Morgunblaðið - 28.04.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.04.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRlL 1972 Qtgefandi h!f, Árvalkui', R'éyikúavfk Fna'mkvaemdas.tjóri Ha.raMur Sveínsison. •Riitstjórar M.attihlas Johannessen, Hyj'ólifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Rrtstj'ór.narfu'Htrúi Þiorbljöm Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóihannsson. Augliýsingas.tjðri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistræti 6, sfmi 1Ö-100. Augíýsingar Aðalstr'æti 6, símí 22-4-SO. Áskriftargjaid 225,00 kr á miánuði innanlands I laiusasöru 15,00 Ikr eintakið egar verðstöðvunin var til umræðu á Alþingi haust- ið 1970, héldu talsmenn kommúnista því hiklaust fram, að það hefði verið ástæðulaust og væri ástæðu- laust að leyfa verðhækkanir vegna kauphækkana, sem samið var um vorið 1970. Þá sögðu þeir, að atvinnuvegirn- ir gætu auðveldlega staðið undir þessum kjarabótum, sem launþegar hefðu átt heimtingu á og einfalt væri að banna allar verðhækkanir af völdum þessara launa- hækkana. En þegar Lúðvík Jósepsson, viðskiptaráðherra, neyddist til að gefa Alþingi skýringar á þeim verðhækkunum, sem dunið hafa yfir síðustu vikur, var komið annað hljóð í strokkinn. Hvað eftir annað sagði ráðherrann, að ástæðan fyrir verðhækkunum væri nýgerðir kjarasamningar eða lækkun niðurgreiðslna. Magn ús Jónsson, fyrrverandi fjár- málaráðherra, vakti athygli á þessu augljósa misræmi í málflutningi ráðherrans og flokksmanna hans þá og nú. Kjarni málsins er auðvitað sá, að kauphækkanirnar í desember sl. hafa að verulegu leyti farið út í verðlagið, alveg eins og óhjákvæmilega varð árið 1970. Og þess vegna varð Lúðvík Jósepsson hvað eftir annað að viðurkenna það, að verðhækkanir að und- anförnu stafi í fjölmörgum tilvikum af þeim kjarasamn- ingum, sem gerðir voru í desember. Þegar þetta er haft í huga er það næsta furðulegt, að talsmenn ríkisstjórnarinnar skuli hvað eftir annað halda því fram, að þær verðhækk- anir, sem hafa verið að dynja yfir, séu arfur frá fyrrver- andi ríkisstjórn. í fyrsta lagi er það furðulegt vegna þess t.d., að Alþýðubandalags- menn, sem nú fara með yfir- stjórn verðlagsmála, töldu í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar enga þörf á því að leyfa verð- hækkanir, sem þá urðu, vegna kostnaðarhækkana hjá atvinnuvegunum, og er því undarlegt, að þeir skuli nú telja, að verðhækkanir hafi safnazt saman. En látum þetta sjónarmið vera. í öðru lagi er staðreyndin sú, að þær hækkanir, sem þurftu að koma fram við lok verðstöðv- unartímabilsins, voru ekkert í líkingu við það, sem al- menningur hefur orðið vitni að undanfarið. Ríkisstjórnin ber megin- ábyrgð á þessari verðbólgu- þróun. Það var hún, sem lækkaði stórlega niður- greiðslur á búvörum með þeim afleiðingum, að útsölu- verð þeirra til neytenda hækkaði stórlega. Það var ríkisstjórnin, sem setti verka- lýðsfélögum og vinnuveitend- um þann ramma um kjara- samningana í desember, að viðskiptaráðherra verður nú að játa, að þeir kjarasamn- ingar séu meginástæða flestra verðhækkana. Atvinnurek- endur sögðu ríkisstjórninni það í nóvember og desem- ber, að þeir gætu ekki stað- ið undir þessum launahækk- unum, án þess að fá eitthvað í staðinn. Þá gaf Ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra, þeim það ráð að kasta sér til sunds, þótt allt væri í óvissu um að þeir næðu landi. Þannig var ábyrgðarleysi rík- isstjórnarinnar þá. Almenn- ingur tekur nú afleiðingun- um af því ábyrgðarleysi. En þá stoðar ekki fyrir talsmenn ríkisstjórnarinnar að halda því fram, að allt vont sé að kenna