Morgunblaðið - 27.05.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.05.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAI 1972 1 SAGAI N | maisret fær samvizkubit eftír seorses simenon Á Quai des Orfévres rekur venjulega hvert málið annað, án þess að nokkurt hlé verði á milli, ef þau berast þá ekki þrjú og fjögur í einu, svo að starfs- fólkið getur varla unnt sér nokkurrar hvíldar. En einu sinni eða tvisvar á ári gerist það, að allt fellur í dúnalogn og ekki þarf að sinna öðru en smávægi- legum símtölum. Að vísu stend- ur sá friður alltaf stutt og er venjulega lokið áður en nokk- ur hefur eiginlega veitt honum athygli. Þetta hafði einmitt gerzt dag- inn áður, sem var reyndar mánudagur, og mánudagar voru yfirleitt frekar rólegir dagar. En ástandið var óbreytt klukkan 11 á þriðjudagsmorguninn. Tveir eða þrir starfsmenn úr upplýs- ingadeildinni ráfuðu eirðarlaus- ir um frammi á ganginum. Þeir voru komnir til að gefa skýrsl- ur sínar. Inni á skrifstofunni sátu allir á sínum stað, nema einstaka maður, sem lá heima í inflúensu. Þessu var líkt farið víðast hvar í París þennan 10. janúar. Fólk fór sér hægt eftir jóla- haldið, samvizkan var farin að segja til sín. Nú þurfti að fara að borga húsaleiguna, og skatta reikningurinn var á næsta leiti. Loftið var þungbúið, í góðu samræmi við grámann í mann- fólkinu og litinn á gangstéttun- um, og það var kalt í veðri. Þó ekki nógu kalt til þess, að hægt væri að gera það að um- ræðuefni eða frétt í blaði. Þetta var bara ömurlegur hrá- slagi, sem sagði ekki til sín fyrr en eftir nokkra stund ut- an dyra. Miðstöðvarofnarnir á skrifstof unum voru funheitir, svo and- rúmsloftið varð þungt og þjak- andi. Við og við heyrðust smell- ir og hviss í rörunum, furðu- hljóð, sem áttu upptök sin í kyndiklefanum í kjallaranum. Starfsfólkið hafði snúið sér að smáverkefnum, sem höfðu ver ið látin sitja á hakanum eða víkja fyrir öðrum merkari. Gleymdar skýrslur voru dregn- ar upp úr skúffum, farið var að lesa úr gömlum línuritum og rekstrarmál afgreidd. Fólkið, sem útvegaði fréttir i blöðin eða var sjálft fréttamat- ur, var ýmist á Cote d’Azur eða við vetraríþróttir í fjöllunum. Ef ekki hefði verið búið að fjarlægja gamla kolaofninn á skrifstofu Maigrets, hefði hann getað staðið upp við og við til að bæta í hann eða skara í eldinn. En sá gamli var löngu horfinn. Maigret fannst hann ekki vera eins og hann átti að sér, enda þótt hann væri ekki beinlínis veikur. Þó hafði það hvarflað að honum á leiðinni í strætisvagn- inum frá Boulevard Richard- Lenoir, að hann væri að fá in- flúensuna. Eða voru það bara áhyggjurn ar af eiginkonunni, sem höfðu þessi áhrif á hann? Vinur hans, Pardon læknir í Picpus- götu hafði hringt til hans óvænt. „Halló, Maigret . . . ég ætla að biðja yður að segja ekki kon- unni yðar frá því .. . „Frá hverju?" „Hún kom til min og marg- bað mig að minnast ekki á það við yður . . .‘ Það var tæpt ár síðan yfir- lögregluforinginn hafði sjálfur leitað til Pardons læknis og beð ið hann að minnast ekki á það við konu hans. „Þér skuluð umfram allt ekki fara að hafa óþarfa áhyggjur. Ég er búinn að rannsaka hana STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550 BIRKI GLANS MISPILL OC FLEIRA I þýðingu Huldu Valtýsdóttur. og það er ekkert alvarlegt . . .“ Maigret hafði setið með sömu skýrsluna fyrir framan sig dag- inn á'ður, þegar hann hafði átt þetta samtal við lækninn, og þá hafði hann verið alveg eins þungur til höfuðsins og hann var nú. „Hvað segir hún, að sé að sér?“ „Henni hefur fundizt hún verða óeðlilega móð, þegar hún gengur upp tröppur og fæturn- ir þrútna, sérstaklega á morgn- ana. En þetta er ekkert alvar- legt. Blóðrásin er bara ekki í fullkomnu lagi. Ég lét hana fá lyfseðil upp á töflur, sem hún á að taka með hverri máltíð. Ég segi yður þetta, svo það komi yður ekki á óvart, að ég skip- aði henni fyrir sérstakt matar- æði til megrunar. Hún þyrfti að léttast um 8—10 pund. Það mundi gera hjartanu auðveldara fyrir.