Morgunblaðið - 09.03.1972, Síða 14
14
MORGIXNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR. 9. MARZ 1972
aðra eins fá-
þorskastríðið
Forðumst
sinnu og
— sagði Ted Willis lávarður í
umræðum iávarðadeildar-
innar um iandheigina og hiaut
skeleggan stuðning Boothbys
Morgunblaðinu hefur bor
Ist afrit af brezkum þingftíð-
indum með ræðum þeim sem
lávarðarnir Willis og: Booth-
by héldu i Lávarðadeild
brezka þingrsíns 2. marz tit
varnar fyrirhugraðri út-
færslu íslenzku landhelsrinn-
ar og fara aðalatriðin úr ræð
um þeirra hér á eftir.
Willis lávarður beindi þeirri
fyrirspum til riikisstjórnarinn-
ar hvað áfram hefði miðað í við
* ræðunum við íslendinga um
fiskveiðilandhelgina. Hann
sagðist ekki vera sérfræðingur
í fiskimálum, en í heimsókn ný-
lega til Reykjavíkur vegna sýn
ingar á leikriti sinu „Hita-
bylgja" hefði það vakið sér-
ataka athygli sína að við hverja
sem hann talaði, þingmenn, rit
höfunda, leikara, hreingerning
arfólk á hótelum og mynd-
höggvara, fólk af öllum stétt-
um, hefðu allir spurt: „Hvað
ætHð þér að gera og hvert er
viðhorf yðar til landhelginn
ar?“ Það væri rétt eins og allir
Englendingar segðu þegar þeir
kæmu á mannamót: „Hvað
fínnst yður um hnignun kola-
iðnaðarins?" Willis kvaðst
Hjótt hafa komizt að raun um
að landhelgi og fiskveiðar
væru hluti af lifsvenjum ís-
lendinga. íslendingar lifðu á
fiskveiðum og eftir samræður
við ýmsa þingmenn og aðra
hefði hann sannfærzt um að ís
* lendingar hefðu traustan mál-
stað. Ég hét því að bera málið
upp í brezka þinginu, sagði
Willis.
Willis lávarður gerði síðar ít-
arlega grein fyrir fiskveiðum
Islendinga og sögu landhelgis-
málsins. Island væri útvörður
Vestur-Evrópu. íbúar landsins
væru álíka margir og íbúar
Soutíhampton og murwiu fyíla
leikvang Tottenham Hotspurs
fjórum sinnum. En ibúafjöldi
væri ekki sú mælistika sem
leggja ætti á þjóðir. Sérkenni
Islands, sem hann hefði fyllzt
aðdáun á, hefðu mótazt af sögu
og hefð annars vegar og efna-
hagslegri þörf hins vegar. ís-
lendingasögur væru íslending-
* um ennþá andleg uppspretta og
grundvöl'iur lífspeki sem gerði
vissar kröfur um hugrekki og
framkomu. Dauðaslys af völd-
urn fiskveiða væru meiri en í
námugrefti og nokkirum öðrum
atvinnuvegi og þess vegna
væri lífspekin sem byggðist á
Isiendingasögunum nauðsyn.
Áköf sjálfstæðisþrá væri þessu
skylt og íslendingar ættu langa
lýðræðis- og sjálfstæðishefð og
mikilvægt væri að skilja núver-
andi ástand í ljósi fortíðarinn-
ar.
• HÁf)IK FISKI
Efnahagsmálin væru annar
mikilvægur þáttur. Um 85 til
90% landsins væru óræktan-
' leg. Kvikfjárrækt væri eina
mikilvæga atvinnugreinin auk
fisikveiðanna, en hún væri lítil
og möguleikar á að færa út kvi
amar litlir á því sviði. Engir
málmar eða olia væru í jörðu.
Engin þjóð í heimi væri eins
háð fiskveiðum og íslendingar.
Fískur og fiskafurðir næmu
80—90% útflutnings Islend-
tnga en aðeins einum þriðja af
einum hundraðshluta af út-
fflutningi Breta. Þæssi útflutning
ur gerði tslendingum kleift að
kaupa það sem þeir gætu ekki
rœktað eða fnamleitt sjálfí'r:
matvæli, málma, eldsneyti, vél
ar o.sfrv. Fiskur væri með öðr
um orðum fjöregg fslendinga.
