Morgunblaðið - 06.07.1972, Síða 16

Morgunblaðið - 06.07.1972, Síða 16
16 MORGÍÚNBLAÐIE), FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1972 Otgefandi hf ÁrvaW, Rfey'kijavfk Fr'örrVkv a&m da s-tjóri Har&tdur Sveins'son. fíiti&tiórar Mattfiías Johannessðn, EyfóWur KonréO Jónsson Aðstoðamtstijón Styrmir Gunnarsson. Rrtst/ómarftrlltrúi Þiorbjörn Guðmundason Fréttastjóri Bjöm Jólhannason Auglýsinaastjöri Ámi Garöar Kristmsson Ritstjórn 09 afgreiðsla Aðalstraeti 6, sfmi 1Ó-100. Augfýatngar AOatetreaiti 6, sfmi 22-4-80 Ásikrrftargjald 226,00 kr á rrváriuði irtnanland® I teusasö’fu 15,00 Ikr eirvtakið KOKHREYSTI T Tímanum í gær er því blá- * kalt haldið fram, að verð- hækkanir að undanförnu hafi ekki orðið meiri en á síðustu þremur árum, þegar stefnu viðreisnarstjórnarinn- ar í efnahagsmálum gætti, og jafnvel séu hækkanir nú mun minni en þá. Það er meira en lítil kokhreysti að bjóða blaðalesendum upp á slíkar firrur, ekki sízt húsmæðrun- um, sem daglega sjá verð- lagshækkanirnar. Staðreynd- ir málsins eru hins vegar þessar: Áhrifa efnahagsstefnu nú- verandi ríkisstjórnar tók ekki að gæta fyrr en á þessu ári. Næstu þrjú árin á undan hækkaði framfærsluvísitalan miðað við almanaksár, sam- kvæmt Fjármálatíðindum, sem hér segir: 1969 13,8%, 1970 um 12,5% og 1971 um 2% eða að meðaltali um 9,4%. Á þessu ári lítur dæm- ið þannig út, að hækkunin er þegar orðin 9%, og eru þó ekki öll kurl komin til graf- ar, þar sem skattalagabreyt- ingar verkuðu til lækkunar á vísitölunni, þótt skattbyrð- in aukist verulega á þessu ári og þess vegna hefði auð- vitað átt að halda liðnum „opinber gjöld“ í vísitölunni a.m.k. óbreyttum, en ekki að lækka hann úr 161 stigi í 33 stig eins og gert hefur verið, en sú lækkun nemur nokkr- um vísitölustigum. Ef hækkunin síðari hluta ársins yrði jafn mikil og fyrstu 5 mánuðina, næmi árs- hækkun yfir 20%, en eins og áður segir var meðalhækkun framfærsluvísitölu á síðustu þremur árum 9,4%. Og eins og tölur þær, sem að framan eru birtar bera með sér, dró úr verðbólgunni síðustu þrjú árin, en nú eykst hún með vaxandi hraða. En þetta kall- ar Tíminn að betur hafi tek- izt til í efnahagsmálunum að undanförnu en áður. Þess má einnig geta, að meginhluti hækkananna, sem orðið hafa á þessu ári, kem- ur fram á öðrum ársfjórð- ungi, en ekki hinum fyrsta, því að efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar er ekki veru- lega farið að gæta fyrr en þá, en á þeim þremur mánuðum hækkar vísitalan um hvorki meira né minna en 8,5%. Þrátt fyrir þessar miklu hækkanir segir ríkisstjórnin, að hún hafi takmarkað verð- hækkanir eins og frekast hafi mátt verða og haldið verðlagi í algjöru lágmarki, svo að fyrirtæki stöðvuðust ekki. Síðan hafa orðið verulegar kaupgjalds- og verðlags- hækkanir, þannig að þegar hefur verið falin hækkun, sem nemur mörgum vísitölu- stigum, en samt sem áður er þegar komið í ljós, að á næst- unni muni vísitalan hækka um 5—6 stig og er þá ekki tekið tillit til skattabreyting- anna nema að nokkru leyti. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum, lýsti hún því yfir í málefnasamningi sínum, að hún gerði ráð fyrir, að verð- hækkanir hér yrðu ekki meiri en í nágrannalöndun- um, enda gekk hún út frá þeim forsendum, að þetta væri unnt miðað við aðstæð- ur efnahagslífsins. Svo reynd- ist raunar líka fyrstu 6—7 mánuðina, sem stjórnin sat að völdum, enda var þá ekki farið að gæta áhrifanna af hinni gálauslegu efnahags- stefnu hennar, en þegar áhrif hennar komu í ljós fór allt úr böndunum og óðaverð- bólga reið yfir. Verðbólgu- hjólið er nú komið á fulla ferð og stjórnarherramir sitja ráðþrota. Þeir segja að vísu nú, að hugmyndin sé að grípa til bráðabirgðaráðstafana, sem enginn veit þó enn