Morgunblaðið - 27.05.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAl 1972 Úitgefandi hf. Árvtíkuc Rfeytojavfk Fnam'kværndas-tjóri Ha.raídur Svei-nsison. .RiHSitjórar Matfhías Joh-annessen, Eyjóltfur K-onráð Jórisson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunrrarsson. RitstjórnarfiuUitrúi Þíorbljörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jólhannsson. Augilýsinga&tjórj Árn-i Garðar Kristinsson. Ritstjórn ög afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 1Ö-100. Augi/ýsingar Aðalstræti 6, siími 22-4-80. Áskriftargjald 225,00 kr á mániuði in-nanlands í lausasölu 15,00 Ikr eint-a'kið ÞJÓÐNÝTING LYFJAVERZLUNAR BANDARIKIN GEGN OFVEIÐI ritt af stefnumálum vinstri stjórnarinnar var þjóð- nýting lyfjaverzlunar. í mál- efnasamningnum víðfræga ságði, að eitt af helztu verk- efnunum í einstökum at- vinnugreinum væri „að end- urskipuleggja lyfjaverzlunina með því að tengja hana við heilbrigðisþjónustuna og setja hana undir félagslega stjórn.“ Þetta er fínt orða- lag, sem táknar þjóðnýtingu, en þjóðnýtingin er nú orðin svo óvinsæl, að það orð heyr- ist helzt ekki nefnt af stjórn- arsinnum, þótt stefnt sé að sósíalisma á mörgum sviðum. Enn hefur að vísu ekkert á því bólað, að lyfjaverzlunin verði þjóðnýtt, en hins vegar hefur slík þjóðnýting komið til framkvæmda í Svíþjóð og er ekki úr vegi, að menn geri sér grein fyrir, hvern árang- ur sú stefna hefur borið þar í landi. í stuttu máli má segja, að árangurinn af ríkisrekstri lyfjaverzlunar í Svíþjóð hafi orðið sá, að á fyrsta starfsári hafi fyrirtækið tapað öllu stofnfé sínu, 37,5 milljónum sænskra króna. Lyfjaverð hefur hækkað meir en í öðr- um löndum, þjónustan versn- að og verðjöfnunarsjóður, sem nam 25 milljónum króna, hefur verið etin upp. Að vísu eru það engin ný sannindi, að ríkisfyrirtæki séu ver rekin en einkafyrirtækin, en fyrr má þó rota en dauðrota. Þegar sósíalistar koma stefnu sinni í framkvæmd á einstöku sviðum, reyna þeir oftast að halda þjónustunni í sæmilegu horfi fyrst í stað, svo að viðbrigðin verði ekki of mikil. Er þá minna tillit tekið til hagkvæmni í rekstri, en í Svíþjóð hafa sósíalist- arnir áorkað að hækka lyfja- verð og tapa miklu fé, sam- hliða því sem þjónustan hef- ur versnað svo, að fólk þarf oft að bíða dögum saman eft- ir því að fá afgreiddar lyfja- pantanir. Samkvæmt stefnuskrá vinstri stjórnarinnar á heil- brigðismálaráðherra, Magnús Kjartansson, að vera yfir- apótekari á íslandi. Enginn fyrirfinnst hér meiri þjóðnýt- ingarmaður, harðsnúnari sósíalisti, en hann. Ólíklegt er þess vegna, að hann hafi ekki þegar undirbúið rekstur ein- okunarfyrirtækis um lyfja- verzlun á vegum ríkisins, og engum kæmi á óvart, þótt hann fengi til aðstoðar við sig þá sænsku sérfræðinga, sem hafa haft með höndum framkvæmd mála þar í landi. rins og getið hefur verið I- hér í blaðinu, lagði að- stoðarviðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna áherzlu á það á fundi Norðvestur-Atlants- hafsfiskveiðinefndarinnar, sem haldinn er í Washington, að brýna nauðsyn bæri til þess að gera róttækar ráð- stafanir til að stemma stigu við ofveiði. Sagði hann, að svo kynni að fara, að Banda- ríkin hættu þátttöku í starfi nefndarinnar, ef hún ákvæði ekki afdráttarlausar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir eyðileggingu fiskstofna. Þau sjónarmið, sem ráðið hafa stefnu íslendinga í frið- unarmálum, eignast nú með degi hverjum fleiri formæl- endur, ekki sízt í