Morgunblaðið - 28.07.1972, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1972 a/
Kristján Ebenezersson
beykir — Minning
SUNNUDAGINN 23. júlí síðast-
liðiinn lézt á Hrafnistu Kristján
Ebenezersson beykir eftir lang-
varandi veikindi.
Kristján var fæddur í Þernu-
vík við Isafjarðardjúp 27. apríl
1893, sonur hjónanna Valgerðar
Guðmundsdóttur hreppstjóra
Guðmundssonar á Eyri í Mjóa-
firði og Ebenezers Ebenezers-
sonar frá Reykjarfirði við Djúp.
Þau hjón bjuggu um nær þrjá-
tiu ára skeið i Þernuvík eða til
ársins 1908, að þau fluttust að
Hvítanesi og voru þar i hús-
mennsku til 1923, er þau flutt-
ust búferlum til Reykjavikur. I
Þernuvík var tvíbýli, en jörðin
leyfði ekki, að stórt bú væri rek-
ið og stundaði Ebenezer því sjó-
sókn jafnframt búskapnum alla
tíð, eins og algengt var á þeim
árum um marga bændur við
Djúp. Hann var talinn sjómað-
ur af lífi og sái, fjörmaður hinn
mesti og spaugsamur. Valgerður
var óvenju heilsteyptur persónu-
leiki og kurteis með afbrigðum.
Haft er eftir séra Stefáni Steph-
ensen í Vatnsfirði, að Valgerður
hafi í æsku verið allra kvenna
vænst við Djúp.
Þeim Þernuvíkurhjónum varð
fi-mm barna auðið, sem upp
komust. Af þeim lifa tvær syst-
ur, Kristjana og Salvör, ti-1 heim-
ilis hér í borg. Tveir bræður,
Guðmundur og Ágúst, voru um
margra ára skeið kunnir togara-
skipstjórar í Grimsby, miklir
aflamenn.
Kristján tók ungur að stunda
sjóróðra í Bolungarvík, en flutt-
ist til Reykjavíkur árið 1913 og
nam þar beykisiðn hjá Jóni
Jónssyni beyki. Rak hann um
sex ára skeið á árunum 1927—
1932 fyrirtæki í þeirri iðn i féla,gi
við Bjarna Jón-sson beyki. Áður
hafði hann verið nokkur ár á
brezkum og íslenzkum togurum.
Síðar var hann verkstjóri við
t
Móðir okkar
ÞÓRDÍS BOGADÓTTIR,
lézt í Borgarspítalanum 26. júlí.
Margrét Ólafsdóttir Thorlacius,
Bogi Ólafsson.
t
BENÓNÝ SALOMÓNSSON,
andaðist í Borgarspítalanum miðvikudaginn 26. júlí.
Fyrir hönd braeðra, ættingja og vina
Anton Salomónsson.
t
Faðir okkar
VALDIMAR JÓNSSON,
Kirkjuvegi 20, Selfossi,
andaðist í sjúkrahúsi Selfoss 26. júlí.
Bömin.
t
Eiginmaður minn
RAGNAR B. SVEINBJÖRNSSON,
bryti, Stóragerði 4,
verður jarðsunginn mánudaginn 31. júlí kl. 1.30 frá Fossvogs-
kirkju.
Fyrir hönd sona okkar og barnabarna
Lilja Guðmundsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Gerðum.
verður jarðsungin laugardaginn 29. júlí frá Útskálakirkju.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minna6t hinnar
látnu er bent á Ifknarstofnanir.
Biörg Amadóttir, Jónas Guðmundsson,
Ami Amason, Krístin Jónsdóttir
Friðrik Amason, og bamaböm.
síWarsaltun á Ingólfsfirði,
Skagaströnd og Siglufirði, sam-
tails fimm sumur. Ednnig vann
hann við lifrarbræðslu í Sand-
gerði á árunum 1937—1940, en
um það leyti réðst hann til Bern-
hards Petersen-s, þar sem hann
vann að beykisstörfum og mati
á hrognum og lifur um hart nær
þrjátíu ára skeið. Er mér kunn-
ugt um, að forstjórar þess fyrir-
tækis höfðu á honum miklar
mætur fyrir dugnað og vöndug-
lelk í starfi, enda hefur vart
getið áreiðanlegri og húsbónda-
hollari mann. Sagði Kristján mér
sjálfur, að það hefði ekki alitaf
verið vinsælt, þegar hann fann
skemmd hrogn í tunnum í ýms-
um verstöðvum, þegar hann var
í matsferðum, og synjaði hann
vitaskuld slíkum viðskiptum,
enda talidi hanin að skemmd vara
gæti ekki orðið til þess að auka
traust erlendis á verkunaraðferð-
um Islandinga.
Sú saga er sögð um Ebenezer,
föður Kristjáns, að eitt sinn, ef
hann var kominn yfir áttrætt,
hafi kunningi komið til hans í
heimsókn snemma morguns og
haft orð á þvi, þar sem Ebenez-
er var við vinnu sína, að hann
gengi árla að verki. Gamli mað-
urinn! er þá sagður hafa svarað:
„Ég er löngu hættur að fara
snemma á fætur, hreyfi mig
aldrefc fyrr en á sjötta tímanum
og undir sex.“
Því er þessi saga rifjuð upp
hér, að Kristján reis manna fyrst
úr rekkju og var mjög verk-
lundaður maður.
