Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1972 Úítgofandi hf Árvakur, Rfeykijavík Pra'rryk.vaMTi da »tj óri Haraidur Sveins«on. RitSitfórar Mattlhías Johannossen, Hyifóllfur Konréð Jónsson. A&stoðarritstfóri Styrm'ir Gurvrtarsson. Rhstjórrtarfullórói twrbjjönn Guðmundsson Fróttastjóri Björn Jóthannsson Augiýaingeatifóri Árrri Garöar Kristinsson. Ritstjórn og aifgreiðsia Aðoistreati 6, sími 1Ó-100. Augöýsirvger Aðalwtr'æti 6, sfmí 22-4-80 Ásíkrrftargjafd 226,00 kr á 'mánuði innanlands I tousasöTu 16,00 Ikr eirvtakið Tniestum var ljóst, þegar nú- verandi ríkisstjórn var mynduð fyrir um það bil ári, að fljótlega myndi síga á ógæfuhliðina. Þrír ólíkir flokkar stóðu að stjórnar- mynduninni, og þegar áður en þeir komu sér endanlega saman um samstarf og mál- efnayfirlýsingu, var ljóst, að erfitt yrði að sætta hin ólíku sjónarmið, sem flokkar þess- ir hafa haldið á loft. í mál- efnasamningi stjórnarflokk- anna var t.a.m. strax lýst yf- ir því, að þeir væru ósam- mála um grundvallaratriði utanríkisstefnunnar. Þannig var það frá upphafi nokkuð víst, að svo ósamstæðir flokk- ar gætu ekki tekið viðfangs- efnin föstum tökum. Til viðbótar þessum atrið- um kom svo, að verulegur persónulegur rígur hafði um langt skeið verið milli ein- stakra manna, sem tóku sæti í ríkisstjórninni. Þannig birt- ust t.d. skömmu fyrir stjórn- armyndunina greinar eftir Magnús Kjartansson, þar sem hann lýsti forystumönnum Framsóknarflokksins sem stækasta afturhaldi í íslenzk- um stjórnmálum. Á sama tíma mátti lesa yfirlýsingar Hannibals Valdimarssonar um, að Alþýðubandalagið væri sprottið af stólparót Kommúnistaflokks Islands. Hannibal lýsti ennfremur Magnús Kjartansson og aðra foringja Alþýðubandalagsins örgustu kommúnista og and- stæðinga lýðræðis og þing- ræðislegra stjórnarhátta. Persónuleg ágreiningsefni gerðu stjórninni því einnig erfitt fyrir frá upphafi. Að vonum var því ekki vel spáð fyrir ríkisstjórninni. Menn óttuðust vissulega, að þetta sundurlyndi myndi leiða til fálmkenndra stjórn- arathafna og lítillar festu í vinnubrögðum. í öðru lagi gat það ekki horft til heilla, hversu mikil völd féllu í hendur kommúnistum, eins og Hannibal Valdimarsson hefur nefnt forystumenn Al- þýðubandalagsins. Það gaf þegar vísbendingu um stór- aukinn sósíalisma og mið- stýringu stjórnmála- og fjár- málavalds eins og raunar komið hefur á daginn. Óánægjan og sundurlyndið milli stjórnarflokkanna hef- ur smám saman farið vax- andi. Síðustu vikur hefur þessi óeining magnazt til mikilla muna og víða komið opinberlega fram. Fyrir skömmu réðst Nýtt land, mál gagn Hannibals Valdimars- sonar, að Lúðvík Jósepssyni vegna nefndar, er hann skip- aði til þess að endurskoða bankakerfið. Blaðið gaf í skyn, að hér væri um sýndar- mennsku að ræða og ekki væri að vænta umbótatil- lagna frá nefndinni. Nýtt land hefur einnig ráð- izt harkalega að Lúðvík Jósepssyni vegna þróunár verðlagsmálanna. Blaðið hef- ur haldið því frpm, að ríkis- stjórnin hafi algerlega misst tökin á verðstöðvuninni og ennfremur krafizt þess, að stjórnin sneri við af þeirri braut, sem hún er nú á. Af sendinga frá Keflavíkurflug- velli. Þessi yfirlýsing varpar sama tilefni hefur Nýtt land fullyrt, að Lúðvík Jósepsson hafi brugðizt launþegum í landinu og stuðlað að því að gera þá ríku ríkari á kostnað þeirra, sem minna mega sín, eins og það var orðað. Óneit.anlega hefur málgagn félagsmálaráðherrans hér haft í frammi mjög harðvít- ugar árásir á viðskiptaráð- herrann, sem á sama tíma hefur haldið því fram, að allt væri í stakasta lagi