Morgunblaðið - 28.04.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.04.1972, Blaðsíða 22
MOKGUNBLAÐIiÐ. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1972 22 Guðrún Ottadótti Minning F. 16. 12. 1892. D. 23. 4. 1972. 1 DAG verður gerð frá Fríkirkj- unní útför Guðrúnar Ottadóttur sem lézt í sjúkrahúsi síðastiiðinn sunnudag tæpra áttatíu ára. Gunna tanta, eins og hún var oftast nefnd af okkur systkina- bömum hennar, var dóttir hjón- anna Otta Guðmundssonar skipa smiðs, Péturssonar frá Engey og Helgu Jónsdóttur Bemharðs- sonar, gullsmiðs, er bjó að Lax- nesi í Mosfellsdal. Hún fæddist á Vesturgötu 47, húsi áföstu við Bræðraborgar- stig 1, hús sem faðir hennar lét reisa af miklum stórhug. Mestan hluta ævi sinnar átti hún heima við Vesturgötuna, því alla sína búskapartíð, eða frá 4. nóv. 1916 þegar hún giftist Kristni Péturs- syni, blikksmiðameistara, bjuggu þau að Vesturgötu 46a, húsi sem þeir bræðumir Bjarni (Bjami blikk) og Kristinn létu reisa skömmu áður en þau Kristinn og Gunna giftu sig. Þegar litið er til baka yfir ævi konu, sem nær tæplega áttræðis- aldri, hlýtur margt að hafa skeð á svo löngum tima, m.a. eru tvær heimsstyrjaldir, að ekki sé minnzt á þá miklu breytingu, sem hefur orðið hér í borg á því t Tryggvi Ásgrímsson, bifreiðaviðgerðarmaður, lézt á Landspitalanum 26. þ. m. Vandamenn. t Útför móður okkar og tengda- móður, Guðrúnar Ottadóttur, Vesturgötu 46A, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 28. þ.m. kl. 3 e.h. tímabili og hægt hefur verið að fylgjast með skref fyrir skref. Gunna var næst elzt sex systkina og elzt fjögurra systra, sem ég tel að hafi verið til fyr- irmyndar um samheldni og sam- hjáip ásamt einstakri tryggð, sem ég álít að hafi grundvaliazt á góðu uppeldi. Við brottför látins vinar og ættingja er oft skyggnzt um, hvaða eiginieika viðkomandi hafi búið yfir og hverjir hafi verið mest áberandi í fari hans? Jón Árnason segir svo í afmælis- dagabók hverjir séu eiginleikar þeirra, sem afmæii eiga 16. des.: „Þú ert gefin fyrir andleg og heimspekileg viðfangsefni. Tii- finningamanneskja ertu mikil og elskar og hatar af heilum hug. Nokkuð ertu drambsöm í skoð- un. í>ú sækist eftir völdum og metorðum, en verði þér meinað þess fyUistu uppreisnaranda. En þú ert hugrökk, undirhyggjulaus og trygg vinum þlnum og ást- mennum." Undir sumt af þessu get ég tekið með J. Á. og tel að Gunna hafi verið gefin fyrir andleg við- fangsefni. Tilfinningamanneskja mikil og elskað af heilum hug, en hatur verið óþekkt fyrirbæri, þvi kunnast er mér hve mikla áherzlu móðir hennar lagði ein- mitt á þetta, að hatur ætti ekki að ráða hugsun eða gjörðum nokkurs manns. Drambs varð ég ekki var í fari Gunnu, því mér fannst hún einmitt taka málstað þess, er minna mátti sín. Um íhaldssemi i skoðun álít ég, að hafi ekki verið meir en almennt hjá fólki, a.m.k. tók, hún opnum örmum nýjungum, er sonur hennar kom með heim frá námi í húsagerðarlist. En eitt er víst, hugrökk, und- irhyggjulaus og trölltrygg var hún vinum sínum og ástmenn- um. Heyrt hef ég lækni leggja mikla áherzlu á hve hugrökk t Þökkum hjartanlega auð- sýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Jónsdóttur, frá Yztabæ. Þórður Jónsson, Kristin Friðriksdóttir, Jenný Þórðardóttir. hún hafi verið í veikindum, sem hún átti við að striða, en síðast- liðinn áratug dvaldi hún öðru hvoru, svo að segja, á öllum sjúkrahúsum borgarinnar. Ekki minnist ég Gunnu öðru vísi en að Kristinn komi jafnt upp í hugann, því svo samrýnd voru þau hjón og ástríki mikið milli þeirra. Kristinn tók mik- inn þátt í íþrótta- og félagslifi bæjarins á sinum yngri árum, m.a. iðkaði hann frjálsar iþrótt- ir, glimu, knattspyrnu og var meðal annars í keppnisliði KR. Þá man ég eitt sinn er hann ásamt Sigurjóni Péturssyni