Bandaríkj- unum, en undan ströndum Ameríku hefur rányrkja ver- ið stunduð með þeim afleið- ingum, að menn sjá fram á, að verið sé að eyðileggja fiski miðin og jafnvel að útrýma ákveðnum fisktegundum. Þegar gengið var til kosn- inga hér á landi fyrir einu ári, benti Sjálfstæðisflokkur- inn á, að hyggilegt væri að geyma endanlega ákvörðun um víðáttu fiskveiðilandhelg- innar og tímasetningu út- færslunnar, þar til undirbún- ingsfundurinn, sem haldinn var fyrir hafréttarráðstefn- una í júlímánuði í fyrra, hefði lokið störfum. Þegar á þeim fundi, kom í ljós, að málstað- ur okkar vinnur mjög ört á. Að þeim fundi loknum hefði sjálfsagt engum dottið í hug að miða útfærsluna við 50 mílur heldur landgrunnið allt, eða jafnvel að stefna að 200 mílna landhelgi. En núverandi stjórnarflokk ar höfðu rígbundið sig við 50 mílurnar sem lausnarorðið. Var því ekki um annað að gera en að styðja þá stefnu, þegar tilraunir til að fá ríkis- stjórnina til að miða útfærsl- una við landgrunnið allt höfðu orðið árangurslausar. En meginatriði málsins er, að tíminn vinnur með okkur, og innan fárra ára er líklegt, að 50 mílna landhelgi heyri fortíðinni til og þá verði unnt að friða landgrunnið allt og jafnvel öll veiðisvæði 200 mílur undan ströndum. Á slóðum 50 burtrekinna erlendis Hrein fásinna að senda ungl inga óyfirvegað til útlanda Fíknilyf janeyzla fslendinga erlendis alvarlegt mál íslendinga Það er hrikaleg staðreynd að nm 50 ungrum fslendingiiim skuli hafa verið vísað úr Bret- landi, Danmörku og Svíþjóð á s.I. tveimur árum fyrir hass- reykingar og: sölu á hassi. Þess ar upplýsingrar komu fram þeg ar Morgrunblaðið sendi einn af blaðamönnum sínum til þess- ara landa fyrir skömmu til þess að kanna hvernig ungt íslenzkt fólk stendur þar í fíknilyfja- málum, ýmsar sög:ur hafa gfengf ið um þau mál. Kom í ljós að mestu vandræðin eru í sam- bandi við unglinga, allt niður í 13 ára gramla, sem fara til út- landa án þess að eig;a nokkurn vísan samastað eða aðhald og: eftirlit á ábyrgu heimili eða dvalarstað. Fer hér á eftir frá- sögn af hálfsmáiraðarferð und- irritaðs blaðamanns í könnun á þessu máli í þessum þremur löndum. Strangt tekið á hassfólki í London „Það er eitt stórmál, sem við verðum að kanna eins og við getum,“ sagði ritstjórinn á venjulegum daglegum fundi rit stjóra og blaðamanna Morgun- Maðsins í apríllok s.l. „Þetta mál Varðar eklki aðeins oikkar unga fólk, heldur alla þjóðina. Við verðum að kanna hvar ungt íslenzkt fólk stendur í sambandi við eiturlyfjanotkun og vandræði í Kaupmanna- höfn, London og New York, helztu borgum, sem íslenzkt ungt fólk sækir til. Tveir blaða menn verða að fara í þetta verkefni, strax í maíbyrjun annar til New York og hinn til London og Kaupmannahafnar og Svíþjóðar ef þurfa þykir." London var fyrsti áfanga- staður. Eftir nokkurra daga at hugun þar lá það ljóst fyrir að á s.l. tveimur árum hefur lög- reglan þar Vísað úr landi um 20 íslenzkum ungmennum, sem öll höfðu verið undir hassáhrif um og staðið í öðrum vandræð- um. 20 íslenzk ungmenni, flest stúlkur á aldrinum 14—17 ára. Það hef r ekki komið fram áð- ur, að íslenzkum ungmennum hafi verið visað þannig frá öðr um löndum, en þó að þessi tala sé ekki há miðað við þann fjölda islenzks ungs fólks, sem ferðast um London, þá er þetta há tala fyrir okkar þjóð. Samkvæmt upplýsingum lög reglunnar i London þá eru mjög strangar reglur ríkjandi í þessum málum og ef fólk í eit- urlyfjafikti eða öðrum vand- ræðum