Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1972
17
Leikárinu er í dag: að l.júka
í Þjóðleikhúsinu. Á næsta
leikári mun ekki standa í
leikskránni: „Þjóðleikhús-
stjóri Gnðlangnr Rósinkranz.
Viðtaistími kl. 11- 12 virka
daga nema langardaga.“ Gnð-
langur Rósinkranz er að
Ijúka 23 ára starfi sem þjóð-
leikhússtjóri, sá eini sem það
liefnr verið hér á landi. Því
þetta viðtai.
— Ég var skipaður þjóð-
leikhússtjóri 1. marz 1949.
Hafði þá verið formaður í
þjóðleiikhúsráði frá 20. nóv.
1948, svaraði hann fyrstu
spurninig'u fréttamanns Mbl.
Þar áður hafði ég verið I
þriggja manna nefnd þeirri,
sem samdi þjóðleikhúisllögin,
er samþykkt voru 1947. Aðrir
nefndarmenn voru Sigurður
Bjarnason og Gytlfi Þ. Gísla-
son. Að ég kom inn í þessi
mál upphaflega, hefur vafa-
laust stafað af þvi, að ég
hafði fengizt heilmikið við
'félagsmál, var m.a. fram-
kvæmdastjóri Norræna fé-
lagsins, gjaldkeri við lýð-
veldisháttðina 1944 og fram-
kvæmdastjóri Snorraháttð-
arinnar 1947. í Norræna fé-
Guðlaugiir Rósinkranz við Þjóðlcikhúsið. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag.)
ÉG SÉ EKKI EFTIR ÞVÍ,
þó alltaf hafi einhver verið að skamma mig
segir Guðlaugur Rósinkranz
er hann lætur af starfi
þ j óðleikhússt j ór a
laginu hafði ég komið upp
leiksýningum með þeim
Soffíu Guðlaugsdóttur og
Gesti Pállssyni. Við færðum
þar upp Gösta Berling sögu
og fenigum Gerd Grieg til að
setja upp Veizluna á Sól-
haugum. Og seinast fengum
við Önnu Borg og Poul Reu-
mert til að koma og leika
Refina og Dauðadansinn
ásamt Mogens Wieth. Ég
hafði lika verið að skrifa í
blöð um þjóðleikhús. Þá var
ég yfirkennari i Samvinnu-
skólanum og gekk alltaf fram
hjá þessari byggingu, sem
mér fannst svo ömurieg
svona hálfbyggð, með ryðg-
uðum pípum í gluggum og
hrötfnum á syllunium. Því var
ég að reyna að hvetja til að
Ijúka leikhúsbyggingunni eða
útbúa a.m.k. kvikmyndasal í
húsinu, til að affla fjár til
hennar. Ekfki þó af því að
ég ætlaði að koma þar nærri
sjálfur. Síðan átti ég sæti í
nefndinni til undirbúnings
lögunum og svo í þjóðleik-
húsráði.
— Og svo sóttir þú um
startf þjóðleikhússtjóra ?
— Já, Eysteinn Jónsson
var þá menntamálaráðherra
og við höfðum spjaillað um
hver væri Mklegur þjóðleik-
hússtjóri. Ég stakk upp
á prófessor Alexander Jóhann
essyni, sem ég hatfði unnið
með í þjóðhátíðarnefnd og
fannst einstakur aifbragðsmað
ur. Hann var svo heiðarleg-
ur, og áræðinn og allt gekk
af krafti, sem hann kom ná-
lægt. Eysteinn bað mig um að
færa þetta í tal við hann og
kanna málið. En Alexander
sagðist ekki yfirgefa Háskól-
ann. - En þú 6tt að verða
þjóðleikhússtjóri sagði hann.
Sækt þú um starfið! Þetta
kom óvaant, en það varð úr
að ég sótti um starfið. Alex-
ander gerði það ekki enda-
sleppt, þvi hann skrifaði
menntamálaráðherra og
hvatti hann til að ráða mig.
Það hefur vafalaust haft sitt
að segja.
— Sérðu eftir því?
