Morgunblaðið - 28.07.1972, Side 16

Morgunblaðið - 28.07.1972, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JULl 19T2 Otgöfandi h!f Árvekur', R«y!kjavfk Frarnkvaom daS'tjóri HaraWur SveÁnsaon. Rítatjórar Mattfiías Jobanrvaasen, Eyijótfur Kortráö Jónaaon. Aöstoöarritstjón Stymvir Gumtarsson. RrtstijÓroarfufkrtíi twrbjjönn Guðmundsso-n Fréttastjóri Björn Jóhannsson Augiýsingastjód Á-mi Garðar Kriatinseon. Ritstjórn og afgraiósla Aða'lstrastí 6, sfrni 10-100. Augiíýsingar Aðaistræti 6, sfmí 22-4-60 Áskrrftargjald 225,00 kr á 'mánuði irvnani&mts I lausasöfu 15,00 Ikr eirvtakið að virðist nú einsýnt, að blöð stjórnarandstöðunn- ar hyggjast byggja allan sinn málflutning í skattamálum upp á ósannindum. Einkum á þetta við um þann þátt, er veit að elli- og örorkulífeyr- isþegum, en einnig er því blygðunarlaust haldið fram, að hlutfallsleg skattbyrði vaeri „óbreytt eða lækkaði frá fyrra ári.“ Sannleikurinn er þó sá, að nú verða menn að borga nær 50% hærri gjöld til jafnaðar af skatt- stofni, sem aðeins hefur hækkað um 26,5%. Eins og fram kom í viðtali við Geir Hallgrímsson borg- arstjóra í Morgunblaðinu í gær, nýtir Reykjavíkurborg allar undanþáguheimildir tekjustofnaiaganna og reglu- gerðarinnar við þau til fulls til hagsbóta fyrir elli- og ör- orkulífeyrisþega. Það á jafnt við um útsvarið sem fast- eignaskattinn. í þessu sam- bandi er einnig nauðsynlegt að hafa í huga, að engin til- laga kom fram um það frá fulltrúum minnihlutaflokk- anna í borgarstjórn Reykja- víkur, að fasteignaskatturinn yrði ekki innheimtur með álagi. Enda er svo gert í nær öllum kaupstöðum landsins og víðar. Á það skal minnt, að Reykjavíkurborg auglýsti í öllum dagblöðunum fyrir tveim mánuðum og vakti at- hygli á, þeirri að vísu mjög svo þröngu heimild, sem tekjustofnalögin gera ráð fyr ir til lækkunar eða niður- fellingar á fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega, en hún er eingöngu bundin við efnalítið fólk eða þá, sem „ekki hafa verulegar tekjur umfram elli- og örorkulíf- eyri.“ Þegar tekjustofnalögin voru til umræðu á Alþingi í vetur, lögðu sjálfstæðismenn á það höfuðáherzlu, að of nærri sveitarfélögunum væri gengið. Af þeim sökum fluttu þeir tillögur um, að sveitarfélögin fengju meiri hlutdeild í tekjuskattinum en nýju skattalögin gera ráð fyrir og bentu m. a. á, að með skattalagabreytingunum var tekjuútsvar af atvinnu- rekstri afnumið til sveitarfé- laganna, en látið renna óskipt í ríkissjóð. Sjálfstæð- ismenn voru andvígir því, að fjárskortur sveitarfélaganna yrði leystur með sérstakri álagsheimild á fasteignaskatt og tekjuútsvar og sögðu það fyrir, að flest stærstu sveitar- félög landsins yrðu að grípa til hennar, eins og nú hefur komið í Ijós. Þá lögðu sjálf- stæðismenn það jafnframt til, að fasteignaskatturinn yrði ekki lögákveðinn, held- ur einungis heimildarákvæði. En ríkisstjórnin og stuðn- ingsmenn hennar á Alþingi gátu ekki á þetta fallizt, enda nýbúið að samþykkja fjárlög með 50% útgjalda- aukningu án þess að vitað væri, hvernig tekna yrði afl- að í staðinn. Tillögur sjálf- stæðismanna við skattafrum- vörpin voru því felldar. Og