Morgunblaðið - 30.03.1972, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FJMMTUDAGUR 30. MARZ 1972
1 heimsókn á eyju
sem ekki er lengur til
1 13000 feta hæð. Fremst er Guðjón frá Þjóðviljannm, þá Árni frá tjtvarpinu, John Shinðl-
er, Elín og hrúgaldið i horninn niun vera Jón Hákon. Efst til hægri má greina bifurnar á
Jóni Birgi, í nokknrs konar hengikoju. (Ejósm. Óli Tynes).
Drunumar í hrey flum görnlu
DC-3 vélarinnar voru mjög
svæfandi eítir nokkurra
klukkustunda flug, og flestir
farþeganna höfðu hreiðrað um
sig í fallhlifum og öðrum neyð
arútbúnaði, sem lá dreifður um
gólfið. Árni Gunnarsson, frá Ut
varpinu, lá ofan á jöklatjaidi,
með eina fallhlíf undir hausn-
um og aðra undir löppunum og
saklaust svefnbros á andlitinu.
Jón Hákon (þá á Tímanum)
kúrði sig ofan í björgunarvesti,
Guðjón Sveinbjöms, frá Þjóð-
viljanum, sat I hnipri uppi við
vegg og út úr koju, sem hengd
va.r upp í loftið, stóðu langar
bífur Jóns Birgis frá Vísi.
Sjálfur hafði ég hreiðrað um
mig á þrem eða fjórum Parka-
úlpum og horfði geispandi á
Elínu Pálma, frá Morgunblað-
inu, og John Schindler, frá Al-
aska, bera saman bækur sín-
ar um jökla og eldgos.
Þetta var fyrsta april 1965,
og ég var þá blaðamaður við
Alþýðublaðið. Við vorum á leið
inni út á eyju sem ekki er
iengur til, en sem þá var um
400 kílómetra norður af Is-
landi. Eyjan hét ART.IS II, og
hún var úr ís, ARLIS var
skammstöfun á „Arctic Rese-
areh Laboratory Ice Station
n“. Á henni hafði hópur
bandarískra visindamanna rek
ir rannsóknastöð síðan 1961,
en jafnvel að henni slepptri
var ARLIS anzi merkilegur ís-
moli. Ekki var gerla vitað um
aidurinn, en talið að hann hafi
verið nokkuð hár, og að ARL
IS hafi komið við sögu í hein>
skautaferðum, áður en Banda-
ríkjamenn námu þar land.
Árið 1908 skýrði dr. Freder-
ik Cook frá því að hann hefði
farið yfir sérkennilegan ísjaka
á ferð sinni um íshafið og er
tMið að það hafi verið ARLIS.
Peary hefur líklega einnig séð
hana á sleðaferð sinni að norð-
urskautinu 1909, en þá minnt-
ist hann á fljótandi ísey, sem
honum fannst sérkennileg. Dul
arfull eyja, sem nefnd var
„Arakapuk", hvarf frá strönd A1
aska árið 1931 og duiarfull eyja
sást 12 mílur' undan strönd Ell
etf Ringe-eyjar árið 1959. Á báð-
um stöðunum var ARLIS II á
ferðinni.
Gengið niður
í húsin
Það voru 14 myndarleg hús á
ARLIS, esn ekki var þó
hægt að segja að það væri
reisuleg byggð, því þau voru
ÖM á kafi í snjó, og það varð
að ganga niður i þau eftir snjó-
göngum. Flugvöllurinn var
hins vegar sléttur og góður og
við hoppuðum hress út úr vél-
inni.
„Há dú jú dú“ sagði ég við
skeggjaðan náunga sem beið
okkar úti, og réfcti honum hönd-
ina. Hann tók að vísu í hönd-
ina á mér, en starði fjarræn-
um augum aftur fyrir mig.
„My God,“ muldraði hann.
„A woman, a real life woman."
Ég leit við og sá að Ella hafði
hoppað út úr vélinni og horfði
brosieit en spyrjandi á hóp
skeggjaðra náunga sem störðu
á hana eins og strúkar á sieiki
brjóstsykur. Ég mundi þá eftir
því að hún var íyrsta konan
sem steig fæti á ARLIS, og
jafnframt fyrsta konan sem
þeir höfðu séð í sjö mánuði.