ríkisstjórn, sem lét af völdum fyrir tæpu ári. Staðreyndin er sú, að ríkis- stjórnin hefur misst verð- bólguna út úr höndunum á sér. Hún getur ekki staðið við það loforð, sem hún gaf við stjórnarskiptin, að halda verðbólgunni innan þess ramma, sem algengt væri í nágrannalöndunum. Þetta er hennar sök, en ekki fyrir- rennara hennar. Hitt er svo annað mál, að það skiptir litlu úr þessu að deila um það, hver ábyrgðina ber á verðhækkunum þeim, sem hafa skollið eins og holskefla yfir þjóðina undanfarnar vik- ur. Meiru skiptir nú að vita, hvernig ríkisstjórn og Alþingi hyggjast bregðast við aðsteðj- andi vanda í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það er alveg rétt, sem við- skiptaráðherra sagði á árs- fundi Seðlabankans, að það er vandi velmegunar, sem við er að kljást, en ekki aðeins það: heldur líka vandi, sem stafar af stjórnleysi, því algera stjórnleysi í efnahags- málum, sem ríkt hefur í land- inu frá stjórnarskiptum. I stað samræmdrar heildar- stjórnar í efnahagsmálum virðist ríkisstjórnin láta sér nægja skammtímaráðstafanir hingað og þangað í efnahags- kerfinu. Enginn ráðherranna virðist hafa næga yfirsýn yfir efnahagsmálin í heild. Þess vegna eru horfurnar nú svo ískyggilegar, sem raun ber vitni um. ÞETTA ERU VERÐ- HÆKKANIR ÓLAFÍU Hinir smáu og hinir voldugu II: Meiri háttar stefnu- breyting eins Norður- landa í öryggismálum — veldur breytingu á aðild hinna Þetta er önnur g-reinin í flokki þriggja greina eftir Johan Jörgen Holst. Höfund urinn er lesendum Morgun- blaðsins að góðu kunn- ur. Hann er forstöðumaður norsku utanríkismálastofnun arinnar í Osló og hefur kom- ið hingað til lands til fyrir- lestrahalds. I greinum þess- um fjallar hann um öryggis- mál á norðaustanverðu Atl- antshafi og aðstöðu Norður- landanna. Á fyrstu árunum eftir síð- ari heimsstyrjöldina fóru sov ézkar flotaæfirigar Norður- flotans og Eystrasaltsflotans einkum fram á flotasvæðun- um á Barentshafi og Eystra- salti. Þarna eru enn helztu æfingasvæðin, þar sem æfing ar fara fram allan árs- ins hring. 1 byrjun sjötta ára tugarins bentu fflotaæfing- ar Norðurflotans til þess, að Sovétríkin teldu líkur á helztu átökunum milli sov- ézka flotans og flota Vestur- landa norður og austur af Lófóteyjum við Norður-Nor- eg. Frá 1956 hefur athafna- svæði flotans flutzt vestur á bóginn, líklega til andsvara gegn aukinni fluggetu banda rískra flugvéla um borð í flugvélamóðurskipum (A-3D, A4.) Sovézku æfimgarnar 1956 náðu til norsku eyjunnar Jan Mayen. 1957 náði önn- ur umfangsmikil æfing alla leið frá Islandi og Færeyj- um til Jan Mayen. Svipuð æf ing fór fram 1959. Gangur æf inganna var sá, að þær hóf- ust með nokkrum litlum æf- ingum, sem enduðu á haust- in í allsherjaræfingum. í æf- ingunum tóku 20 beitiskip og tundurspillar þátt ásamt 20 úthafs-fylgdarskipum og 40 kafbátum. 1 byrjun sjöunda áratugar- ins drógust sovézku flotaæf- ingarnar á Noregshafi nokk- uð saman, e.t.v. vegna þess að verið var að endur- bæta vopnabúnað sovézku herskipanna og búa þau með vopnum til kafbátavarna og SAM og SSMeldflaugum (en eldflaugum þessum má annars vegar skjóta á skot- mörk í lofti og hins vegar á skotmörk í landi frá yfir- borði sjávar, þýð.). Frá 1963 hafa æfingamar einkennzt af tveimur meiriháttar æfinga- tímabilum — vor og haust. Æfingasvæðið spannar nú allt. Noregshaf og teygir sig stundum suður á mitt Atl- antshaf. Æfingarnar benda til þess, að skipuleggjendur sovézka flotans kunni að líta á svæðið frá Grænlandi um Island til Færeyja sem fram- vamarsvæði sitt, sem loki að gönguleiðum til og frá Atl- antshafi. 