kemst í tæri við lög- regluna þá tekur hún það mjög föstum tökum. Allur þorri íslenzkra náms- manna í Bretlandi virðist sam- kvæmt ummælum fjölmargra stunda nám sitt af kappi og lít ið af þeim vandræðum sem um getur má rekja til þeirra. Ástandið er verst á sumrin þeg ar mjög ungt fólk, allt niður í 13—14 ára stúlkur fara til London sem au-pair stúlkur, eða í aðra vinnu. Sumar þeirra hafa lent mjög illa út á lífinu og í sumum tilvikium verið vís- að úr landi. Samkvæmt viðræð um við lögreglu, sendiráð og fleiri aðila ber öllum saman um að það sé hrein fásinna að senda svo ungar stúlkur til út- landa í vinnu á stöðum þar sem allt er óvíst um aðhald fyrir stúlkurnar og fólkið sem það fer til. Hefur mörg sorgarsag- an orðið til vegna slíkrar utan farar. Sorgarsögur ungra ferðalanga Eina má nefna ekki gamla. 16 ára ung stúlka íslenzk hafði dvalizt í London í fáa daga þegar lögreglan hirti hana uppi í rúmi hjá Persa og var hún bæði undir áhrifum eit urlyfja og áfengis. Henni var vísað úr landi, en málinu er ekki lokið þar með. Nokkrum mánuðum seinna fékk sendiráð ið bréf frá Islandi þar sem það var beðið að útvega barnsfað- ernisviðurkenningu á væntan- Legu barni stúlkunnar. Faðir- inn? Jú, það var vitað að hann var persneskur og hét Ali, en Ali er algengara nafn í Persíu en Jón á fslandi. Að lenda í góðum eða slæmum félagsskap Líklega lætur nærri að lög- reglan hafi haft afskipti af 1— 2% þeirra unglinga sem sækja London, en allflestir koma sér vel áfram þar sem þeir eru. Margar ungu stúlkurnar, sem ráða sig hins vegar í vist eða annað, geta hins vegar illa sætt sig við þann aga, sem ríikir á mörgum brezkum heimilum og eru dæmi um það að stúlkur hafa strokið af heimilunum, en verið síðan hirtar upp af lög- reglunni þar sem þær hafa ver ið I margvíslegum vandræðum. Það virðist ljóst að ungt is- lenzkt fólk er fljótt að setja sig inn í málin erlendis, en ef til vill gera íslenzkir foreldrar sér ekki grein fyrir því að freistingar og hættur þessara stórborga eru ákaflega margar og alvarlegar og það þarf ekki mikið að bera út af til þess að illa fari. Þau neikvæðu dæmi sem um getur má oft rekja til þess að unga fólkið hefur lent í slæmum félagsskap og látið til leiðast að prófa eiturlyf eða áfengi og í þessum stórborgum svifast menn einskis þegar þeir hafa slikt fólk í höndunum. Ein stúlka, íslenzk, var bú- in að vera tæpan sólarhring í London þegar lögreglan tók hana fasta í hasssamkvæmi. Stúlkan, sem var 15 ára göm- ul, var flutt út á flugvöll og geymd þar í vörzlu lögregl- unnar þar til næsta fl'U'gvél var til Islands. Þessi stúlka hafði ekki verið í neinum vandræð- uim á Islandi, en foreldra hennar mun hafa langað að hafa svolítið „sérstakan tíma fyrir sig“ og vildu því endi- lega að dóttirin færi skotferð út í heim að skemmta sér. Þar lenti hún í slæmum félagsskap og kunni ekki við að vera að „sýna ókurteisi" í útlandinu. Því fór sem fór. Þannig dæmi eru ekki aðeins til í London, heldur einnig í Oxford, Bright- on og Birmingham. Reiðileysi vegna ónógs ferða- undirbúnings Eins og fyrr segir skiptir sá fjiöldi íslendinga hundruðum, sem hefur síðustu ár farið til Bretlands til náms og vinnu og allur þorri þess fólks hefur komið sér vel, en þeir sem hafa lent í vandræðum eru mest kornungar stúlkur, sem lent hafa í reiðileysi vegna lítils eða einskis ferðaundirbúnings að heiman. Eingar regiur eru um aldiur ís- lenzkra stúlkna, sem fara í au pair störf í Bretlandi, en