Morgunblaðið - 09.03.1972, Side 28
28
MORGUiNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1972
TVITUG
.STULKA
OSKAST..
í þýðingu Huldu Valtýsdóttur.
blæddur að heldri manna sið,
skauzt fram hjá okkur og út á
götuna. Ég renndi augunum yf-
ir allar mannamyndirnar á veggj
unum, bæði af einstökum inönn-
um og mönnum í hópum og datt
i hug að offjölgun mannkynsins
væri ekkert nýtt fyrirbrigði.
Roy sneri sér aftur að mér, og
við gengum eftir teppalögðum
gangi, sem brakaði í við hvert
fótmál. Þ>á komum við inn i stór-
an sal, þar sem einnig var
óvenju hátt til lofts. Þar voru
einhver ógrynni af alis kyns
skriffærum, sem sjálfsagt
mundu nægja 100 bréfriturum
um ókomna framtíð. Þar inni
sátu einir 6—7 menn, sinn úti í
hverju horni í mismunandi djúp
um dvala. Roy hringdi bjöllu.
Ungur þjónn í hvítum jakka
kom til okkar og kampavínið var
pantað. Ég leit í kring um nig
og síðan á Roy.
„Hentugur staður," sagði
hann. „Ágætt að koma hér við,
þegar smáhlé verður í önnum
dagsins. Ágætur matur hérna
lika. Ameríkanar eru stórhrifn-
ir af honum. Og hér er hægt að
gista.“
„Með dúfurn?"
„Nei. En það er hægt
að bregða staðnum fyrir sig.
Auðvitað var ég í klúbbnum,
elskan. Sofnaði í sjónvarpsher-
berginu. Dyraverðinum er far-
ið að förlast. Ég verð að minnast
á það við stjórnina. Þú skilur."
„Vel á minnzt, hvar varstu þá
opinberlega í nótt?“
„Hér. Snæddi hóflegan kvöld-
verð og fór snemma að sofa. Eng
inn spurði um mig hér. Ég er
búinn að aðgæta það.“
„Þá ertu öruggur. Heyrðu, nú
veit ég hvar þú flokkar tvítuga
eða 17 ára stúiku. En ef hún er
28 ára. Er hún þá of . ..“
„Við skulum biða með að ræða
það, þangað til kampavínið er
komið."
Við settumst í bás sem þak-
inn var innan eintökum af
Punch og Hver er maðurinn?
Kampavínið kom og Roy tók tii
máls:
„Raunar er um tvö atriði að
ræða. Hvaða stúlka sem er, alit
að 45 ára aldri, getur verið
meira æsandi en eigintoonan.
Etotoi endilega betri, en ...“
„Ég skU það. En hitt?“
„Það er bara löngunin til að
stíga út úr ramma viður-
kenndra siðvenja og eiginkon-
an getur ektoi fylgt manni eftir
þar. Það er ekki framkvæman-
legt. Tónninn er annar. Elskan,
það er komið bréf frá Toolbox-
es. Þau eru að bjóða otokur að
tooma um páskana. Þú manst
hvað þér fannst gaman hjá þeim
síðast, þegar þú, ja, hvað stoal
segja, uh, pissaðir í regnvatns-
mælinn hjá þeim.' Á ég að þiggja
boðið? Og, æ, réttu mér töskuna
mína þarna á borðinu og viltu
hringja í oliukyndingamanninn
og segja honum til syndanna
eins og þú lofaðir? Noktouð sér-
stakt í póstinum þinum? Nei,
elskan, bara aðgöngumiðar á
Gargan-tónleikana og nokkrar
úridippur . . . Hvað skyldi hafa
orðið af Giibert? Hann er van-
ur að vera stundvís. Ég vona,
að ekkert sé að hieima."
„Gæti það verið?“
„Það gæti aldtaf verið.“ Hann
hafði varla sleppt orðinu þegar
Gilbert birtist. Ég hafði ekki
veitt því athygli áður hvað
hann var grannur og mjúfcur í
hreyfingum. En hann var
áhyggjufuilur á svipinn og sneri
sér beint að Roy.
„Penny kom með mér."
„Hvað þá? Kvenfólki er ekki
hleypt inn hér fyrr en eftir kl.
firnm." Undrun hans var alveg
eins ósvikin og vandlætingin yf
ir þvi, að nökkrum skyldi detta
í hug að brjóta reglur kiúbbs-
ins. Svo var þó ektoi, því Penny
beið í bílnum, þar sem Gilbert
hafði skilið hann eftir á St. Jam-
es-torginu. Gilbert gerði sér far
um að láta í það skína, að það
væru þó engar gleðifréttir og
Roy dæsti við.