— Nei, svarar Guðlaugur
snöggt. Ég sé ekki eftir því.
Þó þetta hafi verið umdei'lt
starf, alltaf einhver verið að
skamma mig, þá sé ég ekki
eftir því. Leikhúsið hefur átt
allan hug minn. Ég hefi geng-
ið upp í starfinu og alltaf
látið einkamálin víkja fyrir
Þjóðleikhúsinu. Ég hefi verið
viðstaddur hverja einustu
frumsýningu, utan eina, þeg-
ar ég var í boði í Banda-
ríkjunum. Og hverja einustu
aðalæfingu, utan þetta eina
sinn. Og auðvitað hefi ég ver-
ið á fjölmörgum öðrum æf-
ingum.
— Hvað eru frumsýningarn
arorðnarmargar?
— Það fer eftir því hvern-
ig maður telur þær. Ef við
teljum okkar eigin sýningar,
þ.e. leikrit, óperur og
bailetta, en ekki gestaileikina,
þá eru verkefnin 249 talsins
og auk þess 10 leikrit, sem
hafa verið sýnd aftur í nýrri
uppsetningu. Gestaleikir hafa
verið 32 frá 18 mismunandi
þjóðlöndum. Á þessu tímabili
hafa sýningar Þjóðieikhúss-
ins orðið 4954 og leikhús-
gestir, sem hafa séð þær eru
2 millj. 37.956, þá meðtaldir
leikhúsgestir í gærkvöldi. En
í ár er metaðsókn, rúmlega
100 þúsund leikhúsgestir.
Það hefur alltaf verið mitt
aðal sjónarmið, þegar það
hefur fallið í minn hlut að
velja leikrit til sýningar, að
það séu góð ieikhúsverk,
bæði sígild verk og nútíma-
verk. Ég hefi reynt að fá
verk, sem mér hafa fundizt
snerta kviku nútómans, eins
og leikrit Arthurs Millers,
sem við höfum sýnt öll,
Eu-genes O’Neils og Johns
Osborns, sem við vorum
einna fyrstir til að taka til
sýninga utan Engiands. Þá
höfum við flutt íslenzk leik-
rit, 44 alls, þar af 28 ný. Lögð
var línan að því að gera
eldri leikritum nokkur skil í
upphafi með Nýjársnóttinni
og Fjalla Eyvindi. Á nýjum
sýningarhæfum íslenzkum
leikritum hefur jafnan verið
skortur. Og það er nú svo
um þau, að þau hafa ekki
dregið að áhorfendur ut-
an örfá. Og svokölliuð
gagnrýni hetfur ávallt verið
mjög óvinsamleg í garð unigra
nýrra höfunda.
— Mest höfum við sýnt eft-
ir Halldór Laxness, alls 5
leikrit. Ég fékk í upphafi
Halldór Laxness tii að skrifa
Islandsklukkuna í sviðsform
í samvinnu við Lárus Pálsson.
Það tókst svo vel, að Isiands-
klukkuna hafa fflestir leik-
húsgestir á íslandi séð. eða
um 50 þúsund manns. Hún
hefur verið tekin upp þrisv-
ar si'nmum.
Loks má geta þess að ég
hefi haft nokkuð af léttari
óperum og óperettum á leik-
skránni, sem sumir töldu að
ekki ætti að tilheyra verka-
hring Þjóðleikhúss. En hver
annar hefði átt að sýna t.d.
