Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
21
—- Erlend tíðindi
Framh. af bls. 4
af klnverskum stofni, til sam.runa,“
skrifiar T. Rakhimov og V. Taldomskí
í tímaritinu Novoje Vremja (New
Times). Þeir benda á, að stefna Pek
ingstjórnariniri'ar í þjóðernismálum
markist af stórveldisstefnu og miði
að samlögun minnihluta.
f greininni kemur fram, að ókín-
verskar þjóðir í Kína telja á að gizka
45 milljónir manns. Eru það Tsjúan-
ar, úighúrar, Tíbetair, Dunganar,
Mongólar og íleiri. Héruð þau, er þeir
byggja, ná yfir rösklega helming alls
landsvæðis Kínverska Alþýðulýðveld
isins.
Greinarhöfundar segja, að Peking
stjórnin hafi fyrlr löngu látið lönd og
leið allar áætlanir um að vinna bug
á raumverulegu jafnréttisleysi minni-
hlutanna. f héruðum þjóðernisminni
hlutanna er í rauninni ekkert gert til
að efla hinar borgaralegu hliðar at-
vinnuveganna. Hins vegar eru byggð
ir vegir og flugvellir með þarfir hers
ins fyrir augum. Fólk af ókínversku
bergi brotið er notað sem ófaglærður
vinnukraftur, og nauðungarvinnu er
beitt í stórum stíl. f reynd verða allir
íbúar á svæðum þjóðernisminnihlut-
anna að starfa að hemaðarmannvirkj
um og vegalagningum endurgjalds-
laust. í ,,Menningarbyltinigunni“ voru
allir embættismenn flokks og stjórnar
valda meðal minnihlutanna hreinsað
ir, og allar stjórnarstofmanir, sem
samkvæmt stjórnarskránni áttu að
rækja sjálfstjóm ókínverskra þjóða,
leystar upp. Kinverjar hafa hafið
stórfellda fólksflutninga og landnám
í héruðum þjóðernisminnihlutanna,
Stórveldisstefna núverandi ráða-
manna í Peking kemur gleggst fram
í afstöðu þeirra gagmvart tungu og
menningu ókínverskra þjóða, segja
greinarhöfundar. Stefna Maóista mið
ar að því að útrýma þjóðtungunum.
Þeir vilja gera kínversku að móður-
máli allra og láta þá lesa verk Maó
formanns á frummálinu.
Minnihlutamir hafa fyrir löngu átt
að sig á áfórmum Maóista. Þeir svara
aðlögunarstefnu Pekimgs með þraut-
seiigri og vaxandi andspyrnu. Ósjald-
an tekur andstaðan á sig hvassari
myndir, allt til vopnaðs viðnáms. Þús
undir manna af þjóðernismihnihlut-
um hafa flúið „paradís" Maóista.
Maóistar beita grimmilegri kúgun
til að brjóta mótspyrnu ókinverskra
þjóðia á bak aftur. Á síðari árum hef
ur t.d. alda af réttarhöldum og aftök-
um riðið yfir Tíbet.
„Ráðamenn í Peking dubba sig upp
sem skeleggustu baráttumenn fyrir
frelsun kúgaðra þjóða og jafnrétti
allra landa, stórra og smárra. En í
reynd ástunda þeir í eigin landi stór-
veldis- og þjóðrembingsistefnu sem
miðar að nauðungaa’samiruna ókín-
verskra þjóða“, segja þeir Rakhimov
og Taldovskí að lokum.
— A1‘N.“
— Chaban-
Delmas
Framh. af bls. 8
sparifjár. Blaðamenn, sem
spurðu hann spjörunum úr,
skoruðu á hann að skýra al-
menningi frá eignum sínurn,
og hann sagðist aðeins eiga
íbúð í París, hús í Suðvestur
Frakklandi og annað hús i
Baskahéruðunum, en auk
þess væri hann að kaupa ibúð
í Bordeaux, þar sem hann er
borgarstjóri. Chaban-Delmas
var ekki spurður um bréfið
frá Dega og heldur ekki um
enn eina ásökun, sem komið
hefur fram þess efnis, að
hann gafi reynt að hjálpa fyr
irtæki sem hefur verið dæmt
í Skattasekt. Forsætisráðherr
ann kvað augljóst, að árás-
irnar væru persónuleg her-
ferð til þess ætluð að kasta
rýrð á sig og þar með stefnu
stjórnarinnar.
« EFTIRHKEVTURNAR
Enn eru ekki öll kurl kom
in til grafar þar sem talið er
Vist að „Le Canard“ muni
halda málinu áfram, en mikil
vægt er að blaðið hefur ekki
haldið því fram að forsætis-
ráðherrann hafi gerzt sekur
um ólöglegt athæfi, aðeins
að hann hafi fært sér gróf-
lega í nyt möguleika laganna.
En eftirhreytur „Delmas-
málsins" geta orðið afdrifa-
ríkar, eklci sízt vegna þess að
það fylgir i kjölfar margra
annarra hneykslismála, þar
sem komið hafa við sögu bygg
ingafélög, tryggingafyrir
tæki, eiturlyfjasalar, njósnar
ar og skattsvikarar.