Án hans mundi ísland deyja og
eina og forseti Alþingis hefði
sagt við sig: „Fyrir okkur er
um líf og dauða að tefla.“ Og
Willis kvaðst hafa sannfærzt
um að þetta væri satt og rétt.
Willis gerði grein fyrir fisk-
auðæfunum í hafinu umhverf-
is Island. Miðin væru beztu
hrygningarstöðvar Evrópu og
jafnvel heimsins. Fiskimenn
hvaðanæva að af meginland-
inu og jafnvel frá öllum heim-
inum drægjust þvi að þessum
miðum. Milii 15 og 20% þess
fisks sem væri neytt í Evrópu
kæmi frá þessu svæði. Þar sem
Islendingar séu svo háðir fisk-
veiðum hafi þeir að sjálfsögðu
haft áhyggjur af magni þess
afla sem hafi verið veiddur.
Einhvers konar fiskveiðitak-
mörk hafi alltaf verið í gildi,
stundum allt að 32 mílur, en
1901 hafi þau verið minnkuð í
þpjár mfflur. Bftir .sjálfstæði
sitt frá Dönunn, árið 1951, hafi
þeir sagt upp samningnum um
þrjár mílumar. Þá hafi lika ver
ið gífurleg hætta á ofveiði. Gíf-
urleg fjölgun fiskiskipa hefði
átt sér stað, s'kipin hefðu stæk'k
að að mun og nýjar veiðiaðferð
Baronessa Tweedsmuir.
ir verið teknar upp. AUt hefði
þetta stuðlað að hættunni á of-
veiði. Og enn sé þessi hætta
ekki liðin hjá og þetta ástand
sé undirrót þeirra erfiðleika
sem nú sé við að etja. Áður
hafi togaramir verið 300 til 500
lestir, en nýtizku fiskiskip ailt
að 1.000 til 1.200 lestir og 4.000
tonna verksmiðjuskip stefni nú
á þessi mið — verksmiðjuskip
sem geti haldið kyrru fyrir
mánuðum saman, búin rafeinda
veiðitækjum og öðrum búnaði.
Þessi skip hafi fjórfaldað veið-
arnar og stundum meira. Þau
sjúgi upp aflann eins og ryk-
sugur úr sjónum, bæði ungan
fisk og gamlan. Ofveiði sé því
orðim mjög alvarliegt vandamál.
• MINNI VEIOI
Árið 1958 færði íslenzka
stjórnin landhelgina út í 12 míl
ur, sagði Willis, til þess að
ryggja þjóðarafkomuna og þá
hafði málið verið rætt þjá Sam
einuðu þjóðunum í tíu ár. Þetta
hafi stuðlað verulega að vernd
fiskstofna. En á siðustu árum
hafi ástandið enn versnað
vegna ofveiði þar sem japönsk
verksmiðjuskip, önnur verk-
smiðjuskip og 1.000 tonna tog-
arar stefni á miðin og afleið-
ingin sé rányrkja á landgrunn
inu og utan þess. Síldveiðin
hafi minnkað úr rúmlega
800.000 lestum 1965 í 50.000
tonn fimm árum síðar og sé nú
einn sextándi þess sem hún áð-
ur var. Síldin sé farin. Ýsu-
veiðin hafi minnkað um helm-
ing á árunum 1965 til 1969 og
nú þegar sé þorskurinn kominn
í hættu, en hann sé mikilvæg-
asti fiskurinn frá sjónarmiði ís
lendinga og Breta. Þorskstofn-
inn minnki árlega um 70%, að-
allega vegna ofveiði. Hættan
sé mikil, bæði frá sjónarmiði ís
lendinga og Breta. Áhrifin
segðu ekki aðeins til sin á Is-
landi heldur hjá öllum þjóðum
sem stunda fiskveiðar. Þetta sé
Ted Willis
kjarni vandamálsins. Þetta sé
baksvið þeirrar ákvörðunar ís-
lendinga að færa út landhelg-
ina í 50 mílur. Þetta sé vemd-
arstefna, stefna sem hann hafi
sannfærzt um að verði í þágu
allra þjóða sem stundi veiðar
á þessum miðum. Þetta sé eina
leiðin sem Islendingar geti far-
ið til þess að vernda hrygning-
arstöðvarnar fyrir sig sjálfa og
alla aðra og koma i veg fyrir
að þessi fengsælu fiskimið
verði eins og örfokasvæðin
miikiliu í Aimeríku. Þetta sé að
gerast.