Fiðlarann á þakinu eða My
fair lady, sem urðu svo vin-
sæl sviðsverk? Við gátum
gert þau svo vel úr garði,
að þau urðu listræn. Og þeg-
ar öllu er á botninn hvolft,
þá eru það áhorfendur sem
dæma verkin. Leikhúsið á
ekki að vera aðeins fyrir
£áa útvalda. Það er styrkt af
a'Imannafé og mér hefur fund
izt það vera skylda mín, að
hafa eitthvað fyrir alla þjóð-
ina. Því höfum við tekið allt
með. Einnig framúrstefnu
verk. Til þess höfðum við í
nokkur ár Lindarbæ, þar sem
hægt var að færa þau upp
og áhorfendur gátu kynnzt
þeim. Og ég held að það hafi
verið gagnlegt. Maður má
ekki einangra sig eða sníða
sér of þöngan stakk. Þá
væri þetta ekki þjóðarleik-
hús. Því hefur lika þótt feng-
ur að gestaleikjum, sem miða
að því að kynna áhorfendum
það bezta sem fáanlegt er i
leikiist, óperuflutningi og
danslist víðs vegar að úr
heiminum. Má þar nefna
Margot Fonteyn, Marcelle
Marceau og Greeo frá Spáni,
sefn ber hæst hvert í sínu
landi.
— Þú hefur eiginlega lagt
grunninn að þessu leikhúsi
og allri starfseminni hér?
Það má segja það. Ég
skipulagði starfsformið, réð
allt fólkið og gerði við hvern
og einn samning um það
hvert hans starfssvið ætti að
vera. Og þetta hefur haldizt
svona svo til óbreytt. Það hef
ur aðeins aukizt og stækkað.
Leikritin eru nú fjölmennari,
leikurum hefur fjölgað, vinna
aukizt við leiktjölld o.s.frv.
Leiktjöldin hafa nú aftur orð
ið raunsærri í byggingu, og
umfangsmeiri, en á tímabili
var lögð á það áherzla að
hatfa þau einföld að gerð. Að
leikhúsinu hefur nú komið
mikið af ungu fól'ki úr leik-
listarskóla Þjóðleilkhússins.
Þá er öll starfsemin áð
sprengja utan af sér húsnæð-
ið. Leiktjaldageymslur eru ti!l
dæmis engar, enda engin
tjöld geymd lengur utan
tjöldin úr Islandsklukkunni.
Það hefur raunar sýnt sig að
þau eru ekki notuð aftur.
Leiklistin hefur þroskazt
mjög mikið á þessum árum.
Leikararnir hötfðu áður að-
eins hatft þetta að aukastarfi,
en fengu nú tækifæri til að
helga sig leiklistinni og það
hefur haft sitt að segja. Enda
hafa allir erlendir leikhús-
menn, sem hér hafa starfað,
borið á þá lofsorð. Allt hefur
þetta þróazt - leiktækni og
sviðstækni farið fram. Við
fórum fljótt út í að fá er-
lenda leikstjóra og af góðum
fjölhæfum leikstjórum hafa
okkar ieikarar lært ákaflega
mikið.
— Og ekki hefur verðlagið
breytzt minnst, heldur
Guðlauigur áfram. Verðið á
aðgöngumiðum var fyrst 35
kr. og hefur nú tífaldazt,
miðarnir hækkað í 350 kr.
Það sýnir verðlagsþróunina í
landinu. Leikhúsið hefur al'lt-
af barizt í bökkum, ekki sízt
nú á seinni árum. Það hefur
alltaf fengið of litið framlag.
Og fjármálin hafa mér þótt
erfiðust við að eiga. Okkur
er ætlað að gera áætlun hálft
annað ár fram i tímann, en
miðað við verðlag á þeim
tima sem hún er gerð. Síðan
hefur átt að taka tillit til
hækkana, það hefur aldrei
verið gert. Þvert á móti, oft
strikað út, eins og til dæm-
fs þegar einu sinni var bara
strikað yfir 4 milljónir til
allrar tónlistar. Fyrsta árið
voru tekjur af miðasöiu 2,3
millj. kr., nú 30 milljónir.
En sú upphæð dugar ekki til
að standa undir þessu bákni.
Allt efni hækkar, rafmagn og
hiti líka. Fastráðnir starfs-
menn eru nú 70, en um 500
manns fengu á s.I. ári laun
hér í misríkum mæli. Það er
sá íjöldi, sem maður hef-
ur stöðugt samskipti við. Og
það er mikið startf.
—- Nú hættir þú Guðllaugur
ári áður en þú þarft að hætta
fyrir aldurs sakir. Aif hverju?