hverjar eigi að vera, en því er þó fleygt, að kaupgjald og verð- lag eigi að binda með ein- hverjum hætti og verið sé að þreifa fyrir sér um pólitísk- an stuðning í röðum verka- lýðsforingja til þessara að- gerða. Sú stórfellda verðhækkun- arskriða, sem nú skellur yfir, er auðvitað geigvænleg fyrir íslenzkt efnahagslíf, enda spáðu forustumenn stjórnar- flokkanna því þegar í vetur, að áframhaldandi verðhækk- unaralda mundi leiða til gengisbreytingar og hefur þó engan þeirra, frekar en aðra, órað fyrir því, að hækkan- irnar yrðu jafn gífurlegar og raun hefur á orðið. Hitt er þó e.t.v. verra, að miklar hækkanir eru nú faldar. Meira að segja liggja í bunk- um hjá ríkisstjórninni heim- ildir frá verðlagsnefnd til að hækka ýmiss konar vörur og þjónustu, en ríkisstjórnin af- greiðir þær ekki frá sér, þótt verðlagsnefnd hafi sannfærzt um nauðsyn þessara hækk- ana. Ekki er ofsögum sagt, að algjör ringulreið og stjórn- leysi ríki í efnahagsmálunum, og þess vegna er eðlilegt, að stjórnin reyni nú að spyma við fótum. En fyrirfram get- ur hvorki Morgunblaðið né aðrir ímyndað sér, að úrræði stjórnarinnar verði nú áhrifa- meiri eða gæfusamlegri en hingað til. Ferill hennar er með þeim hætti, að fólkið býst ekki við neinu góðu. Sköllótta prímadonnan Eftir Matthías Johannessen EINN virtasti gagnrýnandi i Frakklandi Claude Bonnefoy, hef ur tekið saman bók, sem byggð er á samtölium hans og fransk- rúmenska leikritaskáldsins Eug- ene Ionescos. Ástæða er til að láta bókina ekki fram hjá sér fara, en hún barst mér ekki í hendur fyrr en nú nýlega. í bók þessari fann ég m.a. skýringu á háttalagi íslenzks rithöfundar oig allþingismanns og kem ég að því síðar. Eugene Ionesco er einn þekkt- asti leikritahöfundur, sem uppi er. íslendingar þekkja af eigin reynslu þrjú helztu leikrit hans, Sköllóttu prímadonnuna eins og höfundiur kallar verk sitt i enskri þýðingu samtalanna (ekki söng- konuna), Stólana og Nashyrn- ingana, svo og Kennslustund- ina, sem leikin var með Stól- unnm í Iðnó fyrir allmörgum ár- um og danski ballettinn sýndi á listahátíð fyrir skömmu. Stóla- ballettinn, kallar Ionesco leikritið á einum stað. Enginn vafi er á að leikrit Ionescos eru merkur og sérstæður áfangi í sögu leikMstar innar og eiga sér vafalítið lengra líf fyrir höndum en obbinn af því, sem fr-amleitt hefur vefrið handa framúrstefniuleikhúsum. — — Ionesco segir að það taki sig langan ttma að byrja é nýju verki. Hamn geti ekki setzt niður, svo mánuðu.m skipti, og fyllist þá samvizkubiti vegna lítilla af- kasta, en vinni síðan að leikrit- um simum í 1—2 mánuði sam- flieytt. — „Ég verð að Ijúka v'ð leikrit innan eins eða tveggja mánaða, af því ef ég held lengur áfram er það vonlaust — leikslok fara þá í handaskolium af þvi ég hef ekki meiri orku“. Hann seg- ist vinna í eina, tvær og hæsta lagi fjórar klukkustundir á dag, en siðaisti kliukkutíminn fari þá gjarnan í bréfaskriftir. Einhverju sinni í miðju leikriti varð Ioniesco skyndilega veikur og lagðist í rúmið, en hélt svo áíram að veikindum loknum og lauk verkinu. Hann segir að allt önnur hrynjandi sé í síðari hluta verksins en hinum fyrra og hatti fyrir. Hann verði að setja siig í stellingar, þegiar hann byrji á nýju verki, og ef honurn tekst ekki að ljúka því meðan hann er í „stellingum“, sé leikritið í hættu. — JPW — Ionesco hugsar mikið um drauma, ef mairka má þessi sam- töl. Draumar hafa auigsýnilega haft mikil áhrif á hann og verk hans eiga sér, segir hann, oft ræt ur í dirauimum. Einnig séu end- urminningar úr æsku áleitnar. Dauðinn hvílir augsýnilega eins og dapur skuggi yfir lifi harns. Verk hans eru tilraunir til að losna undan þeirri martröð sem dauðinn er, enda ekki óaligengt, að driffjöður listamanna sé glim- an við þessa óráðnu gátu. í Stólunum reynir hann að sýna ftram á tilgangsileysi allls. Stólum er endalaust raðað á lei k sviðið — helzt fimmtiu stólium segir hann (hví ekki sextíu?) — þeir hafa ekki öðru hlutverki að gegna en sýna fram á tilgangs- leysið, tómleikann í lífi okkar. ,,f Stólunum hugsaði ég einfald- lega uim tómt herbergi, siem smám saman var fylit auðum stólum. Stólarnir sem ffluittir eru inn á sviðið með æ meiri hraða . . . lýstu að mínu viti . . . eins konar hvirfilbyl tómleikans . . .