Morgunblaðið - 30.04.1972, Blaðsíða 8
fi
8
MOáGUNBLAÐÍÐ, SUNNUDAGÍJR’ 30. APRfL 1072
Launþegasamtök landsmanna 1972:
Varanlega bætt lífskjör
Karl Þórðarson.
Kjarabæturnar
allar farnar
Karl Þórðarson, verkaraaður i
Áburðarvísrksmiðjii ríkistns.
Karl Þórðarson, verkamaður
hefur lengi verið harður bar-
áttumaður fyrir kjörum verka-
manna. Við byrjum í upphafi
að ræða um félag hans, Dags-
brún.
Ég hef alla tið barizt fyrir
þvi að Dagsbrún yrði félag
verkamannanna sjálfra, en
ekki aðeins handbendi komm-
únista, enda er það sýnt, að
þeir, og engir nema þeir, ráða
þar ríkjum og nota félagið að
sinni vild. Hagsmunamál verka
manna koma þeim ekkert við,
ef svo víll verkast. Nægir þar
að nefna aðstöðu á vinnustöð-
um.
— En er það ekki eitt af hlut
verkum verkamannafélaganna
að sjá um að vinnuaðstaða ykk
ar sé mannsæmandi? Hvernig
er þessu háttað hjá ykkur í
Áburðarverksmiðjunni?
— Þetta er að sjálfsögðu mis
jafnt eftir deildum verksmiðj-
unnar. En í þeirri deild, sem
ég vinn í, við setókjun áburð-
arins, eru mörg störf unnin við
frumstæðustu aðstæður, t.d. er
ryk þar mjög mikið og af því
mikil óhollusta. Stjómendur
verksmiðjunnar hafa sýnt vilja
á að lagfæra þetta og hefði ver
ið ötull trúnaðarmaður frá
verkamannafélaginu, hefði
þetta löngu verið bætt, þvi
langt er síðan kvartað var yfir
þessu. 1 dag er ef til vill ekki
von að þetta verði bætt, þar
sem fljótlega á að flytja í nýja
verksmiðju. Þó mun full
ásteeða til að fylgjast með því
að vinnuaðstaðan verði bætt
þar. Hins vegar erum við bún
ir að búa við þetta allt frá
stofnun verksmiðjunnar eða í
um 15 ár. Eitthvað hefði mátt
lagfæra á þessum tima.
— Hvað segir þú almennt um
stöðu verkamannsins í dag?
Sigfinnur Sigurðssom.
— Mér finnst verkamaður-
inn í dag illa staddur hér á
landi, ef miðað er við þá þró-
un, sem hefði getað verið að
öllu eðiilegu. Þær kjarabætur,
sem við fengum I desember eru
allar farnar, og meira en það.
Ég tel að leiðtogar okkar
verkamanna hafi látið hlunn-
fara sig heldur ilia með löng-
um samningum, eða til tveggja
ára. Þeir sögðu að nú væri kom
in rikisstjórn, sem treysta
mætti að væri okkur hliðholl.
Ég tel hins vegar að svo sé
ekki og er það þegar sannað.
Það hefði mátt doka með lang-
tímasamninga þar til sýnt var
hvern hug ríkisstjðmin bar til
launþega. Haldi svona áfram
er ekki annað sýnt en komin
verði 40% kauþmáttarskerðing
við lok samningstímans.
-— Og að lokum?
— Ég vil eindregið hvetja öll
verkamannafélög, sem eíga eig
in lifeyrissjóði, að þau taki ein
dregna afstöðu gegn því að
hleypa rikinu nokkum tima ná
lægt þeim, eins og nú virðist
eiga að gera með vaidboði. I
húsnæðismálum tel ég að verið
sé að íþyngja launþegum veru
lega með álagningu fasteigna-
skatta og að með því sé verið
að stuðla að þvi að enginn geti
eignazt þak yfir höfuð sér og
þá alira sízt verkamenn. Eða
halda menn að það verði ekki
að lokum þeir, sem í húsunum
búa, sem greiða verða þessa
skatta, hvort sem þeir eiga hús
in sjálfir eða ekkL
Uggur býr
í mörgum
Sigfimmir Signrðs#n:in 1. v.iira-
formaður B.S.B.B.
Spurðu nokkra kunningja
þína hver séu mest aðkallandi
vandamál hér á Iandí I dag. Er
það kaupgjaldið, verðbólgan,
skattarnir, landhelgin, varnir
landsins eða ríkisst jómin sjálf ?
Vafalaust eru skoðanir mjög
skiptar. Staðreynd er, að af-
koman er góð hjá flestum. Sum
ir þakka það náttúrulegum að-
stæðum og góðri ríkisstjóm.
Runólfur Pétursson.
