Morgunblaðið - 09.03.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1972, Blaðsíða 10
10 MQRGU'NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1972 Þorvarður Helgasoo: Nokkrar leiksýningar MEÐ stuttu millibili höfum við fengið að sjá tvö Shakeapeare- Heiikrit, Óþelló í Þjóðleikhúsinu og síðan Ofviðrið leikið af nem- endum úr Kennaraskóla íslands. Óþeltó gengur enn og á vonandi eftir að gera það lengi. Sýningin er mjög falleg og sérstæð og þar að auki hefur þann sérstæða kort að snerta mann djúpt og hún gerir það af kröftugri list en hér hefur iengi sézt. Af ýms- um ástæðum, sem sumar hverjar eru sök leikhúsanna, virðist það ekki vera eins ljóst á Islandi og annars staðar, að Shakespeare er að mjög miklu leyti samtima- maður okkur. Hann sýnir okkur heiminn bert og oft af kulda en alltaf af list. Unga fólkið, sem vex upp í landinu í dag, þorir að viðurkenna tilfinningar sínar og því mætti ætla að það tæki sig til að horfði vel á þennan mikla og stóra harmleik ástar og af- brýði. En sá grunur hefur læðzt að mér, að það haldi margt að Shakespeare sé eitthvað sem því geti ekki komið við, eitthvað há- tíðlegt og leiðinlegt, aðeins fyrir menningarsnobba, ég held að það þurfi lítið átak til að sjá að svo er ekki. Nokkur afsönnun þessara orða minina var sýning Kennaraskól- ans á Ofviðrinu. Þar var ungt fólk að verki undir stjórn ungs leilcstjóra, Einars Þorbergssonar, sem er nemandi í leikskóla Þjóð Ieikhússins. Ofviðrið er eitt af fjölþættari verkum Shakespeares Mienn hafa lengi reynt að ráða gátu þess og gefið sér ýmsar lausnir. Síðan frá tímum róman- tíkurinnar hefur verið litið á það sem einhvers konar kveðju Shakespears til leikhússins þar sem það er almennt álitið að leikritið sé seinasta verk hans. Hvort svo er í raun og veru vit- um við ekki og það er meira að segja ekkert sérlega líklegt. Prósperó kveður líf sitt á eynni •®g töfravaldið um leið, hann ætl- ar að snúa aftur til mannanna, verða aftur einn af þeim og eins og þeir, það er bjartsýnin, sem verkið tjáir, þrátt fyrir alla villi- menmsku, grimmd og illsku Hugrún Gunnarsdóttir sem ung- frú Casewell, mannanna skulum við ekki gef- ast upp, ekki gefa upp alla von og taka það á okkur að vera menn. Það er andleg stærð í þessum orðum. Verkið sjálft er svo margspeglun veraldarinnar, margar sögur af viðskiptum mannanna sin á milli, og þær fæstar mjög geðslegar. Sýn leikstjórans á verkið kom ekki mjög heilleg fyrir sjónir manns. Það var of mikið af stíl- brotum, sem ekki voru samt þannig, að úr yrði heill stíll. Þar mátti kenna áhrifa frá ýmsum framásviðsetningum, sem verið hafa á döfinni, en möguleikarnir ekki nógu vel nýttir til að gera nýja heild. Textinn fór auðvitað misjafnlega í munni margra, sumir töluðu hann mjög vel, sér- staklega Gísli I. Þorsteinsson, sem lék Prósperó og sama má segja um Drífu Kristjánsdóttur, sem lék Aríel. Trinkúló og Stefpmó voru oft kostulegir (Rúnar Matthíasson og Sigurð- ur Pálsson) og Kalíban í túlkun Árna Ibsen var eftirminnilegur. Höfuðókostur þessarar sýning- ar virðist mér hafa verið sá, að leikstjórinn vann ekki nógu vel áður en hann byrjaði á sviðsetn- ingunni, hann vann vel eftir að hann var byrjaður, af dugnaði og samvizkusemi, sem auðvitað megnaði ekki að töfra ungt áhugafólk til stórrar listar, en alla vega til sæmilegra skila. En hann hefði þurft að gera sýn sína á verkið dýpri og heillegri. Barnaleikrit Þjóðleikhússins að þessu sinni er Glókollur eftir Magnús Á. Ámason, gert eftir samnefndri sögu eftir Sigurbjörn Sveinsson. Það er sameiginlegt þeim Glókolli og Prósperó, að þekking kemur þeim mjög að notum. Glókollur kann marg- földunartöfluna, og það bjargar lifi hans aftur og aftur. Ég held að höfuðinntak