Morgunblaðið - 18.07.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JULl 1972 SA GAI N | í frjálsu riki eftir V. S. Naipaul Formáli, úr dagrbók: Föramaðurinn í Pireus Sjóferðin á milli Pireus og Alexandríu tekur aðeins tvo daga en mér hraus hugur, þegar ég sá litla, óhreina griska gufu- skipið. Fannst ég hefði átt að velja annan farkost. Ég sá það strax frá bryiggjunni, að farþeg- ar voru allt of margir. Þetta var eins og yfiríullt flóttamanna- skip. Þegar um borð kom, sá ég, að það var hvergi nærri rúm fyrir alla. Þilfarið var ekkert að heitið gæti. Barinn var á stærð við skáp og opinn á tvær hliðar, svo janúarvindurinn lék þar um laus um hala. Þröng varð við bar- borðið, ef þrir stóðu þar samtím- is. Smávaxni, gríski bar- þjónninn, sem framreiddi vont kaffi, var með endemum úrillur. Sumir farþeganna höfðu komið um borð á Italíu daginn áður. Þeir höfðu lagt undir sig flesta stóiana í reyksalnum og töluvert af gólfrýminu lika. Þeirra á meðal var hópur ofvaxinna, amerískra skólauniglinga. Þeir voru fölir og þrúigaðir á svip en augun vökul. Eina almenna vist- arvera farþega að auki var borð salurinn, en þar var verið að leggja á borð fyrir hádegisverð. Þar voru þjónamir álika þreytu legir og úrillár og sá við barinn. Hi'n alkunna gríska lipurð hafði orðið eftir í landi. Eða var til- vera hennar háð deyfðinni, at- vinnuleysinu og örvæntingunni þar? En við á efra þilfari máittum hrósa happi. Við höfðum káetu og rúmflet að liggja í. Það hafði fólkið á neðra þilfarinu ekki. Þilfarsfarþegarnir sem máttu gera sér þilfarsrýmið að góðu. Þama sátu þeir fyrir neðan okkur í sólinni og reyndu að skýla sér fyrir ka'ldri haf- golunni, hörundsdökkir íbúar Miðjarðarhafslanda í hnipri inn- an um akkerisvindur og gulmál- aða byrðinga. Þetta voru egypzkir Grikkir. Þeir voru á leið til Bgyptalands, en Egyptaland var ekki lengur þeirra heimaland. Þaðan höfðu þeir verið gerðir brottrækir. Þeir voru flóttamenn. En nú höfðu inmrásarmennirnir yfirgef ið Egyptaland. Egyptaland var orðið frjálst eftir miklar niður- lægingar. Og þessir fáitæku Grikkir, sem fyrir leikni sína í einhverri einfaldri handiðn höfðu komizt svolítið betur af en Egyptar, voru þarna komnir vegna þessa fengna frelsis. Óhrein, grísk skip, eins og þetta skip okkar, hafði flutt þetta fólk frá Egyptalandi. 1 stuttu máli, það var á heimleið, og í fylgd þess vorum við, skemmti- ferðafólik í skoðunarferð, kaup- sýslumenn frá Libanon, spænsk- iir næturklúbbsdansarar, feitir, egypzkir stúdentar á heimleið frá Þýzkalandi. Förumaðurinn hafði á sér brezkt yfirbragð, þar sem hann birtist fyrst á bryggjunni. Þó má vera að svo hafi virzt ein- göngu vegna þess að þarna voru engir Englendingar. Úr fjaiiægð var ekki að sjá, að hann væri förumaður. Hatturinn, bakpok- inn, lausofni jakkinn, gráu bux- urnar og stigvélin hefðu getað sómt sér vel á rámantískum feröalangi fyrri kynslóða. I bak pokanum hefði getað leynzt Ijóðakver eða dagbák eða frum- drög að skáldsögu. Hann var grannholda, meðal- maður á hæð og göngulagið sér- kennilegt. Við hvert sikref lyfti í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. smjörtíki velvakandi 0 Um geðheilsu og sleggjudóma Þorsteinn Gnðjónsson skrifar: „Komdu sæll Velvakandi. Ekki get ég talið mig sérlega ginnkeyptan fyrir áróðri. Ef ég er fréttafíkinn, þá er það stund um meira til að heyra hvernig talað er, en til þess að vita hvað talað er um. En að því er snertir heimsmeistaraeinvígið í skák, þá hafði ég vissulega ekki meiri áhuga á því i fyrstu, en almennt gerist, og ekki hef- ur áhugi minn á þvi vaxið neitt verulega frá því fyrst var far- ið að tala um það. Þó var það ein frétt, þetta varðandi, sem undir eins dró að sér athygli mína, og mig furðaði á því hve lítið var um hana talað hér á landi, þar sem hríðin átti þó að standa. Það var hin al- þekkta fréttastofa TASS, sem sendi frá sér þessa frétt, og var sérstaklega tekið fram, að hún hefði verið send um alþjóðlegt dreifikerfi þeirrar stofnunar. Áður en ég segi hver fréttin var, er bezt, að ég segi hvað ég hugsaði um hana. „Þetta er ásökun," hugsaði ég, „og hún býsna varhugaverð. En hún gerir engan skaða, ef þeir að- eins varast að taka undir hana hér, skákstjórarnir, hinir ís- lenzku, samlandar okkar.