Morgunblaðið - 30.04.1972, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1972, Blaðsíða 1
64 SIÐUR ( TVO BLOÐ ) 96. tbl. 59. árg. SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1972 Prentsmiðja Morgunblaðsins Færeyingar semja: Veiðileyfi við Grænland Einkaskeyti til Mbl. Julianeháb, 29. apríl. I.OKIf) er viðræðum færeyskr- ar sendinefndar undir forsæti Atla Dains lögmamns við full- trúa grænlenzka Landsráðsins og grrænlenzkra fiskimanna. Eini árangrur viðræðnanna er sá, að færeyskir ogr danskir fiskimenn fá leyfi til þess að stunda fisk- veiðar innan fiskveiðimarkanna á svæðinu 60 gráður norðlægrar breiddar og 44 gráður vestlægr- ar lengdar — nánar tiltekið á svæðinu milii Kap Farvei og Lindenowsfjord á Austur-Græn- landi. Leyfið gildir aðeins eitt ár. Færeyskum og dönskum fiski- mönnum verður aðeins leyft að veiða þorsk og aUs ekki lax. Jafnframt krefst Landsráðið þess að brýnt verði fyrir fiski- mönnunum að þeir mengi ekki sjóinn með bensíni og olíu. Framhald á bls. 31. Einstætt afrek: Fullfrískur eftir blóðskiptinguna San Antonio, 29. april. AP. „MÉR líður vel, alveg eiins vel og mér leið áður eai ég veikt- ist,“ sagði Tors Oison lið- þjálfi, sem skipt \”»r lun blóð í f.vrir nokkru, d blaðamamia- fundi í dag. Olson þa,r þungt haldinn af lifrarsjtíkdómi og hafði legið í djúpu meðvit- undarleysi í marga daga, en náði meðvitund ednum degi eftir aðgerðina, s«m var fram kvænid 31. marz. Læknar segja að aðgerðin hafi verið „lokatilraun tii þess að bjarga lítfi Olsons," og er sagt að hér sé um að ræða ein stæða aðgerð í sögu læknis- fræðinnar. „Ég man að ég vaknaði daiginn eft'r aðgerð ina og heimsótti foreldra mina,“ sagði Olson. ,,Við sung um nokkra sáima.“ „Þetta er kraftaverk. Ég gaf aidre' upp atla von, en Framhald á bls. 31. Belga sleppt í Kína Hong Kong, 29. apríl — NTB BELGÍSKI bankastjórinn Frank van Roosbroeck, sem hefnr verið í haldi í Kína síðan 1950, kom í dag til Hong Kong eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi í Shang hai. Van Roosbroeck var forstjóri Shanighai-deildar Banqiue Belige pour l’Étanger á árunium fyrir 1950. Hann var kyrrsettur þegar hann ætiaði að snúa aftur til Belgíiu ba.r sem banki hans liaifði fiutt 10 mUlljónir dollara tii EUindaríkjanna skömmu fyrir Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.