Morgunblaðið - 06.06.1972, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNl 1972
Otgefandi Hf Átvolttii', Rfeykjavík
Frarrvkvæmdaatjóri Ha-ratdur Svemsoon.
Rítstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólifur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjó'i Styrm-ir Gun-narsson.
RitstjornarfuHtrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jólhannsson
Augilýsingastjóri Ámi G-arðar Kriatinsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistræti 6, sími 1Ö-100.
Augilysingar Aðaistræti 6, sfrni 22-4-60.
Áskriftargjafd 225,00 kr á 'mámuði innanlands
I iausasölu 15,00 Ikr eintakið
A síðasta Alþingi voru sett
ný skattalög og ný lög
um tekjustofna sveitarfélaga.
Skattgreiðendur kynnast um
þessar mundir í raun þeirri
nýju skattastefnu, er ríkis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar
hefur markað með þessum
nýju skattalögum. Eitt megin
einkenni þessarar löggjafar
kemur m.a. fram í því, að
tekjuöflunarmöguleikar sveit
arfélaganna eru skertir til
mikilla muna. Þannig hefur
sveitarfélögunum verið gert
mjög óhægt um vik að afla
tekna til nauðsynlegustu
framkvæmda.
í nýju lögunum er ákveðið
að fasteignagjöld skuli vera
0,50% af fasteignamati íbúða.
Lögin heimila sveitarfélögun-
um hins vegar að ákveða
fasteignagjöldin 0,75% af fast
eignamatinu. í stað þess að
fastákveða álagningargrund-
vöílinn í lögunum sjálfum,
var horfið að því ráði, að
láta sveitarfélögin sjálf
ákveða, hvort tekjustofn
þessi yrði fullnýttur eða ekki,
enda þótt allir vissu þá þeg-
ar að nota yrði þessa heimild.
Ríkisstjórninni var vitaskuld
fullljóst, að tekjumöguleikar
sveitarfélaganna höfðu verið
skertir svo verulega, að þau
áttu ekki anarra kosta völ en
að nýta þessa heimild til
fulls. Með þessu heimildar-
ákvæði hugðist ríkisstjórnin
hins vegar reyna að skjóta
sér undan ábyrgð á eigin
skattastefnu, sem hún vissi
að myndi mæta verulegri
andspyrnu hjá almenningi í
landinu.
Ríkisstjórnin knúði sveitar-
félögin til þess að nýta þenn-
an tekjustofn; þeim var nauð-
ugur einn kostur, ef þau
ætluðu að standa undir eðli-
legum framkvæmdum og
þjónustu við borgarana. í
ljósi þessara staðreynda eru
það sérstaklega óskammfeil-
in og ógeðfelld vinnubrögð
hjá talsmönnum ríkisstjórn-
arinnar, þegar þeir nú ásaka
kjörna fulltrúa fólksins í bæj-
ar- og sveitarstjórnum um
land allt fyrir að framkvæma
þá skattastefnu, sem stjórnin
sjálf beitti sér fyrir að ákveð-
inn yrði með lögum á sein-
asta Alþingi. Blekkingavefur
talsmanna ríkisstjórnarinnar
hefur sjaldan verið jafn aug-
Ijós og gegnsær eins og í
þessu máli.
Sú meginhugsun liggur að
baki stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í þessum efnum, að gera
almenningi erfiðara um vik
að búa í eigin húsnæði. ísland
hefur um langa hríð haft al-
gera sérstöðu að þessu leyti;
hér hefur verið stefnt að því
að tryggja fjárhagslegt sjálf-
stæði fólksins með því móti
að stuðla að því, að sem flest-
ir gætu búið í eigin húsnæði.
Árangurinn hefur orðið sá, að
hér búa fleiri í eigin íbúðum
en þekkist í nokkru öðru
landi. Þessi þróun hefur ver-
ið eitur í beinum sósíalista,
enda heftir hún augljóslega
framkvæmd sósíalismans og
dregur úr áhrifamætti mið-
stjórnarvaldsins í þjóðfélag-
inu.
Kommúnistar hafa ráðið
mestu við stefnumótun og í
störfum núverandi ríkis-
stjórnar. Áhrifa þeirra gætir
verulega í skatta- og tekju-
stofnalögunum, og almenn-
ingur fær nú að finna fyrir
þeirri stefnu í framkvæmd.
Markmið sósíalista er fyrst
og fremst að skerða eignar-
rétt einstaklinganna í þjóð-
félaginu og efla um leið for-
sjá ríkisvaldsins. Þeim er
ljóst, að þessu markmiði
verður bezt náð með því að
hindra að almenningur eign-
ist sínar eigin íbúðir. Nýju
skatta- og tekjustofnalögun-
um er m.a. ætlað að varða
leiðina að þessu marki. Flest-
um eru þó ljósar þær óheilla-
vænlegu afleiðingar, sem af
þessari stefnu geta hlotizt.
Þess vegna snýst fólkið í
landinu gegn skattastefnu
ríkisstj órnarinnar.
Fulltrúar úr öllum stjórn-
málaflokkum í bæjar- og
sveitarstjórnum víðsvegar
um landið hafa verið knúðir
til þess að framkvæma þá
stefnu, sem ríkisstjórnin hef-
ur markað með lagasetningu.
