Morgunblaðið - 06.06.1972, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.06.1972, Blaðsíða 31
MORGUNeLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1972 31 * -------------------------------------------------------------------------------------j Erf ið lækningaaðgerð í Reykjafossi í stórsjó Frá vinstri: Rannveig Hjartardóttir, eiginkona Guðráðs, Guðráður Sigurðsson, skipstjóri á Reykjafossi, og Höskuldur Skagfjörð, leikari. (Ljósm. Mbl. Brynj. Heigason) ÞEGAR Reykjafoss kom í höfn i Reykjavík sl. laugar- dag, færði Höskuldur Skag- fjörð, leikari, skipstjóranum, Guðráði Sigurðssyni, blóm- vönd sem þakklætisvott fyrir þá lækningaaðgerð, sem skip- stjórinn gerði á Höskuldi, er hann hafði slasazt alvarlega á höfði um borð í Reykjafossi miðja vegu milli Islands og Færeyja fyrir nær tveimur mánuðum síðan. Hafði Hösk- uldur ráðið sig sem 2. mat- svein á Reykjafoss i þessari ferð. Hann er nýlega kominn úr sjúkrahúsi i Rotterdam, þar sem hann lá í um 6 vik- ur eftir slysið. 1 viðtali við Morguntolaðið í gær sagðist skipstjóranum, Guðráði Sigurðssyni, svo frá um sdysið: „Veður var mjög slæmt þeg- ar þetta gerðist og Höskuldur missti fótanna og féll með höfuðið á stáiiklæddan þrösk- uld. Hlaut hann um 15 sm lamgan skurð þvert yfir höf- uðið. Við höfðum strax sam- band við lækninn í Vest- mannaeyjum og hann sagði, að með tilliti til veðursins og fjarlægðar til lands væri það eima, sem hægt væri að gera, að sauma skurðinn strax sam- an um borð í skipinu. Við vorum vel birgir af lækningaáhöldum, en hins veg ar var ÖH aðstaða mjög erfið fyrir slíka aðgerð, sérstaklega vegna þess hversu slæmt var í sjóinn. Aðgerðina fram- kvæmdum við í setustofu yf- irmanna og sat Höskuldur þar í stól, sem festur var í góif- ið. Ég lét snúa skipinu upp í veðrið og halda sjó, en samt áttum við jafnvel erfitt með að standa á fótunum. Stýri- mennimir aðstoðuðu mig við aðgerðina, við deyfðum Hösk- uld og ég saumaði 7—8 spor. Tókst þetta mjög vel og Hösk- uldur var mjög rólegur ailan timann. Virtist hann að þessu loknu heill að öðru leyti en þvi, að hann kvartaði undan sársauka í handlegg. Við héldum svo áfram til Rotterdam, að ráði læknisins i Eyjum, og þegar þangað kom eftir 2% dags siglingu, var Höskuldur fluttur í sjúkra hús, þar sem hann lá síðan í um 6 vikur. Gekk hann þar undir alhnikiar aðgerðir, m.a. Vegna þess, að efsti hryggjar- liðurinn hafði skekkzt og þrengdi að mænunni, og olli það eymslunum í handleggn- um.“ — Hafðir þú lært að gera aðgerðir sem þessa? ■- „Já, í Stýrimannaskólanum naut ég á sínum tíma mjög góðrar kennslu Þórðar Þórð- arsonar, læknis, í þessu og annarri sjúkraihjálp. Úr skól- anum útskrifaðist ég árið 1936. Síðan hef ég tvisvar saurnað saman stór sár, í þetta skipti og svo skömmu eftir stríð, að mig minnir 1948. Þá var ég á Goðafossi á leið frá New York til Reykja- víkur, er 3ja ára gamail dreng ur, sonur Katrínar Fjeldsted, hlaut mjög slæman skurð fyr- ir ofan auga. Þá var veðrið jafnvel enn verra en nú og aðstæður afskaplega slæmar, því að engin voru þá deyfilyf- in, sem hægt var að nota í þvi tilviki. Ég saumaði þá 7 spor og ef eitthvað var, þá var það erfiðara en nú. Ég hef aldrei hitt þann dreng síð- an, en mér var sagt, að hann hefði aðeins fengið lítið ör- þannig að ég hef verið ákaf- lega heppinn með það hvað aðgerðirnar hafa tekizt vel.