Hinn 26. maí 1917 kvæntist
Krístján Sigríði Einarsdóttur
múrara Jónssonar á Blómstur-
völium hér í borg. Hún var mik-
il myndar- og rausnarkona, enda
heimili þeirra hjóna rómað fyrir
höfðingaskap. Sigiáður lézt 1D.
júií 1970 og voru þau hjón þá
nýflutt á Hrafnistu, en höfðu
áður búið nær þrjátíu ár á
Hringbraut 37.
Þau hjón eignuðust fimm
börn, sem öll eru á Mfi, og eru
þau þessi, talin í aldursröð:
Guðmundur, kvæntur Rakel
Maimquist, Valur, kvæntur Guð-
riði Júiíusdóttur, Ásta, gift Ein-
ari Stefánssyni, Einar kvæntur
Guðbjörgu Kristjónsdóttur og
Vatgerður, gift Brynjólfi Krist-
inssyni.
Kristján var hið mesta glæsi-
menni, fríður, sviphreinn og
mikill að vallarsýn. Rosknir
menn við Djúp sögðu um Guð-
mumd á Eyri, afa Kristjáns, að
ekki hefði sézt þar kempulegri
né svipmeiri maður. Þar sem
t
Eiginmaður minn, faðír okkar, tengdafaðir og afi
MAGNÚS JÓNSSON,
húsvörður, Krókatúni 5, Akranesi,
andaðist að sjúkrahúsi Akraness 24. júlí. Jarðarförin fer fram
laugardaginn 29. júlí kl. 2 s.d. frá Akraneskirkju.
Blóm og kransar vinsamlega afbeðið.
Laufey Jónsdóttir,
Svanberg Ólafsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Kristín Magnúsdóttir,
Ingibergur Þór Jónsson og dætur.
Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu og vinarhug við
fráfall
ÞORSTEINS SVEINBJÖRNSSONAR,
kaupmanns.
Fyrir hönd aðstandenda
Laufey Sveinbjörnsson.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
konunnar minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ODDNÝJAR MARlú KRISTINSDÓTTUR,
Vesturgötu 7, Keflavík.
Erlendur Jónsson, böm, tengdaböm,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför
VILHJALMS jónssonar.
húsasmíðameistara. Drápuhlíð 2.
Marta Ólafsdóttir, Steinunn Vilhjáimsdóttir,
Karen Vilhjálmsdóttir, Þorvaldur Óskarsson,
Manfreð Vilhjálmsson, Erla Sigurjónsdóttir,
Vilmar Þór Krístinsson, Erla Ólafsdóttir,
og barnaböm.
t Þökkum auðsýnda samúð og föður okkar, tengdaföður og afa vináttu við andlát og útför
JÓNS HAFLIÐASONAR,
Hverfisgötu 32 B.
Stefán Jónsson, Gyða Grímsdóttir,
Borgþór H. Jónsson, Rannveig Amadóttir.
Margré tJónsdóttir, Bjami Jónsson
og bamaböm.
Kristján fór duldist engflm að
þar var höfðingi á feirð. Hann
var grandvax maður, mildur og
góðgjam í dómum sínum um
aðra menn.
Krisitján var áhugasamur um
félagsmál. Hann var um margra
ára sikeið félagi í OddfeUow-regl-
unni og naut þar trúnaðar, að
því er kunnugir segja mér, og
er mér nær að halda, að hann
hafi sótt þar flesta eða alla fundi
meðan heilsa leyfði. Þá var hann
og heiðursfélagi í Félagi Djúp-
manna.
Höfundi þessara minninigar-
orða var tíðum boðið til þeirra
hjóna, Sigriðar og Kristjáns, á
Hringbraut 37. Þangað var hverj
um manni gott að koma, enda
voru þau hjón samhent um gest-
risni og boðin og búin til þess
að leysa hvers manns vanda. En
það var alltaf gert á þann háitt,
að ekki voru mörg, orð um það
höfð. Slákt er aðai þeirra, sem
eru sannir höfðirrgjar í lund.
Nú þegar Kristján, frændi
minn, er horfinn sjónum, eru
mér þak'kir efst í huga fyrix?
langa og ljúfa vináttu hins
vammlausa manns.
Bömuim og öðrum vandamönn-
um flyt ég hlýjar samúðarkveðj-
ur.
Runólfur Þórarinsson.
MARG FALRAR
Alililll llii
POTjg [UttMftfcffr
MARG FALDAR
fflli fferí Élll jnnbTabib
MARG FALMAR
W Epa
t
Þökkum hjartanlega auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður og
ömmu,
Þórunnar Friðriksdóttur.
Ingvar Þórólfsson,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við andlát og jarðarför
sonar okkar,
Eiríks Halldórssonar
frá Húsavík.
Halldóra Gunnarsdóttir,
Ilalldór Jónsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför
Páls Sveinssonar,
landgræðslustjóra.
Vandamenn.