Morgunblaðið - 09.03.1972, Page 5
MORGUiNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1972
Dráttarvélar hf. flyt?ja:
Hafa keypt hús og lóð
Almenna bygginga-
félagsins
DRÁTTARVÍXAR h.f. byg'g'inga
vöruvendunin, opnaði sl. laugar-
tlag verzlun sína í nýju hús-
næði að Suðurlandsbraut 32, en
þar liefur fyrirtækið keypt lnis
af Almenna byggingafélaginu á
6390 fermetra lóð, sem liggur
milli Suðurlandsbrautar og Ár-
miila.
Húsið er á fjórum hæðum, og
verða þau fyrirtæki, sem þar
enu með skrifstofur áíram í hús-.
inu en bifreiðaverkstæði, sem
þar er fer bráðCega út og Zimsen
búsáhaldaverzlun verður tæp 3
ár áfram í húsimu samkvæmt
leigusamningi.
Forstjóri Dráttarvéla, Hjalti
Pálsson, tjáði fréttamönnum, að
hluti af innflutningsdeild SlS
(byiggingavörudeildin) yrði
þarna til húsa, og yrði timbur-
verzlun þarna einnig, en þaðhús
verður sennilega reist innan tíð-
ar.
Flutti Sambandið inn bygging-
arvörur fyrir 260 milljónir
króna á árinu 1971, og þar af
seldi þessi verzlun fyrir röskan
helming þeirrar upphæðar, eða
130 milljónir. Sagði hann, að mik
il hagrseðing yrði að því að fá
fyrirtæikið í þetta húsnæði, en
áður var það á þremiur stöðum
í borginmi. Kvaðst hann vonast
tii þess, að þeir gætu fyrir þær
sakir veitt betri þjónustu en áð-
ur.
Sagði Markús Stefánsson deild
arstjóri, að á árunum 1970—1971
hefði salan í byggingarvörum auk
izt um 40% í krónutölu, og á
þeim tveimur mánuðum, sem af
eru árinu hefði hún einnig auk-
izt um 40%. Þakkaði hann það
tíðarfarinu.
Sögðu þeir, að sjálf verzlunin
sem að Suðurlandtsbraut snýr,
væri á 205 fermetra góltffieti og
í kjallara hefði húm til umráða
225 fertmetra.
Nýja verzhuiin, sem Drátta-rvélar b.f. eru fluttar í við Suðurlands
braut 32. Guðimindur Hartmann sson, verzlunarstjóri og Markús
Stefánsson, deildarstjóri.
Handritin og
fornsögurnar
Góöar viðtökur í Noregi
Raflínan styttri
um Sprengisand
FYRIR rúmu ári kom út hér í
Reykjavík bókin HANDRITIN
OG FORNSÖGURNAR, eftir Jón
as Kristjánsson, forstöðumann
Handritastofnunarinnar, í út-
■gáfu Bókaforlagsins Sögu. Kom
bökin þá út samtnimis á isilenzku,
diönsku og ensku og hiaiut mjög
góðar viðtökur. Laust fyrir sið-
ustu áramót var þessi bók svo
gefin út í norskri þýðingu af
Gyldendal i Osló. Hafa borizt
hingað ritdómar úr nokkrum
norskum blöðum og er ljóst, að
bókin hefur fengið mjög góðar
viðtökur og lofsamiega dóma,
bæðd fyrir efni og frágang allan.