sýndi hraðhlaup á skautum, á ísilögðum Austurvelili (afgirt- um). Hann starfaði einnig mikið í Fædd 12. ágúst 1899. Dáin 21. apríl 1972. Frú Viktoria Kristjánsdótt- ir fgeddist vestur í Amarfirði hinn 12. ágúst 1899 og var þvi tæpra 73 ára, er hún lézt. For- eldrar hennar voru þau hjónin Ríkey Guðmundsdóttir og Krist- ján Gíslason, bóndi að Gljúfrá í Arnarfirði. Viktoria ólst upp hjá foreldrum sínum til níu ára ald- urs, en var eftir það langdvöl- um á heimili Hannesar Stephen- sen, kaupmanns á Bíldudal. Tuttugu og tveggja ára gömul giftist Viktoria sæmdarmannin- um Sigurleifi Vagnssyni, er þá stundaði verzlunarstörf á Bíldu dal, fyrst hjá Hannesi Stephen- sen og síðar hjá Ágústi Sigurðs- syni. Á Bíldudal stofnuðu þau Viktoría myndarheimili og bjuggu að Vinaminni. Þar fædd ust böm þeirra fimm: tveir drengir, er létust í æsku og þrjár dætur. Það hefur því ver- ið mikið áfall fyrir heimilið, er bæði hjónin tóku „hvitu veik- ina“ árið 1934 eftir 13 ára bú- skap og urðu að koma börnum sinum fyrir hjá vinum og vanda- mönnum, en leita sér hælisvist- ar syðra. Þegar sigur hafði unn- izt á sjúkdómnum eftir 3ja ára baráttu var heimilið stofnað á ný og nú í Reykjavík, enda hafði Sigurleifur, eiginmað ur Viktoríu, fengið atvinnu við rannsóknastörf á nýstofnaðri Fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans (síðar Hafrannsókna- stofnunin,) og var Sigurleifur raunar fyrsti starfsmaðurinn, er forstöðumaður hennar, dr. Ámi Friðriksson, réð tii starfa. Þau hjón, Viktoría og Sigur- leifur, bjuggu á ýmsum stöðum samtökum Góðtemplara og Frf- múrara. Elja og iðjusemi voru aðals- merki Kristins og féll honum aldrei verk úr hendi, jafnvel ekki þegar hann beið síns skapa- dægurs, haldinn ólælcnandi sjúk- dómi. Ég tel andlegan styrk Gunnu hafa komið bezt frarn á slund- um sorga, en hún várð að sjá á eftir ungum syni, Sem htifðí háð harða baráttu við skæðan erfðasjúkdóm, einnig fannst mér hún veita móður minni mik- inn styrk, þegar faðir minn féll frá um aldur fram. Eins og áður er getið voru kærleikar miklir með þeim hjón- um og varð þeim sex bama auð- ið, þeirra: Péturs blikksmiðs, f. 1917, kvæntur Steinunni Guð- mundsdóttur, Otta, sem lézt ung- ur, f. 1920, d. 1941, Jóms Bjama, stórkaupm., f. 1922, kvæntur Emu Árnadóttur, Helgu, f. 1923, gift Sveinbimi Sigurðssyni, byggingaim., Guðmumds Kristins, arkitekts, f. 1927, kvæntur Sigrid F. Múnch og Önnu Kristjönu, f. 1927, gift Björgvini Gísiasyni, trésmíðam., auk þess fæddist þeim andvana bam í spönsku veikinni 1918. Þá ólst upp og bjó með ömmu sinni dótturdóttirin Guðrún Helga, nemi við H. í., sem var mjög hugsunarsöm og unm henni af öllu hjarta. Finnst mér við lát Gunnu missir Guð- rúnar Helgu vera mestur. Einn- ig var systir min mikið undir í Reykjavik fram til ársins 1946, er þau féstu kaup á íbúð að Grenimel 24, og þar átti Viktoria síðan heimili til dauða dags. Þamgað var jafnan gott að koma. Þar var bókakostur mik- ill og góður, þar voru margir fagrir munir, en umfram allt var þar í senn bæði hlýja og rausn, sem gestir nutu í ríkum mæli. Mann sinn missti Viktoría árið 1950. Svo minnast þeir, er 'gerst þekkja, að samrýndari og ást- sælli hjónum en þeim Viktoríu og Sigurleifi hafi þeir aldrei kynnzt. Viktoria hóf störf við Fiski- deildina árið 1944 og vann þá einkum með eiginmanni sínum að síldarrannsóknum að sumarlagi, en fljótlega eftir lát hans tók hún við föstu starfi við síldar- rannsóknimar, starfi er hún gegndi til æviloka. Tvítugur skólapiltur, sem fengið hefur vinnu við síldar- merkingar kemur í land á Siglu- firði. Skipshöfninni er boðið að koma á ramnsóknastofuna að Eyrargötu 8. Hávaxin, myndar- leg kona ber fram veitingar af rausn og myndarskap. Gestrisn- in ræður ríkjum og öllu öðru er þokað til hliðar. Þannig