“ Og svo hefur skáldið ein'nig kaf- fært persónur sínar í öðrum hús- gögnum. Ionesco segir að sum leikrit sín séu skrifuð upp úr smásögum. Nashyrningarnir segir hann að sé sprottið úr m.artröð. Hann upp lifir draumana í l'eikritum sínum, e&a ölliu •heldur: „Draiumar eru veru,leiki“. Á einum stað segir hann að sig hafi dreymt að hann væri geimfari, „hlægilegur geim- fari“. Hann segist hafa séð sjálf- an sig í klefa úr filmikenndu efni. „Ég er nakinn (og nánast í sömu stellingu og fóstur) og gegnt mér er önniur persóna, nákvæmlega einis og ég í útliti. Ég er hvort tveggja í senn: fóstur og geim- fari . . . “ Svona byrjaði einn drauimurinn og ekki ástæða til að rekja hann nánar, en ef ég man rétt lauk þessari geimferð með því að Ionesco þóttist komast að þvi að Marsibúar töluð'u ítölsku. — — Ionesco segir á einium stað að „sérhvert verk er einstakt í sinni röð, fullkominn heimiur út af fyr ir sig, kosimos. Verk er aðeins mikilvægt vegna sérstöðu þess, og þar sem það er sérstætt er erf itt að sikilja það. Þegar staðið er andspænis nýju verki og veröld þess, er alltaf nauðsynlegt að geta uppgötvað veröldina . . . Af þeim sökurn eru góðir gagnrýniendur mjög sjaldgæfir. Ég held að ég hafi áður sagt: að nauðsynliegt sé að hafa hæfileika til að verða rithöfiundur en til að vera gagn rýnandi sé naiuðsyntegt að vera snillinguir . . . “ Og Ionesco held- ur á f ram: „Miklir gagnrýnendur eru allir listamenn . . . eins og Delacroix Apollinaire og Baiudel aire . . . Stunduim eru þeir jafn- vel heimispekingar: Freud, sem gjörbreytti s'kilningi fólfcs á Sófó klesi . . . En þá er naiuðsynteigt að vera mikill heimspekingur og ekki aðeins heimspekinemi eins og al'lir þessir vinnuisömiu skóla- menn, sem eru klyfjaðir marx- istískri þjóðfélagssálfræði, sem iþyngir þeim fremur en hjálpar. En simámunasamt fólk hefuir alllt af verið til, lærðir asnar“. Þegar Ionesco tailar uim veröldina í verk inu, vill hann að verkið sé svo sérstætt að það geti skapað nýj- an heim, a.m.k. enduirskapað heiminn, Og með það í huiga eigi bókmenntir erindi við okkur. Að því er virðist teliur Ionesco að engir rithöfundar hafi haft áhrif á sig nema Kaíka og Borg- es. Ionesco og Halldór Laxnesis hafa merkitega Mka afstöðu til gagnrýnenda sinna og bók- menntakönwuða. í Skeggræðum gegnum tíðina segir Halldór Lax- ness m.a.: „,Það eru að visu til táknræn eða altegórísk skáld. Þau eru sjaldan góð. En það eru líka til margir táknrænir lesarar, ef svo mætti segja og enginn tak mörk fyrir því hvað þeir geta les ið út úr skrifuðum texta. Stiund um tekur þetta svo út yfir allan þjófaibálk, að það er ekki eimu sinni hægt að brosa að vizkuinmi . . . Menn krefjast þess að lítil saga sé einhvers konar opinber- unarbók um óskyld mál . . . Marg i,r ritdómarar sjá aðeins það sem stendur ekki í bókinni. Svo verða þeir illdr yfir eimhverju sem stendur ekki í bókinni og sjá ekiki það sem stendur þar . . . “ Ion- esco segiir: „Fólk sendiir mér doktorsrit. Það sendir mér óút- gefnar bækur uim sjálfan mig og ég verð lamaður af ótta. Getur verið að ég hafi haft allar þessar diuldu me,iningar?“ Ennfrem'ur: „ . . . textinn kemiur þeim (gagm-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.