Morgunblaðið - 26.07.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.07.1972, Blaðsíða 5
MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1972 D STUD. RER. POL. ÁGÚST EINARSSON, HAMBORG Harður f undur um landhelgina í Bremerhaven AHt er ennþá óljóst um hvort út- færsla landhelginnar verður að veruleika, en 6 vikur höfum við' þó til stefnu. Hvort stjórnin ber gæfu til að leysa málið far- sællega, er ennþá óvist, en við vonum það. Ekki er þó hægt að bregða stjórninni um aðgerðaleysi, varðandi kyniningu landhelgis málsins, ef marka má yfirlýsing- ar hennar á innlendum vett- vangi. Stöðugt er skýrt firá því, að alltaf sé verið að senda efni og greinar til erlendra blaða og fréttastofnana. Reikna má með, að einhver hluti þessa greina- iflóðs hafi borizt til Þýzikalands, en því miður höfum við, Islend- ángar, búsettir í Þýzkalandi ekki orðið neitt varir við þessi miklu ritafköst íslenzkra yfir- valda. Einu greinamar i þýzk- um blöðum, sem lýsa þe'ssuím mál um frá íslenzku sjónarhomi, eru greinar örfárra Islandsvina, en hins vegar eru fjölmiðlar óspar- ir að miðla þýzkum almenningi af röksemdum Þjóðverja í land helgismálinu, og er þá ekki allt- af gætt, eins og oft vill verða í viðkvæmum deilumálum, að sannleikurinn sé í heiðri hafð- Þar sem þetta mikilvæga mád er mál allra Islendinga, og Is- lendingar, sem búsettir eru er- lendis, hafa oft betri aðstöðu til kynningar slíkra mála, og eru kunnugri allri tilhögun i land- inu sjálfu, þá ákvað Bandalag íslendinga í Norður-Þýzkalandi (BIND) að kynna landhelgismál ið á eigin vegum. Þessi „her- ferð“ hefur gengið vonum fram- ar og hefur í persónulegum sam- tölum og birtingu greinagerða í blöðum náðst umtalsverður ár angur, sem náði hápunkti á al- mennum borgarafundi, sem hald inn var um landhelgismálið í Bremerhaven, miðvikudaginn 12. júli s.l. Þar vor-u viðstaddir höf- uðandstæðingar okkar, forsvars menn útgerða- og fiskiðnaðar- mála í Þýzkalandi, auk fulltrúa þýzku stjórnmálaflokkanna svo og fulitrúar þýzku ríkisstjómar innar. Einnig voru yfirmenn þýzku hafrannsókna.stofnunar innar viðstaddir. Alls voru mætt ir hátt i 200 manns. Franz Siemsen, formaður BIND, stjómaði fundinum og frummælendur af Islands hálfu þeir dr. Jakob Magnússon fiskifræðingur, og Gylfi Guð mundsson, hagfræðingur, rök studdu hina fyriirhuguðu út færslu landhelginnar í 50 mílur, hvor á sínu sviði. Dr. Jakob sýndi fram á fullnýtingu fisk stofnanna, sem sæist skýrast á því, að þrátt fyrir aukna sókn, þá minnkar aflinn á Is landsmiðum. Dánarkvótinn hjá gotþorski, er um það bil 70% og 4/5 hluta þess valda veiðar, og þes.si mikla sókn veldur því, að stór hlut þorskstofnsins nær aðeins að hrygna einu sinni Fiskifræðingar eru sammála um, að einhverjar ráðstafanir verði að gera nú þegar til vemdunar fiskstofnunum. Gylfi Guðmundsson skýrði með tölum mikilvægi fiskveiða fyrir Is lendinga og að alþjóðasamþykkt ir lægju fyrir, að strandriki hefðu eignarheimild á land grunni sinu, en allt er óljóst um fiskinn, sem syndir fyrir oían botninn. Það væri réttur Is lendinga að hagnýta sér eign sína, m.a. til að viðhalda þeim lífiskjörum, sem við búum við nú. Skv. nýjustu tölum tapa Þjóðverjar 30—40% af fersk fiskafla sinum við útfærslu landhelginnar. Framsögumenti bentu á helztu rök Islendinga í málinu