í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Þeg- ar skoðanir stjórnarflokk- anna stangast á með þessum hætti er lítil von til þess að unnt verði að taka á þeim vandamálum með festu, sem nú blasa við í efnahags- og verðlagsmálum. Þá hefur það gerzt fyrir skömmu, að einn af fulltrú- um stjórnarflokkanna í út- varpsráði hefur sakað tvo ráðherra fyrir að brjóta lands lög á hverjum degi vegna að- gerðarleysis þeirra við stöðv- un útvarps- og sjónvarps- enn ljósi á þann mikla ágrein ing, sem er innan stjórnar- liðsins, um stefnuna gagnvart varnarliðinu í Keflavík. Ljóst er t.a.m. að nokkrir þing- menn st j órnarf lokkanna munu ekki greiða atkvæði með uppsögn varnarsamn- ingsins að óbreyttum aðstæð- um. Sterk öfl innan Fram- sóknarflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna eru sama sinnis og vilja ekki að varnarliðið hverfi á brott að svo búnu. Enn er vitaskuld djúpstæð- ur ágreiningur innan stjóm- arinnar um það grundvallar- atriði utanríkisstefnunnar, sem fólgið er í aðild íslands að Atlántshafsbandalaginu. Þannig birtist óeiningin á öllum sviðum. Upplausnarástandið innan Framsóknarflokksins, forystu flokks ríkisstjórnarinnar, bæt ir svo gráu ofan á svart. Þar eiga sér nú stað hörð átök milli vinstri og hægri fylk- inganna í flokknum. Til marks um þá hörku, sem færzt hefur í þann leik, má nefna, að nýlega sagði einn af andstæðingum vinstri afl- anna í grein í Tímanum, að málflutningur þeirra bæri vott um „ómengaðan fas- isma“. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, er ekki nema eðlilegt, að ríkisstjóm- in standi ráðalaus gagnvart þeim viðfangsefnum og flóknu vandamálum, sem nú bíða úrlausnar. ÓEINING í STJÓRNARLIÐINU ( \ \ í /Sf" /1 í i / 0 /S*---" forum world features og staða mannsins Mengun Eftir John Hillaby Höfundur eftirfarandi grein- ar er kunnur fyrir skrif sín um náttúrufræði og hvað eina sem lýt- ur að þeirri fræðigrein. Hann er höfundur hinnar kunnu bók- ar NATURE AND MAN sem kom út fyrir tólf árum. Mengun fer um heiminn eins og logi yfir akur. Fiskur deyr í ám i fjöllum Noregs af völdum rigning- ar, sem ber með sér eiturefni frá verksmiðjum í Bretlandi. Mörgæsir á Suðurskautinu eru gegnsýrðar eitr- uðum efnum, sem berast suður eftir öllu Atlantshafi. Oiíubrák getur bor- izt upp að ströndum hvar sem er í heiminum. Tekst þjóðum heimsins að koma sér saman um samstilltar að- gerðir til þess að ráðast gegn þess- um tröllaukna vanda? Sumir telja það mögulegt, aðrir ekki, að minnsta kosti ekki i bráð. Á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi rikti bjart- sýni. Ágætar ályktanir komu fram á ráðstefnunni. Fulltrúar þeirra 100 landa sem áttu aðild að henni voru beðnir að samþykkja þá grundvall- arreglu, að ríki heimsins séu sam- ábyrg um öll þau áhrif, sem þau valda sameiginlegum náttúruauðlind um, olíu, vatni og dýrálifi. En eins og . athugull sérfræðingur, dr. Gunnar Randers frá Noregi, hefur bent á, var það NATO, sem tókst að knýja á ríkisstjórnir aðildar- landa bandalagsins um að banna með lögum að olíu sé dælt í sjó. Af hverju tókst NATO það sem SÞ hef- ur ekki tekizt? Ástæðan er sú, að á vettvangi SÞ eru rúmlega 100 ríki. Þessi ríki hafa takmarkaðan áhuga á því að berj- ast gegn mengun, og sum þeirra berj ast eindregið gegn hvers konar iaga setningu í því augnamiði að binda enda á mengun. Þau eru þeirrar skoðunar, að ríku þjóðirnar hafi kall að þetta vandamál yfir sig og það sé þeirra mál að leysa það. Þau vilja engin alþjóðalög, sem gera tækniþró unina kostnaðarsamari þeim sem eru fátækir og eiga enn sem komið er að minnsta