Það er því hrein firra, þegar
talsmenn ríkisstjórnarinnar
halda því fram, að fulltrúar
stjórnarandstöðunnar/í borg-
arstjórn Reykjavíkur og bæj-
ar- og sveitarstjórnum úti á
landsbyggðinni hafi beitt sér
fyrir hækkun fasteignagjald-
anna. Þetta eru mjög grófar
og ósæmilegar ásakanir, sem
lýsa þó einkar vel ráðleysinu
meðal stuðningsmanna ríkis-
stjórnarinnar.
Hér er um grundvallar-
atriði að ræða við uppbygg-
ingu þjóðfélagsins. Sósíalist-
ar vilja skerða fjárhagslegt
sjálfstæði hins almenna borg-
ara; frjálshyggjumenn, sem
nú standa utan ríkisstjórnar-
innar munu berjast gegn
þessari stefnu, enda getur
hún einungis leitt til ófarn-
aðar.
RIKISSTJORNIN VEGUR
AÐ EIGNARRÉTTINUM
Bréf til kirkju þagnarinnar;
Hvers vegna er Rússland svipt sinni
fornu prýði — sinni fegurstu rödd?
Bréf Nóbelsverðlaunaskáldsins Solzhenitsyn
til Pimens, patriarka í Moskvu
Þess var getið í fréttum í marz,
að rússneska Nóbeliskáldið G.I.
Soizhenitsyn hefði ritað patriarkan-
um Pimen i Moskvu hréf þar sem
hann ávitaði kirkjuna fyrir aðgerð-
arleysi. Hér fer á eftir þýðing þessa
bréfs, sem skýrir þessa frétt nánar.
Þýðingin er gerð eftir enskri þýð-
ingu i New York Times af séra Sig-
urði Pálssyni.
Yðar heilagleiki.
Efni þessa þréfs, er það, sem
þrýstir höfuð og brjóst hins dauða-
dæmda rétttrúaða (orþodoxa) fólks
Rússlands —- eins og legsteinn. All-
ir þekkja þetta og það hefur verið
hrópað hástöfum, en allir þeir, sem
hrópað hafa, hafa aftur horfið inn í
hina fordæmdu þögn. Og ekki þarf
meira en steinvölu til viðbótar hin-
u«i stóra steini til að gera þögnina
óbærilega. Boðskapur yðar á jóla-
nótt var sú steinvala, sem dugði mér.
Mér hlýnaði um hjartað er
þér loksins tökiðuö um börnin — ef
til vil'l í fyrsta sinni á hálfri ö!d —
Solzhenitsyn.
og lögðuð til að foreldrar — jafn-
framt þvi að innræta börnum kær-
leika til lands síns — skyldu og
kenna þeim að elska kirkjuna (og
þá auðvitað sjálfa trúna) og að þeir
ættu að fóstra þá elsku með því að
gefa börnunum gott fordæmi.
Þegar ég heyrði þetta, rifjaðist
upp bernska mín, er ég stundaði
kirkjugöngur (helga liturgiu) og
þau byrjunaráhrif, einstaklega
fersk og hrein, sem engir
myllusteinar eða hugmyndasmiðir
gátu síðar þurrkað út.
En hver er tilgangurinn með þessu
tali? Hvers vegna er þessari alvar-
legu áminningu beint að Rússum er-
lendis. Hvers vegna eruð þéi
að krefjast kristins uppeldis fyrir
þeirra börn? Hvers vegna áminn-
ið þér aðeins hina fjarstöddu hiörð
um að gæta sín fyrir „slúðri
og falsi" og að „standa stöðug í sam-
leika og réttlæti?" Hvað um oss —
hvers ættum vér að gæta? Ættum
vér, eða ættum vér ekki, að fóstra
vor börn í kærleika til kirkjunnar?
Jú, — Kristur kenndi oss að leita
hins hundraðasta sauðar, sem týnd-
ur er þegar níutíu og níu eru fundn
ir. En ef níutíu og niu vantar —
ættum vér þá ekki fyrst og fremst
að leita að þeim?
Hvers vegna var nauðsynlegt fyr-
ir mig að sýna passa minn.þegar ég
fór i kirkju með son minn til skírn-
ar? Hvers konar kirkjulög krefjast
þess, að patriarkaemhættið í
Moskvu skuli skrásetja þær sálir,
sem skírn þiggja? — Aðdáanlegt er
það andlega þrek og aldagróið ómæl
isþolgæði foreldra, sem ganga gegn-
um sakfellingarskráningu og verða
síðan að mæta ofsóknum á vinnu-
stað eða opinberri einangrun
af hálfu heimskingja.
En þegar hér er komið, (þ.e. barn-
ið er skírt og skráð) megnar þessi
þrautseigja ekki meir. Eftir skírnina
er öllum tengslum barnsins við kirkj
una venjulega lokið. Þátttaka þeirra
i messunni og sakramentinu er hindr
uð, jafnvel eru þau hindruð í að
vera áhorfendur. Vér rænum börn
vor með því að hindra þau í að njóta
þess, sem ekki er síðar auðið að öðl-
ast — himneskrar skynjunac mess-
unnar (Mburigiiunniar) ■— sem fuilorð-
insárin fá aldrei bætt, né jaínvel skil
ið hve miklu er glatað. Rétturinn til
að ala börn vor upp í trú feðra
vorra hefur verið rofinn og jafn-
framt réttur foreldra til að ala börn
sin upp í sinni eigin lífsskoðun.
Og þér, leiðtogar kirkjunnar, haf
ilð gemgizt inn á þetta og látizt ekki
sjá það með því að viðurkenna þá
Framhald á bis. 30
Götumynd frá Moskvu.