Morgunblaðið - 09.03.1972, Qupperneq 11
---u................... ■■■, -í’.-i, -tt ■ ■ ~ » • ft,
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1972
Matthías Bjarnason um skattafrumvörpin:
Varar við hækkun
fasteignaskattanna
— eins og gert er ráð fyrir þeim í frumvarpinu
VIÐ umræðurnar um tekju- og
eignarskatt á Alþingi sl. þriðju-
dag gerði Matthías Bjarnason
grein fyrir viðhorfum Sjálfstæð
isflokksins í sambandi við end
urskoðun skattalaga. Hann gat
þess m.a., að Sjálfstæðisflokkur
inn teldi, að skattlagningunni til
rikis og sveitarfélaga ætti að
haga á þann veg, að hún örvaði
einstaklinginn til framtaks og
sparnaðar, og að þannig væri bú
ið að atvinnurekstrinum, að á-
hugi almennings færi vaxandi
fyrir því að vera beinn þátttak-
andi að atvinnufyrirtækjum.
Matthías Bjarnason (S) benti
m.a. á eftirtalin atriði, sem hann
taldi, að hafa þyrfti til hliðsjón
ar við endurskoðun skattalaga:
Kannað verði, hvort virðisauka
skattkerfið henti íslenzkum að-
stæðum betur en núverandi sölu
skattskerfi. í stað þess að gera
skattkerflð flóknara, eins og
frv. ríkisstjórnarinnar stefnir að,
minnum við á stefnu fyrrverandi
ríkisstjómar í þessum efnum um
einföldun skattakerfisins, m. a.
vegna fyrirkomulags stað-
greiðslukerfis, ef það verður tek
ið upp.
Við leggjum til, að skattar og
útsvör á tekjur einstaklinga og
félaga. verði ávallt miðuð við
nettótekjur og teljum eðlilegt og
sanngjarnt, að tekjum hjóna
verði skipt til helminga á milli
þeirra við álagningu skatta til
ríkis og sveitarfélaga.
Vð teljum, að eignargkattar
hafi með löggjöflnni frá síðasta
þingi verið ákvarðaðix út frá eðli
legu og sanngjörnu sjónarmiði.
Frumvarp núverandi ríkisstjórn
ar hefur mjög íþynigjandi áhrif í
sambandi við eignarskatta, sem
við teljum, að geti komið órétt
látlega niður og geti dregið úr
sparnaði almennings. Við með-
ferð málsins hér í Alþingi hefur
enn verið bætt við i þessum efn
um, en þetta er ekki leiðin til
að örva sparnað, heldur þvert á
móti.
f»að er skoðun okkar, að fast-
eignaskattar séu þjónustuskatt-
ar til sveitarfélaga og það beri að
stilla þeim í hóf. Sveitarfélög-
um sé í sjálfsvald sett, innan á-
kveðins hámarks í lögum, hvort
og að hve miklu leyti þau nýta
þennan tekjustofn.
Við vörum mjög alvarlega við
hækkun fasteignaskatta eins og
gert er ráð fyrir þeim í frumvarp
inu, sérstaklega ef aðrir tekju-
stofnar sveitarfélaganna eru svo
naumir, að þau neyðast almennt
tit að nota heimildir til álags á
fasteignaskattana.
Við leggjum ríka áherzlu á, að
hinum ýmsu formum atvinnu-
rekstrar verði ekki mismunað í
skattgreiðslum, eins og frumvarp
ið gerir ráð fyrir.
Þá sagði alþingismaðurinn, að
við samningu nýrra skattalaga
yrði að taka tillit til ýmissa frá-
vika. í því sambandi vék hann
sérstaklega að giftum konum, er
ynnu utan heimilis við hin ýmsu
Framh. á bls. 23
Geir Hallgrímsson um tekjustofnafrumvarpið:
unarrétti og sjálfstæði
Sveitarfélcjgum verði fengnir
í hendur beinir tekjuskattar
f UMRÆÐUM um tekjustofna
sveitarfélága í efri deild á
þriðjudag, sagði Geir Hallgrínis
son m.a.:
„Hér er í fyrsta lagi stefnt að
því að skerða tekjustofna sveit-
arfélaga, og þar með sjálfs-
ákvörðunarrétt þeirra og sjálf-
stæði. Það er verið að draga
valdið* frá sveitarstjórnum til
miðstjórrtarvalds ríkisvaldsins í
Reykjavik.