1 Sever-flotaæfingunni 1968 æfði mikill fjöldi sov- ézkra herskipa á Noregshafi frá ströndum Helgalands í Norður-Noregi til Islands stranda. í voræfingunum 1969 voru u.þ.b. 20 herskip á suðurhluta Noregshafs. í tengslum við þessar æfingar fluttu Rússar í fyrsta sinn herskip og kafbáta á milli Norðurflotans og flotadeild- arinnar á Miðjarðarhafi. Slikir flutningar og flutning ur milli Norðurflotans og Eystrasaltsflotans eru orðnir venjubundinn þáttur í æfingum sovézka flotans. Okean-æfingin er mesta flota æfingin, sem efnt hefur ver- ið til fram að þessu, og fór hún fram í apríl 1970. Þegar æfingin stóð sem hæst voru 80 herskip á Noregshafi. í Sever-æfingunni 1968 var landgönguliðsfloti, sem 5 tundurspillar fylgdu, og í voru 5 landgönguskip (2 Alligator og 3 Polocny) og 4 aðstoðarskip, myndaður við suðurströnd Noregs, og síðan sigldi hann norður eft- ir Noregsströnd. Út af Knörkanesi bættust 12 tund urspillar og eldflaugabeiti skip úr Norðurflotanum í flotasveitina. Þessi flota- sveit auk fimm landgöngu- skipa úr Norðurflotanum æfði Johan Jörgen Holst. landgöngu á varinni strönd Kólaskagans. 1 CXkean-æfing- unni '70 sigldi fflotadeild, sem í voru 7 orrwstusk'p og 2 Al’i- gato<rlandgönguskip lestuð skriðdrekum út úr Eystra- salti og héldu síðan áfram í fylgd með þyrlumóðurskipi og tveimur eldflaugabeitiskip um umhverfis Skandinavíu- skaga. Þrjú landgönguskip úr Norðurflotanum bættust í flotadeildina, áður en hún æfði landgöngu á strönd Koiaskagans. Þegar áhrifa þessara auknu umsvifa sovézka flot- ans á Noregshafi fór að gæta í stjórnmálaumræðum í Nor- egi og á. alþjóðavettvangi, juku Vesturlönd starfsemi flota sinna á Noregshafi og í Norðursjó. Atlantshafs- bandalagslöndin efndu til fimm flotaæfinga á þess- um slóðum 1971. Sóknarfloti NATO efndi til meiriháttar æfingar I samvinnu við fasta flota NATO á Atlants- hafi STANAVFORLANT í september bæði árin (North- ern Wedding 1970 og Royal Night 1971). STAN A VFORLA.NT tók þátt í fjórum af æfingunum 1970 og tveimur þeirra 1971. Tvær af æfingunum 1971 mið uðust við kafbátavamir, og eitt flugvélamóðurskip tók þátt í þeim ásamt fylgdar- skipum. 1 öðrum tveimur æf- ingum voru æfðar stuðnings- aðgerðir við Norðurher- stjórnina (herstjórn NATO, sem hefur bækistöð utan við Oslo og ber að stjórna vörn- um Noregs. Þýð.), tók eitt fI ugvél amó ð ur sk i p þátt í þelm ásamt fyl'gdars'kipum. í apríl og maí 1971 fóru fram kafbátaæfingar á Norður- Atlantshafi og tóku 16 kaf- bátar og 30 sjóeftirlitsflug- vélar þátt í þeim. Norsiki flot inn efnir árlega til æfinga, FLOTEX, út af norður strönd Noregs, og fara þær fram í ágúst og september. Sovézki Norðurflotinn, sem hefur bækistöðvar umhverfis Murmansk, er hinn stærsti af fjórum flotum Sovétríkj- anna. Kafbátastyrkur hans er sérstaklega mikill (160 kafbátar). Um 40—50% sov- ézkra beitiskipa og 55% út- hafs-fylgdarskipa eru í Norð urflotanum og Eystrasalts- flotanum. Um 70% sovézkra kafbáta eru í sovézku flotun um tveimur i Norður-Evr- ópu. Hlutdeild Norðurflot- ans í langdrægum kjarnorku vopnum Sovétríkjanna fer stöðugt vaxandi. Rússar vinna nú að smíði mikils fjölda kjarnork’uknúinna kaf báta af svonefndri Y-gerð, en hver þeirra er búinn 16 langdrægum eldflaugum. í janúar 1967 voru 4 slikir kaf bátar í notkun. 1 janúar 1972 voru þeir orðnir 25, en 15 til 20 voru í smiðum. Skotmál SS-N-6 eldflauganna (1500 sjómílur) um borð í kafbát- unum af Y-gerð veldur þvl, að Rússum er nauðsynlegt að komast út úr Noregshafi á skotstöðvar, þaðan sem unnt er að ná til skotmarka í Framhald & bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.