Helge Ivarsen segir m.a. i Aft-
enposten, undir fyrirsögninni
Nökkel til en skattkiste. „Flest
af því, sem hingað til hefur
verið skrifað um íslenziku hand-
ritin, hefur verið vísindalegs eðl-
is. „Islandske sagaer og haand-
ski-ifter“ eftir Jónas Kristjáns-
son hjá Handritastofnuninni ís-
Senzk'u er ætluð stærri lesenda-
hópi. Þessi bók er lykill, ekiki að-
eins að fornibókmenntunum, held
ur líka að öllum þeim menningar
fjársjóði, sem hinar íslenzku
miðaldabökimenntir eru , . . Bök
Jónasar Kristjánssonar opnar
leiðina til skilnings á hinni
gömlu ísienzku menningu og er
„skóladæmi" um góða framsetn-
ingu vísindaefnis fyrir almenna
lesendur. Saiga hans um íslenzk-
ar bókmenntir og handrit er hrif
andi. Bókin er frábærlega
skreytt litmyndum úr handrita-
söfnunum og eru þær í sjáifu
sér hiluti af iista- og menningar-
sögu.
Alfred Jakobsen skrifar langa
grein um handritin og fornsög-
urnar í Bergens Tidende og seg-
ir, að það sem geri bökina sér-
lega verðmæta sé hinar mörgu
frábæru myndir, sumar í iitum,
af handritum og skreytingum
þein-a. Því megi segja, að flest
svið íslenzks menningariífs á
miðöildium séu spegluð í bökinni.
Jakobsen segist að ölliu leyti ekki
sammála bókarhöfundi um upp-
runa Hávamála, en segist þó
viija mæia með bókinni sem
hinni beztu af þessu tagi og von-
ar að lesendur hennar verði marg
ir.
1 Morgenavisen í Bergen skrif-
ar Nanna Ebbing og gerir grein
fyrir handritunum. Fer lofisam-
'legum onðum um bólkina, efni
hennar, þýðingu og prentun —
og lýkur greininni með því að
segja, að hægt sé að mæla með
þessari bók sem hinni allra
beztu fyrir alla þá, sem áhuga
hafi á fornsögunum og því sem
norrænt er. „Þar að auki er þetta
fallegasta bók ársins“, segir i
Morgenavisen.
1 Gudbrandsdalen, Lillehamm-
er, skrifar Amfinn Jensson og
telur bókina frábæra. Segir mál-
ið á henni lipurt og þar sé f jall-
að um alla þætti efnisins: Lista-
gildi, sögu og skáldskap. Telur
myndskreytingiu frábæra svo og
prentun. Hann segir verkið i
heild aðgengilegt og að sama
skapi gleðjandi fyrir augað —
segir það sérstaklega ánægju-
legt bæði að fletta þessari bók
og lesa.
GERT er ráð fyrir að raf-
magnssala til húshitunar
geti aukizt í 320 GWst á ári
frá og með árinu 1982, aðeins
á svæði núverandi Lands-
virkjunar og er þá fyrirhug-
að að hveraorka verði jafn-
framt notuð á þessu svæði
samkvæmt hagkvæmnismati.
Er hér um að ræða mjög
verulegt magn eða rúmlega
þriðjungur orkunnar frá Sig-
ölduvirkjun.
Þetta kom m.a. fram i ræðu
Magnúsar Kjartainssonar iðnaðar
ráðherra, á fundi Sambands ís-
lenzkra rafveitna, er hann ræddi
nýtinigu raforku til húshitunar.
En á vegum Orkustofnunar hef-
ur sérstök nefnd starfað að þessu
verkefni og þess vænzt að hún
skili áliti mjög fljótlega. Einnig
hefur nefnd unnið að þessu verk
efni á vegum Landsvirkjunar og
voru spár um þróun húshitunar
með raforku teknar inn í áætl-
un um Sigölduvirkjun.
Markaður fyrir húshitun er
hins vegar mun meiri utan nú-
verandi Landsvirkjunarsvæðis,
og mundi samtenginig því auka
þessa nýtingu raforkunnar til
mikilla muna, sagði ráðherra.