Aðrir telja að gððærið fái ekki
notið sín þrátt fyrir áhrif rlkis
stjórnarinnar, því að hennar
gæti svo til hvergi, enn sem
komið er. Fjárlög voru reyndar
samþykkt. Þar reynir enn
sem komið er aðeins á útgjöld
rikissjóðs en skattarnir koma
síðar. I>að má hins vegar bæta
því við að aðgerða ríkisstjórn
arinnar er farið að gæta til
muna I Póliandi og á Spáni, á
meðan íslenzkur skipasmíðaiðn
aður getur hvorki lifað né dá-
ið. Pantanir erlendis nema
rúml. 4 milljörðum króna. Þessi
skipakaup leggja grundvöllinn
að mikilli uppbyggingu fiski-
skipasmíða í PóIIandi og á
Spáni. Að hinu leytinu eru
horfur á skorti á tæknimönn-
um til að annast eftirlit og við
hald með skipunum hér innan-
land3. Sumir vilja gera land-
helgismálið að aðalmáli dags-
ins 1. mai. Það er vel gert og
vafalaust styðja það mál flest-
ir. Hinu er þó ekki að leyna
að uggur býr i mörgum. Boðað-
ar hafa verið takmarkanir á
íbúðarbyggingum og takmörk-
un á ,,óþörfum“ innflutningi,
svo að skilja má að sólarfrí í
Suðuriöndum verði líka að bíða
betri tíma ein3 og kaup á bif-
reiðum o.þ.h.
Boðaður er fullur samnings-
réttur til handa opinberum
starfsmönnum. í því sambandi
liggja hin margvíslegustu skil-
yrði í loftinu. Margir stjórn-
máiamenn hafa þó á undanförn
um árum rætt um skilyrðislaus
an samningsrétt og þar með
verkfallsrétt fyrir opinbera
starfsmenn. Málið virðist ekki
jafn eínfalt nú og áður. Að þvi
vinnur fjölmenn nefnd skipuð
af ríkisstjórninni. Mér dettur í
hug maðurinn, sem sagðist
skilja málið alveg, þangað til
hann færi að hugsa um það.
Samningsréttarmálin eru
brýnustu hagsrmunamál opin-
berra starfsmanna í dag. Af
hálfu B.S.R.B. er ljóst að ekki
verður grundvöllur fyrir nýja
kjarasamninga skv. gildandi
lögum. Þessi lög voru merkur
áfangi fyrir 10 ánum, en þeim
Uústaf Einarsson,
var ekki ætlað að gilda sem
meistaraverk um aldur og ævi.
Beztu kveðjur til allra opin-
berra starfsmanna.
Flóð verðhækk-
ana skollið yfir
Runólfur Pétursson, formað-
ur Ið.ju, fél. verksmiðjufólks í
Reykjavík.
A morgun er 1. maí, bar-
áttudagur verkalýðsins. Þá eru
bornar fram kröfur verkalýðs
félaganna í kröfugöngu, sem
öil ver'kalýðsfélögin í Reykja-
vík standa að.
1. mai í ár er sérstæður að
því leyti, að nú mun verkalýðs
hreyfingin ekki bera fram kröf
ur á hendur vinnuveitendum
eða ríkisvaldinu en leggst á
eitt um að standa vörð um Iíf3
afkomu þjóðar okkar, 50 mílna
landhelgi. Verkalýðshreyfing-
in veit, að það mál verður tor-
sótt ef þjóðin stendur ekki öll
saman í þvi þjóðarhagsmuna
máli. Þvi er það að verkalýðs-
hrevfingin vill, að þessu sinni
helga 1. maí landhelgismálinu.
1. maí var fyrst haldinn há-
tíðlegur 1923 þá var hugur í
mönnum um að sá dagur skyldi
verða baráttudagur hinna vinn
andi stétta. Síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar og flest-
ar þær kröfur, sem þá voru
settar fram, séð dagslns ljós.
Megum við vera þeim mönnum
þakklátir, sem stóðu í þeirri
baráttu.
Hinn 4. desemher s.I. voru
gerðír nýir kjarasamningar við
atvin nurekendur. Þessir samn-
ingar gáfu verkalýðshreyfing-
unni nokkrar kjarabætur í
áföngum á næstu tveimur ár-
um. Síðan hefur skipazt veður
í Iofti og flóð verðhækkana
skollið yfir þjóðina. Ekki er
annað sýnilegt en að þær
kjarabætur, sem fengust i des-
ember séu nú þegar uppétnar.