t.d. hafa Norðmenn gert samning við Breta um að lágmarksald- ur stúlkna í slík störf sé 16 ár og er samvinna milli land- anna um eftirlit með þeim stúlk um til þess að allt sé í lagi. Einn morguninn þegar ég var að ræða við ungt fíknilyf ja fól'k á eintni neðanjarðarjá'rn- brautarstöðinni í Londoin, hné allt i einu niður ein stúlkan úr hópnum. Allir í hópnum höfðu verið að reykja hass, en auð- velt er að fá hass keypt i Lond on. Þessi stúlka var um tvítugt, snyrtilega klædd, en innan skamms var lögregia og sjúkra lið komið á vettvang. Allir vin ir hennar höfðu auðvitað tvístr azt áður. Ég fylgdi lögreglunni eftir og þegar skýrsla var tek- in af stúlkunni kom í ljós að hún var frá Skotlandi og hafði verið tvo daga í London. Ein- hver stúlka sem hún kannaðist við hafði boðið henni upp á hasspípu og þessi hlédræga sveitastúlka hafði ekki kunnað við að neita boðinu, sem stór- borgin bauð upp á. Ferð henn- ar til Lundúna var ekki lengri hún var send heim undir lög- reglueftirliti. Þannig mætti halda áfram að telja, en hvað snertir íslenzku hliðina á þessu máli hefur mál ið ávallt verið alvarlegast á sumrin þegar unglingar eru á ferð. Hass eða önnur eiturlyf MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAl 1972 17 Ingólfur Jónsson; Taprekstur f y rirsj áanlegur hjá útflutningsidnadinum Menn eru ekki alitaf sammála um með hvaða hætti sé bezt að vinna að bættum lífskjörum al- mennimgi til handa. Þá kemur það oft fram í umræðum, að ýms ir gera sér alls ekki grein fyr- ir því, að raunhæfar kjarabæt- ur geta ekki átt sér stað nema þjóðarframleiðsla og þjóðartekj- ur aukist. Til þess að þjóðarfram leiðslan megi aukast, verða at- vinnuvegirnir að ganga snurðu- laust og með fullri afkastagetu. Verzlunarkjör við útlönd hafa, eins og reynslan sýnir, mikil áhrif á þjóðartekjurnar. Á und- anförnum árum hafa atvinnutæk in aukizt. Nýjar atvinnugreinar hafa verið upp teknar með full- komnustiu tækni. Margar at- vinnugreinar hafa á ýmsum tím- um gefið arð og því getað tekið á sig aukin útgjöld m.a. kaup- hækkanir til starfsfólks. Má benda á, að af þeirri ástæðu voru óumdeilanlegar kjarabætur og aukinn kaupmáttur launa seinni hluta árs 1970 og fyrri hluta ársins 1971. Á þeim tima var fyrir það girt, að umsamd- ar kjarabætur rynnu út í sand- inn og skoluðust burtu í verð- bólguflóði. Það ætti að vera áhugamál allra, launþega jafnt og vinmu-' veitenda, að atvinnufyrirtækin gefi hverju sinni nokkurn arð. Hagnaður atvinnuveganna tryggir atvinnureksturinn og legigur grundvöll að atvinnuör- yggi og betri kjörum fyrir starfsstéttirnar. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu reynt að breiða út þá skoðun, að hún sé sérstaklega velviljuð launþeg- um. Ekki er að efast um, að rík- isstjórnin hefur góðan vilja. En það dugar ekki til, ef öfugt er unnið og réttan skilning vant- ar. Hlutur launþega getur ekki orðið góður, ef hagsmunir at- vinniuveganna enu fyrir borð bomir. Segja má, að það hafi ekki verið ætlun rikisstjórnar- innar að gera það. En þegar yf- irsýn vantar um hagsmuni þjóð- arheildarinnar, getur ekki vel farið. Hagsmunir landsmanna allra eru samtvinnaðir. Þess vegna ber að skoða málin, og finna heppilega lausn á þeim, í Ijósi þeirrar staðireyndar. HÆRRI HUNDRAÐSHLUTI I SKATTA Verðbólguflóðið kemur í veg fyrir raunhæfar kjairabætur. Launþegar fá fleiri krónur en áð ur, en útgjöld heimilanna hækka eins mikið og jafnvel Ingölfur Jónsson. meira en það sem launahækkun