hófust kynni okkar Viktoríu fyrir tutt- ugu árum og þanniig héldust þau þessi tuttugu ár, sem við átt um samieið. Hún var alltaf sami veitandinn, hvort heldur var í starfi eða vináttu. Við vorum all ir litlu drengirnir hennar og engin móðir hefði getað verið okkur hollari en hún reyndist, enda hef ég aldrei kynnzt nokk- urri manneskju, sem trygg- ari var vinum sínum. Úr því að hún reyndist svo vandalausum Börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn, JÓHANNES úr Kötlum, skáld, lézt í Landsprtalanum að morgni 27. þ.m. Hróðný Einarsdóttir. t Móðir okkar ÞÓRDlS ÞÓRÐARDÓTTIR, endaðist að heimili sínu Meiri-Tungu þann 26. apríl. Bömin. t Móðir okkar og tengdamóðir t VIKTORlA KRISTJANSDÓTTIR, Innilegustu þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og Grenimel 24, útför systur minnar og móður okkar verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. apríl kl. 13,30. Bakel Sigurleifsdóttir, Björn Ölafur Gislason, ODDNÝJAR JÓHANNESDÖTTUR, Túngötu 39, Siglufirði. Stella Sigurlerfsdóttir, Pétur Guðfinnsson, Jóhann Jóhannesson, Svandis Guðmundsdóttir, Ema Sigurteifsdóttir, Ami Arsælsson. Kristín Guðmundsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir. Viktoría Kristjáns- dóttir — Minning vemdarvæng þedrra, enda sér- staklega hænd að Kris>tni. Barnahópurinn var stór og sjö sængurlegur á tæpum tíu árum ber vitni um það þrek, sem ! Gunna bjó yfir og einnig að heimilið var stórt i sniðum, gest- : kvæmt var þar, bæði vinir og veaizlaimenh. í f; Barnabörnin eru orðin 23 og barnabarnabfirnin 4, sem nú sjá á bak ömmu sinni, en huggun ' harmi gegn eru fjársjóðir ljúfra minninga. Trú hennar á endur- fundi horfinna ástvina, veita styrk á skilnaðarstundu. Finnst mér því vel við eiga að ljúka þessum fáu minhingarorð- uni með þökk okkar systkina fyrir að hafa fengið að njóta samviista við Gunnu töntu með orðum sálmaskáldsins Hallgrims Péturssonar: Minn Jesú, andláts orðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. Sveinn Hallgrimsson. í DAG verður gerð frá Fríkirkj- unni útför frú Guðrúnar Otta- dóttur, Vesturgötu 46A. Hún andaðást i Landakotsspítala 23. apríl sl., 79 ára að aldri. Guðrún var fædd í Reykjavík 16. des. 1892, dóttir hjónanna Helgu Jónsdóttur og Otta Guðmunds- sonar, skipasmiðs frá Engey. Hún var alin upp í stórum systk- Framhald á bls. 30. má nærri geta, hver stoð og stytta hún var sínum nánustu. Viktoría var skapmikil kona og sagði okkur óhikað til synd- anna, ef henni mislíkaði, en aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni, og tók hún það óstinnt upp, ef aðrir hallmæltu fjarverandi fólki í hennar áheym. Yfir henni var reisn og höfðingsbragur til hi-nztu stund ar. Hún skartaði jafnan íslenzk- um búningi á mannamótum og var þá sem alltaf glæsileg og hrókur alls fagnaðar. Hún var ákaflega vandvirk og góð- ur starfsmaður, flestum árrisulli og kom jafnan til vinnu löngu fyrir venjulegan vinnutima. Um hana má með sanni segja: „Bognar aldrei — brotnar í bylnum stóra seinast." Enda þótt Viktoría heíði ekkl gengið heil til skógar um nokk- urra ára skeið kom henn- ar „stóri bylur" óvænt. Að vanda kom hún glöð og hress til vinnu að morgni, en um miðjan dag var hún öll. Hennar verður lengi saknað af vinum og sam- starfsfólki bæði hér og erlend- is. Eins og að framan var getið varð þeim Sigurleifi og Viktoríu fimm bama auðið. Báða dreng- ina misstu þau unga, Gunnar ársgamlan og Ríkharð, er drukknaði 12 ára gamall. Dæt- ur þeirra em Ema gift Árna Ársælssyni, Stella, gift Pétrl Guðfinnssyni og Rakel gift Bimi Ólafi GLslasyni. Þeim öllum, barnabörnunum svo og eftirlifandi systur og fóst ursystkinum og öðrum aðstand- endum votta ég hér með mina dýpstu samúð. Jakob Jakobsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.