þeir byrja að draga um klukk an hálf tíu. Sæli er kominn í brúna. Hann er þögull og hand- leikur rafmagnsstýringuna án þess að líta upp. Lengi vel kem- ur enginn fiskur á línunni. Ég þegi. Loks fer Sæli að ókyrrast. Hann gýtur á mig auga og mér dettur í hug, hvort hann sé að hugleiða þetta með kæruleysið frá honum Sölva. Svo birtist fyrsti fiskurinn; tindabykkja. „Sjáðu þetta helvítis kvikindi," segir Sæli og lómurinn er full- ur fyrirlitningar. Og ekki létt- ist brúnin á honum, þegar nokkr ar keilur birtast i ljósgeiranum. í útvarpinu er allt fullt af loðnu. Þeir minnast ekkert á það, hvort róið sé frá Vestfjarða höfnum — eða ekki. Sæli hristir hausinn og lemur í brúargluggann. Hann er hætt- ur að syngja. Hann þrengir sér út I brúargluggann og hvessir augun á strákana á dekkinu. Svo hvarflar hann þeim út í myrkrið, dregur inn hausinn, kveikir sér i pípu — og bölvar. „Það er ekki hægt að fara með þig í land aftur, ef þetta á að vera svona,“ segir hann. 1 því kemur fyrsta ýsan yfir borðstokk inn og svo loks fyrsti þorskur- inn. Þá sé ég bros leita á varir Sæla. Þeir eru komnir saman í tal- stöðinni aftur. Netabátarnir ræða saman í tölum. Hinir bölva fiskleysi. Á dekkinu er dregið jafnt og þétt. „Fiskur," æpir Sæli út um gluggann og það er brugðið við hart og fiskinum náð inn. Það er fjör í Laugardalshöll- inni segir Jón Ásgeirsson. Sæli heldur með PH og vill fá auka- leik um íslandsmeistaratitilinn, Ég held með Fram. Og þeir verða Íslandsmeistarar auka leikslaust Þá fer ég niður og sníki mér te oig brauð úr eld- húsinu. Þegar ég kem upp aftur, er Sæli I miðjum lagstúf. Nóttin er orðin svört og þeir draga og draga. Fiskurinn er að glæðast og iþeir flokka aflann jafnóðum. Sæli kallar niður og fer að spyrja strákana um kvennafar. Þeir hlæja dátt. Þorskurinn er kominn í meirihluta á línunni. Nú vill Sæli ræða málin og við spjöllum vítt og breitt með- an nóttin sígur áfram. Auðvitað ber landlhelgismálið á góma. Sæli vill stóra landhelgL „En við verðum að kippa Færeying- um einhvern veginn innfyrir," segir hann. „Mér finnst sjálf sagt, að við reynum að hjálpa þeim svolítið.“ Klukkan er langt gengin í níu, þegar Sæli sendir mann á mig. Þá eiga þeir tvo bala ó- dregna. Þeim hafði gengið illa að draga seinni hlutann. Það slitnaði þrisvar og tafði illa. En það liggur sæmilega í Sæla. „Ég lagði mig aðeins áðan,“ segir hann. „Mig syfjar alltaf svo bölvanlega i birtingunni.“ Klukfean hálf tíu eru þeir bún ir að draga. Tólf tíma törn og „sex og hálft tonn,“ segir Sæli. Hann hugsar sig um. „Það er nú kannski aldrei beint vel að marka svona fyrsta róðurinn,“ segir hamn svo. Með það fer hann og leggur sig. Svo er heimstímið tekið. Það er ýmislegt spjaliað í borðsaln- um meðan menn matast fyrir svefninn. Það sýnir sig, að einn skipverja bar ungur út Morgun blaðið í Reykjavík i Laugarás- inn. „Það var fínt,“ segir hann. „Þeir borguðu alltaf með seðlum og vildu ekkert til baka. Svo gáfu þeir kakó, þegar kalt var.“ Það verður samdóma álit, að af öllum löndum sé bezt að sigla á Pólland. Svo fara þeir og leggja sig. í talstöðinni heyri ég, að þeir á Tunigufelli eru tveimur tímum á undan okkur. Og þeir fengu tæp átta tonn. Hjá þeim hafði ekkert slitnað. Við mætum þeim sennilega aftur við Suðureyrina. Það munar þvl. Og það leggist ró yfir skipið. Við siglum góðan sjó og stefn- an er nálægt austri af suðri. Út af landinu fáum við slyddu i fangið. En einstaka múkki er með okkur. f STUTTU MÁUI. Miðvikudagur: Úr höfn klukk an 10.50. Byrjað að legigja um 18.30. Búið að leggja um 20.00. Byrjað að draga um 21.30 Fimmtudagur: Búið að draga um fel. 10.30. Koanið aftur að bryggju 16.40. Afii: 6,5 tonn. (% hlutar þorisikur, hitt mest ýsa og keila.) P.S. Sæli reyndist sannspár, þeg ar hann sagði, að kannski væri ekki vel að marka fyrsta túrinn. „Ég er svona rétt að ná mér aftur eftir að fá þig um borð,“ sagði hann og hló, þegar ég hitti hann aftur á bryggjunni i Tálknafirði á laugardag. Þá var aflinn að nálgasit 10 tonn með- altalið. — fj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.