• ENGIN LÖG
Því hefur verið haldið fram
og er enn haldið fram, sagði
Willis að íslenzika stjórnin hafi
á röngu að standa, að þessi
ráðagerð brjóti í bága við al-
þjóðalög og að visa ætti henni
til Alþjóðadómstólsins í Haag.
En eins og þingmenn lávarða-
deildarinnar viti séu engin
grundvallarlög til á þessu
sviði. Sameinuðu þjóðirnar
reyni enn að samþykkja slík
lög og alþjóðleg hafréttarráð-
stefna verði haldin á næsta ári.
En íslenzka stjórnin sé ekki á
því að halda áfram viðræðum
með reynsluna frá 1948 og 1958
í huga og eins og sé ástatt sé
ekki hægt að lá henni það.
1 þessu sambandi verður
einnig að taka fram, sagði WiU
is lávarður, að margar þjóðir
hafa stærri landhelgi. Suður-
Ameríkuríki hafi 200 mílna
fiskveiðilandhelgi, Kanada 100
mílna mengunarlögsögu og allt
að 80 mílna fiskveiðilögsögu.
Ghana og Indland hafi rúm-
tega 100 miilna fiskveiðitak-
mörk .Svo það sé ekki stórkost
legt að Islendingar hyggist
færa landhelgina út í 50 mílur.
Það sem meira sé: 50 mílumar
nái nsestum þvi yfir landgrunn
ið sem ísland hvili á og land-
grunnið fylgi næstum þvi lög-
un strandlínu ísiands. Þess
vegna mæli mjög sterk rök með
því að þetta sé í raun og veru
hiuti af landhélgi Islands.
Willis benti á að því hefði
verið haldið fram að rangt
hefði verið af íslendingum að
taka þessa einhliða ákvörðun,
en hann kvaðst telja að ef þeir
hefðu haidið áfram viðræðum
öllu lengur hefði kannski farið
svo að samkomulag næðist, en
þá væri enginh þorskur, ýsa,
koli eða síld eftir til að veiða,
því að fiskurinn hefði dáið út
meðan viðræðurnar hefðu farið
fram. Íslendingar hafi gefið í
skyn að þeir viðurkenni að inn
an 50 mílnanna gegni sérstöku
máli með veiðar vestur-þýzkra
fiskimanna og umfram allt
brezkra og þeir séu reiðubúnir
að ræða um áþreifanlegt sam-
komulag við brezka fiskimenn
og vestur-þýzka um sérstök
réttindi innan 50 mílna mark-
anna á hefðbundnum miðum
Breta. Willis kvaðst telja að
treysta mætti þessari fullviss-
un og að halda ætti viðræðun-
um áfram. Ég varð ekki var
við neina andúð á Bretum á Is-
landi, þvert á móti varð ég var
við mikla virðingu og velvild í
garð lands okkar, sagði Willis.
• TRAIJSTUK
MÁLSTAÐUB
Willis lávarður sagði að lok-
um:
Hæstvirtu lávarðar. Ég lýsti
yfir því að ég mundi kynna mál
stað íslands í brezka þinginu
og það hef ég nú gert. Ég hef
reynt að fara fljótt yfir sögu,
ég hef ekfki gert málinu nógu
Boothby.
góð skil en ég gerði það sem í
mínu valdi stóð. Sjálfur er ég
þeirrar skoðunar að málstaður
inn sé mjög traustur og ég
mundi styðja hann. Ég vona
bara að jafnframt því sem þess
um viðræðum verður haldið
áfram takist okkur að forðast
aðra eins fásinnu og „þorska
stríðið“ 1958. Eins og ég hef
tekið fram, eigum við í höggi
við 200.000 manna þjóð. Hún
hefur engan her, hún hefur eng
an flota, hún hefur engan flug
her. Ég held að hún hafi 200
lögreglumenn og fimm gæzlu
skip. Þessi varðskip eru vopn-
uð fallbyssum, en aldrei hefur
verið hleypt af þeim í reiði. Ég
hef áreiðanlegar heimildir fyr-
ir því að afar vafasamt sé
hvort nokkur um borð kunni i
raun og veru að skjóta af þess
um byssum.