leikritsins bindi það um of við ákveðinn aldurs- flokk, hafi ekki þá viðu skírskot- un, sem ætti að vera einkenni bamaleikrita og er þetta sér- staklega bagalegt þar sem Þjóð- leikhúsið sýnir ekki nema eitt sl'íkt leikrit á ári. Börnin í sýn- inguhni stóðu sig með prýði. Eitt- hvað held ég að þrautir Glókolls hefðu mátt vera áhrifameiri, fyr- ir böm um ellefu ára voru naut- ið og þá sérstaklega tígrisdýrið kjánalegt plat. Leikmyndir frú Barböru W. Árnason voru mjög fallegar, en íslenzka atriðið í upphafi leikritsins var afskap- lega óíslenzkt, landslagið minnti frekar á skógivaxnar hlíðar Mundíufjalla en íslenzka sveit. Það er gleðilegt að Þjóðleikhúsið hefur nú loksins tekið mynd- vörpu í þjónustu sína. Kannaki hún lækki eitthvað rekstrar- kostnaðinn. Kannski að það fari að hafa efni á að gefa ungum og efnilegum leikstjórum verkefni? Glókollur (Vilmar Pétursson) og kóngurinn (Ævar Kvaran). Leikfélag Kópavogs efndi til frumsýningar um daginn, utan Hársins, sem það er nú víst alveg búið að missa, hef ég Htið séð til þess síðan ég hóf þessi skrif. því bezt er að þykjast hafa gleymt því sem þeir hlóðu á satn vizku sína í fyrravor. Það sem boðið var upp á, var langúldin kássa eftir Agötu Kristí, Músa- gildran. Músagildran er reyfara- leikrit, sem getur fengið líf, ef persónur þess eru mjög vel leikn ar, skýrar týpur, og aðalhlutverk ið i höndum manns, sem gerir persónuna trúlega. Þessu var ekki tii að dreifa. Eina persóna verksins, sem fékk einhverja dýpt, sýndi að eitthvað var að baki þess sem var að gerast^rar ungfrú Casewell í túlkun Hug- rúnar Gunnarsdóttur. Hinir sýndu sumir eitthvað í áttina, en fyrir leiksýningu, sem taka áttt alvarlega var það of lítið. Á h u gamanna lei k f é lög, aem ekki leggja það á sig að þjálftr leikara sína og sýna auk þeas árangur í þvi starfi, verða að breyta um stefnu. Og ef eitthvað slíkt er gert, þá er ekki nóg að kenna aðeins þeim ungu, oft eru það gömlu félgarnir, sem jafin- vel eiga áratuga starf að baki, sem helzt þurfa á tilsögn að halda. Haukur Ingibergsson; HUOMPLÖTUR SÚ breyting hefiir nú verið gerð á hljómplötiiþættinum að framvegis verður einnig fjallað um eriendar hljóm- plötur, en hingað til hefur þátturinn einskorðað sig við íslenzka framleiðslu. Verður fjaliað um allar tegnndir tón- listar auk annars efnis, sem út kemur á hljómplötum þannig að flestar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. P O P Al Green: Get next to you. LP Stereo London. Al Green er bandarískur negri, sem er lítt þekktur hér enda smástimi þar til fyrir mokkrum vikum er lagið hans Let’s stay together komst upp í efsta sæti bandaríska viin- sældalistana. Að vísu hefur hann áður átt þriú lög, sem hafa komizt upp á listawn etn herzl umu nur inm kom nú. Eigmiega er A1 Green þrem, fjórum árum á eftir tíman- um, eða svo mundi einhver segja, því A1 Green er einn hreinræktaðasti soul-söngvari sem koimið hefur fram. Han.n er frekar mildur í sönguum og er þaninig meira í ætt við Otis Redding en Jamea Brown.. Á plötunmi eru 14 lög og eru sum vel þeWkt svo sem The letter, My girl og svo Light my fire, en túlkun Green á því er eiin sú bezta, sem ég hef heyrt og sammar- lega vantar manminn etaki til- finninguna fyrir því, - sem hanin er að syngja. Undir- ieikurinm er byggður upp með trommum, bassa, gítar og orgeli og út úr því fæst fímn taktur, auk þess eru notaðiir fáeinir btásarar. Og vissulega er þetta ein bezta soulplatan sem er á markaðiniuim, og raunar er óalgengt að heyra svonia ómengaða soultónlist. Og fyrir þá, sem eru ekki alveg irnvi í hlutunum má geta þess, að soultónlisit er banda- rísk og hefur aðallega verið borim uppi af negrum þar í landi. Og aðalatriðið er, að tilfinmingin fyrir því, sem