Morgunblaðið - 28.04.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.04.1972, Blaðsíða 32
IGMS ÞVOITAVELAR RAFIÐJAN — VESTURGÖTU11 SrMI: 19294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL SfMI: 26660 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1972 Ekkert aðhafzt f yrr en að rann- sókn lokinni UNNIÐ er nú að nánari rann- sókn á því hvort rússneska olíu- skipið, sem greint var frá i blað- inu í gær, hafi dælt olíu í sjóinn innan 100 mílna meng-unarlög- sögu íslands og brotið þar með alþjóöasamþykkt um það efni. Sem kunnugt er tók varðskip sýni úr sjónum á þeim stað, sem flugvél Landhelgisgæzliinnar taldi sig hafa séð skipið dæla olíu i sjóinn. Verður það nú rann- sakað, en niðurstaðan síðan send til viðkomandi ráðuneytis ásamt öðrum gögnum til frekari ákvörð unar. Að sögn Hjálmars Bárðarson- ar, forstöðumanns Siglingamála- stofnunarinniar, hefur þetta mál enn ekki borizt stofnuninni, en undk það heyra mál af þessu tagi. Hann sagði þó, að áður en Framhald á bls. 31 Ábyrgðartrygging bifreiða hækkar Hér sést olíuskipið rússn- eska, seim grimur leikur á að liafi dælt olíu í sjéinn innan mengunarlögsögu Islands, og stefnir }>að tU hafs undan ís- lenzka varðskipinu, sem nálg- ast óðum (litli depillinn á miðri myndinni, ef liún prent- ast vel). (Ljósm. H. Hall.). — í formi lækkunar á bónus RÍKISSTJÓRNIN mun á fundi sínum í gærmorgun hafa tekið tU afgreiðslu beiðni frá trygg- ingafélögunum um hækkun á ábyrgðartryggingum þifreiða og Jóhannes skáld úr Kötlum látinn JÓHANNES skáld úr Kötlum lézt i Landspitalanum i gærmorg- wn, 72 ára að aldri. Jóhannes fæddist 1899 að Goddaistöðum í Dölum og voru foreldrar hans Jónas Jóhannes- son, lengst af bóndi í Ljárskóga- seM í Laxárdal og kona hans Halldóra Guðbrandsdóttir. Hann lauk kennaraprófi 1921 og var síðan við kennslu næstu 12 árin, bæði í Dölum og Reykjavík. Fyrsta Ijóðabók hans, Bi bí og blaka, kom út 1926 en al'ls hafa komið út um 15 ljóðabækur eftir Jóhannes, 5 Skáldsögur auk fjölda Ijóða og sagna fyrir börn. Ennfremur þýddi Jóhannes úr Kötlum nokkrar erlendar skáld- sögur, m.a. Salamöndrustríðið 1946, Vegurinn til lífsins 1957— ’58 og Frú Lúna í snörunmi 1958. Hann hlaut 2. verðlaun fyrir Alþingishátíðarljóð 1930 og 1. verðlaun fyrir lýðveldishátiðar- Ijóð 1944. Jóhannes stundaði ritstörf í Reykjavík frá 1933—’40 og aiftur eftir 1959, en árin þama á milli var hann búsettur í Hveragerði. Hann tók virkan þátt í félags- máiíum rithöfunda, átti sæti í stjónnium Rithöfundafélags ís- lands og Rithöíundaisambands íslands og Bandalags ísl. iista- manna. Hann var einnig formað- ur Félags byltingarskunaðra rit- höfunda og átti sæti á Alþingi 1941 sem þingmaður Reykvík- inga. Ennfremur starfaði hann fyrir Ferðafélag fslands og ann- aðist umsjónarstörf í Þórsmörk á sumrum frá 1955—’62. Jóhannes úr Kötlum var kvæntur Hróðnýju Einarsdóttur. heimilað hana í formi lækkunar á bónus — mismunandi mikið eftir flokkum — en allt að 10% lækkun í einum flokknum. Ráðuneytisstjórinn í trygginga- ráðumeytinu hafði ekki haft frétt- iir af þeasari hækikuin í gærdag, en samkvæmt upplýsingum Gísila Ólafssomar hjá Tryggiingamið- stöðinni, sem esr formaður heild- arsamtaka tryggingafélaganma, hafði tryggingafélögunum ekki borizt neitt skiriflegt um þessa ákvörðun rikistjóimarinnar í gær. Gísli sagði þó, að eftir því sem frétzt hefði, yrði grumniðgjaldið óbreytt og sér virtist sem hér væri um vissa tilfærslu að ræða til eðiilegrar samræmingar við sjálfsábyrgðarlögin frá 11. apríl sl. Með þeim var bifreiðaeigend- um geirt að greiða 7.500 krónur í sjálfsábyrgð á tjónum. Gísli kvað