Morgunblaðið - 18.07.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.07.1972, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞKIÐJUDAGUR 18. JUDÍ 1972 13 Sjötugur í dag; Guðmundur Kristjáns- son járnsmíðameistari 1 tilefni þess, að Guðmundur Kristjánsson járnsmiðameistari í Siglufirði er sjötugur þann 18. júií í ár, tókum við tal saman og leitaði ég upplýsinga hjá hon um varðandi ævi hans og störf. Guðmundur er talinn frábær iðnaðarmaður og nýtur hann mikils álits, sem slíkur. Hann er ennfremur viðurkenndur af öll- um, sem til hans þekkja, sem einn aí grandvörustu og heið- arlegustu mönnum sem fyrir- finnast. Þessum heiðursmanni sendum við vinir og samborgarar iníii- legar heillaóskir á þessum tíma- mótum í ævi hans. Hvaðan ert þú upprunninn Guðmundur? Ég er fæddur 18. júlí 1902 í Gíslabæ í Breiðavíkurheppi á Snæfellsnesi. Móðir min lézt , þegar ég var tveggja ára að aldri og fór ég þá til afa míns i og ömmu, Helga Árnasonar og Kristínar Grimsdóttur í Gísla- bæ. Hjá þeim átti ég heima fram yfir tvítugt. Finnst þér fallegt á Snæfells nesi? Já, svo sannarlega. Þar eru ýmsir fegurstu staðir á Islandi og sérkennilegustu. Fjölbreytn- in er ótæmandi í litum og lands lagi. Hinn ægifagri Snæfellsjök ull blasir við augum alla daga, með bláskyggðan skallann, ýmist skrýddur gulli morgunroðans, eða beltaður skýjum og jafnan síbreytilegur eftir veðri og árs- tíðum, en þó alltaf hin sama stór brotna undrasmíð náttúruafl- anna. Snæfellsnesið er fjalla- hryggur með óvenjulegum mynd breytingum, gnípum, hamra- veggjum, eldstöðvum, hraunum, ám og fossum, grænum grund- um og gulri sjávarströnd. Um þetta stórfagra landslag mætti fara mörgum orðum. Þú hefur verið hrifin af æsku stöðvunum eins og margir fleiri. En þama var þér ekki ætlað að dvelja um ævina. Hvert lá svo leiðin þaðan? Hugurinn stefndi í ákveðna átt, en úrræði voru fá, og vanda málin mörg fyrir örsnauðan ungling. Helzta leiðin fyrir mig eins og fleiri, var að fara á sjó- inn. Vann ég strax, sem ungling ur á bátum og þilskipum, og stundaði þá atvinrtu um nokk- urra ára skeið, ýmist sem háseti eða vélstjóri, og þá frá ýmsum verstöðvum. En hvenær 'fórstu svo að smiða? Frá því fyrsta, að ég man eft- ir mér hef ég verið að smíða, hvenær sem hægt var að koma höndum undir, enda hefur það jafnan verið mín aðalánægja. Hagleikur mun vera mikill í föðurætt minni, og er talið að forfeður mínir i 180 ár hafi stundað einhvers konar smiðar. Þeir smíðuðu skartgripi úr gulli og silfri, byggðu hús, smíðuðu skip og báta og margir höfðu jarnsmiði sem aðalatvinnu. Einnig i móðurætt minni voru mjög listfengir menn og hag- virkir. Má þar til nefna Jóhann- es Helgason myndskera, sem tal inn var hafa skarað fram úr öllum þeim mörgu, sem lærðu hjá meistaranum Stefáni Eiríks syni, hinum frábæra listamanni. Þvi miður andaðist þessi móður bróðir minn rúmlega þrítugur að aldri og varð því lítið þekkt- ur, og honum vannst ekki timi til afreka. Hvenær hófstu svo sjálfur rekstur á eigin verkstæði? Það var vorið 1938. Þá var oft mikið að gera, og lögð nótt með degi. Sildarskipin þurftu oft að fá fljóta og góða af- greiðslu, ef eitthvað var bilað í vél eða ofandekks og ýmsa ný- smiði þurfti að framkvæma í flýti. Ég hafði þá nokkra menn í vinnu, suma afbragðs duglega og ágæta iðnaðarmenn. Nú er Einbýlishús til sölu Til sölu er 3ja hæða einbýlishús í næsta nágrenni Háskólans. Tilboð merkt: „Timburhús — 819" sendist afgr. Mbl. fyrir 22. þ.m. Einbýlishús í Hofnnrfirði Til sölu er fulCgert og vel byggt einbýlihús á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Lóð að mestu frágengin, bílskúraréttindi. Upplýsingar í síma 35128 eftir kl. 7 á kvöldin. Til leigu er hæð í steinhúsi við Laugaveg. Hentug íyrir skrifstofur, læknastofur eða annað. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskriístofa Einar B. Guðmundsson, Glaugur Þorláksson, Guðmundur Pétursson, Axel Einarsson, Aðalstræti 6, III. hæð. Sírni 2 62 00. þetta orðið miklu minna i vöfum og hefi ég aðeins einn eða tvo menn með mér, og lítið er að gera síðan síldarævintýrinu lauk. Þú ert þá búinn að reka eig- ið járnsmíðaverkstæði í Siglu- firði i 34 ár. Já, það er orðinn langur timi. Á þessum tíma man ég eftir 14 aðilum, sem byrjað hafa hér sams konar rekstur. En þeir hafa allir gefizt upp og sumir þegar á fyrsta ári. Enda hafa oft komið mögur ár í þessari at vinnugrein, eins og öðrum, síð- an Siglufirði fór að hnigna. —• Þú hefur átt fleiri áhuga- mál en smiðarnar? Já, satt er það. Mér hefur meðal annars, löngum verið un- un í því, að vera í tengslum við náttúrú landsins. Ferðalög og útivist eiga mjög vel við mig. Ég tek heils hugar í sama streng og þeir, sem vilja stuðla að um- hverfis og náttúruvernd. Lífs- skilyrði okkar megum við ekki eyðileggja með rányrkju og eit- urefnum eða eyðileggja okkar fagra land með sóðaskap. Já, þú munt hafa verið einna fyrstur manna hérlendis, sem tókst upp harðsnúna baráttu gegn mengun í umhverfi þinu. Já, mér ofbauð þessi tak- markalausa mengun i lofti, vatni og gróðri, sem stafaði af síldarvinnslunni hér í bænum, og væri langt mál að lýsa þvi. Þó keyrði nú alveg um þver- bak, þegar Síldarverksmiðjur ríkisins, settu upp soðkjarna- þurrkun og eiturgufur lagði yf- ir bæinn. Við þá þurrkun voru notuð alls konar eiturefni, svo sem 98% brennisteinssýra o.fl. Gegn þessum ófögnuði skrifaði ég nokkrar blaðagreinar og deildi hart. Einnig kærði ég þetta athæfi til bæjarfógeta og bæjaryfirvalda. En ég fékk daufar undirtektir. Því miður. Var þetta talinn vottur um sér- vizku mína og að ég væri jafn- vel að vega að atvinnulifi bæjar ins. Á þessu fékkst engin bót fyrr en þurrkunarstöð þessi eyðilagðist, og var ekki endur- byggð. Um sama leyti fór síldar leysið að segja til sín og þar með var þetta úr sögunni. Ég hefi líklega verið of snemma á ferðinni með þessi mengunarmál. Nú virðist stöðugt aukast skiln ingur á þessum málum, sem bet- ur fer. Timans vegna getum við ekki farið út í umræður um þín mörgu áhugamál. En þú verður að segja mér frá þvi er þú gafst Ij óslækningatækin. Það er nú ekki margt um það að segja. Ef ég man rétt, var það árið 1941, að ég gaf Barna- skóla Siglufjarðar Ijóslækninga tæki, og hafa þau verið notuð síðan með fullum afköstum. Þetta mætti miklum skilningi í bænum og meðal kennara tog starfsliðs skólans. Er ég ánægð- ur með að hafa gert þetta og þakklátur þeim sem hafa stuðl- að að notkun þessara tækja. Ég vona að allar þær þúsundir skólabarna sem hafa notið tækj anna, hafi öðlazt aukna hreysti og vellíðan. Til þess var þetta gert. Hvað svo um framtíðina. Nú þegar þú stendur á sjötugu, sezt þú auðvitað í helgan stein eins og aðrir? Nei, ekki alveg strax. Ég byrjaði járnsmíðanám 1922 og ég tel að ég hafi stöðugt verið að læra í öll þessi 50 ár, sem síðan eru liðin. Ég ætla að halda áfram að smíða, og dunda við önnur áhugamál mín, meðan mér gefst heilsa og kraftur. En það eru fleiri svið en þau, sem við höfum rætt um, sem hafa gildi fyrir mig, eins og alla aðra menn. Á þessu tilverustigi er námið margþætt og ótæm- andi. Þvi skal vinna meðan dagur er. Þ.R.J. SVANHILDUR Hvernig er platan hennar Svanhildar? Hún er vönduð, hún er skemmtileg og hún er í steríó. Lögin eru tólf og eru þar m.a. lögin, sem hlutu fyrstu og önnur verðlaun í söngvakeppni sjónvarps- stöðva Evrópu fyrir nokkrum vikum. Heita þau á plötunni „Ekkert svar" og „Betlað. rænt og ruplað". Önnur bráðskemmtileg lög eru „Það er óþarfi að láta sér leiðast", „Kötturinn Klói", „Jói Jó" og titillag plötunnar „Ég kann mér ekki læti". Rólegri lög eru m.a. ,.Með penna í hönd", sem vafalaust á efir að verða mjög vinsælt. Ég heyri grát" og fallegur vals eftir Jónatan Ólafsson: „Blár varstu sær". Ólafur Gaukur hefur gert aiia textana á plöt- unni. Undirleik annast hljómsveit hans, sem er skipuð allt að sextán mönnum í sumum lögunum ásamt átta manna kór. Útsetningar eru gerðar af Jóni Sigurðssyni og Ólafi Gauki. Svanhildur hefur aldrei sungið betur en einmitt á þessari plötu. Og þegar allt þetta hefur verið talið upp, þá kemur í Ijós að sá sem fær sér hina nýju hljómplötu Svanhildar verður ekki fyrir vonbrigðum, heldur svo ánægður, að hann mun syngja með Svanhildi „Ég kann mér ekki læti". SG-hljómplöfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.