Morgunblaðið - 06.07.1972, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1972
Eftirmaður Satos:
55
Japanska jarðýtan
u
KAKUEI TANAKA, hinn nýi
forsætisráðherra Japans, er
yngsti maðurinn sem hefur
geg-nt því embætti síðan síð-
ari heimsstyrjöldinni lauk
þótt hann sé 54 ára að
aldri. Hann hefur ekki notið
neinna þeirra forréttinda sem
tryggðu fyrirrennurum hans
auðveldlega frama í japönsk-
um stjórnmálum. Hann er ai-
ger andstæða helzta keppi-
nautar síns, Takoo Fukuda,
sem hefur lengi starfað í
skrifstofukerfinu, átti auðuga
foreldra, stundaði nám í góð-
um skólum og hlaut auðveid-
an frama.
Tanaka hefur brotizt áfram
af eigin rammieik. Hann
er fátækur bóndasonur frá
Niigata í miðhluta Japans og
hefur aðeins gagnfræðaskóla-
menntun. Hæfileikar hans og
ákveðni tryggðu honuim þó
skjótan frama i bygginga-
iðnaðinum og 39 ára gamall
varð hann póstmálaráðherra,
þá yngsti maðurinn sem gegnt
hafði ráðherraembætti í sögu
Japana á síðari tímum. Hann
hefur einnig verið fjármála-
ráðherra, aðalritari Frjáls-
lynda demókrataflokksins og
áður en hann var valinn for-
sætisráðherra gogndi hann
starfi ráðherra utanríkisvið-
skipta og iðnaðar.
Val Tanaka markar þannig
á ýmsan hátt þáttaskil í jap-
önskum stjómmálum, þar
sem hann er tiltölulega ung-
ur ef tillit er tekið til þess
að aidur og virðuleiki skipta
miklu máli í japanskri menn-
ingu og þar sem hann getur
þakkað pólitískan frama sinn
áhrifum á þingi en ekki
embættiskerfinu. Hinn nýi
Tanaka
forsætisráðherra er fylgjandi
örum hagvexti og alþjóðlegri
samvinnu. 1 innanrikismálum
hefur hann heitið landsmönn-
um bættum lifskjörum og
auknium ráðstöfunum til að
berjast gegn of mikilli fólks-
fjölgun, mengun og umferðar-
öngþveiti.
Tanaka hefur gert grein
fyrir skoðunum sínum og
hugmyndum um framtíð
Japans í efnahagsmálum i bók
sem hann sendi frá sér í síð-
asta mánuði. Þar hvetur hann
til víðtækrar baráttu gegn
mengun og bættrar skipulagn-
ingar til þess að umhverfi í
borgum verði heilbrigðara.
Hann telur að leggja verði
mikla áherzlu á að auka lagn-
ingu vega og tryggja á annan
hátt bættar samgöngur og
segir að Japanir ættu að geta
náð 10% hagvexti á ári. Hins
vegar bendir hann á að Jap-
anir geti ekki vænzt þess að
þeir geti au'kið útflutning sinn
í eins miklum mæli og hingað
til þar sem margt bendi til
þess að önnur ríki muni setja
hömlur á innflutning frá
Japan. Tanaka telur þó að
leysa megi hagsmunaárekstra
Japana og annarra þjóða í
efnahagsmálum með samn-
ingaviðræðum.
Viðumefnið „jarðýtan" hef-
ur hann ekki fengið að
ástæðulausu því hann er
skjótur að taka ákvarðanir og
gengur beint til verks. Hann
er vellauðugur en berst ekki
mikið á þótt orð sé á því haft
að hann búi í glæsi'legri villu.
Það er engin tilviljun að hann
er valinn forsætisráðherra
einmitt þegar Japanir hafa
gerzt eirðarlausir og vilja láta
meira til sín taka í utanrikis-
málum. Sambúðin við Banda-
rikin hefur verið stirð að und-
anförnu, ekki sízt síðan Nixon
fór til Moskvu og Peking, og
heima fyrir eiga Japanir við
að stríða öll þau vandamál
sem hrjá nútímaiðnaðarþjóð-
félög. Almenningsálitið réð
ekki vali Tanaka, en vist er
að hann er talinn manna Mk-
legastur til þess að geta fram-
fylgt sjálfstæðri utanríkis-
stefnu, bætt sambúðina við
Bandaríkin og Kínverja og
ráðið fram úr vandamálunum
heima fyrir.
