Morgunblaðið - 30.03.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 30. MARZ 1972 17 Föstudag:ur 7. april — Adam Strange og llam Gyut honum í sýningu á Broadway, verður að hætta. Hann velur sér nú nýjan dansfélaga, og lýsir því jafnframt yfir, að ekki þurfi að vanda valið, því sér sé fært að þjálfa einhverja venjulega stúlku og jafnvel gera úr henni „stjörnu". 22.05 Á liálum ís Sovézk teiknimynd. 22.25 Jesúbyltingin 1 þætti þessum verða tekin til með ferðar trúarviðhorf ungs fólks, og flutt atriði úr poppóperunni „Jesus Christ Superstar14. Þeir, sem koma fram eru: Kór Verzlunarskóla íslands, nokkr ir hljóðfæraleikarar undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar, hópur ungmenna og herra Sigurbjörn Einarsson biskup. Umsjónarmaður Ólafur Ragnar Grímsson. 23.25 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 2. aprll — Páskadagur 17.00 Hátíðarguðsþjónusta Sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslubisk- up, prédikar í sjónvarpssal. Kirkjukór Akureyrar syngur. Organisti Jakob Tryggvason. 18.00 Stundin okkar Sýnt veröur leikritið Vala vekjara klukka eftir Amund Schröder í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir. Einnig dansa börn úr Ballettskóla Eddu Scheving og fóstrunemar skemmta með leik og söng. Kynnir Ásta Ragnarsdóttir. Umsjón Kristín Ólafsdóttir. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður 20.25 Páll ísólfsson, tónskáld Kvikmynd um ævi og störf tón- skáldsins og organistans Páls ís- ólfssonar, gerð af Oslvaldi Knud- sen. Tal og texti ar. Kristján Eldjárn. Tónlist Páll Isólfsson. 20.45 Næturbjallan (II Campanello) Ópera eftir Gaetano Donizetti, sviðsett af danska sjónvarpinu og sungin á dönsku. Þýðandi óskar Ingimarsson. Leikstjóri Holger Boland. Aðalhlutverk Ruth Guldbæk, Lili- an Weber-Hansen, Gert Bastien, Claus Lembek og Kristen Blanke. (Nordvision — Danska sjónvarp- ið). 21.40 Á Myrkárbökkum (The Ugriam River) Sovézkur framhaldsmyndaflokkur byggður á skáldsögu eftir Vjache- slav Shiskov 2. þáttur. Þýðandi Reynir Bjarnason. Eíni 1. þáttar: Fyrsti þáttur hófst með dauða ræningjans Daníel Gromovs. Sonur hans, Pjotr, tekur að ávaxta hinn illa fengna auð i verzlunarrekstri og sendir son sinn, Prokor, í hættu lega könnunarferð á fjariægar slóðir í Síberíu, niður Myrká á fljótabáti, til þess að kynnast háttum verzlunarmanna þar. á leið sinni kemst Prokor í kynni við Grúzdev kaupmann, sem ráð- leggur honum að fara til borgar- innar Kræsk að hitta Kúpríanov kaupmann og Nínu, dóttur hans. Leiðsögumaður Prokors segir hon- um frá kvendraug, sem valdið hafi dauða nokkurra manna á þessum slóðum, og allir óttist. t»eir fara að skoða sögustaðina og hlaupa skelkaðir á brott, er þeir hafa séð ummerki eftir draugmn. En Heima heldur Pjotr Gromov veizlu, og i henni miðri birtist ung ekkja, Antlsa Kozireva. Pjotr dyl- ur ekki hrifningu sina og býður henn-i með sér i ökuferö. 22.20 Drottni til dýrðar Kvikmynd frá B.B.C. um liknar- starf júgóslavneskra nunna í fá- tækrahverfum Kaikútta undir stjórn abbadísarinnar, móður Theresu. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 23.10 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 3. apríl — Annar páskadagur 18.00 Endurtekið efni Brynjólfur Jóliannesson, lcikari I dagskrá þessari, sem áður var flutt 12. september 1971, er rætt við hinn góðkunna leikara Brynj- ólf Jóhannesson, en hann hafði þá nýlega átt 55 ára leikafmæli. Einn- ig er brugðið upp myndum af nokkrum hinna margvíslegu verk efna, sem hann hefur fengi/.t við á leiklistarferli sínum. Umsjónarmaður Andrés Indriða- son. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og augiýsiugar. 20.30 A la Espanola Skemmtidagskrá frá spánska s.ión varpinu með dansi og söng. Með- al annarra koma þar fram Lola Flores, Antonio Gonzalez Dolores Vargas, Pete Castellon og Rosa Morena. Þýðandi Sonja Diego. 21.25 Hve glöð er vor æska Brezkur gamanmyndaflokkur. 7. þáttur. Sfðasti kennsludagur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.05 Ra 1 Mynd frá sænska sjónvarpinu um fyrri tilraun norska landkönnuöar ins, Thor Heyerdahl, til að sigla papyrusbáti yfir Atlantshaf. Greint er frá tilefni hugmyjndarinn . ar, tildrögum ferðarinnar og und- irbúningi og loks frá sjálfri sigl- ingunni. Þýðandi Jón O. Edwald. Mynd um Atlantshafssiglingu Heyerdahls og félaga hans á Ra II. verður á dagskrá Sjónvarpsins á næstunni. 22.55 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 4. apríl 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Ashtou-fjölskyldan Brezkur framhaldsmyndaflokkur. 12. þáttur. Ekki verður feigum forðað Þýðandi Kristrún Þórðardóttif. Efni 11. þáttar: Robert Ashton, yngsti sonur Aslit- on-hjónanna, er heima i frii, en hann hefur að undanförnu verið 1 þjálfun á vegum flotans. Peter Collins gerir hosur sínar grænar fyrir Fredu, en árangurslau?** Prentsmiðjurekstur Sheftons geng ur ver en áður, og Edwin fær til- boð um atvinnu frá öðrum fyrir- tækjum, en tekur þeim ekki. Eng- ar fréttir berast um John. 21.20 Land ofar skýjum Mynd um dýralif og gróðurfar I háfjöllum Suður-Ameríku. Farið er um óbyggðir i Bolivíu, Perú og Chile, þar sem Andes-fjaligaiður- inn gnæfir við himin, en Jiæslu tindar Andesfjalla eru meira en 7000 metrar á hæð. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. Gleðilega páska — Gleðilega páska — Gleðilega páska — Gleðilega páska — Gleðilega páska — Gleðilega páska — Gleðilega páska — Gleðilega páska <8 (0 a j1 io Q> o o o v O 48 a O O 3 08 f iö © (D I HÁTÍÐARMATUR Á BORÐUM MÚLAKAFFI — einn eftirsóttasti matsölustaður Reykvikinga og fólks af landsbyggðinni sem gistir borgina — í leik og starfi Hjá okkur er opið bænadagana og páskahelgina frá kl. 9-21 daglega UR ELDHUSI EÐA GRILLI Hátíðarmatur um páskana Þið veljið sjálf fyrir börn — Nú Hálfur skammtur hvílir húsmóðirin sig frá matargerðinni og fjölskyldan borðar saman hjá okkur HALLARMÚLA SÍMI 37737 (8 cn o> <D (8 C0 © o _© O * <8 ö) _© 'Ö © O O (8 3 s © ö © o <8 -s O) _© 'ö _© O Gleðilega páska Gleðilega páska Gleðilega páska Gleðilega páska — Gleðilega páska Gleðilega páska — Gleðilega páska — Gleðilega páska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.