“ SUS hættir þátttöku í störfum Æsku- lýðssambandsins Lýst yfir andstöðu við * pólitíska notkun á ÆSI MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt fréttatilkynning frá stjórn Sambands nngra sjálfstæðis- manna, þar sem segir m.a., að ungir sjálfstæðismenn muni ekki taka þátt í störfum Æskulýðs- sambands fslands, nema snúið verði við þeirri lögleysu, sem nú viðgengst og sambandið fari á nýjan leik að berjast fyrir sam- eiginlegum áhugamáiuin íslenzkr ar æsku. Hér fer á eftir ályktun stjórn- ar S.U.S., er gerð var vegna full trúaráðsfundar Æskulýðssam- bands íslands 30. maí sl.: „Stjóm S.U.S. hefir talið Æ.S.Í. vettvang tii að berjast fyrir sam eiginlegum velferðarmálum ís- Lenzkrar æsku. — í sam- ræmi við það hafa fulltrúar S.U.S. í Æ.S.Í., ætíð starfað og ekki reynt að koma fram flokks pólitiskum ályktunum á fundum Æ.S.Í, Innan Æ.S.Í. eru aðildarsam- bönd með f jölbreytileg ábuga- mál. Samtök sem Æ.S.Í. eiga ekkí rétt á sér, nema þau taki rikt tiilit tiil skoðana og baráttu málá hvers einstaks aðildarsam- bands'. Éf þess er ekki gætt, þá er grundvöllur Æ.S.Í. brostinn. Með 'þetta í huga eru lög sam- bandsins m.a. uppbyggð. í 4. gr. laga,i«ia segir: „Samþykktir um flok'kspólitísk málefni eru ekki leyfðar á vettvangi Æ.S.Í.“ Þessi ákvæði eru sett til að fyrir- byggja að allt logi í pólitískum deilum innan Æ.S.Í. og Æskulýðs sambandið sé notað til að gefa frá sér flokkspólitískar ályktan- ir, sem sagðar yrðu í nafni ís- lenzkrar æsku. Á fulltrúaráðsfundi Æ.S.f., 30. maí sl. var borin fram tillaga um brottför hersins, úrsögn úr NATO og mótmælt afskiptum Banda- rikj^nn® í Víetnam. Fulltrúar S.U.S. töldu tillögu þessa fára 1 bág við 4. gr. laga Æ.S.Í. ög kröfðust þess, að henni yrði Vísað frá af þeim sökum. Formaður Æ.S.Í., sem var fund arstjóri, taldi tillöguna líka and stæða íögum Æ.S.Í., en fékkst þó ekki til að v4sa henni frá og hef ur því gert sig sekan um víta- verð afglöp. SAMNINGAR miUi Félags starfs fólks í veitingahúsiim og Félags gisti- og veitingalnisaeigenda náðust i gærmorgun, en til verk- falls átti að koma þá um morg- uninn. Samningurinn er í flest- um atriðum samliljóða hinum al- ntenna rammasamningi að þvi viðbættu að starfsfólkið fær 33% vaktaálag á þann tima, sem fellur út fyrir dagvinnu og reiknast prósentin á dagvinnutaxta. Eining á Aikuireyri, saimþykkti ekfci samnimigana. Hefur Eining boðað verkfailil frá og með 13. júní næ.sfckomand'i, hafi siaimning- ar ekki tekizt fyrir þann tii'ma. Er þvi aiHIlt óljóist um það, hvort loka veirður gisiti- og veiitingahús- um á Akuireyii. Stjórn S.U.S. lýsir yfir megnri óánægju með afgreiðslu um- ræddrar tillögu og bendir á, að enn einu sinni hefur það sannazt að kommúnistar og taglhnýting- ar þeirra, eru ekki reiðubúnir tii að hlíta settum leikreglum, ef þeim býður svo við að horfa. Þau vinnabrögð, sem höfð voru uppi í sambandi við þetta mál eru til þess eins fallin, að ala á tortryggni á milli aðildarsam- bandanna og spilla með því fyrir, að samstaða náist um sameigin- leg baráttumál og hindra sam- ræmdar aðgerðir gegn þeim vandamálum, sem nú steðja að íslenzkri æsku. Stjórn S.U.S. sættir sig ekki við, að lög Æ.S.Í., séu þverbrotin og telur sér ekki fært að taka þátt í samtökum, sem virða ekki sín eigin lög og reglur. Ungir sjálfstæðismenn hafa þvi tekið afstöðu sína til Æ.S.Í. til endur- skoðunar en lýsa þvi yfir nú þegar, að þeir muni ekki taka frekari þátt í störfum Æ.S.