Skyndileg afsögn
Chaban-Delmas
— Pierre Messmer á að
mynda nýja stjórn
París, 5. júlí — AP-NTB
GEORGES Pompidou, forseti
Frakklands, fól í dag Gaull-
istanum Pierre Messmer,
nýlendumálaráðherra, að
mynda nýja ríkisstjórn, eftir
að hafa tekið til greina
lausnarbeiðni Jacques Chab-
an-Delmas. Kom afsögn
Chaban-Delmas mjög á
óvart og þykir fréttaskýr-
endum einsýnt, að Pompidou
hafi krafizt þess, að hann
segði af sér.
Chaban Delmas sætti mi'killi
gagnrýni fyrr í vetur, er líkur
bemtu til að hann heifði gerzt
sekur um skattsvik, en það var
ekki sannað. Hin.s vegar höfðu
raddir um að hann myndi hætta
hljóðnað upp á síðkastið. Fæstir
bjuggust þó við, að hann gæfi
kost á sér við næstu kosningar
í Frakklandi að ári. Hann hefur
verið forsætisráðherra í 3 ár.
Messmer, hinn nýi forsætisráð-
herra, er 56 ára garnall. Hann
var varnarmálaráðherra í níu ár
i stjórn de Gaulle, en dró sig
Chaban-Delmas,
fráfarandi forsætisráðherra.
í hlé, þegar Pompidou var kjör-
inn forseti. í febrúar sl. var hann
skipaður nýlendumálaráðtherra.
Ekki er búizt við að umtals-
verðar breytingar verði gerðar á
rí'kissitjórninni, en Messmier mun
Framhald á bls. 21
Lithái brenndi
sig til bana
Moskvu, 5. júlí — AP
ROSKINN litháískur verkamað-
ur hrenndi sig til bana til að
mótmæla sovézkum yfirráðum í
Litháen fyrir stuttu. Bárust þess-
ar fréttir til Moskvn í dag. Er
þetta þriðja slíka sjálfsmorðið
í Lit.háen. sem vitað er um, nú á
nokkrum sl. vikum. Óstaðfestar
ERLENT
Tanaka sigradi:
írland:
Bræður
myrtir
Belfast, 5. júli — NTB AP
TVEIR nngir menn, mótniæl-
endatrúar, fundust í morgun
myrtir í úthverfi Belfast og hafa
þá tíu manns verið drepnir allra
síðustu daga, eða siðan vopnahlé
átti að ganga í gildi þar.
Ungu mennimir, sem voru
bræður, fóru að heiman frá sér
í gærkvöldi og var ekkert vitað
um ferðir þeirra fyrr en þeir
fundust látnir í morgun. Talið
er fullvist að kaþólikkar hafi
drepið bræðurna. Ekki hefur
fengizt staðfest hvört þeir voru
virkir þátttakendur í samtökum
mótmælenda, UDA, á Norður-
Irlandi.
Eftirmaður Satos boðar
nýja utanríkisstefnu
Vill bætta sambúð við Kínverja og Rússa
Tokíó, 5. júlí. NTB, AP.
KAKUEI Tanaka, sem Frjáls-
lyndi demókrataflokkurinn valdi
í dag forsætisráðherra Japans í
stað Eisaku Satos, lýsti því yfir
eftir að flokkurinn kaus hann i
embættið, að hann mtindi færa
sambúðina við Kina í eðlilegt
horf og undirrita friðarsamning
við Sovétrikin. Hann liét því einn
ig að bæta sambúðina við Banda-
ríkin sem hefur verið stirð und-
anfarin tvö til þrjú ár vegna
ágreinings í efnahagsmáliim.
Stjórnmálafréttaritarar í Tokió
telja val Tanaka ósiigur fyvrir Sato
sem hafði lýst sdg fylgjandi
því að eftirmaður hans yrði Tak-
Schumann til Peking
París 5. júlí NTB.
MAURICE Schumann, utanríkis-
ráðherra Frakklands, hélt í dag
áleiðis til Pcking í opinbera
heimsókn og mun hann dvelja
þar í fimm daga. Hann mun vita-
skuld hitta að máli alla helztu
forystumenn Kínverska alþýðu-
lýðveldisins og stjórnmálasér-
fræðingar í París eru þeirrar
skoðunar, að aukin verði efna-
hagsleg og stjórnmálaleg sam-
skipt.i landanna, að heimsókn
Schumanns lokinni.