inni nemur. Ríkisstjórnin heldur því fram, að kaupmáttur launa muni aukast mjög mikið frá næstu m4naðamótum. Sannleik- urinn er sá, að ríkisstjórnin full yrðir meira en hún veit. Ýmsar hækkanir eru fram komnar, sem ekki er enn reiknað með í vísi- tölunni. Þá má ekki gleyma skatt seðlinum, sem mun vekja hroll hjá mörgum þegar hann birtist. Skattahækkunin mun taka kúfinn af kauphækkuninni hjá ótrúlega mörgum launþeg- um. Munu því margir ætla, að of lítið verði eftir af launatekj- unum til þess að mæta hækkun um á vöruverði oig öðrum út- gjöldum. En ríkisstjórnin er e.t.v. enn þeirrar skoðunar, að óþarft sé að reikna með skatta- hækkunum. Fjöldi manna hefur reiknað út, hvað mikið skattbyrð in vex frá fyrra ári. Margir skatt greiðendur m.a. í lægri launa- flokkum gera sér grein fyrir því, að í þetta sinn fer hærri hundraðshlu'ti af tekjunum í skatta en nokkru sinni fyrr. Þessu má ekki gleyma, þegar leit að er eftir þvi, hvort kaupmátt- ur launa hefur aukizt. ÓTTAST HALLAREKSTUR En verðbólgan og skatta- hæktouniin leika ekki að- eins launþegana grátt. Verðbólg an ógnar atvinnuvegunum. Marg ir óttast, að hallarekstur verði i flestum atvinnugreinum seinni hluta þessa árs. Ef til þess kem- ur er mikil hætta framundan. Reiknað er með, að frystihúsin og annar útflutningsiðnaður búi við taprekstur síðari hluta árs- ins. Ríkisstjórnin hefur lýst þvi yfir, að hún muni ekki lækka gengi islenzkrar krónu. Það eru út af fyrir sig góð fyrirheit. En gjaldmiðillinn er lækkaður í reynd, þegar svo er komið að út- flutningsatvinnuvegimir eru reknir með halla, vegna verð- bólgu og aukins tilkostnað- ar. Verðlag á útflutningsvör- unni er hærra en nokkru sinni fyrr og öll ytri skilyrði eru góð. Því sorglegra er það, að stór- kostlegur vandi skuli nú vera á næsta leiti í atvinnulífinu. Til lengdar verða atvinnuvegirn- ir ekki rel-cnir með miklu tapi. Á árunum 1957—1958 tók gamla vinstri stjórnin upp það ráð að leggja á svokallað yfir- færsI'UE'jald á gialdeyrinn. Var gjaldið notað til þess að hjálpa útflutningsframleiðslunni. En þetta ráð reyndist ekki vel og dugði illa. Yfirfærslugjaldið varð til þess, að stórhækka flest ar innfluttar vörur. Afleiðingin varð meiri dýrtíð og enn meiri erfiðleikar. Vonandi rætist bet- ur úr að þessu sinni en útlit er fyrir. Menn ve'ta þwí fyrir sér, hvort núverandi ríkisstjóm muni á hausti komanda gripa til sömu ráða og gamla vinstri stjórnin gerði til stuðmings út- flutningsframleiðslunni. Rík- isstjórnin hefur frá fyrstu valda dögum sínum hagað sér á marg- an hátt líkt og systurstjórnin frá árunum 1956—58. Er því eðli- legt að álykta að framhaldið geti orðið í samræmi við það. voru ekki til staðar hjá þeim íslenzíku námsmönnum, sem ég kynntist í London, en þó hafði ég spurnir af námsmönnum, sem f'itota við sl'ítot. Burtrækir íslendingar í Kaupmanna- höfn — miðstöð eiturlyfja á Norðurlöndum Áður en við víkjum alveg yf ir til Kaupmannahafnar frá London er rétt að benda á að lögreglan í London er miklu strangari og aðgangsharðari í þessum málum en Kaupmanna- hafnarlögreglan, þó að hún hafi hert á eftirlitinu síðustu miánuðina. Einnig er vitað að sumt fólk sem byrjaði að reykja hass i London hefur haldið því áfram eftir að heim er komið, jafnvel þó að það hafi verið illa farið. Kaupmannahafnarlögreglan hefur einnig vísað um 20 ungl- ingum úr landi vegna notkun- ar fíkniefna, á s.l. tæpum tveim ur árum. 1 fáum tilvikum hefur sendiráð íslands í