Morgunblaðið - 05.03.1972, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
23
Fundu milljónafjársjóð
í skipsflaki frá 1743
I OKTÓBER sl. lauk fimm
ára leit brezka lögmannsins
Rex Cowan að hollenzka
fjársjóðsskipinu Hollandia,
sem sökk árið 1743 með mik-
inn silfurfarm um borð. Hol-
landia var 500 lesta Austur-
Indíafar og sökk við Scilly-
eyjar, sem eru suður af Lands
End á Englandi. Það liggur
á 100 feta dýpi.
Cowan og froskmenn hans
hafa þegar náð upp mörg
þúsund silfurpeningum, þrem
fallbyssum og ýmsum öðr-
um verðmætum. Fallbyssurn-
ar eru merktar eiganda
Hollandiu, sem var Amster-
dam-útibú hollenzka Austur-
Indíafélagsins. Hver pening-
ur er allt að 100 sterlings-
punda virði (um 20 þús. ísl.
kr.).
Cowan segir, að enn sé
ómögulegt að spá um hversu
mikils virði flakið sé, en í
því felist örugglega mikil
auðæfi. Hann hefur fengið
fullan björgunarrétt frá hol-
lenzku ríkisstjórninni og
fjársjóðnum verður skipt
milli hans og þeirra sex
manna, sem vinna með hon-
um. Þeir greiða þó hollenzku
stjórninni nokkurn hluta af
ágóðanum.
Cowan gerir ráð fyrir að
það muni taka a.m.k. eitt og
hálft ár að ná öllum farmi
skipsins upp á yfirborðið,
því hann ætlar sér ekki bara
að hirða auðæfin, heldur vill
hann varðveita alla forngripi,
sem finnast í flakinu.
Froskmennirnir fara sér því
mjög hægt og gæta þess að
eyðileggja ekkert, sem gæti
haft sögulegt gildi. Margir
silfurpeninganna, sem búið
er að ná upp, bera ártalið
1742, og hafa því verið slegn-
ir árið áður en skipið sökk.
Eins og með aðra fjársjóði,
sem finnast á hafsbotni,
verður haldinn strangur
vÖrður um flakið af Hol-
landia til að vernda það fyrir
óprúttnum froskmönnum,
sem hefðu ekkert á móti því
að næla sér í nokkur þúsund
silfurpeninga og önnur verð-
mæti.
— Við höfum lagt mikla
vinnu í að finna þetta flak,
segir Cowan. — Það tók okk-
ur þriggja ára legu yfir bók-
um, skjölum og kortum og
tveggja ára linnulausa leit
neðansjávar áður en við
fundum Hollandiu. Lagaleg
staða okkar er alveg ljós.
Við verðum að skýra yfir-
völdunum frá því, sem við
finnum, en það er algjörlega
okkar eign. Hver sá, sem
reynir að mata krókinn með
því að stela úr skipinu, mun
mæta harðri andstöðu og
verða dreginn fyrir rétt.
liiiplilpp5*
Cowan ræðir við tvo af froskmö nnnm sinum, sem eru nýkomnir upp á yfirborðið. A iestarhler-
anmn fyrir framan þá er hrúga af silfur peningum.
Einn froskmannanna k enmr böndum á fallbyssu.
Sýnishorn af siifrinu,
■
Cowan, fjórði frá vinstri, og félagar hans skoða þriggja vikna afrakstur. Silfurpeningarnir á
borðimi eru um 300 þúsund punda virði (um 60 millj. ísl. kr.) og þeir eiga eftir að sækja tugi
þúsunda |>eirra í viðbót. Peningarnir á Iwrðinu eru 3000 talsins, svo þeir félagar fá eitthvað fyr-
ir sinn snúð.
Tveir félaganna skoða þrjár fallbyssur, sein þeir hafa náð upp
á yfirborðið.