afleiðingarnar af því koma fram á álagningarseðlum manna og launaumslögunum nú um mánaðamótin. Þegar höfð er hliðsjón af hinni gífurlegu hækkun tekjuskattsins til ríkissjóðs, er með engu móti frambæri- legt, að með sanngirni hafi verið litið á málefni sveitar- félaganna. Sést það gleggst af því, að heildartekjuskatt- ur einstaklinga í Reykjavík hækkaði úr 534 millj. kr. sl. ár í 1637 millj. kr. eða rúm- lega þrefaldaðist, meðan út- svörin hækkuðu aðeins um 145 millj. kr., úr 1022 millj. kr. í 1167 millj. kr. og var þó álagsheimildinni beitt. Og má út af fyrir sig segja, að ekki sé undarlegt, að ekki skyldi betur hafa tekizt til, þegar haft er í huga, að Sam- bandi íslenzkra sveitarfélaga var ekki gefinn kostur á að tilnefna mann í þá nefnd, er samdi tekjustofnafrumvarp- ið. En það fer nú að verða alsiða hjá núverandi valdhöf um að vasast í einu og öðru, sem snertir sveitarfélögin ekki síður en ríkisvaldið, án þess að sveitarfélögunum eða byggðarlögunum sé gert mögulegt að fylgjast með framvindu mála, hvað þá að hafa tillögurétt um, hvað gert er. Má í því sambandi minna á framkomu iðnaðar- málaráðherra gagnvart Raf- veitunefnd Norðurlands vestra, Fjórðungssambandi Norðlendinga og Sambandi íslenzkra rafveitna. Eins og fyrr segir er það hrein öfugmæli, að Reykja- víkurborg íþyngi þeim, er veikust hafa bökin. Þvert á móti nýtir hún allar heimildir núgildandi laga til hagsbóta fyrir elli- og örorkulífeyris- þega. Sú gífurlega aukna skattbyrði, sem þessir þegn- ar þjóðfélagsins verða nú að bera, rennur því öll í ríkis- sjóð. SKATTAHÆKKUN ALDRAÐRA FER í RÍKISSJÓÐINN Winston S. Churchill — A ferð uni Kínaveldi nútímans IV: Telja „sósíalíska heimsvalda- stefnu nýju Zarannau ógnandi Óvinurinn sækir — við hörf- um; óvinurinn hikar — við herj- um; Vinurinn hörfar — við sækjum. Þessar setningar gætu verið teknar úr riti eftir Maó Tse-tung um byltingarhernað, þær gætu líka verið fyrirmynd Norður-Víetnama, sem nú sækja fram USuður-Vxetnam. Kannski hafa engir fylgt forskrift Maós um hemaðaraðferðir eins dyggi- lega og Norður-Víetnamar. Engu að síður hafa Ktnverj- ar ekkert á móti því, að Banda ríkjamenn sleppi frá Víetnam án þess að glata sæmd sinni al- gjörlega. Þetta er gjörsamlega andstætt skoðun N-Vietnama, sem stefna að hernaðarlegum sigri. Méð því geta þeir styrkt mjög samningaaðstöðu sína, á sama hátt sem á Genfarráðstefn unni, er haldin var skömmu eft- ir hina örlagaríku orrustu við Dien Bien Phu, og einnig vilja þeir reyna að sýna umheiminum fram á, að S-Víetnam hafi aldrei verið til sem slíkt, strið- ið hafi staðið milli víetnömsku þjóðarinnar og Bandaríkjanna. í mörg ár hafa Kínverjar litið á bandaríska „heimsvaldasinna" og japanska „hemaðarsinna" sem höfuðóvini sína. Á örfáum mánuðum hefur þetta viðhorf gjörbreytzt. Auk fjarskipta- stöðvar fyrir gervihnetti, sem reisa á í Shanghai, og mosk- uxanna tveggja, sem Nixon íor- seti sendi kínversku þjóðinni að gjöf, virðist höfuðárangurinn af Kínaför forsetans vera fólginn i þvi, að Kínverjar treysta Banda ríkjamönnum mun betur en áð- ur. Nixon fullvissaði kínverska leiðtoga um það, að