Þess vegna vona ég að ekki
skapist sama ástand og 1958
þegar brezki sjóherinn veitti
skipum okkar vernd í íslenzkri
landhelgi. Ástæðan er sú að
þega'r öllu er á botnin hvolft
og þegar allt kemur til alls eru
úthafsveiðar, sem eru mjög
hættulegur atvinnuvegur eins
og ég hef tekið fram, mjög háð-
ar stuðnín.gi vinveittra þjóða.
Hvert það skip okkar sem lend
ir í erfiðleikum, hvort heldur
51 mílu frá íslenzku ströndinni
eða 20 mílur frá íslenzku
ströndinni, þarf að komast til
hafnar á íslandi. Það þajrf þjón
ustu íslenzkra sjúkrahúsa við
þá sem veikjast. Það þarf
stundum á stuðningi íslendinga
að halda til þess að fá mat eða
viðgerðir. Ekkert land getur
gert sér vonir um að geta veitt
óendanlega og ólöglega við ann
að land án hjálpar þess lands í
einhverri mynd. ísland treystir
því ekki á vopnavald í þessari
deilu heldur fyrst og fremst á
tvo þætti: siðferðilegan rétt,
sem ég tel að sé fyrir hendi í
mjög ríkum mæli, og heilbrigða
skynsemi til þess að koma mát-
inu í höfn.
Hæstvirtu lávarðar, ég gerí
mér grein fyrir því að fiski
menn okkar hafa mjög traust-
an málstað þvi að þeir hafa
veitt kynslóð eftir kynslóð á
þessum hefðbundnu fiskimið-
um. Ég tel að það sé ekki tll
í dæminu að þeim verði stíað
burtu frá þessum miðum, ár-eið-
anlega ekki í bráð. Sterkuir
grundvöllur er fyrir viðræðum
um verndun þessara miða, en
ég held að viðræðumar verði
að fara fram á þeim grundvelli
að íslenzka stjómin geri það
sem hún vill sem vörður þess-
ara afar fengsælu fiskimiða.
Og þegar við erum orðnir sam-
mála um að hún sé vörðurinn,
þá skulum við tala um önnur
réttindi. Hæstvirtu lávarðar, á
þessum grundvelli ber ég fram
fyrirspurn mína.
• NAUÐSYN VERNUNAK
Boothhy lávarður kvaddi sér
hljóðs þegar Willis lávarður
hafði lokið máli sínu og sagði
m.a. „Leyfist mér að segja
nokkur orð til þess að lýsa yf-
ir eindregnum stuðningi við
það sem hæstvirtur lávarður
Willis hefur sagt í þessu. Ég
held að málstaður íslendinga
sé mjög traustur. Aðeins eitfc
svar er við fiskveiðivandamál-
inu eins og sakir stánda og það
gildir um öll Norðurhöif og
alangt út fyrir þau, og það er
verndun. Ég vona að áður en
næstu 10 ár eru liðin hafi okk-
ur tekizt að finna upp viðtæk-
ar vernduniairráðstafanir í Evn-
ópu, minni m'skva, veiðiaðferð
ir sem eru ekki eins harkaieg-
ar og skaðlegar og svo fram-
vegis. Þessu næst ræddi Booth-
by landhelgismál Breta og lét
í ljós þá skoðun að brezka
stjórnin hefði átt að vera harð
ari í hom að taka í viðræðun-
um við Efnahagsbandalagið um
þau mál.
Boothby lagði áherzlu á nia'uð
syn verndunar ráðstafana til
að koma í veg fyrir útrýmingu
fiskstofna vegna skaðlegra nú-
tímaveiðiaðferða. Þessar aðferð
ir væru vissu'lega skaðlegar,
togararnir sem stunduðu veið-
arnar væru stórir, möskva
stærðin lítil og skuttogarar
skröpuðu hafsbotninn og
myrtu fiskstofnana. Ef þessum
aðferðum verður ekki breytt
óttast ég að á næsta árabug
verði fiskveiðivandamálið orð-
ið því sem næst óleysanlegt.
Mér finnst, að íslendingar séu
í fullum rétti þegar þeir krefj-
ast þessara fiskveiðimarka um
leið og þeir hjóða togurum
Frauih, á bla. Z9