Morgunblaðið - 26.07.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1972
■ I
17
Eftir Andres Kung
Um misrétti það, sem
Baltar búa við í Svíþjóð
Andres Kiing'. Þetta er ]>rið.ja
grein hans, seni MorgunblaiHð
birtir, en hann dvelst nú hér-
lendis við npptökn á s.jónvarps-
þætti fyrir sænska s.jónvarpið
nm landhelgismálið ank þess
sem hann safnar efni í bók nm
landið.
Á alþjóðavettvangi gagnrýna
Svíar gjarnan kúgun minnihluta
hópa í fjarlægum löndum. Gott
er það, því brot á mannréttind-
um eiga aUa að varða.
Bn við skulum lika athuga,
hvernig sænsk yfirvöld koma
fram i garð minnihlutahópa hér
x landi. Ég hef á öðrum vett-
vangi reynt að benda á rang-
indin i stefnu Svia gagnvart
Sömum og Finnum frá Tornedai
(sjá bækurnar Samemakt og
Jordens förtryckta). 1 þessari
grein ætla ég að varpa ljósi á
hvernig stefna Svíþjóðar gagn-
vart minnihlutahópum stríðir í
raun gegn þeim hugsjónum, sem
við heiðrum á 1. maí og á alþjóð
leg'um ráðstefnum. Ég skýri
fyrst með sönrnum dæmum af
hinum u.þ.b. tuttugu þúsund
Eis'tlemdingum sem eru stærsti
hópur inn.flytjenda hér á eftir
Finnum.
SVARI SEINKAÐ
1 'lok mai 1970 lagði fulltrúa-
ráð Eistlendinga í Svíþjóð inn
umsókn til innanrikisráðuneyt-
isims um styrk til starfsemi sinn-
ar. (Fulltrúaráðinu var komið
upp 1956 og í því eru 100 kjörn-
ir fuUtrúar Eistlendinga i Svi-
þjóð. Segja má að það sé þing
Eistlendinga í Svíþjóð). Sumarið
1970 voru lagðar inn fleiri fram-
lagsumsóknir til inn.flytj-
endastofnunar rtkisins (statems
indvandrarverk, SIV) frá ýms-
um samtökum Eistlendinga.
1 desember 1970 ákvað SIV að
ráðstafa ekki fé til framkom-
inna umsókna án þess að senda
þær fyrst stjómimni til úrskuið-
ar. Stofnunin byggði ákvörðun
sina á þvi, að lita yrði á Balt-
ana núna sem „mi'nnihlutahópa,
sem búnir væru að koma sér
fyrir“ („etablerade minori-
tetsgrupper"), en ekki innflytj-
endahópa. Þar með var málið,
skv. skilningi SIV, ekki í þess
verkahrinig. t>ó var mælt með
því við stjórnina, að hún féllist
á umsóknina.
UMDEILANIÆGT.
Innflytjendastofnunin gerir
sem sé greinarmun á hópum inn-
flytjenda, sem hafa komið sér
fyrir og þeim, sem það hafa ekki
gert. En í öllum innflytjenda-
samtökum hér i landi er kjarn-
inn fóllk, sem hefur komið sér
fyrir. Starfsemi samtakanna hef
ur eirnnig vanalega verið að
hluta, það sem kaliað er „að-
lögunarvinna" fyrir nýkomna
innflytjendur. Skiptiing inn-
flytjendastofnunarinnar ei- því
bæði erfið í framkvæmd og um-
deilanleg og við munum sjá, að
stofnunin sjálf notar hana ekki
alltaf.
Frá innflytjendastofnuninni
voru umsóknirnar sendar innan-
ríkisráðuneytinu, sem sendi þær
áfram til menntamálaráðuneyti's-
ins, en þaðan voru þær send-
ar aftur til innanríkisr'áðuneyt-
isins. I>ar 'lágu þær, þar til u.þ.b.
ári síðar, 28. janúar 1972, að
þær voru sendar hjálparstofn-
un innflytjenda (invandrar-
utredningen). Til annarra áhrifa
meiri aðgerða var ekki gripið
á árinu hjá innanrí'kisráðumeyt-
inu.
Ef ekki væri vegna þess, að
hér er um að ræða mikilvægar
kröfur minnihiutahóps, mætti
semja eftir þessu stutta yfirliti
gamanleik í fimm þáttum um
óstarfhæfni skriffinnanna. Eða
semja mætti leiðbeiningar fyrir
embættismenn ríkisins um hvern
ig leysa ætti úr erfiðum erindum
án þess að reyna á sig.
FBUMVARP 1971?
Tillögu hjálparstofnunar inn-
flytjenda um styrk til mennimg-
arstarfsemi kynþáttabrotanna
er i bezta falli að vænta í lok
ársins, en sennilega ekki fyrr
en í byrjun næsta árs. Það þýð-
ir, að frumvarp verður hægt að
leggja fyrir þingið í fyrsta lagi
á árimu 1974. Það leiddi af sér,
að núverandi ástand, þ.e.a.s.