verið er að syngja. sé til stað- ar auk þess sem sterkur og jafn taktur er ómissandi. Jimi Hendrix: Hendrix in the west: LP, Stereo, Polydor. Þótt nokkur tími sé liðinm, síðan Jimi Hemdrix fór á fumd feðra sinna, eru enm að koma út plötur með honuim og enn munu vera til kílómetrar af segulböndum með leik Hend- rix, aðallega hljóðrituðum á hljómleikum og ekki ætluðum til útgáfu á plötum. Þessi plata er hljóðrituð á þrern konisert- um, þ. á m. Isle of Wight, og satt að segja var ég hræddur um að hér væru á ferðinmii einhverja-r dreggjar af leik Hendirix. Svo er þó ekki, því að þetta er e/kta Hemdrix, villtur og einstæður, kraftur- imin feiknarlegur t. d. í Johnny B Goode og Lover man. Hins vegar hefur maður heyrt þetta allt áður og þessi plata bætir engu við það, sem Hendrix gerði bezt áður, en hún er ánægjuefni fyrir þá mörgu, sem sakna Hendrix, því að þeir eru margir og ekkert hefur enn komið í stað Hendrix, hvað svo sem aðdá- endur Rod Stewart segja. Neil Diamond: Stones. LP, Stereo, UNI. Neil Diamond er á „rólegu línunnii“ svokölluðu, ásamit James Taylor og fleiri góðum listamönmum. Hanm hefur greinilega verið dapur er hanm gerði þessa plötu, þvi að text- arnir eru flestir um erfiðleika af mörgu tagi. Fjögur laganma eru eftir Diamond, og er þeirra mest I am ... I said, sem komist hátt á lista fyrir nokkru. Auk órafmiagn- aðra gítara notar DLamond stóra hljómsveit með fiðlum og blásurum og er hver tónm á sínum stað þanmig að mikil rækt hefur verið lögð við út- setningar. Og e.t.v. finmist þeim sem dá eimfaldlei'kainm, að óþarflega mikið hafi verið lagt í fiðlurniar. Frægt fólk eins og Tom Paxtom, Leonard Cohen og Joni Mitchell eiga þarna lög og eininág reynir Diarmomd sig við If you go away, sem lengi hefur verið aðalskrautfjöður Dusty Spring field. En þetta er í heild vel unmin plata og ágæt í róleg- heitum heima eða heiman. The New Seekers: I’d like to teach the world to sing/Boom town, Polydor, Stereo. Þetta iag hefur tröllriðið öllum vinisældalistum í ná- lægum löndum síðustu vi'kur og slkapað hlnum nýju Seekers þamn sess, sem gömlu Seekers, sem upprunalega voru frá Ástralíu, höfðu unnið sér. Þetta Lag, sem upprunalega er auglýsimgailag fyrir Kók, hef- ur átta takta langa grípandi laglínu, og með þvi að spinna svolítið í kringum hana er komið pottþétt vinsældaiista- lag. — Sniðugt, Sniðugt, og vissulega mega auglýsinga- stjórar naga sig í handarbök- in fyrir að hafa ekki dottið þetta í hug á undan Kókmömm- unum. Lagið er efnilegt í upp hafi, en remmur fljótt út í sandinm, þar sem þesisir átta taktar endasit ekki nerna tak- markað, auk þess er útsetmn-g in hanidahófsikenmd, en góð uppbygging er höfuðfortsenda þess að enda megi svona líf- inrn Iagstúf þótt efcki sé nema í tvær og hálfa mírnútu. En. þessir átta taktar eru einistak- lega grípandi þanmig að þeir eru nióg í þessu tilviki til að tryggja milljóniasölu yfir heimsbyggðinia. Lagið á bak- síðunni er dæmigert uppfyll- ingarlag. K L A S S í K Mozart: Mozart’s Greatest Hits. LP, Stereo, CBS. Nafnið minnir helzt á plötu, þar sem pophljómsveit hefuir safn,að saman öllum frægu lög unuim sínum. Og hér liggur sarna hugmynd að baki. Á plö't unmi eru hlutar af frægu3tu verkum Mozarta og flytjend- urnir eiru ekki af verri end- amurn, enda úr nógu að velja hjá CBS. Má mefma sinifóníu- hljómsveitimar í Fíiadelfíu og Cleveland undir stjórn Eug- ene Ormandy og George Szell. Meðal piíanióleikairanmia er André Previn. Þeir sem há- klassískastir eru miuniu sjálf- sagt telja þessa plötu helduir of verzlunarlega því að þann/a eru rnörg eindföld og auðlærð verik, sem sauðsvartur almúg- imn kanmaist við. En ég tet að Frasnti. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.