oig að loknum framsöguerindum hófust frjálsar umræður og hifinaði þá heldur betur í kolun- um. Formaður þýzkra togaraeig enda, dr. Genschow, fliutti langa ræðu, og réðst harkalega á rök íslendinga. Lýsti hann afleiðing- um útfærslunnar fyrir fiskiborg iimar, Bremerhaven og Cux- haven, og taldi þær verða geig- vænlegar. Stórfellt atvinnuleysi, togurum verði l'agt og fyrirtækj um lokað. Islendingar sýndu engan skiining á afleiðingum út færslunnar fyrir erlendar þjóð ir, þótt þeir væru stöðugt að fara fram á skilning sér tii handa vegna sérstöðu íslands, sagði dr. Genschow. Ofveiði- vandamál bæri ekki að leysa með einhliða ráðstöfiun Islend- inga, heldur á alþjóðlegum ráð- stefnum, og kvótakerfi undir al þjóðlegu eftirliti væri bezta lausnin. Dr. Genschow sagði að það kæmi spánskt fyrir sjón- ir, að Ísíendingar væru orðnir boðberar friðunarráðstafana, en þeir hefðu ásamt Norðmönnum og Rússum gjöreytt síldinni i Norður-Atlantshafi með dráps- veiðiaðferðum, herpinót, og væru að fara sömu leið með loðnuna. Það gekk eins og rauður þráður i gegnum umræð- umar af þýzkri hálfu, að Is lendingar hefðu ekki sýnt neinn lit á friðunarráðstöfiunum og þeim væri nær að setja takmark anir á sjálfa sig, heldur en að útiloka útlendinga frá íslands- miðum. Veiðar síðustu ára (1968—70) sýndu, að hlutur íslendinga í aflamagninu hefði aukizt á kostnað útlemdinga. Almennt álit Þjóðverja var, að samning- urinn 1961 hefði verið freklega brotinn af Islendingum, og ef af útfærslunni yrði, þá myndi ekki borga sig lengur fyrir Þjóðverja að senda ferskfisktogara til Norðurhafa. Prof. dr. Schmidt, forstjóri þýzku hafrannsókna- stofnunarinnar, frægur visinda- maður, sagði, að það væri vis- indalega sannað, að íslenzki þorskstofninn væri það vel á sig kominn, að engar ástæður væru fyrir hendi til slíkra aðgerða, cin-s og úfcfærslu landhelginnar i 50 mílur. Eftir þssi orð próf. dr. Schmidt, sem eru að mörgu leyti í samræmi við skoð- anir islenzkra fiskifiræðinga, er engin fiurða, þótt leikmaður spyrji sig, hvaða tilgangur sé eiginlega með þessari útfærslu af hálfu Islands, en ofveiðirök- in eru helztu rök okkar fyrir út færsiunni. Dr. Jakob og prof. dr. Schmidt rasddu lengi faglega hlið málsins, en sammála urðu þeir um, að vemdunarráðstafanir væru nauðsynlegar, þótt hins vegar greindi menn á um leiðir. 1 umræðunum var m.a. vakin at hygli á því, að isl. rikisstjómin hefði sagt samningnum frá 1961 iöglega upp á grundvelli Vínar- samkomulagsins, en það var af háifu Þjóðverja talin siðferðis- lega og lögfræðilega vafasöm ráðstöfun. Þjóðverjar upplýstu á fundinum, að skv. tilkynningu íslenzku rikisstjómarinnar til Haag, Bonn og London, þá myndu Islendingar ekki mæta Haag. Þessi tilkynning hefur ekki ennþá verið gerð almenn- ingi heyrinkunn. — Þetta olli mikilli ólgu hjá fundarmönnum og mikið var um frammiköl'l ut Framliald á bls. 23 Harður fundur um landhelgis niál í Bremerliaven. TJARNARBÚL ■ LOKAAFANGI Erum aö hefja sölu á síðustu b nerbergja íbúðunum við Tjarnarból ♦ Þessar glæsilegu íbúðir seljast tilbúnar undir tréverk. ♦ Til afhendingar á næsta sumri. ♦ Aðeins ein íbúð er á stigapalli. ♦ Bílgeymsluréttur. Sýningaríbúð ó stnðnum Skip & fasteignir Skúlagötu 63, sími 21735 Eftir lokun 36329

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.