Kaupmanna- höfn haft með málið að gera, en oft fer lögreglan með eltur- lyfjafólkið beint út á flugvöll og sendir það með næstu ferð til síns heimalands á kostnað danska ríkisins. Ekki alls fyrir löngu var t.d. 5 islenzkum ung um mönnum vísað úr Dan- mörku og þeir sendir til ls- lands undir lögreglueftirliti. Það er einnig stutt síðan Kaupmannahafnarlögreglan fór út á flugvöll með 60 manna hóp fólks, sem hafði verið að reykja hass víðs vegar í Kaup- mannahöfn og þaðan var hver og einn sendur til síns heima- lands á kostnað danska rikis- inis. Af þessum 60 manna hópl voru tveir ungir menn frá fs- landi. I leit að ætt- ingjum sínum Talsvert er um það að fólk frá Islandi hafi samband við ís lenzka sendiráðið í Kaup- mannahöfn og biðji það að leita að ættingjum sínum, oft ungu fóltoi, sem það hefur e'ktoi heyrt neitt frá i marga mánuði ef til vill. Yfirleitt lendir það á íslenzka prestinum í Kaup- mannahöfn að finna þetta fólk og reyna að tala um fyrir því, en það er oft erfitt, því að sumt af þessu fólki er hreinlega bú- ið að segja sig úr samfélaigin'U, missa trúna á þjóðfélagið og sjálft sig. Stundum heppnast að ná árangri í þessum málum, en þarna er um að ræða fólk sem ýmist er í eiturlyfjum eða annarri óreglu svo sem áfengi. Til þess að sendiráðið geti gert eitthvað í að koma fólki heim verður það að hafa sambamd við utanríkisráðuneytið á fs- landi. Hins vegar hefur utan- ríkisráðuneytið þurft að leggja fram hundruð þús'unda króna a.m.k. til þess að koma þessu fólki heim til fslands. Margt ungt vandræðafólk kemur einnig í sendiráðið illa haldið og bi'ð'Fur um fyrir- greiðslu til þess að komast heim, en þegar þeim er sagt að það verði að hafa samband við aðstandendur sína heima, vill það ekki standa í því og hrakningarnir halda áfram. Auðséð hefur verið að sumt af þessu fólki er undir áhrifum eiturlyfja. Einnig er talsvert um það að ungt fólk komi til Kaupmanna hafnar að sumarlagi til þess að fá vinnu, en veit þá ekkert hvert það á að snúa sér og lendir í vandræðum. Þó er yfir leitt allt í lagi með stærsta hlut ann af íslenzka fólkinu og það klárar sig vel í vinnu og er vel liðið. Hins vegar er sömu sögu að segja og í London. Margir koma í reiðileysi og lenda úti á galeiðunni með sorglegum af leiðingum. Eiturlyf er auðvelt að fá og mikill hluti unga fólksins próf ar til dæmis hass þó að það ánetjist því ekki, en það eru alltaf einhverjir sem gera það og þar með skapast vandræð- in. Einnig hefur hluti af þvi ís- lenzka fólki sem hefur verið vísað úr landi lent í höndum lögreglunnar dönsku vegna eiturlyfjasölu, en það er litið mjög alvarlegum augum og við urlög við því hafa verið hert að mun. Hreppakrytur í hippahverfinu í Kaupmannahöfn kom ég í samkvæmi hjá islenzkum náms mönnum og þar var tekin upp hasspípa og reykt en meirihlut inn reykti þó ekki. Þá var heimsóknin í Kristjaníu all for vitnileg. f þessu gamla bæjar hverfi, sem ínniheldur mörg stór hús búa um 600—700 EFTIR ÁRNA JOHNSEN manns, flest hippar, en þeir lögðu þessi tómu hús undir sig fyrir tveimur árum. Ef húsnæði er laust i Krist- janiu getur hver sem er tekið herbergin þar og þá er ekki verið að hleypa hverjum sem er inn, heldur er fólk mjög ákveðið í að vera í friði í sinni skonsu. f fyrra skiptið sem ég kom þangað logaði allt í slagsmál- um í einni blokkinni. Þar bjuggu hippar frá Finnlandi og höfðu margir þeirra orðið trylltir þegar morfínmarkaður- inn tæmdist vegna róttækra að gerða lögreglunnar. Voru