Morgunblaðið - 26.07.1972, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1972
® 22-0*22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
V______r„_______
14444 S 25555
fflfliím
B1LALE1GA - HVEFISGOTU 103
14444 ** 25555
BÍLALEIGA
STAKSTEINAR
Skattpíning
ellilífeyrisþega
Mesti smánarbletturinn á
nýju skattalögunum er tvi-
mælalaust sá, hvernig' ellilíf-
eyrisþegar eru leiknir, — eins
og sýnt hefur verið fram á í
Morgunblaðinu. Ástæðurnar
eru fyrst og fremst hin geig-
vænlega hækkun tekjuskatts-
ins, sem nú er allt upp í 45%
á móti 27% áður. En eins og
kunnugt er hafa flest sveitar-
félögin undanþegið ellilífeyri
við álagningu útsvars, þar á
meðal Reykjavík, svo að um-
mæli Þjóðviljans í gær um
hið gagnstæða eru fleipur
eitt af ókunnugleika eða af
ráðnum hug.
Við skattalagauinræðurnar
bentu sjálfstæðismenn á þess-
ar staðreyndir og fhittu um
það sérstakar breytingartil-
lögur, að ekki yrði nær ellilíf-
eyrisþegum gengið en þágild-
andi skattalög gerðu ráð fyr-
ir. Allar slíkar tillögur voru
felldar. Um það var stjórnar-
meirihlutinn sammála, að
fyrrverandi ríkisstjórn hefði
búið of vel að elztu borgurun-
um að þessti leyti og því voru
þau hlunnindi ,sem þeim
hafði verið veitt, úr gildi num-
in.
Hið sama er um fasteigna-
gjöldin að segja. Þingmenn-
irnir Ragnhildur Helgadóttir
og Ólafur G. Einarsson fluttu
um það sérstaka þingsálykt-
unartillögu, að sú breyting
yrði gerð á lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga, að sveit-
arstjórnum yrði heimilt að
fella niður fasteignaskatt af
eigin ibúðttm þeirra, sem náð
heíðu 67 ára aldri, en slík
heimild væri fyrst og fremst
nauðsynleg til þess að tryggja
hag þeirra, sem takmarkaðar
tekjur hafa vegna aldurs og
skertrar starfsgetu. Enn-
frentur var á það bent, að það
væri vafalaust hagkvæmara
fyrir sveitarfélögin að stuðla
að því með þessum hætti, að
hinir öldruðu gætu áfram
búið í eigin híbýlum fremur
en að verja ntiklti fé til
byggingar elliheimila. Fyrir
harðfylgi sjálfstæðismanna
náði þessi breyting fram að
ganga, en þó þannig, að hin-
ir öldruðu verða að sækja
sérstaklega um undanþágu
frá fasteignasköttunum. En
að sjálfsögðu hefði verið
hreinlegra að leggja ekki fast-
eignaskattana á ellilífeyris-
þegana, auk þess sem það
hefði komið réttlátar út, þar
sem margir þeirra vita ekki
uni undanþáguheimildina og
bera þannig að ófyrirsynju
gjöld, sem þeir eiga ekki að
greiða. En um það er við lög-
gjafann að sakast en ekki
sveitarfélögin.
Þjóðviljinn minntist á það
í gær, að ellilífeyrisþegar
„virtust koma fremur illa út
úr sköttunum“. Þetta er vægt
til orða tekið um þá þjóðar-
smán, sem nýju skattalögin
eru að þessu leyti. En með
því er ekki öll sagan sögð,
þar sem Þjóðviljamenn virð-
ast hreinlega gera ráð fyrir
því, að engin leiðrétting fáist
á skattpiningu ellilifeyrisþeg-
anna á þessu ári.
Þannig gefur Þjóðviljinn
ótvirætt í skyn, að þessi
smánarblettur verði ekki af-
niáður fyrr en eftir endurskoð
un skattalaganna, sem sam-
þykkt voru fyrir nokkrum
mánuðum. Ef að líkum lætur,
verður þeirri endurskoðun ef-
laust ekki lokið i bráð. En í
þessu máli eins og öðrum
mun Alþýðubandaiagið ugg-
laust freista þess að konia
ábyrgðinni af sínum herðum
og kenna samstarfsflokkun-
um í rikisstjórninni um að-
gerðarleysið.
CAR RENTAL
© 21190 21188
frá kl. 9—22 al'a virka daga
nema laugardaga frá kl. 9—19.
Bílasalinn
við Vitatorg
Sími 12500 og 12600.
SKODA EYÐIR MfNNA.
Shoo n
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600: ‘: í •
■’Í&jíísÍ- ■■
FERÐABlLAR HF.
Tveggja manna Citroen Mehary.
Bitaleíga — s'imi 81260.
Rmm manna Citroen G. S.
8—22 manna Mercedes-Benz
hópferðabílar (m. bílstjórum).
Skuldabrél
Seljum ríkistryggð skuldabréf.
Seijum fasteignatryggð skulda-
bréf.
Hjá okkut er miðstöð verðbréfa-
viðskiptanna.
FYRIRGREIÐSLUSKRIFSTOFAN
fasteigna- og verðbréfasala
Austurstræti 14, sími 16223.
Þorieifur Guðmundsson
heimasími 12469.
ORÐ í EYRA
Kolskaran
EINN merkasti listviðburður
ársins er loksins um garð
genginn, og kannski hefur
enginn tekið eftir honum, því
ekki var nú sosum verið að
auglýsa hann upp. Kolllekar
mínir dunduðu sér semsagt
við það í öldurhúsi nokkru,
kenndu við búkarla, að greiða
atkvæði um, hver fá skyldi
svokallaðan silfurlampa I ár.
