Morgunblaðið - 30.03.1972, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1972, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1972 3 Svona lyfta flutti okkur upp 28000 m sem komu héðan heiman frá Keflavíkurvelli, við tveiir ís- lendingar, nokkrir Sviar, Norð menn og fleiri, sem við náðum ekki að kymnast. Sumt af þessu fóliki varð ágætis vdnir otkkar og góðkunningjar og nutum við ferðairinnar ekki hvað sízt fyr- ir elskuleg kynni við þá. Það var orðið kvöldsett við Gardavatn, þegar við komum þangað. Bn okkur var ágæt- lega tekið á mjög góðu hóteli rétt fyrir utan smábæinn Garda. Don Petro-hótelið átti eftir að færa okkur þau ný- stárlegustu jól, sem við höfð- um enn upplifað. Eitt fannst okkur skritið, að enginn skyldi tala þar ens'ku, en hins vegar virtust flestir geta mælt á þýzka tungu. Allt bjargað- ist þetta. Við nutum vistarinn- ar, fengum frábæran viður- geming og aðhlynningu, bjugg um i luxus og lifistandi hinu bezta í mat og drykk og með- læti öllu. Strax daginn eftir var haldið á skíði. Ég verð að segja, að mér brá nokkuð þegar ég kom til hótelsins fyrsta kvöldið og sá hvergi snjókom. Hugsaði sem svo. Haminigjan sanna! Hér förum við ekki á skíði. En koma dagar, koma ráð. Næsta morgun slengdum við skíðunum á axlir okkar og héldum niður í bæ, nokkrir Ameríkanar, Sviar og við feðg- in. Við hefðum svo sem getað sparað okkur þennan gang, þvi af og til fór bíll frá hótelinu og niður í bæinn, niður að lyft- unni, sem lá upp á næsta fjall. Þar, við lyftuna, sem var feikna mikið mannvirki, kom ráðning gátunnar. Raunar voru lyft- urnar tvær og þær fluttu okk- ur í lokuðum húsum 2800 metra upp á fjallið. Þar upp eftir var nú farið dag eftir dag. Skíða- brekkur voru við allra hæfi. Og þarna vom þrjú hötel og matsölur. Og við gátum fengið þarna allt sem hugurinn gimt- ist og það sem mest var af, sól upp á hvern einasta dag. Bless uð sól og bjartur snjór var okkur veitt af allsnægtum þess ara ítölsku fjalla. Fegurðinni, þægindunum og ánægjunni af þessum ferðum gleymi ég aldrei. Allar heimsins jólagjaf- ir hefðu ekki getað bætt þetta upp meðan skammdegið grúfði yfir okkar elskaða landi norð- ur við heimskautsbaug. Ég vaknaði alltaf snemma og fékk mér þá langa göngutúra meðfram Gardavatninu, sem er mjög stórt. Á sumrin skaarta þar seglskútur og siglingar og vatnaiþróttir eru þar stundaðar af kappi. Garda er því gististað- ur ferðafólks allan ársins hring. Það er gaman að sitja á litlu trébryggjunum niðri í Garda. Ég man sérstaklega eft ir ednuim morgni þar niðri við vatnið. Næsta fáir eða engir voru komnir á fætur. Það var að birta yfir vatninu og fjalla- salnum i kringum það. Ég sat einn og dinglaði fótunum fram af bryggjunni, en við staurana gjálfraði meinlaus aldan. Kyrrðin var algjör, nema þetta litla gjálfur. Uppi við eina vill una, en þær eru fjölmargar við vatnið og í hlíðunum kringum það, heyrðist hundgá og síðan vaknaði staðu-rinn hægt og hægt. Og nú sá ég að ítaiir geta ekið eins og vitlausir menn, en þéir aka frábærlega vei, og þræða krókótta stigu fjalishiið anna af mikilli leikni. Þeir þeyta flautur farartækja sinna við hvert horn og svo hendast þeir áfram, án þess að hægja ferðina. Ég sá einn morguninn sendil koma á mikilli ferð á þrf hjóli, vélknúnu með vagni aft- an í. Skammt fyrir framan var alldjúp dæld í malbikaðan ve-ginn. Sýnilega var hér mal- bikað ofan á gamla veginn án nokkurra annarra breytinga. Ég hugsaði sem svo, er ég sá að sendiliinn hægði ekke-rt á sér, að sá fengi hnykkinn, er i dæíd ina kæmi. Ekki hægði hann vit und ferðina. En rétt þegar Framh. á bls. 23 LOFTLEIDIR ICELANOIC »vorið góða grænt og hlýtt...« er þegar komið suður í álfu. vorlækkun Loftleiða gildir frá l.apríl -15. maí FJORIR , >, FERÐAFELAGAR” KASSETTUTÆKI FRÁ PHILIPS 1. EL 3302 — rafhlöðu kassettu segulbandstæki. 2. N 2202 —„DE LUXE" rafhlöðu kassettu segulbandstæki. 3. N 2204 — rafhlöðu/220 v kassettu segulbandstæki, 4. N 2205 — . DE LUXE" rafhlöðu/220 v kassettu segulbandstæki. Auðvitað 4 gerðir, svo þér getið valið rétta ferða- félagann til að hafa með, hvert sem yður hentar. Lítið við hjá næsta umboðsmanni og veljið yður Philips kassettutæki. Það mun henta yður. — :™l! -I 'j iVl HEIMILISTÆKI SF. HAFNARSTRÆTI 3 - S(MI 20455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.