„Oh boy,“ tuldraði Ámi
Gunnarsson. „Hver heldur þú
að fái beztu fréttimar héðan?“
Við litum í kring um okkur
með nokkurri forvitni, skimuð
um eftir ísbjömum og álíka
merkilegum fyrirbærum, en sá-
um lítið annað en snjó. ARLIS
var að vísu ekki nema tæpir 7
kílómetrar að lengd og 2 á
breidd, en hún var nokkuð mis
hæðótt og hafði að auki safnað
utan á sig heilum breiðum af
rekís. Við gengum niður í Hót-
el Arlis Hilton, og þótt húsa-
kynni hafi ekki verið jafn
iburðarmikil og i öðrum Hilton
hótelum, voru þau hlýleg og
betri steikur hefur örugglega
ekki verið hægt að fá norðan
Alpafjalla.
A5 sitja kyrr
á sama stað
Upphaflega ætluðum við að
eins að standa við i 1—2 tima á
íseynni, og að hádegisveröi lokn
um, gerðum við því harða hrið
að vísindamönnunum, til að fá
upplýsingar um rannsóknir
þeirra. Ég man nú ekki mikið
um það atriði lengur, enda
voru þær margvislegar en ég
man þó að þeir unnu að rann-
sóknum á hljómburði neðan-
sjávar, líffræði, haffræði, jarð
fræðisögu :eyjarinnar, jarð-
skjálftafræði og veðurfræði.
Þá voru einnig gerðar segul-
mælingar.
ARLIS rak eina tíu kiló-
metna á sólarhring, og þeir
höfðu borað fjöldann allan af
holum, aiit niður í sjó. Þaðan
náðu þeir í sýnishom af sjón-
um og fleiru sem þá vanhaðaðd
um, þófct sumt kæmi þeim
mjög á óvart. Eitt sinn er, einn
þeirra var að stússa við hljóð
námstæki sem komið var fyrir
við eina holuna, heyrði hann
busl rnikið fyrir aftan sig.
Hann leit undrandi við, og
hortfðisf í augu við bráðfalleg-
an sel sem hafði farið í könn-
unarieiðangur upp holuna. Brá
þeim báðum mjög, en selurinn
náði sér fljótlega og hvarf í
djúpið með miklurn bægsla-
gangi.
Aðrar kvikar verur sáust
sjaldan þarna, nema hvað bjarn
dýr höfðu nokkuð otft komið í
heimsókn.
Björninn vildi
komast í fædi
Carl Johnston var kokkur
eyjarinnar, og hann var slíkur
sniUingur við mafcreiðslu að
hvorki menn né dýr fengu stað
izt kræsimgar hans.
Johnston svaf einn í eldunar
skálanum, og nótt eina að sum
arlagi vaknaði hann við að ís-
kalt var orðið í herberginu._
Hann stökk fram úr, kveikti
Ijós og sá að einn gluggirm
var brotimn. Hann tróð tusku
upp í gatiö, stökk upp í hlýtt
bólið og hélt áíram að sofa.
Hann hafði þó varla fest
blund þegar ískaldur næðing-,
ur lék um hann á nýjan leik.
Johnston stökk bölvandi fram-
úr og tróð stærri tusku í gat-
ið ern allt fór á sömu leið, hún
hvarf lika.
Johnston rak þá nefið út til
að sjá hvað væri eiginlega á
seyði, og horfði beint upp í
blóðrautt bjarndýrsgin. Fyrstu
viðbrögð hans voru að geys
ast upp í rúm aftur, og draga
upp fyrir haus. Hann komst
þó brátt að þeirri niðurstöðu
að það dygði skammt, þar sem
bamgsi hafði fundið steikarlykt
ina og var staðráðinn í að ná
sér í bita.
Johnston þótti lildegt að
hamn yrði þá hafður í eftirrétt,
og var lítið hrifinn af þeim mat
seðli. Utandyra á ARLJS, var
alltatf töluvert frost en húsin
voru kappikynt. Ritfflannir
voru þvi ailtaf geymdir utan-
dyra tál að þeir döggvuðust ekki
og ryðguðu við hitabreytingu.
Johnston sat því þama einn og
byssulaus, og bjöminn vann öt
ullega að því að stækka gatið
svo mikið að hann kæmist inn.