Ekkert bólar ennþá á loforð
um ríkisstjórnarinnar um 20%
kaupmáttaraukningu þá, sem
heitið var á næstu tveitiwir ár-
Gústat Kristiansen.
um. Þessi tvð ár eru að vísu
ekki liðin og vonum við að
stjóm hinna vinnandi stétta
standi við gefio beit og auki
kaupmátt launa um 20%..,-
1 tilefni 1. maí vil ég færa
Iðjufélögum og öðrurn lands-
mönnium minar hszbu árnaðar-
óskir með daglnrt
Stöndum vörð
um það sem
áunmzt hefir
Gústaf Einr.rsson, verkstjóri.
Gústaf Einarsson, verkstjóri
í ToUvörugeymslunni og fyrr-
um togarasjómaður sagði þetta
í tilefni 1. maí-hátíðar laun-
þega:
í dag er 1. maí, dagur verka-
lýðsins. Á degi sem þessum er
ekki óeðlilegt að litið sé yfir
farinn veg og einnig horft
fram til komandi tíma.
Ef litið er tii baka, til fyrri
ára, verður ekki hjá því kom-
izt að sjá að okkur hefir miðað
mikið fram á við. Hlutir, sem
eru taldir sjálfsagðir í dag,
voru i hillingum fyrir nokkr-
um árum. Nú er svo komið, að
við íslendingar lifum við þau
kjör, sem bezt þekkjast í hin-
um vestræna heimi. Og þá er
eðlilegt að menn spyrji: Hvers
vegna? Hvernig má það vera,
að íslendingar, sem búa í landi
sem stundum hefir verið talið
á endamörkum hins byggilega
heims, geti lifað eins og þjóðir,
sem búa við rótgróna atvinnu-
vegi og stóriðju?
Svörtn eru sjálfsagt m-örg.
En ætli það sé ekki eitt af
fyrstu svörunum, að það sé
sjávarútvegurinn, sem hefir
skapað okkur þessi lífskjör,
því við megum ekki gleyma þvi
að feður Reykjavíkur voru
tómthúsmenn. Það voru þeir,
sem iögðu grunninn að hinni
gönrrlu. góðu Reykjavfk. Siðan
tðku skútur og togarar við með
dugmiklum sjómönnum og
héldu áfram að byggja upp ný
tízku borg með malbikuðum
götum, rafmagni, hitaveitu og
Helgi Agnarsson.
öllum þeim þægindum, sem við
búum við í dag.
Og með vaxandi tekjum, og
þar með meiri framleiðslu bötn
uðu lífskjörin, en lifsbaráttan
mildaðist. Nú er svo komið, að
fðlk, sem er miðaldra, er kom-
ið í allt annan heim en það
þekkti á sínum uppvaxtarár
um.
Það er talið vandameira að
gæta fengins fjár en afla þess.
Því er það nauðsynlegt að
hver og einn standi vörð um
það, sem áunnizt hefir og leggi
jafnframt stein i byggingu
framtíðarinnar tii lands og
sjávar.
Lífsnauðsyn er að allir lands
menn hafi nóg að starfa. Þá
mun landi og þjóð vel vegna.
Kaupmáttur
launa haldist
Gústaf Krisf.ia.jisnii, formað-
ur Sveinafélag-s pípulagrnimg-
armiwna.
Gústaf Kristiansen formaður
Sveinafélags pípulagningar
manna leggur áherzlu á eftir-
farandi í 1. maí-ávarpi sínu:
Hinn 1. maí verður manni
hugsað til þess að þeir kaup-
og kjarasamningar, sem nú
hafa verið gerðir tii tveggja
ára, færi mönnum það, sem til
var ætlazt við gerð samning-
anna.
Auðvitað leggja launþegar á
það höfuðáherzlu að þeir haldi
kaupmætti launa sinna óskert-
um allt samningstímabilið.
Þetta er í raun réttri krafa
verkalýðsins og það er hlút-
verk félaganna í landinu að
standa vörð um að þessi þunga
miðja samninganna verði hald-
in og ekki eyðilögð með efna-
hagsaðgerðum ríkisvaldsins.
Það mál, sem bera mun hæ3t
á næstu mánuðum, er landhelg
ismálið, sem einnig hlýtur að
vera kjaramál allrar þjóðarinn
ar.
Það er því vel til fallið að
verkalýðisfélögin geri 1. maí að
baráttudegi þessa mikla máls.
Það er einlæg von mín að við
getum fært út landhelgismörk
okkar í 50 mílur hinn 1. sept-
ember n.k. og að þaðan I frá
höfum við einir rétt til nýtlng
ar á því hafsvæði, sem fæst við
þessa stækkun landhelginnar.
Svo óska ég ölium launþeg-
um gleðilegrar hátíðar.
Hvenær getum
við lifað á
40 stundum?
Helgi Agna.i-sson, formaðmur
Prentmyindasniiöaféiagfs Í3-
iands,
Við leggjum nokkrar spurn-
ingar fyrir Helga Agnarsson
Frandiald á bls, 26.