Sambúð Frakklainds og Kína
hefur verið með ágætum síðan
de Gaulle viðurkenindi það fyrir
u.þ.b. átta árum. Geirt er ráð
fyrir, að Schumann eigi einnig
að undirbúa heinnsókn Pompi-
dous forseta til Kína á næsta
ári.
eo Fukuda, aðalkeppinautur Tan
aka í kosningunni um eftirmann-
inn. Sagt er að Sato hafi hugsað
sér að hann gæti áfram haft tals
verð áhrif á bak við tjöldin ef
Fukuda yrði valinn, en óliklegt
er talið að Tanaka vilji hafa
nokkurn slíkan ráðunaut sér við
hlið.
Tanaka ságraði Fukuda í ann-
arri atkvæðagreiðsliu með 282 at-
kvæðum gegn 190 á þingi ftokks
ins en þurfti atkvæði 239 fulitrúa
af 476 á flokksþinginu til þess að
ná kosningu. í fyrstu atkvæða-
Framhald á bls. 21
fregnir herma og að einn mað-
nr til viðbótar hafi hellt yfir sig
bensíni á götu úti í Kaunas S
Litháen og kveikt í fötum sín-
um, en lögrogla hafi slökkt
í snarlega og maðurinn liggi i
s.júkrahúsi.
Maðurinn, sem lézt, hét Andru-
shukavichus og var sextugur að
aldri. Hann er sagður hafa
brennt sig til bana þann 3. júní.
Það gerðist einndg í Kaunas.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum hefur verið mjög mikil
ólga í borginnd síðustu sjö vik-
ur, eða síðan tvttugur stúdent,
Kalanta að nafni, brenndi sig til
bana af stjómmálaástæðum á
þeim stað, þar sem Sovétmenn
lýstu yfir innlimun Litháen í
Sovétríkin í júni 1940.
Gromyko
í Hollandi
Haag 5. júlí NTB.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Sovét-
ríkjanna Andrei Gromyko kom
í dag til Hollands í þriggja daga
opinbera heimsókn. Er þctta í
fyrsta skipti að sovézknr utan-
ríkisráðherra kemur þangað,
síðan Holland viðurkenndi Sovét-
ríkin fyrir 30 ámm.
Miklar varúðarráðstafanir
voru gerðar á flugvellinum,
þegar Gromyko kom og þyrlur
flugu yfir bílalestina, sem
flutti Gromyko og gestgjafa
hans inn í Haag.
Suður-Víetnamar hafa undir-
tökin í Quang Tri
Saigon 5. júií NTB. AP.
SUÐUR-víetnamskar hersveitir
eru komnar inn í miðborg Quang
Tri og virðast hafa undirtökin
í baráttu við N-Víetnama og
skæruliða þar. Aðeins fáeinir
herflokkar N-Víetnama em enn
í borglnni, sem er að mestum
hlnta í rústum, eftir hina gífur-
legu bardaga, sem um hana hafa
staðið í tvo mánuði.
Bandarísíkar sprengjuvélar
fóru í allmargar árásarferðir á
Norður Víetnam í dag og vörp-
uðu sprengjum á útjaðar Hanoi.
Talsmenn Bandaríkjahers hafa
hins vegar neitað þeim áburðí
N-Víetnama að þeir hafi kastað
sprengjum á íbúðahverfi.
Norður Víetnamar halda því
fram að þeir hafi skotið niður
fjórar bandarískar flugvélar, en
því neitar talsmaður hers.tjómar-
innar í Saigon
AUharðir bardagar hafa verið
í dag í grennd við gömilu keis-
araborgina Hue og hafa Norður-
Víetnamar skotið eldflaugum á
borgina vestanverða.
Medvedev rekinn frá
— fékk ekki ad sitja
ráðstefnu erfðafræðinga
Kænugarði, 5. júlí —- AP
ZHORES Medvedev, hinn
þekkti sovézki erfðafræðing-
ur, sem hvarf á sunnudaginn
var, eftir að honum hafði ver-
ið meinaður aðgangur að al-
þjóðlegri ráðstefnu, sem
stendur yfir i Kænugarði,
sagði bandarískum visinda-
manni frá þvi í dag, að yfir-
völd hefðu neyfct hann til að
halda heim á leið.
Medvedev ræddi við Banda-
ríkjamanninn í síma og sagði,
að lögreglan hefði sett hann
í varðhald eftir að honum
hafði verið efcið á brott frá
byggingunni, þar sem erfða-
fræðiragar irá mörgum lönd-
um þinga. Var honum sagt,
að hann hefði truflað ráð-
stefnuna og síðar um kvöldið
var hann sendur með lest til
Moskvu.
Medvedev er í hópi kunn-
ustu baráttumanna í Sovét-
ríkjunum fyrir auknu and
legu frelsL