Morgunblaðið - 05.03.1972, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.03.1972, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972 - ANGLIUÞOKUR Acheamponk ofnrsti hinn nýi leiðtogi Chana fer sig- nrför um götur Accra eftir byltinguna. - GHANA Framh. af bls. 4 að stjórn Nkrumah var mjög jákvæð, en stjórn Busias nei- kvæð að minnsta kosti taldi fólkið það stærsta galla Busi as. Hann og stjóm hans voru á móti mörgu, ekki með neinu sérstöku. Grundvallarstefna stjórnarinnar var að vera á móti því sem Nkrumah stóð fyrir og þegar verkalýðssam bandið var lýst ólöglegt á sL ári var það gert á þeim for- sendum að það hefði starfað með flokki Nkrumahs. Verka lýðsmáiaráðherrann lýsti því yfir að það hefði verið „yfir- sjón“ stjómarinnar að vera ekki löngu búin að leggja sam bandið niður. Busia hafði enga hugsjóna lega eða heimspekilega stefnu að leiðarljósi, heldur tók hann upp baráttu gegn „aga- leysi“. Hann ferðaðist um landið og skoraði á fólk að sýna sjálfsaga, en hann van- rækti að höfða til þjóðernis- tilfinninga fólksins, sem hefði getað styrkt það og þjappað saman á erfiðleikatímum, svo sem efnahagserfiðleikunum í dag. Þessi vanræksla varð Busia dýrkeypt, eins og í ljós hefur komið. Nú vaknar spurningin hvort hinir nýju leiðtogar haíi ein hvern nýjan stjómmálaboð- skap fram að færa, eða þurfa þeir ekki að treysta á sömu embættismennina,' sem voru ráðgjafar Busia og stjórnar hains. GETA ÞEIR ? ? ? Þjóðfrelsisnefnd hersins, sem tók völdin af Nkrumah á sínum tíma varð ekki sér- lega mikið ágengt. Leiðtogi þeirrar nefndar Ankrah hers höfðingi lýsti því yfir að fyrsta verkefnið væri að út- rýma spillingu, en hann varð fljótlega að segja af sér, er upp komst að hann hafði ekki alveg hreinam skjöld sjálfur. Nefndin stóð þó við það lof- orð sitt að afhenda borgara- legum öflum völdin. Með þessari byltingu hers- ins í Ghana vaknar eiinnig sú spurning hvort herforingjar, sem einu sinni hafa fengið nasasjón af því að fara með völd, geti nokkurn tíma sam ræmt eigin hugsjónir við hug sjónir borgaralegra stjórn- enda þannig að vel fari. f dag er Sierra Leone eina undan- tekningin í Afríku frá þeirri reglu að herforingjabylting valdi ómetanlegu tjóni á stjómmálakerfi landsins. (Observer — Öll réttindi áskilin). Sölnmannadeild Kvöldfundur Næsti fundur deildarinnar verður haldinn að Hótel Esju, þriðjudaginn 7. marz kl. 8,30. Dagskrá: 1. Erindi: Efnahagsstefna ríkisstjórnar- innar, Ragnar Arnaids, alþm. 2. Skýrt frá landsþingi verzlunarmanna. 3. önnur mál. FÉLAGAR ERU HVATTIR TIL AÐ MÆTA. STJÓRNIN. Framh. af bls. 9 menningu Englendinga. Mikla kátínu vakti það fyrir skömmu að sjálfur forustu- maður samtakanna, Longford lávarður var handtekinn fyr- ir að ætla að reyna að smygla klámritum og -myndum inn í landið frá Danmörku, en auð vitað var það allt gert af góð um hug og umhyggju fyrir sálarheill landsmanna (hitt er svo Ijóst, eins og Matthild ur hefur bent á, að þessir freymóðar verða jafnan manna meyfróðastir). Meðal annarra meðlima samtakanna má nefna jafnólíkt fólk og Malcolm Muggeridge, Cliff Richard og þjóðartrúðinn Mary Whitehouse, miðaldra frú sem í fjölda ára hefur haft sig mjög í frammi vegna dónaskapar landa hennar. Alit þetta fólk hefur þungar áhyggjur af því hve greiðan aðgang berstrípað fólk hefur á hvíta tjaldið og sjónvarps- skerminn, en á meðan græða framleiðendur og bíóeigend- ur á tá og fingri. BARKABIT OG ANJÍAÐ KELERÍ Önnur mesta gróðaieið kvikmyndaiðnaðarins er að sýna meira