„Hvað á það nú að þýða?
Hvað vill hún?"
„Ef til vill ætiar hún bara að
fara í verzlanir og borða hádeg-
isverð einhvers staðar í miðborg
inni,“ sagði ég og fannst þetta
þó hláleg uppástunga.
„Syona, Gilbert. Út með það.
Hvað er hún að viija? Hvernig
hefur hún verið? Þú hlýtur að
hafa einhverja hugmynd um
það."
„Hún hefur ekki sagt orð.
Ætíi hún sé ekki með eitthvert
skuggalegt ráðabrugg eins og
venjulega."
„Það væri henni lákt.“
„Hvað getur hún svo sem gert,
sitjandi inni í bíl,“ sagði ég. „Að
vísu gæti hún klippt göt
á áklæðið með naglaskærum
hafi hún þau meðferðis."
Gilbert virti mig ektoi svars.
„Ætli hún gruni þig ekki um að
ætlast eitthvað fyrir, sem hún
gæti hindrað með nærveru sinni
eða hótun um nærveru sína.“
„Já, ætli það ekki. Það er eft-
ir henni.“
„Til dæmis að jafna um mig í
Sjónvarpsherberginu.“
„Slepptu bröndurunum í bili,
Douglas". Roy brá sér frá til að
taia við þjóninn.
„Ungfrú Vandervane stendur
gersamlega á sama um þig og
allt sem þér viðvíkur," sagði
Gilbert.
„Já, ég þykist vita það."
„Þetta er einmitt rétta umhverf
ið fyrir yfirstéttarsnáp eins
og þig."
„Já og fyrir Roy. Þetta er
hans kiúbbur."
„Þú ert öfuguggi í andstöðu
við eðlilega rás lífsins."
„O, þegiðu."
„Svona, rólegur, Duggers,"
sagði Roy. „Við verðium að ræða
hvað bezt sé að gera.“
„Það gerið þið,“ sagði ég. „Éig
verð að fara."
„Þú átt fcuttugu mínútur eftir.
Bíddu augnablik og svo keyr-
um við þig á útvarpsstöðina.
Páðu þér meira kampavín."
„Jæja, þá. Þakka þér fyrir.“
„Við verðum samferða, og svo
förum við Gilbert með hana á
Savoy. Hún sagði einhvern tima,
að henni þætti gaman að koma
þangað. Það er ágæt hugmynd."
„Hvað er þetta hús gamalt,"
spurði Gilbert eins og áhugamað
ur um fornfræði.
Roy sagði honum það og
fleira. Komið var með
kampavínsglas handa Giltoert og
viskísjúss handa Roy. Þeir
drukku og ég lét hugann
hvarfla til Pennyar og hvort ég
yrði ekki of seinn í upptökuna
hjá B.B.C. Við yfirgáfum klúbb
inn og stikuðum stórum eftir
King-strseti og upp Regent-
stræti.
„Hvað ætlast þú fyrir í dag,
Roy?“ spurði ég á göngunni.
„Eitt og annað. Þarf að hitta
ýmsa. Eitt er mér þó til'Mökfc-
unarefni, og það er að tilkynna
einum skarfinum, að ég
taki ekki að mér að stjórna
„Harold á Italíu" fyrir hann."
„Fiðlueinleikurinn er auðvit-
að of . . .“
„Nei, ekki þess vegna. Það er
út af Byron."
„Hvað kemur það honum við? ‘
„Duggers, vetitoið er efit'ilr
Hector Berlioz, samið um 1869,
eins og við vifcum báðir og byggt
á . . .“
„Já, ég stoil.“
„Það er eins og þurfi að gefa
þér aldt inn i teskeiðum þessa
dagana."
„Hvað kemur Byron því við?“
„Hann er talinn þjóðhetja I
Grikklandi. Þeir eru alltaf að
staglast á þvi.“
„Og þess vegna neitum við að
flytja tónverk eftir Frakka, sem
byggt er á ljóði eftir Englend-
ing, sem dó fyrir 150 árum, ef
vera kynni að einhver færi að
hugsa hiýlega til núverandi
stjórnar í Gritoíklanidi. Já, ég
skil.“
„Menn eiga ekki að gleyma
því. Þeir eiga ekki að komast
upp með það.“
„Ég er hissa á því, að þú
skyldir fallast á að leika K 481
um daginn. Var Hitller ektoi
Austurrikismaður."
