Morgunblaðið - 28.04.1972, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1972
JVITIJG
.STULKA
OSKAST.
1 þýðingu Huldu Valtýsdóttur.
„Ég hef hér uppkast að grein
um yður, sem ég mun birta í
blaði mínu, ef ég kemst að þvi,
að þér hafið nokkuð saman við
dóttur mína að sælda 48 klukku
stundum eftir þetta samtal okk-
ar hér.“ Harold braut sundur
blaðið. „Greinin ber fyrirsögn-
ina: Kynslóðabilið."
„Ó, hamingjan góða,“ sagði
Roy og tróð humarnum upp í
sig.
„Synir frægra manna segja
álit sitt á feðrum sínum."
Roy hætti að tyggja.
„Ég elska mig. Það er slag-
orð pabba, segir Kristófer Van-
dervane, tvítugur sonur, já við
vitum það allt. Síðan stutt yfir-
lit um framlag yðar á hljómlist-
arsviðinu og afskipti af stjórn-
málum. Aðeins nokkrar stað-
reyndir, sem reyndar eru óþarf-
ar með tilliti til þess, sem á eft-
ir kemur. Þó er lögð nokkur
áherzla á áhuga yðar á málefn-
um unga fólksins og samúð yð-
ar með því. Það mundu þér
kjósa sjálfur. Áður en lengra er
haldið, ætla ég að benda yður
á, að lögfræðingar hafa farið yf-
ir greinina. Þeir höfðu ekkert
við hana að athuga, nema þrjár
setningar, en þetta er líka bara
fyrsta uppkast. Lokahandritið
verður alveg tryggt. Það skuluð
þér vita. Jæja, siðan snúum við
okkur að heimili yðar og núver
andi heimilisfólki. Penny Vand-
ervane, 23 ára, sem þar er í sam-
býli við rithöfund frá Vestur-
Indíum, Godfrey Alexander, 24
ára . . .“
„Gilbert," sagði Roy. „Gæti ég
fengið koníak?"
Harold leiðrétti handritið.
„Þakka yður fyrir. Koníak? Já,
vitanlega. Með kaffinu í setu-
stofunni. Má ekki bjóða yður ost
eða búðing?"
„Nei, takk. Bara koniak."
Við Roy biðum við dyrnar á
meðan Harold borgaði matinn og
taldi smámyntina, sem hann
fékk til baka.
„Hann hefur bara i hótunum,"
sagði Roy. „Hann þorir ekki að
gera alvöru úr þessu."
„Ég veit ekki. Satt að segja
held ég, að hann þori það.“
„Tómt bull og kjaftæði."
„Sem við verðum þó að hlusta
á.“
„Þetta er rakinn sMthæiH."
I setustofunni var strjálingur
af fólki. Nóg til þess að Roy
mundi stilla sig. Ekkert benti
heldur til þess, að hann
gæti það ekki. Við fengum okk-
ur sæti í einu horninu og í þetta
sinn gnæfði yfir okkur stytta í
fullri líkamsstærð af einhverj-
MB. ÞERNEY
sem nýr 80 tonna bátur, til sölu eða leigu.
Einar Sigurðsson.
um löngu dauðum forsætisráð-
herra. Styttan var úr steini, en
steinninn þannig að engu
var líkara en hann væri smurð-
ur kalkblöndu. Okkur var borið
kaffi og stórt koníaksglas með
svolítilli koníakslögg í. Roy
hvolfdi því i sig í snatri.
„Jæja,“ sagði Harold, kveikti
sér í stuttum digrum vindli dró
handritið upp aftur og las:
„Reyndar er það engin furða
þótt faðir minn sækist eftir sam
neyti við ungt fólk, þvi sjálfur
getur hann ekki talizt fullorð-
inn. Hann er eins og tiu ára
barn eða þaðan af yngra. Ég
veit ekki, hvort tónlistarþroski
hans er á sama stigi, og kæri
mig heldur ekki um að vita það.
En á öllum öðrum sviðum hugs-
£ir hann um það eitt að fá vilja
sinum framgengt. Hann er eins
og Ashley litli, hálfbróðir minn,
sem er sex ára og alveg bandóð-
ur. Ef hann fær ekki umsviía-
LEIKHÚSKJALLARINN
velvakandi
0 Um nöfn og auðkenni
bréfritara
Það hefir margoft verið
tekið fram hér í dáikum Vel-
vakanda, að þeir, sem bréf
senda, verði að láta getið nafns
sins og heimilisfangs, eða síma-
númers, svo hægt sé að hafa
samband við þá, ef Velvakanda
þykir við þurfa. Ennfremur
skal það fram tekið að þeir,
sem rita bréf sín undir fuliu
nafni og heimila birtingu á því,
gánga ávallt fyrir um að fá
þau birt. Það er von Velvak-
anda að þessir dálkar, sem telj-
ast vera raddir fólksins, radd-
ir lesendanna, þróist upp í það,
að öll bréf verði birt undir fullu
nafni. Hitt er frumskilyrði að
þeir, sem senda okkur bréf geri
fulla grein fyrir sér. Annars
eru bréf þeirra ekki tekin til
greina, en hafna i glatkistunni,
eða ruslakörfunni. Við höfum_
t.d. fengið bréf um þjóðhátíð-
armerkið, sem fyrirhugað er að
nota 1974. Þessu bréfi fylgir
að vísu nafn, en ekkert frek-
ar, ekkert heimilisfaLng, enginn
sími. Þetta er ádeilubréf og
verður ekki birt nema nánari
grein sé gerð fyrir bréfritara.