“ „Eruð þér viss um . . .“ „Ég fullvissa yður um, að eng in ástæða er til að óttast. Mér finnst bara betra að láta yður vita. Væri ég í yðar sporum mundi ég þó láta eins og ekkert sé. Hún hefur mestar áhyggjur af því að valda yður áhyggj- um.“ Ef hann þekkti konu sína rétt, hafði hún farið beint í apótekið til að sækja meðalið. Sím- talið fór fram um morgun- inn. Um hádegið hafði hann haft auga með konu sinni, en hún hafði ekki tekið neinar töfl ur svo hann yrði þess var. Sömu sögu var að segja um kvöldið. Hann hafði svipast um eftir með alaglasi eða öskju í skúffum og í eldhússkápnum. Hvar hafði hún falið þær? Hún hafði borðað minna og sleppt ábætinum, sem hún var þó vön að borða með beztu lyst. „Ég held, að ég hefði gott af að grennast svolítið," sagði hún glettnislega. „Ég kemst ekki orð ið í kjólana mína.“ Hann treysti Pardon. Hann var ekki hræddur. En hins veg ar var honum ekki allsendis rótt eða öllu heldur gerði þetta hann dapran. Honum hafði ver ið fyrirskipað að taka sér þriggja vikna hvíld árið áður. Nú var komið að eigin- konu hans. Þau voru sem sé bæði komin á þann aldur, þegar kvillar fara að gera vart við sig og smáaðgerða verður þörf. Þessu mátti líkja við gamla bila, sem þurfti að senda á verk stæði einu sinni í viku eða svo. En í bíla má kaupa varahluti. I þá má jafnvel fá nýja vél. Þannig lét Maigret hugann reika, þangað til Jóseph, gamli umsjónarmaðurinn barði að dyrum og opnaði, áður en Mai- gret gæfist tími til að svara. „Hér er kominn maður, sem vill fá að tala við yður.“ Joseph gekk sínum hljóðlegu skrefum að borðinu og lagði á það miða. Á hann var skrifað nafn með blýanti en Maigret kannaðist ekkert við það. Seinna mundi hann bara, að þetta var tvíatkvæðisorð og líklega með upphafsstafnum M. Skírnarnafnið var Xavier. Það mundi hann, vegna þess að það var skírnarnafn fyrsta yfir manns hans í Quai des Orfévr- es, Xaviers gamla Guichards. Undir nafninu stóð: Þarf nauð synlega að ná tali af Maigret yf irlögregluforingja. Joseph beið. Eiginlega var full nauðsyn á þvi að kveikja ljós en yfirforinginn hafði ekki haft hugsun á því. „Ætlið þér að taka á móti hon um.“ Maigret kinkaði kolli og yppti öxlum um leið. Því ekki það? Gestinum var vísað inn. Þetta var maður um fertugt, ósköp hversdagslegur í útliti. gat verið hver sem var þeirra þúsunda manna sem flykktust í neðanjarðarlestirnar um sexleyt ið á kvöldin. „Ég biðst afsökunar á ónæð- inu, yfirlögregluforingi en . . .“ „Fáið yður sæti.“ Gesturinn var dálítið tauga- óstyrkur, þó ekki mjög. Ekki meira en flestir þeir, sem komu inn á þessa skrifstofu. Hann var í dökkum frakka, sem hann Blómaskáli Michelsen Sérlega gott úrval: Pottaplöntur, afskorin blóm, gjafavörur í úrvali, blómaskreytingar Blómaskálinn er opinn alla daga til kl. 10 á kvöldin Blómaskáli Paul Michelsen, sími 99-4225 ve Ivakandi 0 Árna Björnssonar stofnunin? Háskólastúdent segir í bréfi, að í athugasemd við bréf Guð- bjargar Gunnarsdóttur, sem birt var hér fyrir nokkrum dög- um, þar sem rætt var um Víet- kong-terroristaflaggið á Árna- garði og fleira í sambandi við Árnagarðshneykslið, hafi ver- ið talað um Árna Magnús- sonar stofnunina. Bréfritari spyr, hvort þarna hafi ekki verið um misritun að ræða; hvort ekki hafi átt að standa: Árna Bjömssonar stofnunin. 