þegar enginn er ábyrgur
gagnvart menningarspurning-
um minmihlutanna, héldi áfram,
þessum hópum til verulegra
óþæginda.
Fullltrúaráð Eistlendinga
gerði á fumdi sínum í Stokk-
hólmi 11. og 12. marz einróma
samþykkt, þar sem segir m.a. að
„þjóðfélaginu beri skylda til
þess að styrkja menningarstarf-
semi kynþáttabrota og innflytj-
endahópa bæði skipulagsléga og
fjárhagslega. Við teljum, að slík
ur stuðningur falli á eðldlegan
hátt undir það form á stuðn-
ingi við samtök og hreyfingar
almennings, sem byggt hef-
ur verið upp í Svíþjóð.“
Fulltrúaráðið ki'efst þess
einnig, að sérstakri stofmun
verði komið upp á vegum
menntamálaráðuneytisims, sem
hafi það hilutverk, að styðja
þessa menningarstarfsemi og að
stuðningurinn verði „að eins
miklu leyti og hægt er veittur
i samráði við eigin samtök
minnihlutahópamna til að
tryggja þeim raunveruleg
áhrif.“
EESTI PÁEVALEHT.
Við skulum nú líta á eitt
dæmá um menningarstarf-
semi minnihlutahóps, starfsemi,
sem á á hættu að leggjast nið-
ur af f járhagslegum ástæðum á
meðan hjálparkvörn ríkisims
malar.
Besti Paevaleht (Eistlenzka
dagblaðið) er blað á eistlenzkri
tungu, sem gefið er út í Stokk-
hóimi tvisvar í viku, 8-12 síður
hvert tölublað. Frá 1958 til 1970
kom blaðið út sem sérútgáfa af
Eskilstuna-Kuriren og voru þá
nokkrar síður á eistlemzku dag-
lega. Frá því 1971 hefur blaðið
staðið algerlega á eigin fótum.
Það er stærsta blað, sem ekki
kemur út á sænsku fyrir les-
endur hér í landi.
Blaðið upptfyfflir skilyrðin um
útgáfustyrk, samikvæmt tilikynn-
ingunni um stuðning tili blaða
(stærð upplags, hlutur aug-
lýsinga o.s.firv.) Á fundi 4. febr.
1972 ákvað saimt nefnd sú, sem
sér um stuðning til blaða að
hafna umsókn blaðsins um styrk.
Nefndin rökstuddi hina mjög
svo furðuilegu ákvörðun síma
með því annars vegar, að Pae-
valeht væri ekki aknennt frétta
blað og hims vegar með því að
það ætti ekki í sömu erfiðleik-
um og önnur blöð. Tveir nefnd-
armanna lögðust gegn ákvörð-
un henmiar, þeir C. Nettelbrandt
og H. Winberg.
ÓMÖGULEGT?
Aðeins er hægt að túfflca
ákvörðun nefndarinnar svo, að
hún telji það raunverulega
ómögulegt, að hér í landi sé gef-
ið út Venjulegt fréttablað á eist-
lenzku og að slikt blað, korni
það þá út geti átt í sömu
erfiðleikum og örunur blöð. Aug-
sýnilega hefði Eesti Páevaleht
hlotið stuðning kæmi það út á
sæmsku.
I ákvörðun nefndar þessarar
kemur þvi fram greinilegt mis
rétti í garð menningarstarfsemi
hér í landi, sem ekki fer fram
á sæmstku. Ákvörðunin er ekki
í samræmi við yfiriýsimgur við
meðferð þinigsins 1968 um al-
menmar útlímur utanrikisstefn-
unnar né í samrærni við fyrir-
mæli, sem hjálparstofnum inn-
flytjenda fékk á því sama ári.
Ákvörðum mefndarimmar er
sérlegt áhyggjuefmi, þar sem hér
er um að ræða fyrsta hreina
dæmið um að mimmihlutahópar
með menmingarstarfsemi séu mis
rétti beittir. Áður hefur aðeins
verið um að ræða, að yfirvöid-
im hafa ekki viljað veita styrki
í sérstakri röð. Nú var um að
ræða venjuleg sænsk lög, sem
túlikuð voru þanmiig að miklu mis
rétti var beiitt.
Samkvæmt tiilkynninigummi um
stuðnimg tii dagblaða er ekki
hægt að áfrýja ákvörðun nefnd
arinnar. Eina lausm málsims er
þvi sú, að þinigið failist á upp-
haflegar tillögur um stuðning
við Eesti Páevaleht. Annaxs yrði
því miðu-r ekki annað fyrir full-
trúaráð Eistlendinganna að gera
en að kæra Sviþjóð fyrir dóm-
stóli. Upp á þessu var stungið á
síðasta fundi fuffltrúaráðsins.
