Morgunblaðið - 26.07.1972, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÓLÍ iS/2
11
Frá Seyöisfirði — Síöari grein:
„Eins gott að hafa
skipulagið í lagi66
Þegar við komum á bryggj-
una við hraðfrystihúsið Norð-
ursíld h.f. var verið að landa
til hússins úr Ólafi Magnús-
syni og einnig úr Auðbjörgu
NS 200, en þar voru þeir með
7 tonn af þorski í nót eftir
einn sólarhring. Auðbjörgin
er 11 tonna skip og þrir menn
eru á. Þetta er því rokafli, en
fremur var þorskurinn smár.
Auk Ólafs Magnússonar
leggja Þórður Jónasson, sem
er á grálúðu, og Akraborg,
sem er á færum, upp hjá
Norðursíldinni. S.L ár vann
Norðursild tæplega 2000 tonn
af fiski í frost, en hjá fyrir-
tækinu vinna yfir sumartím-
Starfsmenn Stáls eru um
30. Eitt af verkefnum fyrir-
tækisins um þessar mundir
auk alls konar vélaviðgerða
og nýsmíða er smíði á öllum
lokuútbúnaði fyrir Laxár-
virkjun, en það er 10 millj.
kr. fyrirtæki.
Á síldarárunum unnu
starfsmenn Stáls mikið við
síldarverksmiðjur á Austur-
landi, þá hafa þeir einnig
byggt marga olíugeyma, og
auk bílaverkstæðis reka þeir
talsverða bílaútgerð í sam-
bandi við ferðir upp á Egils-
staði, en þeir eru umboðs-
menn fyrir þær ferðir og
nota til þeirra rútur, smærri
bíla og snjóbíla. Þá hafa þeir
einnig umboð fyrir Flugfélag
íslands og Loftleiðir.
Pétur kvað nóga vinnu
vera á staðnum og til dæmis
vantaði þá iðnaðarmenn.
Benti hann á að fyrirtækin
Ólafur M. Ólafsson útgerðarmaður á leið til skrifstofu
— spjallad við athafnamenn
á Seyðisfirði
— 3 skipasmíðastöðvar þar
með 150 - 200 milljón
króna samninga
Pétur Blöndal við einn nýja stálbátinn frá Stáli sf.
Þær eru vaskar stúlkurnar hjá Fiskvinnslunni h.f.
ann um 50 manns og að sjálf
sögðu eru konur þar í meiri-
hluta.
1 Vélsmiðjunni Stál s.f.
hittum við Pétur Blöndal
framkvæmdastjóra. Þeir hafa
margt í takinu hjá Stál, skipa
smíðar, viðgerðir, verzlun,
ferðir á landi og i lofti og
rnargt margt fleira. Siðasta
stórmálið hjá þeim var að
þeir keyptu Gissur hvíta, sem
mikið yar í fréttum s.l. vetur
þegar skipalyftan í Skipa-
smíðastöðinni á Akranesi
brotnaði með Giss-
ur hyita og skipið valt og
fylltist af sjó. Skemmdist það
mikið, en nú er byrjað á full
um krafti á því að gera skip-
ið klárt aftur, og síðan ætlar
Stál s.f. að selja það. Taldi
Pétur að það myndi kosta 20-
25 millj. kr. að gera við skip-
ið.
Pétur sagði að þeir væru
! að ljúka við að smíða þriðja
litla bátinn, þ.e. 18 tonna stál
hát fyrir menn á Djúpavogi.
Verður báturinn klár í næsta
mánuði, en hann mun kosta
um 6 millj. kr.
þrjú á staðnum, sem byggja
báta eru stór þáttur í at-
vinnulífi bæjarins, þvi að hjá
Stáli sf., Vélsmiðju Seyðisf jarð
ar og Skipasmíðastöð Austur
lands, starfa um 100 manns
eða allt að því eins margir og
í frystihúsum bæjarins. Skipa
smíðastöð Austurlands bygg-
ir aðallega 12 lesta eikarbáta.
Benti Pétur á að þessi þrjú
fyrirtæki hefðu nú samn-
inga upp á 150—200 millj. kr.
og sýndi það hve mikilvægur
Þorskinum landað lon og don.
þáttur þessi iðngrein væri á
Seyðisfirði.
Helzta mál byggðarlagsins
taldi Pétur vera samgöngu-
málin, að á Fjarðarheiði yrði
lokið við nýbyggingu vegar
til Seyðisfjarðar og að hafizt
yrði handa um byggingu
flugvallar úti við fjörð. „Þeg
ar þessir þættir verða komn-
ir í lag“, sagði Pétur, „þá er
um við nokkuð vel sett í sam-
göngum."
Ólaf M. Ólafsson stórút-
gerðarmann á Seyðisfirði hitt
um við i skrifstofu hans á
staðnum. Hann gerir út ásamt
fleirum bátana Gullver, Gull
berg og Hannes Hafstein.
Gullver er 336 tonn að stærð,
3 mánaða gamall og hefur
fiskað 800 tonn á þeim þrem-
ur mánuðum sem liðnir eru
síðan skipið kom til landsins.
Allir bátarnir leggja upp hjá
Fiskvinnslunni h.f.
„Við reiknum með“, sagði
Ólafur, „að framleiða fyrir
100 milljónir kr. í ár, en í dag
er búið að framleiða fyrir um
50 millj. kr.“ „Er það ekki
rétt?“, kallaði hann til Gísla,
sem sér um bókhaldið. „Jú
það liggur þar um,“ svaraði
Gísli. „Já, það munar ekki um
eina eða tvær milljónir", hélt
Ólafur áfram.
Ólafur sagði að vikulaunin
í síðustu viku hefðu verið um
Framhald á bls. 21