Morgunblaðið - 06.06.1972, Side 4

Morgunblaðið - 06.06.1972, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNl 1972 ttÍLA LE/f. 4 \ I 22-0*22- RAUÐARÁRSTÍG 31 14444 S* 25555 [v mum BILALEIGA-HVEFISGÖTU 103 14444 S 25555 ] BILALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 Ódýrari en aárir! SHODfí iciejui AUÐBREKKU 44-46. SiMI 42600. Hópierðir ~il leigu i lengri og skemmri ferðir 8—TO farþega bílar. Kjarían ingimarsson simi 32716. GULLSMIÐUR Jóhajrmes Leifsson Laugacvegi30 TRÚLOT’UNARIIRINGAR viðsmíðum Jjérveljið Alþjóðlegt samstarf kommúnista Á undanförnum árum hafa sumir forvígrismenn hins svo- nefnda Alþýðubandalags lagt sigr í framkróka við að dylja kommúnistíska kjölfestu flokksins. 1 þeim tilgangi að undirstrika breytt viðhorf i þessum efnum hefur dagblað- ið Þjóðviljinn stöku sinnum kastað hnútum í sálufélagana í Kreml. Á sama tíma hefur blaðið þó verið fleytifullt af greinum frá sovézku áróðurs fréttastofunni Novosti, en þær birtast undri stöfunum APN. Þar hefur mátt lesa um velliðan fólksins í Tékkósló- vakíu, eftir innrás Sovétríkj anna og lepprikja þeirra í Evrópu. I greinum þessmn má einnig sjiá hugljúfar greinar um göfugmennsku Sovétríkjanna, er þau sviptu Eystrasaltsríkin þrjú sjálf stæði sinu. Alþýðubandalagið er af- sprengi Sósíalistaflokksins, sem stofnaður var upp úr Kommúnistaflokki íshinds. Það eru aðeins fá ár siðan flokkurinn fór að draga úr tengslum sinum við möndul kerfisins í Kreml. For- ystiunenn flokksins hafa þó gætt þess að missa ekki kjöl- festuna; i stað þess að með- taka boðskapinn beint frá Kreml, er nú leitað fanga hjá miðstjórn Kommúnistaflokks Rúmeníu. Gagnkvæm tengrsl og sam- skipti virðast nú hafa verið tekin upp milli Kommúnista- flokks Rúmeníu og Alþýðu- bandalagsins. Þannig hafa fulltrúar frá flokknum hér þegið heimboð frá bræðra- flokknum i Rúmeníu til þess að kynnast hugsjóninni í framkvæmd. Núverandi rit- stjóri Þjóðviljans hefur m.a. dvalið í Rúmeníu i boði Kommúnistaflokksins til þess að móttaka línuna. Þjóðviljinn greinir svo frá þvi s.l. laugardag, að nýlega hafi verið stödd hér á landi á vegum Alþýðubandalagsins sendinefnd frá Kommúnista- flokki Rúmeniu. Blaðið segir, að formaður sendinefndar- innar hafi verið einn af fram kvæmdastjórum miðstjórnar flokksins. Rúmenar hafa greinilega talið vissara að senda háttsettan áhrifa- mann til þess að flytja boð- skap hins rúmenska sósíal- isma. Að sögn Þjóðvilj- ans var verkefni sendinefnd arinnar ekki heldur það eitt að ræða við forvígismenn Alþýðubandalagsins; hún flutti einnig boðskap sinn til „forystumanna í opinberu lífi“ eins og blaðið orðar það. Sjálfstæði flokksstjórnar Þjóðviljinn greinir enn- fremur frá niðurstöðum í sam eiginlegum viðræðum AI- þýðubandalagsins og Komm- únistaflokks Rúmeníu. Þar segir m.a.: „Lögð var áherzla á nauðsyn þeirrar megin- reglu í samskiptum ríkja, að byggt sé á gagnkvæmri virð- ingu fyrir sjálfstæði hverrar þjóðar og yfirráðarétti rétti hennar til eigin land- svæða, svo og fyrir jafnrétti þjóða á milli, þannig að ekki komi til þess að einstök riki grípi til íhlutunar um innri málefni annarra.