„Það er úrelt mál núna. Hug-
myndin of langsótt."
„Of hvað?"
„Of langt sótt," sagði Roy og
hækkaði róminn. „Það gildir allt
annað um Mozart. Hann
var etotoi þjóðemisiegur."
Gilbert hafði híustað á sam-
talið með vaxandi óiþolinmæði i
minn garð og aðdáun á umburð
arlyndi Roys við mig. Hann sló
botninn í umræðurnar með orð-
unum: „Nei, það var hann sko
ektoi."
Bíliinn stóð á torginu, stærri
og glæsilegri en alflir aðrir bíl-
ar, sem þar stóðu. Etoki beint
viðeigamli stöðutákn fyrir
mann sem vildi vera, hugsaði ég
illkvitlnislega, en fannst þó
undir niðri, að svona bíll væri
óaðskiljanlegur hluti af per-
sónuleika Roys, en ekki eign
hans. Eða ef til vill hafði hann
Gamla krónan
í fullu verðgildi
BÓKA-
MARKADURINN
SILLA OG VALDA-
HÚSINU Alfheimum
a
velvakandi
0 Hver er listamaður?
Þannig spyr Unnur Bene-
diktsdóttir í Auðsholtshjáleigu
og skrifar síðan:
„Ómissandi Velvakandi!
Jæja, þá höfum við, íslenzkir
skattgreiðendur, fengið að
heyra og sjá, hversu þakklátir
listamennimir okkar eru fyrir
þessi listamannalaun. Fé handa
þessu fólki er tekið af öllu vinn-
andi fólki. hvort sem því líkar
betur eða verr. Hverjir þökk-
uðu fyrir sig að gömlum og
góðum íslenzkum sið, í þessum
„mammonsþætti" sjónvarps-
ins? Það voru, að ég held, ein-
göngu rithöfundar, þessir fáu,
sem það gerðu.
Ég hef velt því töluvert fyr-
ir mér, við hvaða lífskjör þessir
listamenn, sem í sjónvarpssal
voru, hafi alizt upp. Það skyldi
þó aldrei vera, að þeir, sem
þökkuðu fyrir sig, hafi alizt
upp við nægjusemi og þurft að
brjótast áfram á sinni lífsbraut
af eigin rammledk, en hinir
kröfuharðari og heimtufrekari
hafi alizt upp við óhóf og
heimtufrekju? Er íslenzka
þjóðin orðin svo háþróuð, að
einstakling muni ekkert um 45
þús. kr„ að ég tali ekki um 90
þús. kr„ sem eru lagðar í lófa
hans? Hvers vegna er verið að
troða peningum upp á svona
fólk? Hvers vegna er verið að
verðlauna svona fólk? Hvað er
list? Hverjir eru listamenn?
Rithöfundur, sem nær sér i
létta vinnu, eingöngu vegna
launanna, en notar svo nær all-
ar sinar frístimdir til ritstarfa,
er hann listamaður? Leikari,
sem túlkar hlutverk afbragðs
vel, sem sagt vinnur sitt verk
af dugnaði og leggur sig allan
fram í sdnu starfi; er hann
listamaður? Hvað þá með skip-
stjórann, sem ár eftir ár er afla-
hæstur, flytur þjóð okkar
ógrynni af þessum ómissandi
gjaldeyri, með þvi að leggja sig
allan fram í sínu starfi? Hef-
ur hann ekki eitthvað fram yf-
ir aðra? Er hann listamaður?
Málarinn, sem eingöngu fæst
við að teikna og mála myndir,
en gengur illa að selja verk sín,
og lifir þar af leiðandi sultar-
lífi. Er hann listamaður? Svona
mætti lengi spyrja.