“ Fréttin var á þá leið, að Róbert Fischer, skákmeistari, væri geðbilaður maður, „haldinn of- sóknarbrjálæði", og man ég ekki betur en að sjálfur heimsmeistarinn í skák væri borinn fyrir þessari staðhæf- ingu. En ég vildi þó óska að mig misminnti um það atriði. Þess ber sérstaklega að gæta, að þessi ásökun kom fram, áð- ur en hinn ásakaði hafði gert flest það, sem síðan hefur þótt einkennilegast og sérstæðast í fari hans. En nú hefur dregið til þess, sem ég var mest að óska, að ekki yrði. Ég fæ ekki betur séð en að íslenzkir menn séu nú farnir að taka undir þessa ásökun, og segi nú nokkurn veginn hið sama, sem TASS sagði í fyrstu, án þess að þvi væri mikill gaumur gefinn þá. Friðrik Ólafsson sagði að vísu í útvarpsviðtali sínu 13. júlí, að hann hefði heldur litla þekkingu á því, sem þarna kem ur til greina, en ég heyrði ekki betur en að hann gæfi fylli- lega til kynna, að þessi kunn- ingi hans úr leiksölum skák- listarinnar, Fischer, væri ekki alls kostar heilbrigður á geði. Hann játaði þó, að í öllu því sem ekki snerti skákina, væri Fischer fyllilega eðlilegur mað- ur. Á íslandi hefur þessari að- ferð, að segja menn brjál- aða, „haldna ofsóknarbrjál- æði“ o.s.frv. oftar en einu sinni verið notuð. Margir kann ast við „stóru bombuna" forð- um, og er þó til emnþá miklu fróðlégra dæmi um þessa aðferð, sem beitt hefur verið, og þykir mjög áhrifamikil til að ná sér niðri á andstæðing- um. Það er varla hægt að hugsa sér lævíslegri og hættu- legri aðferð en þessa, því að látið er í veðri vaka að sá, sem fyrir henni verður, sé einn sekur. Eða hvað finnst mönnum um þetta mál yfirleitt? Er ekki ástæða til að menn láti uppi skoðanir sínar á því, svo að hið sanna komi í ljós, eða það sem bezt verður vitað? Er ekki mikil ábyrgð okkar Islendinga að láta þetta mál fara aiíkur ekki verr úr hendi, en framast er unnt? Mér er minnisstætt, það, sem ágætur maður sagði við mig nokkru áður én þetta mál kom upp: „Sálfræðin er ófullkomin vísindagrein.“ Þorsteinn Guðjónsson“ Q Kvartanir Guðrún 1. W. Jörgensen skrifar eftirfarandi (nokkuð stytt): „Kæri Velvakandi! Hvernig liður yður? Ekki gæti ég setið og lesið öll þessi kvörtunarbréf, eins og þér ger ið. T.d. les ég það í blaðinu í dag, 13. júlí, að ein frú (eða kannski er þetta herra) ætlar, og fer í sólbað á sínum fínu svölum, en hún fær ekki frið fyrir litlum flugvélum og gerir sér lítið fyrir og skrifar yður. Hvað mega hinir segja, sem hafa engar svalir og eru samt sóldýrkendur? Þessar litlu flug vélar eru æfingavélar, eða svo er mér sagt; ég er enginn flugmaður eða flugkona og eng inn skyldur mér eða minni fjöl- skyldu. En það, að rjúka í að skrifa næsta blaði, bara af því að nokkrar flugvélar eru á á lofti !! Það er vonandi, að aldrei komi neitt verra en þetta fyrir þessa manneskju, en hún ætti að hugsa um allt það fólk, bæði gamalt og ungt, sem hef- ur engar svalir. £ Fischer í sama blaði er maður að tala um fégræðgi Fischers og bend- ir um leið á fégræðgi Pósts og síma, en hvernig er það, hefur engum dottið í hug, að Fischer kunni e.t.v. að hafa nokkuð til sins máls í kröfugerðum sínum? Hann er og verður at- vinnuskákmaður og hefur lífs- viðurværi sitt af því. Eða hver vildi sitja við borð í fimm klukkustundir og stara á borð plötu, sem fer í taugarnar á honum? Svo á Spassky að njóta góðs af öllu saman. En er þetta ekki dæmigert fyrir þau tvö stórveldi, sem þessir memn eru frá: Ann- ar segir það, sem honum býr i brjósti, en hinn þegir. Hvað gerist ef Fischer tapar? Jú, hann er þekktur skáksnilling- ur í sínu heimalandi; fram hjá því verður ekki gengið. Vinni hann hins vegar, þá er honum borgið fjárhagslega. En hvað ef Spassky tapar? Getur hann ekki átt von á því að verða lokaður inni á geðveikrahæli, eins og Rússar gera við þá, sem falla í ónáð hjá þeim, en ef hann vinnur fær hann að vera frjáls og halda atvinnu sinni, sem er að tefla. Hann er launaður skákmaður, en það er Fischer ekki. Kæri Velvakandi, ég les allt- af dálka yðar og hef oft undr- azt þolinmæði yðar. Með þökk fyrir birtinguna. Guðrún í. W. Jörgensen, Öldugötu 9, Reykjavik.“ Velvakandi þakkar skilning og góðar óskir Guðrúnar. Hann er við beztu líðan og les bréfin ekki einungis með þol- inmæði, heldur lika með mestu ánægju. Velvakanda grunar nú reyndar, að frúin á svölun- um (það var frú!) hefði ekk- ert síður skrifað honum um hugarangur sitt, þó að hún hefði ekki haft annan stað til að sóla sig á, en t.d. garðholu eða tröppurnar heima hjá sér. HELLESENS HLAÐIÐ ORKU.....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.