Atkvæði félhi á ýmsa vegu,
en þó engin jafnréttvís-
lega og þau, sem Atli tón-
meistari Heimir fékk fyrir
verk sem Magnús ku hafa sett
saman. Varla fer milli mála,
að slíka viðurkenningu eiga
fleiri skilið en Atli Heimir,
því hvers vegna skyldi ekki
einkum og sérilagi verðlauna
séníin fyrir að láta vera að
skapa listaverk, svo aðrir
sniMingar geti komizt að með
sínar hugsmíðir og andlegar
afurðir.
Jakobi fyndist tilaðmynda
alveg sjálfsagt að veita ójoð
viðurkenningu fyrir að leyfa
nóbelsskáldinu að skrifa
Kristnihaldið og þá ekki síður
Þorvarði skáldi fyrir að láta
vera að semja Dómínó. Eins
mætti gjarnan þakka sam
það með smáverðlaunum að
hafa ekki reynt að yrkja
kvæði Tómasar, og seint fáum
við menníngarvitar og óvitar
fullsþakkað, að Árni Berg-
mann skyldi ekki komast í að
semja Passíusálmana á undan
Hallgrimi. Og fyrst gvuð-
bergur eymínginn hefur ekki
fengið nein verðlaun í ár,
mætti kannski gauka ein-
hverju að honum sem viður-
kenningu fyrir Ænstænsteó-
rruna. En semsagt: Allir þess-
ir listrænu vitmenn og snill-
íngar hefðu átt skilið að fá
nokkur atkvæði aunigvu síður
en Atli garmurinn.
Jakob var nú aldeilis í ess-
inu sínu við úthlutunina.
Sjaldan hafa skémenn menn-
íngarinnar verið klárari á
hanabjálkanum og glaðari í
andanuim en í musteri ís-
lenzkra búandkarla þá stund-
ina. Þair var nú sveimér ekki
drukkur sparaður. Og hann
Steinþór var svo sali, þegar
hann fékk lampann, og sagði,
að við ættum hann nú eilega
öll.
Spursmálið er bara, hvern-
ig logar á lampanum í fram-
tíðinni. Einhvern veginn
finnst Jakobi, að kolskaran
hæfi ljóstýrum okkar betur
en lampinn. Og var það ekki
líka þrautalendirng gamals
sveitunga Steinþórs málara,
þegar hvorki kviknaði á gull-
hjálmi né silfurstjaka, að
hrópa til kellingarinnar, móð-
ur sinnar: Æ, kveiktu þá á
helvízkri kolskörunni!
Vanþróun og
þ j óðar r embingur
Það hefur mikið verið rætt og
ritað um stórbokkaskap skáksnill
ingsins Bobby Fischers og oft í
niðrandi tón, en ég held að við
Islendingar ættum að hafa hljótt
um okkur eftir fréttatilkynning-
una frá LaugardalshöIIinni í gær,
þar sem því var haldið fram að
fátækrahverfi fyndust ekki í
Reykjavík, og að fátækasta fjöl-
skyldan eyddi sumarleyfinu um
þessar mundir með barnahóp sín
um á Mallorca. Eitthvað af svip-
uðu tæi hefur áður heyrzt í fjöl-
miðlum, og er þá eingöngu mið-
að við millistéttirnar en fátæka
fólkinu gleymt. Ég hef orðið vör
við sams konar hugsunarhátt í
Osló, því þar er aldrei eða sjaldan
minnzt á aumustu þegna þjóð-
félagsins, hina svokölluðu úti-
Mggjara, þegar þróun mála í vel-
ferðarríkinu berst í tal.
Það hefði ekki verið nema
mátulegt á skrumarana, ef ein-
hver hefði tekið að sér að sýna
erlendum fréttariturum, er á-
huga hafa á að kynna sér stétta-
mismuninn á Islandi, kjallara-
íbúðir sem löngu hefðu átt að
vera dæmdar úr leik sem manna
bústaðir, en þar búa oftast nær
barnmargar fjölskyldur vegna
húsnæðisvandræða, þegar okr-
að er þannig á húsaleigu að 2ja
herbergja íbúð (sæmileg) er
leigð á allt að 10.000 krónur á
mámuði. Og hvernig ætti venju-
legur verkamaður með um það
bil 20.000 krónur í mánaðarlaun
að geta veitt sér og fjölskyldu
sinni sumarleyfisdvöl á Mail-
orca?
Annað mál er það að lítið er
um einangruð fátækrahverfi hér
í borg, svo fólk á mishá-
um þrepum þjóðfélagsstigans
býr oftlega hlið við hlið, og dreg-
ur það ef til vill athyglina frá
skuggahliðinni. Ætli það færi
ekki betur á að lægja rostann og
taka ofan millistéttargleraugun.
Afnám fátæktar á sér langt í
land í veiferðarríkjunum á Norð-
urlöndum, því launamismunur
láglauna- og hátekjustétta fer
sívaxandi. Enda . virðast aliar
hugsjónir dauðadæmdar, þegar
læknastéttin er komin í farar-
brodd fylkingar samvizkuiausra
gróðabrallara.
Skrifað 24. 7.
Gréta Sigfúsdóttir.
Stokkhólmur
mánudaga
föstudaga
Osló
mánudaga
mióvikudaga
föstudaga
Kaupmannahöfn
\ þriójudaga /
V^mióvikudaga/^
1 fimmtudaga |
.I sunnudaga I
1.maí-31.okt
L0FTLEI0IR
Farpantanir
ísíma 25100