allar rúður brotnar og hurðir í maski. Annars er komið harð- asta stjórnskipulag á alla íbúa í Kristjaníu og „kontröllið“ er til húsa á jarðhæð í blokkinni. Þar er hægt að fá upplýsingar um það hvar hver býr og þar eru innheimt gjöld, sem komin eru i Kristjáníu. Eru íbúarnir því heldur farnir að bakka í stjórnleysisáformum sínum, þegar málið varðar rétt þeirra sjálfra. í kontrolinu fékk ég að vita hvar íslendingarnir 10 búa, en það er á tveimur stöð- um. í einni blokkinni búa þeir 7 saman á einni hæð, en á öðr- um stað búa þrir eldri menn, sem eru búnir að vera á liðlega árslöngu fylliríi í Kaup- mannahöfn og peninga fá þeir með því að betla á Strikinu. 7 menningarnir hins vegar hafa komið sér vel fyrir, hafa ljós og hita og hýbýli þeirra eru hin snyrtilegustu. Þegar ég kom til þeirra að kvöldlagi voru þeir að borða brauðsúpu og lesa tveggja daga gamalt Morgunblað. Flestir 7 menning anna, 6 piltar og ein stúlka, vinna, en þó eru einhverjir sem taka lífinu rólega og einn stundar nám. Námsmaðurinn spurði mig strax hvort að ég væri á móti hassi. Ég gaf lítið út á það, en hann sagði að sér fyndist sjálfsagt að leyfa svo saklausan hlut. Það var hans skoðun, en annars vegar sat ég uppi með staðreyndirnar hjá því unga fólki sem var nógu lengi í hassi til þess að leita til IJ3D og síðan morfíns og jafnvel heróíns. Það má skjóta því inn í að á síðustu árum hafa 100 manns dáið í Dan- mörtou vegna eiturlyfjaneyzlu. Hass er notað jöfnum höndum í Kristjaníu, en þó ákaflega mismikið. fbúamir eru af mörg um þjóðernum og má þar nefna auk Dana, ftali, Spánverja, Finna og reyndar fólk frá fjöl mörgum þjóðum. Ég gekk með íslenzku piltun um um hverfið og m.a. komum við inn í Vertshúsið. Þar var feikn mikil reykjarsvæla inni og leyndi sér ekki hassfnykur inn. Ekki leið á löngu þar til okkur var boðið hass á 9 kr. danskar grammið, en þeir sem höfðu vit á töldu þetta vera lé legt hass. Annars horfir ekki vel fyrir íbúum Kristjaníu, þvl að hið opinbera hefur farið fram á að hver ibúi gjaldi 75 kr. dansk- ar á mánuði í Ijós og 60 kr. d. í olíu. Er þessi upphæð það mikil að eins gott er að leigja sér herbergi víðast hvar í Kaupmannahöfn. Leizt fslend- ingunum illa á þessar kröfur, en ekki er ennþá útséð með hve Kristjanía lifir lengi með því stjórnskipulagi sem rikir þar. Stundum gerir lögreglan skyndileit þar og þá er smalað saman þeim sem eru undir hass áhrifum, en fólkið þarna er ákaflega misjafnt, sumir eru snyrtimenni aðrir örgustu sóð ar, enda er mikið um lús og slíkan ósóma í sumum húsum Kristjaníu. 100 g af hassi, takk, fyrir 10000 kr. Eitt kvöldið var ég með nokkrum íslendingum sem hafa verið lengi í Kaupmanna höfn og búa í nokkurs konar kommúnu. Um kvöldið kom einn íslenzkur piltur, sem vinn ur í verksmiðju í heimsókn og spurði hvort hægt vœri að útvega sér hass. Hann vildi fá 100 grömm og var með 900 danskar í vasanum. (Um 10000 kr. ísl.). Bkki þótti það mikið va'ndamál, en málið varð að leysa eftir krótoale'ðum. Tveir fóru i leiðangurinn og ég fékk að fyligja með. Eftir ferð í strætó vorum við komnir á Kongens Nytorv, þar sem sá sem ætlaði að kaupa kvaddi okkur og sagðist verða kominn aftur eftir 45—60 mínútur. Bið- um við úti í nepjiunni, en kaupandinn þurfti að fara til ákveðins aðila og sá ætlaði með honum til annars, sem hafði birgðimar. Þannig eru margir milliliðir í viðskiptunium og ef menn kaupa ákveðið magn fá Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.