í þessum sjónvarpsþætti, er
ég nefndi í upphafi, kom fram
athyglisverð tillaga, sem var í
þvi fólgin, að ríkið hætti að
skammta ákveðnum fjölda
laun, en með fjárframlögum
væri Bandalagi listamanna gert
kleift að koma list sinni til
fólksins í landinu öllu, og hinn
almenni skattgreiðandi ætti
þannig að taka sæti í úthlutun-
arnefndinni vinsælu, með þvi
að kaupa verk listamannanna
eftir sinni fjárhagsgetu og sín-
um smekk. Þá kemur eitt
vandamálið enn. Hvernig kem-
ur þessi sundurleiti hópur sér
saman um slíkt, þessi hópur,
sem kallar sig listamenn? Eig-
um við ekki bara að veita eins
og 15 af þeim, sem eru að kom-
ast á 67 ára aldurinn allgóð elli-
laun, undir þessu heiti lista-
mannalaun, svo að þeir geti þó
Mfað mannsæmandi lifi sína
siðustu daga eða ár, og látið
hina vera ýmist gula eða græna
af öfund, það virðist hvort sem
er vera þeirra iðja!!
Ölfusi, 1. marz 1972.
Skattgreiðandi 8998-0828.“
£ Um lækna og sjúklinga
Gyðriður Þorsteinsdóttir
skrifar:
„Nú, þegar rætt er um það
og ritað að rannsaka þurfi
lyfjagjafir lækna varðandi ým-
iss konar fíknilyf, vakna hjá
mér ýmsar spurningar varð-
andi þá stétt. Fyrst og fremst
sú, hvort það sé forsvaranlegt,
að stétt ihnan þjóðfélagsins
geti orðið svo félagslega sterk,
að hinn almenni borgari geti
ekki leitað réttar sins gagnvart
henni. Ég tel samtök lækna svo
sterk, að fólki, aimennt séð, sé
ómögulegt að ná rétti sínum
gagnvart þeim, þótt um afgiöp
af þeirra hálfu sé að ræða, þar
sem læknir vitnar ekki gegn
lækni, og hjúkrunarkonur vitna
ekki gegn læknum, en sjúkling-
urinn er einn. Reyndar veit ég,
að í stærri sjúkrahúsum er
læknaþjónustan nokkurs konar
hópvinna, sem myndar nægi-
legt aðhald, en það hafa verið
og eru til sjúkrahús, þar sem
einn læknir er allsráðandi.
Einnig finnst mér timabært
að minnast á veikindavottorð,
sem læknar gefa. Hafa þeir
heimild til þess að gefa veik-
indavottorð án þess að líta á
sjúklinginn? Það er hægt að
nefna dæmi um vottorð, sem
kom á vinnustað fyrir starfs-
mann, sem var veðurtepptur í
fjarlægum landshluta.
Enn eitt: Geta læknar verið
heimilislæknar hjá því fólki,
sem þeir telja sig ekki mega
stunda á einn eða neinn hátt?
Gaimlmenni á minum vegum
dvaldist á ediheimili árum sam-
an. Það, sem hann bað mig
lengstra orða, var að koma sér
í sjúkrahús, ef hann yrði ósjálf-
bjarga, en láta sig ekki deyja í
sjúkradeild viðkomandi stofn-
unar. Nú veildst hann hættu-
lega og er fluttur í sjúkradeild.
Ég hringi þegar í heimlJMækni
hans og bið hann að sækja um
sjúkrahúsvist. Hann neitar þvi,
telur það ekki í sínum verka-
hring. Ég bað hann þá að iita
inn til gamla mannsins, svo að
hann yrði rólegri. Hann neitar
þvi einnig, telur sig ekki hafa
neina heimild tii þess, þar sem
gamli maðurinn sé innan
veggja þessarar stofnunar. Nú
spyr ég, fyrir hvað hefur þessi
læknir tekið gjald frá sjúkra-
samlagi í öll þau ár, sem um-
rætt gamalmenni hefur dvalizt
á elliheimili og aldrei vitjað
hans? Er þessu gamla fólki
gert það ljóst, þegar það fiyzt
á þessar stofnanir, að það geti
ekki vænzt neinnar læknisþjón-
ustu utan þeirra?
Hálf huseign — Laugarás
Til sölu er íbúð 180 ferm. við Laugarás.
íbúðin er 3 stofur, húsbóndaherb. 3 svefn-
herb., eldhús og bað, auk 90 ferm. í kjallara.
Skipti á 4ra — 5 herb. íbúð, helzt í háhýsi
kernur til greina.
INGÓLFSSTRÆTI
GEGNT
GAMLA BÍÓI
SÍMI 12180.
HEIMASÍMAR
GÍSLI ÓLAFSS. 83974.
ARNAR SIGURÐSS. 36849.
ÍBÚÐA-
SALAN
Gyða.“