Þá höfum við fengið skamma-
bréf um greinarhöfund, sem
nýlega ritaði hér í blaðið. Þvi
fylgir einnig nafn og við höf-
um reynt að hafa upp á bréf-
ritara, en hann (kona) finnst
ekki einu sinni á manntals-
skýrslum. Heiðruðu bréfritar-
ar! Látið nöfn yðar og heim-
ilisfang eða símanúmer fylgja
bréfum yðar, ef þér óskið ekki
eftir að fullt nafn fylgi grein-
unum. Sé um að ræða ádeil-
ur á menn, sem birt hafa bréf
sin hér undir fullu nafni,
verða þau svarbréf einnig að
vera undir fullu nafni.
£ Skolthúfa —
Islandskynning
Kæri Velvakandi!
Nýlega birtust í dönsk-
um blöðum frásagnir með
myndum af kynningu á íslenzk
um mat i Kaupmannahöfn. Er
vissulega mjög ánægjulegt,
þegar slik kynning er vel gerð
og vekur verðskuldaða athygli.
Ein myndanna, sem birt var
hefur þó vakið athygli þeirra,
sem unna ísienzkum þjóðbún-
ingum og er hún tilefni þess-
ara skrifa. Þar er stúlka
klædd upphlut og er vissuiega
bæði viðeigandi og skemmti-
legt að það sé gert við slík
tækifæri, en stúlkan ber ekki
skotthúfu á höfði. Skotthúfan
er eitt af sérkennum islenzkra
þjóðbúninga og á sér ekki
neinn líka meðal þjóðbúninga
annarra þjóða. Skotthúfan til-
heyrir búningnum á sama hátt
og svuntan, bolurinn og allir
aðrir hlutar búningsins. Upp-
hlut er þvi ekki hægt að klæð-
ast og koma fram i opinber-
lega, án þess að hafa skott-
húfu, frekar en t.d. að vera
svuntulaus. Sama gildir um
fald (höfuðbúnað) við kyrtil
og skautbúning, enginn er fylli-
lega klæddur þjóðbúning, nema
bera allt, sem honum tilheyrir.
Meðal annarra þjóða eru til
búningar, sem ekki hafa höfuð-
búnað, en ef fólk klæðist þeim
þjóðbúningum, sem höfuðbún-
aður tilheyrir, er hann að sjálf-
sögðu notaður. Þetta ætti fólk
að aithuga og varast að rugla
saman.
Stundum hefur þess orðið
vart að stúlkur, sem óvanar
eru að bera íslenzkan búning,
eigi erfitt með að láta höfuð
búnaðinn tolla. Skotthúfu er
hægt að festa með ýmsu móti,
þó fyrst og fremst haldist sú
hefð að festa húfuna með
svörtum prjónum. Hægt er t.d.
að festa lítinn hárkamb i innri
brún húfunnar á móti skúf.
Þetta gefur stuðning og jafn-
vægi, því það er þyngd skúfs-
ins, sem vill toga húfuna nið-
ur, sé henni ekki nægilega vel
fest. Annað ráð er að nota t.d.
tvær svartar hárspennur og
renna þeim upp á húfuna und-
ir skottinu, sem slkúfurinn
hangir í (hárspennur mega
ekki sjást á húfunni). 1 þriðja
lagi er hægt að setja spennur
eða kamba í hárið á því svæði,
sem fer umdir húfuna og næla
svo prjónunum í kring og hafa
þeir þá betra hald. Sé húfan
rétt og vel fest beint ofan á
hvirfilinn, þá ætti hún að tolla
vel.
1 nýjasta blaði heimiiisiðnað-
arfélagsins „Hugur og hönd"
er lýst upphlut og því, sem
honum tilheyrir og er það mjög
aðgengilegt fyrir þá, sem vilja
kynna sér búninginm, þvi nú er
greinilega vaxandi áhugi fyrir
islenzkum þjóðbúningum og er
það vel, þegar fram undan er
að. halda svo mikia hátíð, sem
þjóðhátíðin 1974 ætlar að
verða.
Dóra G. Jónsdóttir.
ALLIR KRAKKAR EICA AÐ LESA ÞETTA !
ANDRES ÖND OC FELACAR
halda barnaskemmtun í Háskólabíói nk. sunnudag, 30. apríl, kl. 1,15
eftir hádegi. — Fyrst spilar skólahljómsveit Kópavogs þá verður kvik
myndasýning — teiknimyndasyrpa. — Ómar Ragnarsson skemmtir
með gamanvísum o. fl. — Þá stjórnar Svavar Gests ýmsum leikjum
og hefur spurningakeppni, þar sem mörg góð verölaun verða veitt.
UM LEIÐ OG SKEMMTUNINNI LÝKUR FÁ ÖLL BÖRNIN
AFIIENTA SÉRSTAKA GJAFAPAKKA FRÁ ANDRÉSI ÖND.
Verð aðgöngumiða er kr. 100— og verður forsala aðgöngumiða á eftirtöldum stöðum í dag
og á morgun: Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri Bókabúð Jónasar Egg-
ertssonar, Rofabæ 7. Bókabúðinni Vedu, Álfhólsvegi 5, Kópavogi. Bókabúðinni Grímu, Garða-
hreppi. Bókabúð Olivers, Hafnarfirði og í Háskólabíói.
Allur ágóði rennur til barnaheimilisins að Tjaldanesi og líknarsjóðs Þórs. Lionsklúbburinn ÞÓR.
Allra síðasta
Andrésar andar
skemmtunin
Allra siðasta
Andrésar andar
skemmtunin