Morgunblaðið - 06.07.1972, Síða 1

Morgunblaðið - 06.07.1972, Síða 1
32 SIÐUR Þfssi mynd var t<'kin á blaðamannafiindinnm með Geller í gær. Þegrar Geller hafði skýrt þau þrjú skilyrði Rússa, sem fréttin frá fundinum lær með sér, þá gekk dr. Euwe, sem var meðal blaðamannanna, til Rússanna og óskaði eftir að bið.jast afsökunar, en tvö af skilyrðunum þremur snertu hann. í»eg:ar hann var búinn að tala, þótti Rússunum ekki nóg: að fá orð hans munnleg:. Snaraði dr. Euwe þá penna sínum á loft og- skrifaði á stundinni umbeðna afsökun á blað að viðstöddiim öllum fréttamönnum. Sýnir myndin dr. Euwe \era að skrifa afsökunarbeiðnina, en við hlið hans situr rússneski stórmeistarinn Geller. Ljósm. Kr. Ben. Skákeinvígiö: Hindranir úr vegi Dr. Euwe og Fischer biðjast afsökunar — Fischer víttur EFTIR blaðamannafundinn í gær að Hótel Sögu með full- frúum Boris Spasskýs er mál- um nú svo komið, að ekki virðist ástæða til að ætla, að alvarleg ágreiningsefni komi í veg fyrir einvígið úr þessu. Talsmaður Rússanna, Geller stórmeistari, skýrði frá skil- yrðum þeirra á fundinum, J>að er að þeir krefðust þess, að dr. Euwe bæðist afsökun- ar á að hafa ekki farið eftir reglum FIDE, þegar hann frestaði einvíginu og að hann vítti Bohhy Fischer fyrir framkomu hans, auk þess sem þeir krefðust afsökunar- heiðni frá Bohhy Fischer sjálfum. Þegar Geller hafði lesið þessa yfirlýsingu, ruddi dr. Euwe, forseti FIDE, sér Ieið að hljóðnemunum og óskaði eftir því að hera fram afsök- unarheiðni sína þegar á staðnum, auk þess að hann vítti Bohby Fischer fyrir framkomu hans. Rússarnir voru spurðir, hvort þetta myndi ekki duga og kváðust þeir þá vilja fá þetta skriflegt auk yfirlýs- ingar Bobby Fischers. Þeim var þá bent á, að Fischer hefði þá þegar borið fram af- sakanir sínar og hvort Rúss- arnir hefðu ekki fengið þá yfirlýsingu í hendur. Þeir kváðust hafa heyrt ávæning af þeirri yfirlýsingu, en vildu fá hana skriflega. Þá tók dr. Euwe upp penna sinn og þótti viðstöddum blaðamönn- um eftirminnilegt að sjá hann í viðurvist þeirra skrifa afsökun sína og víturnar á Bohby Fischer, sem hann síð- an las upp og afhenti rússn- esku fulltrúunum. Þeas miá geta, að fréttamenn klöppuðu á fundiinuim, þegar svo virtis't, ,iem öllucm hindrunuim hefði verið rutt úr vegi fyrir því, að eiinvígið gæti hafizt. Geller var að því spurður, hvort nú væri ekki nóg að gert og eftir milkinn þrýsting frá fréttamöran- um virtist svo vera. Að visu sagði hanin, að hanm teldi, að þetta nægði „næstum því“. Þesis má að lokum geta, að upplýst. var á blaðamannafundi talsmaniras Fischers í gær, að hann hefði verið reiðubúinn til þesis að draga um lit fyrir kvöldmat. Aninars staðar í blaðinu er skýrt frá ummælum Framhald á bls. 23. Síöustu fréttir: Góðar horfur „Það eru mjög góðar vonir til þess að dregið verði um lit í fyrstu skákinni í heimsmeist- araeinvíginu í kvöld (fimmtudagskvöld) og að skákeinvígið geti hafizt n.k, sunnudag eða þriðjudag", sagði Lothar Schmidt yfir- dómari heimsmeist- araeinvígisins laust eftir miðnætti í gær- kvöldi, að loknum tveggja klukkustunda fundi hans, dr. Euwe, Guðmundar G. Þórar- inssonar og Rússanna Gellers, Krogius og fleiri á Hótel Sögu. Guðmundur G. Þórarinsson tók í sama streng- þegar frétta- maðnr spnrði liann og sagði að ákvörðnn yrði tekin fyrir há- degi í dag, hvenær dregið yrði um lit, en horfur væru mjög góðar. Að vísu kvað hann erfið- leika á að fresta einvíginu fram á helgina vegna væntanlegs OI- ympíuskákmóts í Júgóslavíu, en allt stefndi þó í jákvæða átt. Vænkast hagur McGoverns Washington 5. júlí. AP. NTB. VONIR Georges McGoverns, öld- ungadeildarþingmanns, til að ná útnefningu demókrataflokks- ins, glæddust verulega á ný í dag, er áfrýjunardómstóll kvað upp þann úrsktirð, að honttm skyldu dæmdir þeir 150 kjör- menn, sem kjörnefnd demókrata Framltald 'á bls. 21 Hugmynd dr. Max Euwes á blaðamannafundinum: Skiptum einvíginu Fyrri hlutann nú —síðari hlut- ann eftir Olympíuskákmótið Dr. Max Euwe, forseti Alþjóða skáksambandsins (FIDE), sagði í gær, að Boris Spasský væri í slíkit ttppnámi, að ekki væri unnt að knýja hann til þess að tefla í dag, heidttr bæri að veita honttm viku frest. En með því yrði ekki unnt að Ijúka heimsmeistara- einvígintt á réttum tíma fyrir Ólympíuskákmót.ið í haust og því yrði að skipta einvíginu í tvo hluta og tefla síðari hlutann eftir Ólympíuskák- mótið en að sjálfsögðu í Reykjavík. Giiðmundtir G. Þórarinsson, forseti Skáksambands ís- lands, sagði í viðtali við Morg- unblaðið, að slik skipting kænti ekki til greina og slíka ákvörðun gæti dr. Euwe ekki tekið án samráðs við islenzka skáksambandið og keppend- ttr. Boris Kazic, framkvæmda- stjóri Skáksambands Júgó- slavíu, upplýsti í gær, að hann hefði þá um daginn fengið simskeyt.i frá skáksambandi sínu þess efnis, að það treysti sér ekki til þess að halda Ol- ynipíuskákmótið nema heims- meistaraeinvígið byrjaði ekki síðar en í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.