Johnston tók þá að hrópa
sem ákafast á hjálp, og bangsi
tók undir með ömurlegu gauli,
sem var honum lítt til huggun
ar, en eldunarskálinn stóð af
skekkt og enginn heyrði til
þeirra. Það vildi kokknum til
happs, að Clarence Nolan, sem
sá um daglegan rekstur stöðv
arinnar, þurfti að hlýða kaili
náttúrunnar, og sem hann stóð
fyrir utan svefnhús sitt og
gerði það, heyrði harnn einhver
læti við eldunarskálann. Hann
fór til að kanna hvað um væri
að vera, og rakst á björninin.
Bangsa hefur liklega þótt að
þessi steik yrði auðveldari við-
uxeignar en þær innilokuðu,
svo hann brá við hart. Nolan
hafði ekki tekið með sér byssu,
svo hamn brá við enm harðar
og geystist atf stað yfir hjam-
ið, meðan hann reyndi að muna
hvar í fjáranum hann hafði
stumgið rifflinum sínum. Hófst
þama æðisgenginn eltinpaleik-
ur milli húsanna, þar til Noi-
an gat loks þrifið upp riffil
sinn á hlaupunum, en þá voru
dagar bangsa líka taldir.
Blaðamenn á
bjarndýra-
veiðum
Það var rétt búið að segja
okkur þessa sögu, þegar okkur
var tiJkymnt að það væri ólemd
andi Keflavik vegna þoku, og
því yrðum við að dvelja nætur
langt á íseynni. Þessum tiðind
um var tekið með mikium fögn
uði, og auðvitað var ákveðið að
nota tímann til að leggja nokk-
ur bjarndýr að velli.
Við femgum lánaðan riffilinn
góða hjá Clarence Noian,
þykkar Parka-úlpur og heim-
skautastígvél hjá hinum og
þessum, og svo héldum við út
á isauðnina, fjórir djarfir veiði
menn: Árni, Jón Birgir, Jón Há
kon og yðar einlægur. Þóttumst
við vígalegir mjög og ræddum
um það okkar i miHi, hvort við
ættum að festa feldina upp á
vegg, eða leggja þá á gólfið fyr
ir framan arininn.
Eftir því sem fjær dró hús-
unum, urðu þó samræðumar
minni og gaingurinn hægari,
þar til við loks tifuðum stein-
þegjandi áfram, fet fyrir fet.
Þegar svo Árni loks ræskti sdg,
hátt og hressilega, lá við að ég
skyti hann á staðnum og hinir
viðurkenndu síðar að hjörtu
þeirra hefðu sileppt úr mörg-
um slögum, enda voru húsin þá
aðeins sýniieg i fjarska.
Við stóðum þarna góða stund
meðan við hjálpuðumst að við
að finna ástæður til að fara
ekki lengra og urðum sam-
mála um að þar sem heims-
skautanóttin féHi svo skyndi-
lega á, og við höfðum ekki at
hugað að taka með okkur átta-
vita, væri það hreinasta fífl-
dirfska að flandra eitthvað út
í buskann. Satt að segja þorð
um við ekki einu sinni að
skjóta i mark þarna, af ótta
við að eitfchvert bjarndýr
heyrði skotin og kæmi að at-
huga hvað væri á seyði. Við
héldum því heimleiðis og geng
um sýnu hraðar en áður.
Við komum þó mjög hnar-
reistir úr þessari veiðiferð.
Engan drápum við björninn,
en hins vegar rákumst við á
fullt af niðursuðudósum sem
við skutum í tsetlur, með þeirri
köldu rósemi sem miklum veiði
görpum einum er getfin.
Heimleiðis
í>að var með töluverðum
söknuði, sem við kvöddum AR
LIS II, daginn eftir, þvi við
hetfðum gjaman viljað gista
þessa ævintýraeyju nokkra
daga í viðbót. Aí ARLIS II er
það að segja að í maímánuði
var hún komin það sunnarlega
að hún var farin að gliðna i
sundur, og var þá ísbrjótur
sendur eftir ibúunum. Ein-
hverjir tframtakssamir Islend-
ingar voru að hugsa um að
gera út bát til að sækja ýmis
tæki og vélar sem skiija varð
eftir, en af því varð ekki. Ár-
mann Kr. Einarsson, rithöfund
ur, sannaði hins vegar ylir-
burðx andans yfir etfninu,
þvi hans hugur lék um ARLIS
eftir að hún hafði verið yfirgeí
in og árangurinn varð hressi-
leg bók fyrir drerngi á öilum
aldri.
— Óli Tynes.
Johnston að störtfum í eldhúsinti á Hótel Arlis HiJton.
Gengið út að farkostinum.