Morgunblaðið - 09.03.1972, Page 16

Morgunblaðið - 09.03.1972, Page 16
16 MORGUtNB'LABIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1972 O.tgefandi hf Árvelcuc R&yikjavfk Framfcvæm d a stj óri Haraldw Sveinsson. Ritsitjóirar Mattihías Johanwessen, Eyjölífur Konráð Jórisson Aðstoðarrítstjóri sityrmir Gunnarsson. Ritstíómarfuftoói Þiorbljönn Guðmundsson Fréttastjóri Björn JóSianneson, Augtýsingastjön Áwi Garðar Kriatinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeiti 6, sfmi 1Ó-100. Augi.-ýsingar Aðai'strætí 6, sfmr 22-4-80 Áskriftargjatd 225,00 kr é Tmánuði innanlands I iaiusasölfu 15,00 Ikr eirvtakið ið skert verulega, einkum hjá farmönnum. Þar við bæt- ist, að sjómenn hafa verið undanþegnir sjúkrasamlags- gjaldi í u.þ.b. 20 ár, þar sem útgerðin hefur greitt það fyr- ir þá. Hörmulegast lítur þó dæm- ið út, þegar kemur að öldr- uðum, en þeir eru samkvæmt gildandi lögum undanþegnir bæði sjúkrasamlagsgjaldi og almannatryggingagjaldi, auk þess sem þar er gert ráð fyr- ir sérstökum aukafrádrætti, VÍÐA GÆTIR ÞYNGSLANNA ótt skattbyrðin þyngist óvefengjanlega á öllum þorra manna, kemur hún að sjálfsögðu misjafnt niður. Þeir, sem verst verða úti, eru tvímælalaust giftar konur, er vinna úti, sjómenn og *aldrað fólk. Ástæðan til þessa er m. a. sú, að með því að 10% útsvar á allar launa- tekjur er tekið upp, koma til skattlagningar tekjur, sem hafa verið undanþegnar fram að þessu. Svo hefur verið háttað skattlagningu á tekjur giftra kvenna, að þær hafa fengið helming launa sinna dreginn frá skatti. Ef dæmi er tekið af Reykjavík, nam hæsta skattprósenta á tekjur þeirra því um 25%. Samkvæmt hin- um nýju reglum hækkar þetta hlutfall hins vegar upp í 32%, — eða jafnvel upp í 33% í þeim sveitarfélögum, sem verða að nota hækkunar- heimildir sínar að fullu, sem vísast er að verði víða, eins og nú horfir. Svipað verður uppi á ten- ingnum, ef litið er til sjó- mannastéttarinnar, og hafa stjórnarflokkarnir þó bætt um betur frá því sem upp- haflega var í skattafrumvörp- unum hvað fiskimenn snert- ir. Þannig hafa frádráttar- hlunnindi sjómanna eins og þau eru í gildandi lögum ver- sem nemur 53 þús. kr. á ein- stakling. í frumvörpum ríkis- stjórnarinnar, eins og þau voru lögð fram á Alþingi, var þessum aukafrádrætti sleppt, en í meðferð þingsins var hann að vísu veittur á fyrstu 20 þús. kr., en smáfjarar svo út og verður að engu við næstu 20 þús. kr. En með þessu er ekki öll sagan sögð. Eins og Matthías Bjarnason benti á á Alþingi koma fasteignaskattarnir vafalaust til með að hvíla þungt á öldruðum, og má bú- ast við, að þeir nær sexfaldist í sumum sveitarfélögum, sem verst verða úti við skatta- breytingamar. Er þetta í senn ranglátt og harðneskjulegt gagnvart þessu fólki. Það má að vísu segja, að sumt af því búi nokkuð rúmt, en þá er að hinu að gæta, að þetta gamla fólk vill halda tryggð við þau húsakynni, þar sem börn þeirra fæddust og voru alin upp í slíku umhverfi vill það eyða ellidögum sínum. Og það á það að fá að gera. Það er skylda þjóðfélagsins að stuðla að því, að svo geti orð- ið, í stað þess að gera ráð- stafanir til hins gagnstæða. 