BALTNESKAR KIRKJUR.
f frumvarpinu til þingsins
1971 var lagt tili, að styrkur
skyldi veittur himurn svóköill-
uðu imnflytjemdakirkjum. Með
hliðsjón £uf þeim tillögum veitti
þingið aukafjárveitimigu til
„aðlögunarráðstafana" á vegum
innflytjendastofnunarinmar að
upphæð 325.000 s.kr. sem skipt
ast skyldu milli kirknanma. Með-
al þeirra umsókna, sem á eftir
bárust stofmunimni voru einnig
nokkrar frá eistlenzkum og lett-
lenzkum kirkjufélögum.
28. oktober 1971 ákvað stjóm
stofnunarinnar almenna stefnu i
sambamdi við úthiutun viðbótar-
fjárins. Þá var ákveðið að hóp-
ar, sem „nú þegar hefðu komið
sér fyrir" skyld-u verða síðastir
í röðimni. Þetta þýðir raunveru-
lega, að baltnesku kirkjufélög-
in átitu ekki að fá neitt. Á móti
þessari ákvörðun voru tveir
stjómarmamna, Diesem og
Popov. Eftir samráð við SIV
ákvað hjálpairstafinun innflytj-
enda að hafa ekki heldur af-
skipti af ákvörðum stofnunar-
inmar varðandi baltnesku kirkju
félögim.
ALÞJÓÐLEGT.
Sérstaklega athyglisvert er,
að umsókn frá eistilenzku apost-
olisku ortodox kirkjunmi var
hafnað. Greinilegt var af um-
sókn henmar, að kirkjan er i
raun og veru alþjóðleg stofnun
og að stór hluti starfseminnar
fer fram á særnsku. Kirkjan
þjónar stórum hópum trúarvina,
sem hafa nýlega flutzt til lands-
ins frá ýmsum löndum. Fulltrúa-
ráð Eistlendinga í Sviþjóð seg-
ir í áðurniefndri samþykkt sinni;
„Sú ákvörðun inmflytjendastofn
unarinmar, að vilja ekki styrkja
þessa kirkju á þeim forsendum,
að um sé að ræða fólk, „sem
komið hafi sér fyrir" er óskilj-
anleg og sýmir að fólk þetta er
misrétti beitt."
Bn ákvörðunin er samt ekki
alveg óskýranleg. Að öilum lík-
indum hefur viðkomandi embætt
ismaður skrifað orðið „eist-
lenzk't" efst á styrkum-
sókn kirkjunnar og síðan lagt
hana til hliðar án þess að lesa
hana. En á svo veikum grund-
velli á ekki að taka ókvörðun,
jafnvel þótt „aðeins“ sé um að
ræða vaida'lausa minnihluta-
hópa. Við framhaldsmeðferð um-
sóknarinnar hefur innflytjenda-
stofnunin naumast farið eftir
hinurn til'búna greinarmun á
þeim innflytjendum, sem „búnir
væru að koma sér fyrir“ og
hinum, sem það hafa ekki gert.
Þannig vonu til dæmis rúmensku
ortodox kirkjunni hér á landi
veittar 15.000 s.kr. Rúmenar í
Svíþjóð voru skv. mannitali árs-
ins 1970 um 1200 talsinis. Af þeim
voru um 70 prósent sænskir
ríkisborgarar, en inniflutningur
fól'ks frá Rúmeníu hefur á síð-
ustu árum verið sáralítili. Þvi
hefði verið saningjarnt að lita
á Rúmena eins og Eistlending-
ana sem fóik, sem þegar hefði
komið sér fyrir.
Að sjálfsögðu leggst ég ekki
gegn þeim ánægjulega styrk,
sem þesisi kirkja fékk. Ég vil að-
eins, að misrétti sem er
beint beimlínis gegn Böltum sé
kallað sírnu rétta nafni í stað
þess að reynt sé að fela það með
•almennu orðaliagi um að hópar,
sem komið hafi sér fyrir eiigi
ekki að hljóta stuðning.
SKÓLAR EISTLENDINGA.
1967 eftir sjö ára bið ákváðu
yfirvöld að viðurkenna eina af
ályktunum ráðstefnu UNESCO
frá 1960 varðandi menntunannis
rétti. 1 ályktuninni er fyrst
og fremst leitazt við að vinna
gegn hvers kyns sérmeðhöndl-
un við kennslu vegna kyn-
þáttar, litarháttar, kynferð-
is, tungumáls o.s.frv. Auk þess
er í grein 5 tryggður réttur
minnihlutahópa til að hafa
sína eigin skóla. í grein 3 segir,
að ekki megi „í neinu
formi stuðnings, sem frá yfir-
völdum kemur ti.1 menntastofn-
ana leyfa neins konar takmark-
anir eða fríðindi, sem grund-
vallist einvörðungu á að nemend
urnir tilheyri sérstökum hópi."
Aðeins hálfu ári siðar neitaði
þingið, að lögfesta stöðu eist-
lenzku skólanna. Áframhaldandi
stuðningur var aðeins veittur til
bráðabirgða. Ákvörðunin felur í
sér, að horfið verði frá kennslu
Framhald á bls. 19