ofbeldi en áður var hægt og kemst í sjón- varpið. Þetta er náttúrulega gert bæði á klúðurslegan og subbulegan hátt og listrænan en skemmtilegasti og jafn- framt gróskumesti liður í þessari framleiðslu eru svo- nefndar hryllingsmyndir. Það fyrirtæki sem leitt hefur hryllingsmyndimar fram til sigurs er Hamrner Fiims, sem nú er orðið eitt auðugasta kvikmyndafélag í Evrópu og ef til vill víðar. Það byrjaði árið 1957 með „Bölvun Frank ensteins“, árið eftir kom „Ógn Dracula" og síðan hafa þessir heiðursmenn gengið stanzlaust ásamt fleiri stéttar bræðrum og -systrum, mörg- um til ama en ýmsum til ær- innar ánægju, þ.á.m. undirrit uðum, sem vafalítið er einn af tryggustu viðskiptavinum þessarar tegundar kvik- mynda og hefur það valdið ýmsum kunningjum hans heilabrotum. Þótt hryll- ingsmyndir séu oft á tíðum ekki allt of merkilegar að vitsmunalegu innihaldi, og þá ekki sízt Hammermyndirnar, er margt sem vekur áhuga í sambandi við þær, sérstak- lega séu þær tengdar upp- runa sínum og fyrirmynd, — gotnesku skáldsögunni og margar eru þær einkar vel úr garði gerðar tæknilega; væri mér vel trúandi til að ræða eitthvað um þær dulrtið næst þegar Anglíuþoka skellur á. En óneitanlega sækist al- menningur eftir annars kon- ar ánægju frá þessum mynd um en ég og örfáir aðrir furðufuglar; aðsókn að hryll ingsmyndum byggist einkum og sér í lagi á unglingsstrák- um og -stelpum sem koma í pörum og hópum til þess að kelast og káfast á öftustu bekkjunum og reka svo upp hlátursrokur þe-gar hæst stendur og hryllingurinn á að vera mestur; skemmir það stemmninguna fyrir oss hrein ræktuðum áhugamönnum þeg ar vampýran hvæsir og mundar skögultennur sínar að háisi fómardýrsins sem er titrandi af ótta og losta, en um leið rankar hyskið á bekknum fyrir aftan við sér, hættir faðmlögum og frussar úr sér mútuhlátrum og ær- andi píkuskrækjum yfir öxl- ina á manni. — En hvað um það; á þessu fólki byggist vel ferð iðnaðarins. Svo rammt kveður þó að því að bíóstjór- ar dekri við smekk þessa fólks, að kvikmyndhús eitt hér í Norwich sem sýnir hryllingsmyndasyrpur um miðnættið (alveg sérstaklega viðeigandi tima) tók upp á því eitt sinn að auglýsa að strákar fengju aðeins aðgang í fylgd með stelpum! Ekki atóð þó þetta fyrirkomulag lengi til allrar lukku. FR.IALSARI LIST — BETRI LIST? Svo hefur verið um ntrfck- urt skeið að ýmsir af beztu leikstjórum Bretlands hafa rfdd getað gert myndir vegna fjárskorts og hafa orðið að snúa sér að leikhúsunum eða kennslu eins og t.d. Lindsay Anderson og Karel Reisz. Nú hefur hins vegar sú breyting orðið á, að vandað- ar, listrænar myndir standa orðið allvel að vígi i sam- keppninni við sjónvarpið um leið og þeim opnast ný at- hafnasvið með tilkomu frjáis- lyndara og skilningsríkara kvikmyndaeftirlits; ný kyn- slóð kviikmyndaunnenda er í uppsiglingu sem mótvægi við sjónvarpsþrælana. Ekki fer milli mála, að aldrei hafa verið gerðar jafn margar góðar kvikmyndir og einmitt nú; erfitt er að mót- mæia því að kvikmyndalistnr er sú hstgTein sem stendur með hvað mestum blóma og á þó enn líklega eftir að lifa gullöld. sina. Ofbeldi og bersögli af ýmsu tagi hefur verið sú sprauta sem listgreinin þarfn aðist til að Losa hana úr viðj- um Hollywoodglamursins, og hún hefur furðu fljótt lært að nota hið nýja frelsi á smekklegan hátt. Þó eru auðvitað myndir sem hreinJega velta sér upp úr þessum nýja leir sínum, en tekst samt að skapa list. Ung- ur og áður óþekktur leik- stjóri Mike Hodges gerði ný- lega mynd með