0 Lerkið dafnaði á Freyjugötu Jón Amfinnsson skrifar: „Árið 1937 flutti ég inn dá- lítið af trjám frá Danmörku, þeirra á meðal lerki af síber- ískum stofnl. Það hefur lifað ágætlega, þótt mest af lerki hér í bænum hafi ekki þrifizt og drepizt. Þessar lerkihríslur, sem ég gróðursetti vorið 1937, eru nú orðnar um átta metrar á hæð. Ekki hefur komizt í þær skemmd eða brot, eins og sjá má á Freyjugötu. Ég hef fengið lerki víða að, frá Hallormsstað og fleiri stöðum, og allt hefur horfið sjónum okkar. Var ég fairinn að halda, að bæjarloft væri ekki heppilegt fyrir lerki. Það er sennilega ekki hægt að kenna því um, heldur afbæigða- valinu. Þessi dörtsku lerkitré, sem ég fékk frá Vilvorde, hafa þrifizt ágætlega. Nú eru þau farin að bera fræ. Væri sjálf- sagt að hirða fræið til að sá því. — J. A.“. — Hér mun átt við garðinn við hið gamla hús Ásmundar Sveinssonar á horni Mímisveg- ar og Freyjugötu. 0 Maður, líttu þér nær Skrifað er: „Hinum hógværa, nýbakaða uppbótarþingmanni á Alþingi íslendinga, prófessor dr. phil. Bjarna Guðnasyni (áður cand. mag.), er meinilla við allt tild- ur, snobb og alla íramhleypni. Merkasta afrek hans á þingi í vetur er tillaga til þingsálykt- unar um afnám íslenzku fállka- orðunmar. Ég er hjairtanlega sammála flutningsmanni um efni tillög- unnar, en leyfi mér að benda þingman.ninum á, að orðuveit- ingin er smá-snobb miðað við það stór-snobb, sem látið er við- gangast hjá hinni nýju, titlum- prýddu yfirstétt við Háskóla ís- lands. Það eru því tilmæli mín, að þingsályktunartillögunni verði breytt á þann hátt, að alþingi feli ríkisstjóminni að beita sér fyrir því, að allt titlafargan háskólans verði jafnframt af- numið. Hin ágæta greinargerð próf. dr. Bjarna getux verið óbreytt, nema hvað skjóta yrði inn orðunum „titill", „doktor“ og „háskóli" þar sem við á. Greinargerðin yrði þá sem hér segir: „Hvergi birtist hégóma.skap- uriran jaifnberlega með íslend- ingum og í sambandi við titla háskólans og riddarakross himn- ar íslenzku fálkaorðu. Þar skemmta fyrirmeinn þjóðfélags- iras sér við að sæma hver annan titlum og riddarakrossi af ýmsum stigum og gráðum. Snobbið er sett í kerfi. Háskói- inn og orðunefnd virana í göml- um kannsellístíl og taka á móti vinsamlegum ábendingum góð- kunningja og flokksbræðra. Veltur þá á miklu að eiga steikan að. Af sjálfsögðu hafa margir verið maklega dubbaðir til doktors og riddara, en jafn- víst er hitt, að margir þeirra, sem doktorstitiliran og fálkann ben-a, eru lýsandi vitni um fá- nýtið. Og heilvita möninum hlýtur að vera ljóst, að meðal þeirra, er aldrei hljóta doktors- titil eða heiðursmerki, eru menn, er eiga eragu síður eða jafnvel miiklu fremur skilið að hreppa viðurkenningu en þ-úr, sem hana hljóta. Kjarrainin er sá, að engimin algildur mæli- kvarði er til um skerf einstakl- inganna til samfélagsitns. Hefur fengsæll doktor eða fésýslumað- ur í Reýkjavík skilað betra starfi til þjóðfélagsiras en móð- irin við Arnarfjörð, sem kom 18 börnum til marans við kröpp kjör og ævisíirit? Er starfsmað- ur í utairaríkisþjónustunmi eða háskólanum maklegri opinberr- ar viðurkeniningar etn verka- maðuriran? Svari hver fyrir sig. Eða skyldu það vera margir Dagsbrúnarmennirnir eða Iðju- fólkið eða sjómenininnir eða húsmæðurnar, sem ástæða hef- ur þótt að heiðra með doktorsL titli eða fálkaorðu? í svona snobbkerfi er minma metið lúið bak en hvítar hendur. Að lok- um tilvitnun frá meistara Jóni: „ÉG VEIT, AÐ AÐEINS EINN ASNI VERÐUR ÞÓ ALDREI HESTUR, ÞÓ MENN SETJI GULLSÖÐUL Á HANN, OG SVO VERÐUR EINN DÁRI ALDREI VÍS, HVERNIG SEM IIANN MÁLAR SIG UTAN“. — K.lígjugjarn maður méff lúiff bak. P.S. í alvöru tailað, prófeissor doktor Bjarni: Heldurðu annars, að orðurnar, sem aflakóngar okkar geyma í ko>mtmóðuskúff- urarai heima hjá sér, séu raokkuð meira snobbfyrirbæri eða vetrr fengraar en síklingjandi doktoxs- titlar fyrir skólaritgerðir um þetta eða hitt? Sami“. — ,Merkasta afrek hans á þingi“, segir bréfritari. Eigum við ekki að segja „langmerk- asta“ eða „eina“?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.