kosti ekki við mengun að stríða. Fraser Darling, nafntogaður um- hverfismálafræðingur, segir frá því að einhvern tíma fyrir mörgum ár- um hafi forstöðumaður auðugs sjóðs í Bandaríkjunum hrist höfuðið raunalega þegar hann renndi aug- unum yfir lánsumsókn frá náttúru- vemdarmanni. „Náttúruverndar- menn,“ sagði hann, „þurfa að fara í sálgreiningu. Þeir eru eins og ofdrykkjumenn að því ieyti, að menn verða að vita hvað kemur þeim til að sýna þá framkomu, sem ein- kennir veikina." Þetta er kaldrana- leg skoðun, en vert er að hafa hana í huga. Sóun og mengun snerta okk- ur lítið nema þau stingi okkur í aug un og komi við pyngjuna. Hagvöxtur og umhverfisvernd þurfa ekki að rekast á, en alltaf er að verða erfiðara og erfiðara að sam ræma þetta tvennt eftir því sem sí- fellt fleiri fjölskyldur eiga tvær ibúðir, þrjár bifreiðar og fjög- ur sjónvarpsviðtæki. Auðvitað fer allt eftir því hvað við eigum við með hagvexti og hvernig honum má ná fram með næstum þvi óteljandi mitlj ónum punda án þess að hætt verði öllum tilburðum til að lifa menning- arlífi. Sem stendur eyða lönd, sem hafa innan við þriðjung íbúa heims- ins, rúmlega þremur fjórðu tekna heimsins. FAMIJEI»SLUSÓUN Áætiað hefur verið, að venjuleg- ur borgari í ríkasta laridi heimsins, Bandarikj'unum, hafi í kringum sig 11 tonn af stáli í bílum og búsá- höidum. Hann hendir frá sér á hverju ári um það bil einu tonni af úrgangsefnum af ölllu tagi. Hann hefur sem svarar 400 þrælum í sinni þjónustu. En hvað um þá sem búa í „þróunarlöndunum"? Hvað mundi gerast, ef þeir re’mdu að lifa eins og Evrópumenn og Japanir? Gerum ráð fyrir að þeir yrðu sér úti um bandaríska bíla og bættu þar með tveimur eða þremur milljörðum bíla við bílaflota heims- ins. Um leið yrði samsvarandi aukn ing á úrgangsefnum frá púströrum bifreiða. Hvaða álagi mundu þeir valda á orkulindir heimsins og aðr- ar auðlindir ef þeir flyttust til borga og bæja vegna atvinnuleysis af völdum „grænu byltingarinnar", sem blasir við? Þetta eru nokkrar veigamestu spurningarnar, sem eru settar fram í bókinni Only One Earth, sem gefin var út á vegum forvígismanna Stokk hólmsráðstefnunnar. Höfundamir eru Barbara Ward, hagfræðingur sem nú er prófessor í alþjóðlegri efnahagsþróun við Columbiahá- skóla, og prófessor René Dubos, bandarískur gerlafræðingur, sem er af mörgum talinn einn af feðrum nú tímalíffræði. Höfundarnir byrja á því að greina í stórum dráttum frá þeim eðiisfræði legu lögmálum, sem stýra alheimin- um, rekja samhengi náttúrulögmiál- anna á öllum stigum tilvefunnar og sýna hvernig allt er öðru háð og hjálpast að. Höfundarnir rekja röð og samhengi þeirra tilviljana, sem leiddu til þess að líf kviknaði, og sýna hið óstöðuga og tvísýna jafn- vægi þeirra afla, sem halda þvi sam- an. Höfundarnir leggja áherzlu á stigvaxandi riiannfjölgun og hæfni mannsins til þess að grípa fram í fyrir náttúruöflunum og halda því fram að á undanförnum tveimur öld- urn hafi þessir þættir valdið svo stór felldri breytingu á vandamálunum, að þau séu svo tröliaukin og viða- mikil að þess eru engin dæmi og þvl sé ekki hægt að styðjast við nein fyrri dæmi eða fyrri reynslu. Ástandið er þó ekki eins skuggalegt og þetta virðist gefa til kynna. Höf- undarnir auðga ímyndunarafl okk- ar með skýrri hugsun og tjáningu. Höfundarnir hafa haft sér til ráðu neytis 150 frábæra vísindamenn, svo að furðu gegnir hvernig þeim hef- ur tekizt að skrifa tiltölulega af- dráttariausa bók án sífelldra fyrir- vara og varnagla. I þessari hrífandi Framh á bls. 3l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.