Einnig er mikilvægt, að
kosningar eru í nánd, og
gert hafði verið ráð fyrir þvi
að Chaban Delmas yrði
flokki gaullista mikil lyfti-
stöng í kosningabaráttunni
végna tilrauna, sem hann hef
ur gert til að koma á lagg-
irnar „nýju þjóðfélagi", sem
hefur fengið góðan hljóm-
grunn, enda er í áætlunum
forsætisráðherrans gert ráð
fyrir auknu þjóðfélagslegu
réttlæti, atvinnulýðræði og
samvinnu vinnuveitenda og
launþega. Vinsældir forsætis-
ráðherrans voru einnig tald-
ar geta komið gaullistum að
miklum notum, en nú hafa
þær dalað. Hins vegar er
ekki talið ólíklegt, að fljót-
lega muni fyrnast yfir málið
eins og fyrri hneykslismál
franskra stjórnmála, og í því
sambandi minnast menn eink-
um Markovich-málsins, sem
reynt var að flækja Pompi-
dou forseta í en því máli virð
ast allir hafa gleymt, enda
virðist enginn fótur fyrir þvi
að forsetinn hafi verið við-
riðinn það. Enn sem komið er
liggja heldur ekki fyrir óræk
ar sannanir um að gróusög-
urnar um Chaban-Delmas
séu á rökum reistar, svo að
ekki er víst að lokið sé ferli
hans i frönskum stjórnmálum.
— Hollustu-
prófanir
Framh. af bls. 14
hafa aukið hrísgrjónarækt sína.
Með auknu atvinnuleysi hefur
svo farið að bera á skálmöld i
landinu. En vegna herlaganna,
sem sett voru í byltingunni,
ráða stjórnvöld betur við rán
og gripdeildir núna, og reyna að
nota tækifærið til að uppræta
sfcigamenn.
— Hvað framtíðinni viðkemur
þá hugsa ég að Thailendingar
leiti eftir viðskiptasambandi við
Kina, en ekki held ég að það
verði meira en viðskiptasam-
band, heldur Guðlaugur áfram.
Og líklegt er að settar verði á
viðskiptahömlur. Einnig verður
einhver takmörkun á rekstri 1
erlendra fyrirtækja, en í Thai-
iandi reka ýmsar þjóðir fyrir-
tæki, svo sem Danir, Þjóðverj-
ar o.fl. Búizt var við hömlum á
innflutningi, þegar ég för, en
það lá ekki Ijóst fyrir.
Áður en.við skiljusm við Guð-
laug Hannesson, er rétt að geta
þess, sem hann ekki nefndi
sjálfur, að hann var fulltrúi á
svæðafundi á vegum Alþjóða
matvælastofnunarinnar og
Kjarnorkustofnunarinnar í
Bangkok í desember og var þar
kjörinn til að flytja yfirlitser-
indi um geislun á fiski. Þennan
svæðafund sóttu sérfræðingar
frá mörgum löndum í Suðaust-
ur-Asíu, allt frá Burma til Jap-
ans og var mikið rætt um geisl-
un á margs konar matvælum.
— E. Pá.
Tilboð óskast
í stangaveiði á vatnasvæði Veiðifélags Flóamanna. Bjóða skal
i fyrsta lagi í veiðina allt veiðitímabiliö 1972, í öðru lagi í veiði
einstaka mánuði á veiðitímabilinu. Réttur áskilinn til að taka
hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðum sé skilað til formanns félagsins, Harðar Sigurgríms-
sonar, Hoiti Stokkseyrarhreppi, fyrir 15. marz.
Nánari upplýsingar hjá formanni og Bjarna Eiríkssyni, Mikla-
holtshelli. Sími um Selfoss.
PÁSKAFERÐIN
í ÖRÆFASVEIT
5 dagar — 30. marz — 3. apríl
Hin vinsæla páskaferð okkar í Öræfasveit
verður farin á skírdagsmorgun og komið aft-
ur á annan páskadag.
i
Ekið verður um Suðurlandsundirlendi allt
til Kirkjubæjarklausturs og gist þar fyrstu
nótt. Síðan haldið að Núpsstað og Lóma-
gnúp, yfir Skeiðarársand og til Þjóðgarðsins
í Skaftafelli. Gist næstu tvær nætur að Hofi
í Öræfasveit. Ferðast um helztu staði í Ör-
æfasveitinni, m. a. Jökullónið á Breiðamerk--
ursandi, Svínafell, Fagurhólsmýri og Ing-
ólfshöfða.
Heitur matur framreiddur úr sérstökum eld-
húsbíl til hagræðis fyrir þá, sem þess óska.
Verð: Kr. 2.800, m/gistingu. — Kr. 4.600,00
m/gistingu og mat.
[i . , Kynnizt töfrum Örœfa-
I.F sveitar um páskana
ÚLFAR .JACOBSEN
\ FERÐASKRIFSTOFA HF.,
Austurstræti 9. — Sími 13499.
gceðingur á gott skilið
hestafoður
reiðhestablanda
Við bjóðum r»u mjög góða reiðhesta-
blöndu, mjöl eða köggla.
Blandan inniheldur steinefni, salt
og öll þau vítamínefni, sem eru hestinum
nauðsynieg.
í blöndunni er mikið af hveitiklíði,
völsuðum höfrum og Melasse.
Blandan verður því mjög lystug
folaldablanda
Höfum einnig ungviðisbtöndu fyrir folöld
MKheykogglar
í 50 kg sekkjum.