Þó að þessi markaður sé mikil-
vægur og hafi gert okkur kleift
að taka ákvörðun um Sigöldu-
virkjun án þes® að þurfa að
gera erlend fyrirtæki að aðilum
að þeirri ákvörðun, kvað ráð-
herra ljóst að hann hrykki
skammt til að nýta þá brku, sem
okkur væri tiltæk og þyrfti að
komast í gagnið á næstu áratug-
um. Gat hann þess að Isiendingar
væru nú í fimmta sæti meðai
þjóða heims að því er varðaði
raforkuframleiðslu á mann.
Samt væri nýting vatnsorkminar
enn á algeru byrjunarstigi. Við
Hækkun
búvöru
INGI Tryggvason, blaðafulltiúi
landbúnaðarins, óskar að taka
fram a@ öll verðhækkun land-
búnaðarvara stafi ekki af hækk-
un á kaupgjaldslið verðlagsgrund
vallarins og hækkaðxi álagningu.
Verðlagsgrundvöllurinn hefur
hækkað, segir hann, frá 7,5% upp
í 15,1% (mismunandi á ýmsum
vörum). — Hin hækkun verðsins
sé vegna lækkunar á niður-
greiðslu.
hefðum virkjað innan við 10%
af þvi vatnsafli, sem talið væri
hagkvæmit að virkja og ámóta
mikil orka vseri tailin fólgiin í hita
svæðum landsins. Þarna væri því
afar mikil verðmæti, sem þjóðin
þyrfti að nýta til iðnþróunar, ef
hún ættd að halda í við önnur og
margfalt fjölmennari þjóðfé-
lög.
Síðar sagði ráðherra að gildi
orkunar væri fyrst og fremst
það, að hún væri undirstaða iðn-
væðingar, og þvi þyrftum við að
log'gja áherzlu á það að láta ís-
lenzka iðnvæðingu haddast í
hendur við orkuframleiðsluna.
Við þurfum vissulega á sam-
vinnu við erlenda aðila að halda
í þessu sambandi, bæði til að
tryggja fjármagn, þekkingu á
sviði vísinda og tækni og að-
stöðu á alþjóðlegum mörkuðum.
En við þurfum sjálfir að setja
okkur það mark að vera hlut-
gengir aðilar á þessum sviðum.
Ueizlumatur
Smúrt braud
og
Snittur
SÍLD § FTSKUU
mmmmmt
NÝLEGA er lokið á vegum Orku
stofnunar athiugun á raflinuleið-
um, annars vegar um Sprengi-
sand og um Eyjafjörð til Akur-
eyrar og hins vegar um Kjalleið
sunnan Kerlingarfjalla um Skaga
fjörð og yfir Öxnadalsheiði til
Akureyrar. Hefur Guðmundur
Hannesson unnið þestsa skýrslu
fyrir Orkustofnun og er hún nú
til athugunar.
Þetta kom m.a. fram í erindi
Magnúsar Kjartanssonar, iðnað-
arráðherra á fundi Sam-
bands íslenzkra rafveitna.
Benti ráðherra á í þessu sam-
bandi að Sprengisandsleið er tals
vert styttri eða 186 kílómetrar
en Kjalleið 218 kílómetrar.
Útsýnarkvöld
Ferðakynning og skemmtikvöld í Súlnasal Hótel Sögu sunnu-
daginn 12. marz kl. 21.00.
★ Fjölbreyttir og ódýrir ferðamöguleikar með ÚTSÝN 1972.
★ Myndasýning frá Costa del Sol og rnyndir úr Rússlandsferð.
A Ferðabingó — Tvær utanlandsferðir:
Útsýnarferð til Costa del Sol og Lundúnaferð.
★ Skemmtiatriði úr „Hárinu" — Janis Carol o. fl.
★ Dans til kl. 1.00.
Ókeypis aðgangur.
Njótið fjölbreyttrar og góðrar skemmtunar en tryggið yður
borð hjá yfirþjóni í tæka tíð, því að jafnan er húsfyllir á
Útsýnarkvöldum.
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN
Rafmagn til húshitunar:
Aukning í 320 GWh
— á svæði Landsvirkjunar