Bandaríkja- menn hefðu engar áætlanir á döfinni um stríðsaðgerðir gegn Kína, að dregið yrði úr þátttöku Bandaríkjanna í Víetnamstyrj- öldinni og að fækkað yrði í herj um Bandaríkjanna í Asíu og á vestanverðu Kyrrahafi jafnóðum og spennan minnkaði i þessum heimshluta. Svo virðist sem Kín verjar treysti þessum fuilyrðin.g um. í augum kínverskra ráða- manna eru Sovétríkin nú mesti ógnvaldur þróunarlandanna og þeirra eigin þjóðar. Jafnvel í Suðaustur-Asíu lita þeir á Bandaríkjamenn sem fyrrver- andi óvini en hafa miklar áhyggjur af auknum áhrifum Sovétmanna i Hanoi, höfuðborg N-Vietnams. Því verður að vísu ekki neit- að, að velgengni N-Víetnama í styrjöidinni er Kínverjum gleði- efni, en nú, þegar fækkað hef- ur verið stórlega í bandaríska herliðinu og æ fl iri hermenn snúa heimleiðis, finnst þeim áframhaldandi styrjaldarrekst- ur afar þreytandi, — jafnvel óþarfur. Kjarni málsins er sá, að takist N-Víetnömum að vinna mTkinn hernaðarsigur með að- stoð Sovétríkjanna, yrði það kínverskum hagsmunum í Suð- austur-Asíu mikið áfall. Telja Rússa hafa svikið byltinguna Vantraust Kínverja á Rússum, sem vissulega er gagnkvæmt, byggist ein.kum á tveim atriðum. Hið fyrra er endurskoðunar- stefna sovézkra leiðtoga, sem að áliti Kínverja hafa svikið bylt- inguna með því að byggja upp nýju Zaranna", sem Kínverjar við miklu betri kjör en hinn al- menni borgari. Síðara atriðið er „sósíalísk heimsvaldastefna nýju Zaranna", sem Kínverjar telja mjög ógnandi, ekki einung is gagnvart Kína, heldur gagn- vart öllum þróunarrikjum ver- aldar. KínVerskir ráðamenn haida fast fram þeirri skoðun, að sér hverju riki beri sjálfstæði og að hjálpa beri þróunarríkjunum til að öðlast fullkomið efnahags- legt sjálfstæði. Þeir fóru heldur ekki dult með andúð sína á samningum þeim, sem Sovétrík- in hafa nýlega gert við Egypta- land, Indland, Irak og íran, og þeir telja að mið: fyrst og fremst að því að gera þessi ríki háð Sovétríkjunum í stjómmála legu, efnahagslegu og hernaðar- legu tilliti. Kínverjar eru á móti herstöðvum á erlendrí grund, en engu að siður eru þeir mjög ánægðir með nýgerðan samnin.g Breta við Dom Mintoff, forsætis ráðherra Möltu, þar sem hann kemur í veg fyrir afnot sov- ézkra herskipa af eynni. Kín- verjar hafa sjálfir veitt Möltu- stjórn efnahagsaðstoð og þeir lýstu þeirri von sinni, að þegar áðurnefndur samningur rynni út yrðu Möltubúar færir um að standa á eigin fótum, án þess að þurfa að selja land sitt und- ir herstöðvar. Einu s I viðræðum mínum við kin- verska ráðamenn var aðeins rætt um tvö atriði brezkrar stjórnarstefnu, sem Kínverjar gagnrýna. Annað var mál um það bil tuttugu fanga, sem hald ið hefur verið í Hong Kong síð- an í menningarbyltin.gunni. Kín verjar líta á þetta mál fi'á la.ga legu sjónarhorni og telja, að Bretar eigi auðvelt með að leysa það. Þegar föngunum hefur ver- ið sleppt ætti þetta mál þó ekki að hindra góð samskipti ríkj- anna. Hitt atriðið, sem viss.ulega er þýðingarmeira, varðar afstöðu Breta i styrjöld Indverja og Pakistana á næstliðnum vetri. Kínverjum fellur illa, að Bret-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.