bónusreglumar eðlilega breytast með þessu, en sagði að sér fymdisit þetta of lítil úrlausn á þeim vandamálum, sem þau ættu við að stríða varðandi trygg ingar á þessiu sviði. Laun unglinga ÁKVEÐIÐ hefur verið að launa- greiðslur í Vinnuskóla Reykja- víkur í sumar verði kr. 40.00 á klst. fyrir unglinga fædda árið 1957 og kr. 35.00 á. klst. fyrir unglinga fædda 1958. Þá hefur borgarráð fallizt á tiliögu fræðsluráðs um rekstur námskeiða fyrir 10—12 ára böm í sumar með sama hætti og verið hefur undanfarin sumur. Amerísku læknasamtökin veita: 3 milljónir lir. I styrk til rannsókna á áhrifum reykinga á hjarta BANDARÍSKU læknasamtök in hafa veitt 38.200 dollara eða um 3 millj. ísl. kr. styrk til dr. Sigmundar Guðbjarn- arsonar, prófessors, til rann- sókna hans við Raunvísinda- stofnun Háskólans á áhrif langvarandi reykinga á hjart- að. Hafa bandarísku lækna- samtökin stutt þessar rann- KRAFA SOVEZKA SKÁKSAMBANDSINS: EINVÍGIÐ VERÐI HALDIÐ Á ÍSLANDI Moskvu, 27. apríl — AP Einkaskeyti til Mbl. SOVÉZKA skáksamband- ið hefur krafizt þess, að heimsmeistaraeinvígið í skák milli Bobby Fischers og Boris Spasskýs verði haldið á íslandi. Skýrði sovézka fréttastofan TASS frá þessu í dag og var þar tekið fram, að sovézka skáksambandið hefði fyr- ir hönd Spasskýs, sent FIDE, Alþjóðaskáksam- bandinu, símskeyti þessa efnis í gær. Símskeytið var svohljóð- andi: „Skáksamband Sovét- ríkjanna varar við því, að það mun ekki ljá stuðning fyrirætlunum forseta FIDE (Hollendingsins Max Euwe) um að láta fara fram viðræð- ur að nýju til þess að finna vettvang fyrir einvígið." Samkvæmt áður gerðu sam- komulagi átti fyrri helming- urinn af 24 skáka einvíginu um heimsmeistaratitiUnn að fara fram í Belgrad, en síð- ari helmingurinn í Reykjavík. Belgrad hætti við að standa Framhald á bls. 14 sóknir Sigmundar í 6 ár í Bandaríkjunum og nú síðast hér á íslandi, og hafa nú veitt aftur 3 millj. kr. til þeirra. Er það þeim mun merkilegra að bandarísku læknasamtök- in skuli styðja þessar rann- sóknir hér nú, að þau eru al- mennt að draga mjög úr fjárveitingum til rannsókna og hafa tilkynnt það stefnu sína. Virðast rarmsóknir þessar hér vekja mikla athygli erlendis, því dr. Sigmundur hefur verið beð- inn um að halda fyrirlestra um þær á fiimm alþjóðlegum þingum á þessu ári, en hann hefur þó að- eins tíma til að fara á tvo staði. í maílok flytur hann fyrirlestur um þetta á ráðstefnu um áhrif súrefnisskorts á hjartastarfsem- ina og í september á Evrópuráð- stefnu hjartasérfræðinga í Madrid. Hann hefur áður skrifað Framhald á bls. 31 Heildarlöggjöf um vátryggingastarfsemi lögd fram á Alþingi í gær I GÆR var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp tii nýrrar heild- arlöggjafar um vátryggingastarf- semi, sem rekin er á viðskipta- gTimdvelli. Þar segir m. a., að setja skuli á stofn tryggingaeftir- lit, er hafi eftirlit með starfsemi vátryggingafélaga og rekstri þeirra samkvæmt ákvæðum lag- anna og reglugerðiim settum sam kvæmt þeim. Það er meðal nýmæla í frum- varpinu, að líftryggingar eru teknar út úr, þarunig að þær er einungis heimilt að reka af sjálf- stæðum félöguim, er elgi haö aðra starfsemi með höndum. Þá eru og ákvæði um, að vátrygg- ingafélögum sé bannað að taka á sig ábyrgð eða skuldbiindingar, sem ekki eru vátryggðar, nema slíkt leiði af eðlilegum retestri fé- lagsina Samtevæmit þessu er vá- tryggingafélöguim t. d. bannað að ganga í ábyrgðir fyrir við- skiptaaðila sína, sem nú mun nokkuð tíðkast, samþykkja fyrir þá víxla eða ábeteja eða annað alíkt, einis og segir í reglugerð frumvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.