Morgunblaðið - 30.03.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBL.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1972 TÍMALENGD DÁNARBÆTIB ÖKOHKUBÆTUK DAGPENINGAB A VIKIT IÐGJALD 14 dagar 500.0««.— 2.500.— 271.— 17 dagar 500.000.— 2.500.— 293.— 1 mánuður 500.000.— 2.500.— 399 — SJÚVÁTRYGGINGARFÉLAG fSLANDS H INGÓLFSSTRÆTI 5 REYKJAVÍK UMBOÐSMENN UM LAND ALLT SÍMI 11700 Feröa slysatrygging Sjóvá Hvort sem þér farið langt eða skammt — og hvert sem þér farið, til Spánar eða Sigluf jarðar, Bandaríkjanna eða Bíldudals, þá er ferðaslysatrygging SJÓVÁ nauðsyn. Ferðasiysatrygging SJÓVÁ greiðir haetur við dauða af slysförum, vegna varanlegrar örorku og vikulegar baetur, þegar hinn tryggði verður óvinnufær vegna slyss. Ennfremur er hægt að fá viðbótartryggingu, svo að sjúkrakostnaður vegna veikinda eða slysa, sem sjúkrasamlag greiðir EKKI, er innifalin í tryggingunni. Ferðaslysatrygging SJÓVÁ er nauðsynleg, ódýr og sjálfsögð öryggisráðstöfun allra ferðamanna. Ferðaslysatrygging SJÓVÁ er tryggur förunautur. Dæmi um iðgjöld af ferðaslysatryggingum SJÓVÁ: (Söluskattur og stimpilgjöld innifalin). 23 ♦ SÍBS Endurnýjun Dregið verðnr miðvikadaginn 5. apríl PÁSKA- Hið vinsæla, ítalska par Sophia Loren og Marcello Mastroianni („Sunflower") — Grátklökk ástarsaga mun skreyta sýningar- tjald Hafnarbíós eftir páskana. Þa r mun vera á boðstólum ein nýjasta mynd hinnar öldnu kempu Vittorio De Sioa, með Sophiu Loren og Marcello Mastro ianni i aðalhlutverkum. Eins fer hin þekkta, rússneska leikkona Ludmila Savelyeva með stórt hlutverk, em myndin er tekin að nokkru leyti í hennar heimalandi. Er myndin hin fyrsta sem tekin er austan járntjaldsins af vest- rænum framleiðendum. í stuttu máli er söguþráðurinn þessi: Sophia og Marcello eru ný gift er síðari heimsstyrjöldin skellur á. Er hann sendur á vig stöðvamar í Rússlandi, er þar bjargað af rússneskri stúlku, sem finnur hann nær dauða en lífi i hörku rússneska vetrarins. — Stríðinu er þá að ljúka, og snýr hann ekki til baka til Ítalíu, en hefur búskap með þeirri rússn- esku. En Sophia bíður og von- ar að sinn útvaldi komi aftur, og þrátt fyrir að sú von dvíni með árunum, telur hún sig fullvissa um að bann sé á lifi og heldur til Rússlands að leita hans . . . „Hinn brákaði reyr“ — („The Raging Moon“) Hér er okkur boðið upp á mjög nýlega mynd, sem gerð er af Bretanum Bryan Forbes, með eig inkonu hans, Nannette Newman, sem nú nýlega var tilnefnd fyrir brezku Osvarsverðlaunin fyrir leik sinn í þessari mynd i aðal- hlutverki, ásamt Malcolm Mc Dowell. Við minnumst hans úr „If“ og nýverið gat hann sér mik inn orðstír fyrir frammistöðu sína í nýjasta meistaraverki Kubricks, „A Clockwork Or- ange“. „Hinn brákaði reyr“ gerist á hæli fyrir lömunarsjúklinga, og eru þau Malcolm og Nannette þar bæði dvalargestir. Takast með þeim ástir og eiga þau marga sæludaga, en þau eru bæði brákaður reyr sem nfá við litlu. Þegar Nanette kvefast, hef ur hún ekki nægan viðnámsþrótt og dregur það hana til dauða. Öll sund virðast lokuð fyrir Mai colm, en hann viíll þó ekki gef- ast upp . . . Clint Eastwood og Shirley Mc Laine í „Systir Sara og asnarnir“ („Two Mules For Sister Sara“) Það er ágætis tilbreyting í því að vera boðið hér upp á hressilegan vestra, með kóngin- um sjálfum, Clint Eastwood og Shirley McLaine í aðalhlutverk- um. Leikstjóri er Don Siegel. Clint leikur, líkt og fyrri dag- inn glæframenni sem kann að fara með byssu. Er hamn að leita sér fjár og frama i Mexikó, þeg- ar hann riður fram á nunnu, (S. McLaine), sem á i vök að verj- ast gegn þremur illmennum. — Bjargar hann sóma hennar og tekst með þeim vinskapur. Þeg- ar á líður, kemur í ljós að „nunn an“ er ekki öll þar sem hún er séð, og reynist hún Clint góður félagi og vopnabróðir og tekur drjúgan þátt í glæfraspilum hans . . . Morðingjarnir tveir i „Með köldu blóði“ Með köldu blóði („In Cold Blood“) — Það eru sjálfsagt margir örðnir langeygð KVIKMYNDA-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.