— Mér fannst síðari hluta
vetrar ég vera orðinn ákaf-
lega þreyttur. Þetta er óskap-
lega mikil vinna. Aildrei frí-
stund. Maður þarf að geta
leyst úr öllu, sem upp kemur,
fijótt og helzt vel. Með því
einu að vera til staðar er
hægt að láta þetta renna
átfram árekstralítið. Og seinni
hluta þessa vetrar fannst mér
ég svo þreyttur, að ég gæti
ekki hugsað að mér að byrja
aftur á þessu öllu með sama
álagi næsta haust. Þá ákvað
ég, eftir nokkra umhugsun,
að hætta og- fara að hugsa um
mina eigin heils'U og mitt eig-
ið heimiili. Mér fannst ég eklki
mega slíta mér algerlega út
vegna minna nánustu og
minna litlu barna.
— Nú verða þetta mikil
viðbrigði. Hvað ætlarðu að
taka þér fyrir hendur?
— Þegar ég hefi gengið frá
því, sem hér þarf að ganiga
frá, ætla ég að taka mér frí.
Ég hefi að mestu lagt grunn
að næsta leikári, svo eftir-
maður minn hafi nægan fyrir-
vara. Það er byrjað að æfa
Tús'kildingsóperuna eftir
Brecht og nýtt leikrit eftir
A.gnar Þórðarson, Lausnar-
gjaldið. Þriðja ieikritið, sem
gert er ráð fyrir, er Vilhjálm-
ur Tell eftir Schiller. Ég ætl-
aði að fá Maríu Stúart, svo
við hefðum hér flutt verk
'Snillinganna tveggja, Goetes
og Shillers, en leikstjórinn
Viback vildi heldiur fá Vi'l-
hjálm Tell, ef hann ætti að
setja á svið Shillerleikrit.
Svo var gert ráð fyrir að
tflytja óperuna Carmen í vor,
löngu áður en ég ákvað að
vera hættur og æthinin er að
sýna Indjánana eftir Kopit
sem miikið hefur genigið að
undanförnu. Einnig voru
ákveðnir tveir gestaleikir fyr
ir löngu. Skozka óperan kem-
ur með Jónsmessunætur-
draum í byrjun nóvember og
rússneskur baflett'fflokkur,
sem er á ferð um Norður-
lönd, kemur seint í október.
— En hvað ætlar þú sjálf-
ur að gera?
— Ég ætla að hvíla mig,
fara út til Stokkhólms og
taka með mér fjölskylduna.
Þar hefi ég fengið íbúð og
þar ætla ég að vera næsta
vetur.
— Og ekkert að gera?
— Ekki strax, en ég er að
vinina að undirbúninigi að
kvikmyndatöku á Njálssögu.
Myndin yrði gerð með ís-
lenzku tali og erlend máll sett
inn á síðar. Ég er að vinna
að sænskri þýðingu, dr. Bouc-
her hefur þegar gert þýðingu
á ensku og þýzk.kona þýzk-
an texta. En það er mikið
fyrirtæki að kvikmvnda
Njálssögu, kostar 40 milljón-
ir króna og stendur á fé.
Amerískt fyrirtæki hefur þó
mikinn áhuga á þessu. For-
stöðumerm þess eru búnir að
lesa handritið og hér eru
tvö skeyti, sem þeir sendu
nokkrum dögum seinna. í
fyrra skeytinu stendur „stór-
kostlegt" og í því síðara, að
nú hafi stjórn fyrirtækisins
lrka lesið handritið og allir
séu sammála um að þama sé
stórkostlegt efni. Þetta gæti
orðið heimsfilma! Fyrirtækið
hefur sem sagt áhuga og tel-
ur sig geta gert kvikmyndina.
Vafamál er hve mikið við hjá
Eddatfiifm getum látið sjállfir i
þetta. Við þurfum að útvega
okkur fé. En ef þetta tekst,
yrði það ekki fyrr en sumar-
ið 1973. Svo hef ég alltaf vet-
urinn til að hvíla mig I
Stokkhólmi.
- E.Pá.