Morgunblaðið - 18.07.1972, Síða 4

Morgunblaðið - 18.07.1972, Síða 4
%■ 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLl 1972 ■eSMKKIKiltíCTfr Auðmýkja utanríkis- ráðherra Andstæðingrar aðildar Is- lands að varnarsamstarfi þjóða Vestnr-Evrópu hafa enn á ný stofnað tii samtaka í þeim tilgangri að knýja á um breytta stefnn gagrnvart bandalagsþjóðnm okkar. Sam tök af þessu tagi hafa áður verið mynduð, en jafnan fjar að út og orðið að engru, enda hefur málstaðurinn ekki byr meðal fólksins í landinu. Svonefnd miðnefnd her- stöðvaandstæðinga stýrir nti aðgrerðum þessa lióps. Eitt fyrsta verkið var að koma starfseminni fyrir i húsnæði ríkisins, sem leigt hefur verið stúdentum og námsmönnum, er stundað hafa nám erlendis. I þessu húsnæði var opnuð skrifstofa, án þess að sam- band væri haft við umsjón- arniann hússins fyrir hönd ríktssjóðs. I síðustu viku gerðist svo sá einstæði atburður, að sam- tök lierstöðvaandstæðinga freistuðu þess að leggja und- ir sig embættisskrifstofu utan rikisráðlierra í stjórnarráðs- liúsinu til þess að lialda opin- beran fund með fréttamönn- um. Á föstudagsmorgun í s.l. viku boðuðu talsmenn samtak anna fréttamenn á sinn fund kl. tvö eftir hádegi í embætt- isskrifstofu utanríkisráð- herra. I fitndarboðinu sagði, að Einar Ágústsson, utanrík- isráðherra, yrði á fundinum og auk þess tveir aðrir ráð- herrar. Sennilega hefur þar verið átt við þá tvo ráðherra, sem settir voru til höfuðs Einari Ágústssyni í vamar- máhinum á sl. vetri. Þeir voru þó ekki nafngreindir í fundarboðinu. Sennilega hefur aldrei ver- ið gerð jafn ósvifinn tilraun til þess að auðmýkja og lítil- lækka islenzkan ráðherra eins og i þetta sinn. Og at- hyglisvert er, að tveir ráð- herrar virðast hafa verið reiðubúnir til þess að taka þátt í þessari aðför herstöðva- andstæðinga að utanríkisráð- herranum. Einar Ágústsson gat á síð- ustu stundu komið í veg fyrir áform herstiiðvaandstæðing- anna með þvi að meina þeim að halda blaðamannafundinn i skrifstofu sinni. Blaðamenn voru þá mættir í stjórnarráðs húsinu og miðnefndin hafði þegar byrjað að dreifa fjöl- rituðu ávarpi sinu. Þótt herstöðvaandstæðing- um hafi ekki tekizt að niður- lægja utanríkisráðlierrann eins og tiiraun var gerð til, sýna þessi vinnubrögð þó einkar vel innræti hópsins og gefa vísbendingu um, hvern- ig vænta má að staðið verði að málum. Á hinn bóginn væri fróð- legt að fá upplýst, hvaða tveir ráðlierrar það voru, sem samtökin höfðu fengið sér til liðsinnis við aðförina að ut- anrikisráðherranum. Þessi at- burður bendir til þess, að ein staka ráðherrar a.m.k. noti hvert tækifæri, sem gefst, til þess að auðmýkja meðráð- herra sína. Þeir virðast jafn- vel leggjast svo lágt að ganga í lið með hóp eins og sam- tökum herstöðvaandstæðinga. Léleg blaðamennska í ritstjórnargrein dagblaðs ins Tímans s.l. sunnudag er því haldið fram, að Morgun- blaðið og borgarstjórinn í Reykjavík hafi lýst þeirri skoðun, að ræða ætti um störf borgarstjóra í einkasam tölum, en ekki á fiindum borg arstjórnar. Þessar vísvitandi falsanir eru settar fram í sam bandi við órökstuddar árásir Kristjáns Benediktssonar á störf borgarstjóra fyrir skömmu og fólk brosir nú góðlátlega að rétt eins og þegar krummi krunkar í vél- sinið j 11 por tin u. Kristján Benediktsson hef- ur ekki orðið við margítrek- uðum áskorunum og nefnt dæmi fullyrðingiim sínum til stuðnings; getsakimar orna honum og hans líkum. Tals- menn Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn lýstu á sínum tíma yfir þvi, að rétt værl að ræða slík máiefni í borg- arstjórn, og Morgunblaðið hefur tekið undir þessa skoð- xm. Á hitt var bent, að Krist- ján Benediktsson hefði með réttu átt að óska þess, að málið yrði tekið á dagskrá borgarstjórnarfundar með venjulegum fyrirvara, ef hugur hefði fylgt máli. Þessar falsanir eru aðeins eitt dæmi um lélega blaða- mennsku Timans. Enn er mönnxim í minni, þegar rit- stjóri Tíinans hvarf út hlaða- mannastúkunni í borgar- stjórn, eftir árásir Kristjáns Benediktssonar og kærði sig kollóttan um reikninga Reykjavikurborgar og umræð ur um málefni borgarinnar. Sinnuleysi dómsvalds - máttlaust almenningsálit Áfengisneyzla unglinga til umræðu í borgarstjórn ® 22-0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 ____________-J BÍLALEIGA CAR RENTAL Tt 21190 21188 SKODA EYÐIR MINNA. SHODH LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FEHÐABlLAR HF. Tveggja manna Citroen Mehary. Bílaleiga — sími 81260. Fimm manna Citroen G. S. 