“ Þegar kommúnistar tala um sjálfstæði þjóða eiga þeir jafnan við sjálfstæði mið- stjórnar flokksins gagnvart húsbændunum i Kreml. Bæði innan Alþýðubandalagsins og Kommúnistaflokks Rúm- eníu hefur gætt viðleitni til þess að losna imdan beinu húsbóndavaldi ráðamanna i Kreml; þess vegna sameinast flokkarnir um stuðning við sjálfstæði flokksstjórnar- manna, sem í liugum kommún ista merkir sjálfstæði þjóða. Hitt er svo einkar atliyglis vert, að i sameiginlegum boð- skap Alþýðublaðsins og Kommúnistaflokks Rúmeníu er hvergi minnzt á lýðræði, rétt fólksins til þess að velja sér stjórnendur; því síður er þar að finna stuðning við frumstæðustu mannréttindi eins og skoðana- og tjáning- arfrelsi. Sú hugsjón, er flokkarnir báðir byggja á, Ieyfir ekki slíkt. LISTAHÁTÍÐ Ein 4.-5. bezta hljóm- sveitin i Evrópu — segir Sixten Ehrling íREYKJAVÍK SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT sænska útvarpsins, 120 manna hljómsveit og sú stærsta seim hér heifur leikið, kom með flugvél á Keflavík- urflugvöll smemima í gær- morgun. Fóru hljóðfærin og farangur semi vegur 4 tonn til Reykjavíkur, en hljómlist- armeffinirnir héldu flestir beint af flugveUinum í ferð að Gull fossi, Geysi og Þingvelli. En þeir eiga að leika í Laugar- dalshöll í kvöid og annað kvöld. Hiljómsveitarstjórinn, Svíinn Sixten Ehrlin.g kom iin.n i Reykjavik, þar sem frétta- maður Mbl. hitti hann að máli. Ehrling, sem annars stjórnar Sinfóniuhljómisveit Detroi tborgar, kvaðst stjórna sænsku útvarpshljóimsveit- inni á hljómleikaferð, sem byrjaði í Noregi eftir nokkra konserta í Sviþjóð. Þar léku sinfóniuh'jómsveitarmenn- irnir tvisvar og kome frá Bergen til Islands. Eftir tvenna tón'eika hér í Laugar- dalshöll, fljúga þeir til ítalíu, þar sem þeir leika nokkrum sinnum i Flórens. En þá skáSja leiðir, sagði Ehrlinig. Hann fer þá vestur um haf, en fyrir Svíþjóðarferðma var hann að stjórna Japan Ph;i- harmonic í Tokyo. Við spurðum EJirling, sem stjórnar sinfóníuhljómsveit- um um aían heim, hvort sænska ú t varpshl jóms vei tin væri eins góð pg af væri lát- ið. — Ég viil auðvitað að áheyr endur hér dæmi um það, svar aði hann. En ég 'er sjálfur þeirrar skoðunar að hún sé stórkostleg. Þetta er ein af 4—5 beztu sinfónáuhljómsveit um Evrópu og stendur hvaða hljómsveit sem er í heimin- um á sporði. Strengjahljóð- færin eru óviðjafnanleg. Það er sérstakt að fá svo góðan strengjaJeik. Hitt er líka gott. Við hlökkum til að leika fyrir ykkur hér og sýna ykkur það. Sænska útvarpshljómsveit- in hefur á undanförnuim ár- um haldið hljómleika viða, m.a. á Listaihiátiðinni i Vin 1970, einnig i Búkarest, Graz og Kiel og getið sér góðan orðstír. Hún hefur m.a. haft tónverk eftir Jón Leifs á efn- isskrá. Hér leika með hljóim- sveitinni norski fiðluleikar- inn Arve Teilefson, sem er stundum kallaður Menuhin Norðurlanda og hefur unnið mörg tóniistarverðlaun á fyrri tónieikunum. Og á þeim seinni enski píanóieikarinn John Lil.l, sem m.a. hlaut Ts ja'kovski-'verð,: aun in 1970 og þótti í uppvextinuim undra bam vegna tónlistarhæfi- leika sinna. Hann er þekktur af mörgum hljómplötum. — Ég er oftatót i Detroit frá því í september og fram Frainhald á bls. 13. Sixten Ehrling. Sinfóníuhljómsveit sænska útvarpsins við komuna á Keflavík nrfl ugvöll. ísíma 251001

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.