Það er í öðru lagi með þess-
um skáttafrumvörpum verið að
auka ópinbera skattheimtu, og
það er ríkisvaldið, miðstjórnar-
valdið; sem ætlar sér þar sífellt
stærri hlut.
1 þriðja lagi er svo verið að
auka skattbyrði alls almennings,
og sú skattbyrði eykst og þyng-
ist á öllimi landsmönnum, allt
frá því að teljast til lágtekju-
fólks og þaðan af hærri tekju-
flokka. Ég tel því, að mjög mik-
ið óheillaspor sé stigið með sam-
þykkt þeirra frumvarpa, sem
hér um ræðir, óheillaspor, sem
núverandi ríkisstjórn ber ábyrgð
á.“
Geir Hallgrímsson (S) gerði
það m. a. að umtaLseíni, hvernig
séð yrði fyrir greiðsluþörf sveit-
arfélaganna samkvæmt tekju-
stofnafrumvarpinu. 1 yfirliti
Hagrannsóknardeildar Fram-
Geir Hallgrímsson.
kvæmdastofnunarinnar kæmi
fram, áð samkvæmt því yrðu
sveitarfélögin 933 millj. kr. verr
á vegi stödd en samkvæmt
gamla kerfinu, með því að hækk
unarheimildum væri sleppt í
báðum tilvikum, en 1108 miUj.
kr., ef heimildarákvæði um lækk-
un útsvara þeirra sem njóta
bóta almannatrygginga, náms-
manna o. fl. væru tekin inn í
myndina. Otgjaldalækkunin
vegna breyttrar verkefnaskipt-
ingar ríkis og sveitarfélaga næmi
hins vegar ekki nema 850 millj.
kr., þannig að sveitarfélögin
væru í heild 260 miUj. kr. verr
á vegi stödd en samkvæmt
gamla kerfinu.
Þá sagði Geir HaUgrímsson:
„Nú hefi ég í þessu miðað við
að nýja kerfið væri nýtt tU fulln-
ustu, þ.e.a.s, 10% útsvör í öUum
sveitarfélögum landsins. En það
er kunnugra en frá þurfi að
segja, að sveitarfélögin veita
mismunandi þjónustu og hafa
beitt álagningarstigum mjög
mismunandi samkvæmt gamla
kerfinu. Þannig er áætlað að í
heUd hafi sveitarfélögin veitt
5.3% afslátt frá útsvarsstiga
samkvæmt gamla kerfinu á síð-
astliðnu ári og þetta getur ver-
ið mismunur frá þvi að vera
með 12% áiag á útsvarsstiga og
til þess að vera með 60—70%
afslátt frá útsvarsstiga. Ef við
tökum heildarfrávik tU greina,
— 5.3% afslátt til jafnaðar sam-
kvæmt gamla kerfinu, þá nem-
ur það hvorki meira né minna
en 160 miUj. kr., þanníg að i
heild sinni má segja að sveitar-
félögin séu 420 millj. kr. ver
stödd en samkvæmt gamla kerf-
inu. Ef við svo tökum svigrúm-
ið, sem sveitarfélögin hafa, þá
geta þau e.t.v. unnið þessar 420
miUj. upp með því að hækka
tekjuútsvör einstaklinga úr 10%
í 11%, en þó ekki nema liáðar-
samlegt leyfi ráðherra fáist og
með því unnið upp 310 eða 315
miUj. kr. af þessum 420 miUjón-
um. Sum sveitarfélögin skortir
blátt áfram á, með fuUnýttum
öllum álagningarheimildum, að
geta séð fyrir nauðsynlegum út-
gjöldum. Önnur sveitarfélög, og
raunar fjöldinn, eru rétt þarna
á mörkunum, en auk þess eru
þau svipt öUum viðbótartekju-
öflunarmöguleikum, sem þau
hafa samkv. núgildandi lögum,
þannig að það er útilokað fyrir
þau að brydda upp á nýjum við-
fangsefnum, leysa ný verkefni,
sem sífeUt koma fram í fram-
faraþjóðfélagi, eins og við vUjum
byggja, Islendingar.