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabílar (m. bilstjórum). Hópíerðir “'il lelgu í lengri og skemmri ferðir 8—20 farþega bilar. Kjartan ingimarsson simi 32716. Á BORGARSTJÓBNARFUNDI sl. fimmtudag gerði Slgurlaug Bjarnadóttir áfengisvandamálin að umtalsefni vegna umræðna, sem fram höfðu farið í borgar- ráði um framkvæmd þjóðhátíð- ar í Reykjavík. Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, upplýsti m.a. í þessu tilefni, að borgin hefði leitað eftir samstarfi við dóms- málaráðuneytið, menntamáia- ráðuneytið og heilbrigðismála- ráðuneytið um könnun og aðgerð ir í þessum efnum. Sigurlaug Bjarnadóttir sagði, að áfengisvandamálið hefði sennilega aldrei verið jafn hörroulegt eins og á 17. júní sl. Sigurlaug minnti á, að hún hefði fiutt tillögu í bongarstjóm á liðn um vetri, sem miðað hefði að um bótum á þessu sviði. Það væri á hinn bóginn litil uppörvun fyr ir borgarstjórn að horfa á þá þróun, sem nú virtist eiga sér stað. Þetta mái væri nú alls stað ar á viðræðustigi. Sigurlaug sagði, að veikasti hlekkurinr, í þessum efnum væri sú hlið, er sneri að dómsvald- inu. Lögreglan yrði að aðhlát- ursefni vegrra þess, að kærum hennar væri ekki sinnt. Sigur- laug sagðisit vilja vekja athygli á, að um þessi mál væri huigsað í borgarstjóm, og hún vænti þess, að viðræður bongaryfir- valda og ráðuneytanna myndu leiða til framkvæmda á þessu sviði. Sinnuleysi dómsvaldsins væri óviðunandi; þvi yrði að kippa í lag. Sigurlaug minnti ennfremur á, að máttlaust al- menningsálit væri þó ekki síður þrándur í götu umbóta á þessu sviði. Adda Bára Sigfúsdóttir sagðist vera nákvæmlega jafn óánægð með þróun mála eins og Sigur- laug Bjarnadóttir. Þeim gengi báðum jafn illa að grípa á þess- um vanda. Kjarni vandamál.sins væri sá, að allur almenningur vildi ekki athafnir á þessu sviði; fóikið vildi hafa vin um hönd. Það væri í raun og veru þetta almenningsálit, sem yrði að verj ast. Koma yrði i veg fyrir vín- sölu til barna og unglinga. Bong- arfulltrúinn nefndi m.a. þá hug mynd, að ekki mætti afgreiða áfengi nema gegn framvísun sér staks skilrikis. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, skýrði frá því, að hann hefði eftir borgarráðsfund 20. júní sl. skrifað dómsmálaráð- herra og heilbrigðisráðherra bréf i samræmi við þær umræð- ur, sem fram hefðu farið á fund inum. Hann sagðist hafa farið þess á leit við þessa aðila, að þeir áisamt borgaryfirvöldum könnuðu þá atburði, er áttu sér stað 17. júní sl. Borgarstjóri sagði ennfremur, að hér væri á ferðinni mjög djúpstætt vanda- mál. Það væri til staðar allan ársins hring, en hefði brotizt á- berandi út á þjóðhátíðardaginn. Þeim tiimælum hefði verið beint til þjóðhátiðarnefndar oig æsku- lýðsráðs, að þessir aðilar gerðu sér grein fyrir með hvaða hætti koma mætti í veg fyrir, að sag- an endurtæki sig. Árni Gxinnarsson sagði, að ekki yrði hoggið að rótum meins ins, nema breyta tízkunni. Leyni vínsalar ættu ekki alla sök á drykkj uskapn u m 17. júní. Söku- dölgurinn væri tízkan hverju sinni og lausnin væri fólgin í æskulýðsstarfiinu. Skapa yrði nýja tízku. Sigurlaug Bjarnadóttir tók umd ir þau orð Áma, að stöðvum leyni vínsölu væri alls ekki öll lausn- in. Það væri þó atriði, sem unnt væri að ráða bót á. Enda væri það stór þáttur vandamálsins, þvi að börn og unglingar ættu greiðan aðgang að leynivínsölun um. Hitt væri rétt, að ekki væri unnt að komast fyrir rætur meins ins með þessu móti. Æsikulýðs- starfið og uppeldið skipti þar sköpum. Ólafur Ragnarsson benti einn- ig á, að áfengisvandamálið væri til staðar hjá uppalendum, sem sköpuðu fordæmin. Leynivínsal- arnir hefðu ugglaust átt sinn þátt i þessum Ijóta bletti á 17. júní. Hann sagðist taka umdir óskir Sigurlaugar um áminningu eða beiðmi til dómsmálaráðu'neyt isins vegna leynivínsalanna. Markús Örn Antonsson greindi frá því, að þjóðhátíðarnefnd hefði rætt og yfirfarið þjóðhátíð- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.