Michael Caine í aðalhlutverki sera nefnist „Get Carter“; þessi mynd stendur og fellur með ofbeldi sínu og hrottaskap, en myndræn snilli og hug- myndarík uppbygging gerir hana að undarlegri dæmi sögu um andlegt gjaldþrot Lóubúð Enskar dömubuxur (Buggy) og Skotapils. nýtízku spennum og tölum. Mikið úrval af LÓUBÚÐ. Starmýri. Súni 30455. slns ei'gins ofbeldis. Mynd Sam Peckinpahs „Straw Dogs“ (gerði einnig „The Wild Bunch“, sýnd í Austur- bæjarbíói) sem sumir telja meðal beztu mynda ársins 1971 (einkum vestan hafs), er einnig ógnarleg prédikun ofbeldis, svo áhrifasterk og kyngimögnuð að þegar mað- ur kemur út af sýningmnni finnst manni endilega að ragnarök hljóti að vera i nánd; þótt menn hafni, og jafnvel fyllist viðbjóði yfir þessari blóðugu prímitívu lífssýn Peckinpahs, þá er ómögulegt að neita því að myndin er yfirþyrmandi lista verk. Öfgakenndasti túlkandi kynferðislegs ofsa og af- brigðileiks er vafalaust Ken Russell, umdeildasti leik- stjóri Breta í dag og erki- óvinur „Festival of Light“. Mynd eins og „The Music Lovers", sem tengir saman tónlist Tchaikovskys og kyn villu hans og birtir tónskáld- ið í erótískri togstreitu milli lífs hans og listar, er að mínu viti misheppnað listaverk, en engu að síður listaverk. Mynd Russels „The Devils", sem fjallar um galdraofsókn- ir miðalda í Frakklandi, er óslitin orgía groddalegrar úr kynjunar og sadisma, hrein- asta martröð; handric Russells er heldur einfeldningslega samið, en samt sem áður er myndin gerð af svo óbeizl- uðu ímyndunarafli og nátt- úrukrafti, að hvert atriði hittir áhorfandann beint í andlitið eins og kjaftshögg, og skal ég engum ráðleggja að sjá „The Devils“ með timb urmenn. En þau listaverk, sem nota athafnafrelsið af hófstillingu eru þau sem lengst munu standa. Svo er t.d. með mynd Joseph Loseys „The Go- Between", einstaklega ljóð- rænt verk um fyrstu kynni ungs drengs af leyndardóm- um lífsins. En þegar fram í sækir verður mynd John Schlesingers „Sunday Bloody Sunday" í hljóðlátu seið- magni sínu vaialítið áhrifa mestá mynd síðustu ára. Schlesinger er meistari í að túlka einmanaleik í stórborg- um nútímans, þörf mannsins fyrir annan mann i öllu mannhafinu; í „Midnight Cow boy“ tók hann fyrir New York, í „Sunday Bloody Sun day“ er sviðið London. 1 þess ari mynd er ástarsamband tveggja karlmanna sýnt á jafn eðlilegan hátt og sam- band karls og konu; myndin færir þríhyrninginn sí- gilda til nútímahorfs, sýnir ungan mann sem elskar og er elskaður af bæði konu og öðr um karlmanni; ég held ég megi segja að aldrei áður hafi kynvilla fengið að kom- ast á hvita tjaldið á jafn op- inskáan hátt og sannarlega aldrei á jafn heiðarlegan, smekklegan hátt. Svo óum- deilanlegt listaverk er mynd- in að enska kvikmyndaeftir- litinu datt ekki í hug að klippa eina einustu sek- úndu úr henni, hvað þá banna hana. En þótt listræ>nt gildi kvik- myndanna fari hraðvaxandi og iðnaðurinn sé nú heldur farinn að rétta úr kútnum fjárhagslega, er ennþá langt í land að kvikmyndin verði aftur að því stórveldi sem hún óneitanlega var á blóma- skeiði Hollywood, og á árun um fram að 1965; betur má ef duga skal ef hún ætlar að rífa menn upp úr sjónvarps- stólunum sínum, sem sumir virðast svo djúpt sokknir í að þeir muni aldrei rísa upp á ný fyrr en svartklæddur mað ur kemur með málband. Sennilega tekst henni þetta ekki. Kannski er það lika bezt; fólk getur þá að minnsta kosti verið öruggt um að deyja heima hjá sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.