Í. nema snúið verði frá þeirri lög- leysu, sem nú viðgengst og sam bandið fari á nýjan leik að berj- ast fyrir sameiginlegum áhuga- máium íslenzkrar æsku." Fræg finnsk söngkona Á SUNNUDAG koon til landsiriK fiinnisika söngkonan Birgit Fininilá, en hún imm syngja í Norrsena húsinu lög eftir Vivaldi, Schu- mianin, Brahms, Wolf og Ramig- ström. Hún syngur hér aðeins eiiniu sinni. Við píanóið er Dag Achats. Birgit, Fi'rundiá vakti feikilega athygli er hún kom fyrat firam opinberlega í Gautaborg 1963, að loknu söngnámi. Síðan hefur hún siungið með öllum helztu hljómisveitum og kómim Svíþjóð- ar, aninarra Noirðuirlanda, Evr- ópu, Bandaríkjamma, Ástralíu, Asíu og S-Ameríku. Einmig hefur hún farið með óperuhlutverk, og eru frægust í flutnimgi 'hennar Or feo í Orfeo og Duridice eftir G’jucfh, Lucretiu í The Rape of Lucretia eftir Britten Theodata í Flavio eftir Hándel og Siegfrid eftir Wagm.er. 33% vaktaálag og rammasamningur — samiö við starfsfólk í veitingahúsum — Pallas Framhald af bls. 32. stofu rektors, algjörlega óskemmd, eins og hún hefði aldrei farið, enda bendir ýmis- iegt til þess að hún hafi að- eins flutt sig nm set — inn í skólann. Á sinn þögla hátt hefur I’allas Aþena gefið til kynna síðustu vistarverur sín- ar — ofnrlítill kolamoli í fell- ingum styttunnar hefur vísað rannsóknarlögregliimönmim á kolabing í kjallara skólans. Hins vegar segir hún ekki til um þá, sem valdir urðu að hvarl’i liennar. Þó fylgdi henni miði með þessum tveimnr orð- um: Haugur, asui. Þegar rektor M.R. yfirgaf skólann um 9-leytið á sunnu- dagskvöld höfðu allir yfirgef- ið hanm og allt var með kyrr- um kjörum. Þegar fyrsti kenn arinn kom í skólann um kl. 7:30 í gærmorgun var einnig allt með felldu, en er rektor kom nokkru síðar, blasti við honum óvænt sjón i skrifstofu hans. Þar stóð Pallas Aþena uppi við vegg, algjörlega óskemmd. Rannsóknarlögreglan var kvödd til og lögreglumenn grandskoðuðu styttuna, en gátu hvergi fundið merki þess að hún hefði þurft að þola mikla og erfiða fiutninga, því að hvergi var rispu að sjá. Hins vegar var hún nökkuð rykug, og þegar lögreglumenn tóku að sópa hEtna kom í ljós kolamoli og kolasalli. Þetta beindi athygli manna að kjail- ara hússins, en þar eru tvö herbergi :— kyndikiefi og kolastía. Við norðurvegginn þar er dálitiil kolabingur eða haugur (samanber miðamn) og þar mátti sjá . merki um rask. Við mælingu reyndist það svipað að stærð og stytt- an, svo að rannsóknarlögregl- an hailast helzt að því, að þarna hafi styttan verið falin þessa 3 mánuði. Flest bendir til þess, að hét sé um innanhússverkmað að ræða, eins og það heitir í er- lendum reyfurum. Ljóst er að hér hafa a.m.k. tveir menn verið að verki — ef ekki fleiri — og hafa þeir þekkt vel til innan skólans. Styttunni hef- ur verið skilað á tnmabiliniu frá kl. 21 á sunnudagskvöld og 7:30 i gærmorgun. Engin merki eru finnanleg um að brotizt hafi verið inn i skól- ann á þessum tima. Rann- sóknarlögreglan stendur ráð- þrota. Á sama tíma má telja líklegt að einhverjir skemmti sér konumglega. Framk væmdast j óri N áttúruverndarráðs NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hef- ur ráðið sér framkvæmdastjóra, Árna Reynisson, sem sl. tvö ár hefur verið framkvæmdastjóri Landvarnar. Fjórtán sóttu um starfið, sem er nýtt. Árni er Reykví'kiin'gur, braut- skráður úr Saimvinn uskólan'um, og starfaði að námi loknu hjá SÍS, við sölíu á bíi'um, veitti síð- an upplýsinigiaiskri'fstofu Verzl'un- arnáðs fiorstöðu 1966—1970, en heflur síðan verið firamikvæmda- stjóri Landverndar. Árni sagði i samtali við MbL, að hann hugsaði gott tiiil þesssa nýja starfs. Eftir að hafa í 2 ár verið að heimta að meiira væri gert í náttúruvemdamnál'U'm, þá væri gott að fá tækiifæiri ttiil að vinna að því. Hvað Lamdvernd snerti, þá héldi hann áfra/m að vera áhuigamaður um þau mál- efni. Áformiað er að koimið verði upp skrifstofu fyrir Náttúruvemdíi'r- ráð að Laugavegi 13 og þá með Rannsóknaráði. En Árni sagði að það húsnæði yrði varLa 61110010 fyrr en i hauisL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.