Ég vil leggja áherzlu á það,
að með þessum hætti, — með
því að skerða tekjustofna sveit-
arfélaga og álagningarheimUdir
svo mjög sem raun ber vitni um
og ég hef nú sýnt fram á, þá er
i raun verið að skerða sjálfs-
Framh. á bls. 21
Þorvaldur G. Kristjánsson um tekjustofnafrv.:
Sömu reglur gildi um
sparisjóði og innláns-
deildir kaupfélaganna
VI® 2. umræðu um tekjustofna
sveitarfélaga í efri deild sl.
þriðjudag vék Þorvaldur Garðar
Kristjánsson ,m. a. að þvi, livern-
Ig orð tog gerðir ríkisstjómarinn-
ar stönguðust á í sambandi við
sjálfsförræði byggðarlaganna (ig
samráð :við Samband íslenzkra
sveitarfélaga við gerð og undir-
búning tekjustofnáfrumvarpsins.
Hann gerði einkum að umtals-
efni jrá þýðingu, sem sparisjóð-
irnir hefðu fyrir hin einstöku
byggðarlög, og benti á, hvilík
fjarstæða það væri að leggja á
þá landsútsvar og láta þannig
aðrar reglur gilda um þá en mn-
lánsdoiklir kaupfélaganna.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) mimiti á svofeilt ákvæði í
málefnasamningi rikisstjómar-
innar: „Endurskoða ber skipt-
irngu verkefna og valida á milli
rikis og sveitarfélaga í þvi skyni
að auka sjálfsforræði byggðar-
iagainna. Haft vetrði saimráð við
Sam.baínd, íslenzkra sveitarfélaga
og sanrtök sveitarfélaga í ein-
stökum landshilubum um þessa
endurskoðun". Rifjaði alþingis-
maðurinin upp, að við 1. umræðu
málsins hefði komið fram,, að
frumvairpið var ekki lagt fnam i
samráði við Samband íslen'kía
sveitarfélaga.
Þá vék alþingismaðurinn að
þvi, hvernig við það væri staðið
að auka sjálfsforræði byggðai'-
laganna og tók dæmi þess, að sá
lanigi tíimi, sem stjói'narsinnar
tóku sér milli 1. og 2. umræðu,
hefði ek’.ki nægt ti’l þess að sam-
rasma orð og gerðir að því leyti,
nema síður væri. Þannig legði
meirihluttnn tid, að landsútsvar
yrði lagt á banka og sparisjóði.
Við fyrstu sýn kynni 'pað ekki að
sýnast óeðlilegt, en i þessu sam-
bamdi væii þó um gjörólíka hluti
að ræða. Starfsemi bankanna
dreifðist út um allar byggðir
landsins með útibúum þeirra og
lánastarfsemi, sem í vissium
greinum færi eftir íöstum regl-
im og næði til landsins alls.
Starfsemi sparisjóðcmina væri
hins vagar bundin við ákveðin
byggðarlög, í flestum tilfellum
ákveðið sveitarfélag. Þeir væru
þvi þýðingarmiiklir fyrir byggð-
arlögin og stuðluðu að jafrvægi
í byffgð landsins. Aliþingismaður-
inn sagði, að ekki væri óalgemgt,
að hægt væri að finna orsiaka-
samband milli vel rekins spari-
sjóðs og blómlegs byggðarlags.
Af þessum sökum ætti ekki að
gilda hið sama um hvora tveggja,
bankana og sparisjóðma.
Alþinigismaðuirimi kvaðst ekki
vera á móti landsútsvari á bank-
ana, en varpaði fram þeirri
spurningu, hvort ekki væri rétt-
ara að leggja á nettó-hagnað
þeirra ©n tiltaka skattlagningu
með þeim hætti, sem gert væri.
Þá vék alþingismaðuonn að
þvi, að sparisjóðimir væru ekki
eirru lánastofnaniimar úti um
iand, fyrir utan útibú bankanna.
Þar væru til innlánsdeildiir kaup-
félaganna, sem ekki væeri getrt
ráð fyrir að skattleggja og va'.ru
þær þó hliðstæðar stofnar.ir
Framh. á bls. 23
Þorvaldur Garðar Kristjánsson