5.526.279.000 KR. Cvo virðist sem ráðherrar ^ og stuðningsmenn ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar séu enn ekki búnir að átta sig á, að það er þeim til einskis framdráttar, nema síður sé, að klifa á því sí og æ, að skattalagabreytingarnar verki til lækkunar á opinberum gjöldum. Það skilur hver maður, að þegar útgjöld fjár- laga eru hækkuð um 50%, — um 5.526.279.000 kr., — fimm þúsund fimm hundruð tutt- ugu og sex milljónir tvö hundruð sjötíu og níu þúsund krónur, — hlýtur ríkissjóður að verða að taka meira til sín en áður af fé skattborgar- ana. Með því að umbylta skattkerfinu er að vísu hægt að rugla einhverja í ríminu um stundarsakir, en aldrei til langframa. Sú stund renn- ur upp, að skattskráin verði lögð fram. Þar munu menn sjá það svart á hvítu, hvað þeir eiga að greiða í útsvar, tekjuskatt, fasteignaskatt o.s.frv. Viðleitni stjórnarsinna til þess að sannfæra allan al- menning um, að skattarnir muni lækka, er næsta kát- brosleg, þegar þess er gætt, að þeim ber alls ekki saman um það tekjumark, sem lækkunin á að ná til. Þannig segir í Tímanum í gær, að markið sé við 750 þús. kr., en Þjóðviljinn heldur sig við 550 þús. kr. Þannig stangast eitt á annars horn í málflutningi stjórnarsinna, eins og raunar oftast vill fara, þegar mál- staðurinn er rangur. Því er það, að orð þeirra detta nið- ur dauð og ómerk. Það vita allir, sem vita vilja, að stefnt er að þyngingu skattbyrðar- innar og hún verður hlut- fallslega mest á miðlungs- tekjum. Því miður mun þetta koma í ljós í sumar, þegar skattseðlarnir verða sendir inn á heimili manna. í í V-A-.A'; KeiuIíarkSimes Stoltasta stund Nixons \jT( i Eftir James Reston Þegar saga Nixon-stjórnarinnar verður skrifuð er ekki ósennilegt að stefna hans gagnvart Kína verði tal- in til fyrirmyndar um heilbrigða skynsemi og góða utanríkisstefnu. 1 svipinn sætir hann gagnrýni fyr ir að láta of mikið undan í Taiwan- málinu, fyrir að valda Japönum og Rússum erfiðleikum og fyrir að gera sér pólitískan mat úr stórmálum stríðs og friðar, en séð í stærra sögu legu Ijósi er líklegt að þetta virð- ist aukaatriði. Aðalatriðið er, að hann hefur gert að persónulegu baráttumáli eitt mesta vandamál bandarískrar utan- rikisstefnu — einangrun og fjand- skap Kína -— og bundið enda á hvort tveggja á rúmum þremur árum með þolinmóðu starfi. Hann hefur ekkert leyst í sam- skiptunum við Kína, og hann hefur vafalaust fært heilmikið úr skorðum í Tokyo og Moskvu, en hann fer til Moskvu i síðari hluta maimánaðar og vafalaust tii Tokyo seinna í sumar, og ef hann heldur eins vel á spilunum þar og í Peking, ætti andrúmsloftið í heimsmálunum að vera orðið dálít- ið betra undir árslok. Ef menn gera ráð fyrir að kalda stríðið sé varanlegt ástand — eins og margt gáfaðra og einlægra karla og kvenna heldiur — er auðvelt að for- dæma Nixon fyrir að opna dyrnar að Kína og Willy Brandt kanzlara fyrir að friðmælast við Sovétríkin, en Nix- on og Brandt eru að reyna að útrýma kalda stríðinu og byggja á rústum þess traustari heimsskipan. Og jafn- vel þótt þeim mistakist, sem er vel hugsanlegt, er líklegt að sagnfræðing ar framtíðarinnar hrósi þeim fyrir að reyna það. Ráðamennirnir í Moskvu tor- tryggja Kínaferð forsetans, því að Pekingferðin hefur á áhrifaríkan hátt lagt áíherzlu á framsókn Kín- verja inn á vettvang heimsmálanna og gefur til kynna að Bandaríkin leiki sama leik og Bretar gerðu fyrr- um og leggist á sveif með lítilmagn- anum — nánar til tekið með Kínverj- um, hugmyndafræðilegum mótherja valdamannanna í Moskvu, þótt til þess sé aðeins beitt álhrifum en ekki mætti. Ef það er þetta, sem valdamenn- irnir í Kreml halda, hafa þeir senni- lega á réttu að standa, því að Nixon forseti fylgir án efa þeirri stefnu að tryggja valdajafnvægi í Asíu eins og fyrirrennarar hans eftir síðustu styrj öl'd gerðu í Evrópu. Hann beitir sér gegn því, að noikikur ein þjóð ráði lögum og lofum á Kyrrahafssvæðinu, þar með talin Bandaríkin og Sovét- ríkin, og til þess að nýju skipulagi verði komið á laggirnar í Asíu er það ekki aðeins lágmarksskilyrði frá hans sjónarmiði að engin styrj- öld geisi, heldur einnig að samvinna sé á milli allra voldugustu ríkjanna í Asíu, Sovétríkjanna, Japans og Kina. Það eitt, að kanna möguleikana á slíku kerfi á KytTahafi, tekur mik- inn tíma, og aðeins fyrsta kafla ferð- ar hans er lokið. Sanngjarnt er að taka fram, að hann á eftir að heim- sækja bæði Tokyo og Moskvu, áður en gerð verður grein fyrir markmið- um hans, og hann á það skilið að Jap anir auðsýni honum þolinmæði áður en þeir draga þá ályktun, að hann brjóti í bága við hagsmuni þeirra. Hann gerði vafalaust nokkrar tæknilegar skyssur áður en hann fór til Peking. Með því að senda dr. Henry A. Kissingar til Kína í fyrra- sumar og haust tryggði hann svo að segja brottvísun kínversku þjóðernis sinnastjórnarinnar úr Sameinuðu þjóðunum. Hann hélt ferðinni leyndri fyrir Japönum af of miklum ótta við „leka“ og kom stjórn Satos í bobba. En Bandaríkin eiga skilið í krafti aðstoðar sinnar við Japani eftir stríð, sem er áreiðanlega einistæð í sam- skiptum sigurvegara og sigraðra þjóða, að þeir sýni þeim dálítið meira traust og þolinmæði, meðan reynt er að komast að einhvers konar sam- komulagi við Peking-stjórnina, sem er bráðnauðsynlegt hvers konar ný- skipan á Kyrrahafi, og við Taiwan- stjórnina, sem er ekki bráðnauðsyn- legt. Skýrslan, sem Nixon flutti um Kínaferðina, þegar hann var nýkom- inn úr flugvélinni í Washington eftir ferðalagið, sýndi þessi vandamál í nokkuð réttum hlutföllum. Hann hætti öllum ýkjum um „vikuna sem breytti heiminum“ og talaði af skyn- semi til bandarísku þjóðarinnar til tilbreytingar. Hann var með engin látalæti að þessu sinni á þá lund, að nokkur grundvallarmál h efðu verið leyst í Kína. Menn viðurkenndu ágreining- inn og skilgreindu hann. Gerð var skýr og Ijós grein fyrir þráteflinu um Taiwan og Víetnam og hugmynda fræðilegum ágreiningi um árás og frelsi, og erfiðleikarnir, sem fram- undan eru, voru viðurkenndir. Nixon játaði jafnvel, að slík hrein skilni á tindi heimsmálanna væri „einstæð". „Þessi yfiríýsing,“ sagði hann, „var að því leyti einstæð, að þar var hreinskilnislega gerð grein fyrir ágreiningi í stað þess að reyna að fela hann með tví- ræðu hrognamáli diplómata.“ Ef eini árangur Peking-ferðarinn- ar er sá, að aftur hefur veri'ð komið á sambandi og hreinskilnislegum og kurteisislegum viðræðum milli Washington og Peking, þá var hún vel þess virði. En hún fékk meiru áorkað. Hún eyddi nokkrum blekkingum síðustu kynslóðar, er stuðluðu bæði að stríðinu í Kóreu og Víetnam. Hún olli í það minnsta nokkrum efasemd- um um þá sannfæringu Kínverja, að herir Bandaríkjamanna í Kóreu og Víetnam stefni að útrýmmgu Peking stjórnarinnar og um þann ótta Banda ríkjamanna, að Kínverjar hafi haf- izt handa um herferð til þess að færa út vald sitt yfir alla Austur- og Suð- austur-Asíu. Hún eyddi ekki ugg Kínverja vegna vaxandi hernaðarmáttar Sovét ríkjanna og aukinna efnahagslegra áhrifa Japana, en hún hlýtur að hafa dregið úr þeim ótta, að Bandaríkin áformi að aðskilja Taiwan frá Kina og nota eyna fyrir bandaríska her- stöð til aðgerða á suðurvarnarvæng Kína. Ekkert af þessu hefði gerzt, ef Nix on hefði ekki persónulega átt frum- kvæði að því að rétta Kínverjum sátt arhönd á undanförnum þremur árum, þrátt fyrir það að hann hefur alla tið barizit gegin komimúnisma og þrátt fyrir öfluga mótspymu í eigin flokkí. Hann hefur sýnt framsýni, hugrekki og samningahæfni. Hann hefur sveigt inn á nýjar brautir, hann hefur breytt stefnu sinni og tóni utanríkis stefunnar, og þeir eru fáir í hftfuð- borginni, sem fagna ekki þessari breytingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.