Morgunblaðið - 28.07.1972, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.07.1972, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLl 1972 SAI GAI N | ífrjálsuriki eftir VS. Naipaul iget látið fara vel um mig hér. Hér er rúmbetra en í litla skápn um mínum undir stiganum. Og loftið er slétt. Ég rek mig ekki upp undir." „Þú skilur þetta ekki, Sant- osh. Bombay er Bombay. Fólk fær rangar hugmyndir um okk- ur hér, ef við förum að búa í skápum. Það heldur þá, að allir búi i skápum í Bombay.“ „En, sahib, fólk lltur bara á mig og sér strax, að ég er ekki neitt.“ „Þú ert góður, Santosh. En þetta fólk er iilkvittið. Og þó segi ég: sért þú ánægður, þá get ég verið það.“ „Ég er ánægður, sahib." Ég var það líka. Eftir eld- raunina. Ég var feginn að skríða inn i skápinn um kvöld- ið, breiða úr sængurfötunum og leggjast út af, öruggur og fal- inn. Ég svaf vel. Um morguninn sagði húsbóndi minn: „Við verðum að ræða pen- ingamálin, Santosh. Þú færð hundrað rúpíur á mánuði. En Washington er ekki Bombay. Allt er svolitlu miklu dýrara hér. Ég ætla að hækka kaup þitt vegna dýrtíðari-nnar. Frá deginum i dag færðu 150 rúpí- ur.“ „Sahib.“ „Og ég greiði þér hálfsmánað- Verksmiðjusalo Nýlendugötu 10 Síðustu dagar verksmiðjusölunnar eru miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Seldur verður margskonar prjónafatnaður. Lækkað verð. Opið kl. 9—6. PRJÓNASTOFAN Nýlendugötu 10. arlaun fyrirfram. 1 erlendum gjaideyri. 75 rúpíur. Tíu sent í rúpíunni. Það gera 750 sent. 750 bandarisk sent. Gerðu svo vel, Santosh. f dag skaltu fara í gönguferð og njóta lifsins. En gættu þin.Við erum ekki meðal vina. Mundu það.“ Og loks fór ég út, vel sofinn og með peninga í vasanum. Auð vitað var þessi borg ekki eins ógnvekjandi og ég hafði haldið. Húsin voru ekki sérlega stór, manníjöldinn var ekki eins mik ill á öllum götunum og þarna voru mörg falleg tré. Margi.r hubshi-ar voru á kreiki, mjög villimannlegir sumir með dökk gleraugu og hárið í allar átt- ir, en mér sýndust þeir mein- lausir, ef þeir voru látnir í friði. Ég var að leita að kaffihúsi eða tesölu, þar sem heimilisþjón ar ættu sér samastað. En ég sá enga heimilisþjóna og ég var rekinn út á einum stað, þar sem ég freistaði inngöngu. Þegar ég hafði beðið þar góða stund, sagði stúlkan: „Kanntu ekki að lesa? Hér er hvorki hippum eða berfættu fólki veitt þjónusta." Ó, faðir. Ég hafði farið skó- laus út. Þetta er vissulega furðu legt land, hugsaði ég um leið og ég hiraðaði mér út. Hér leyfist íólki ekki að klæðast á hispurslausan hátt, en verður alltaf að vera í sparifötunum sin um. Hvers vegna var fólk skyld- ugt til að 'sJita skóm og fínum fötum að ástæðulausu? Hvert var tiiefni hátiðahaldanna ? Hvi- likt óhóf. Hvilíkt tildur. Hélt þetta fólk, að það væri undiir stöðugu eftirliti annarra? Og um leið og þessar hugsan ir flugu um huga minn, sá ég fy- ir mér opið svæði með trjám og gosbru nnum — og það var engu likara en draumur minn hefði rætzt — þarna var margt fú’k svipað mér að útliti og mínu fólki. Ég girti beltið fastar, hélt flagsandi skyrtulöfunum niður og hljóp i gegnum umferðina inn á igræna svæðið. Surnir hubshi-anna vo r u þarna. Þeir léku á einhver hljóð í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. færi og virtust glaðir á svipinn. Amerikanar sátu lika í grasinu, á gosbrunninum og á gangstétt arbrúninni. Sumir voru í grófgerðum, viðkunnanlegum fötum. Og sumir voru skólausir. Mér fannst ég hafa verið full- fljótur að fella dórna. Þó var ekki þetta fólk, sem hafði dreg- ið mig að græna hringnum. Það var dansfóikið. Mennimir voru skeggjaðir, berfættir og í siðum safrangulum skikkjum. Stúlk umar voiru klæddar sari og i fléttu-skóm, eins og Bata-skón- um okkar. Dansararnir hristu litlar skálabumbur og sungu, lyftu höfðinu og létu það siga á víxl og snerust í hringi. Þetta Iðnuðurhúsnæði óskusf Óska eftir að taka á leigu iðnaðarhúsnæði 200—300 ferm. fyrir trésmiðaverkstæði. Tilboð merkt: „Iðnaðerhúsnæði — 1962" sendist Mbl. velvakandi 0 Áfengisvarnir Steinar Guðmundsson, skrifar: „Velvakandi minn, heill og sæll. Nú er gott að eiga þig að. Ég þarf nauðsynlega að koma svolitlu áfengismálaspjalli á framfæri, þ. á m. orðsendingu til þeirra er áhuga hafa á of- drykkjuvarnastarfinu — á virku ofdrykkjuvarnastarfi. Ég þarf að koma orðsendingu til þeirra, sem löngun hafa til að stuðla að bættri áfengis- menningu okkar íslendinga, en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því. Mig langar til að aðstoða þá til að veita aðstoð- ina. Ég er hættur að gagnrýna a.m.k. i bili. Ég get ekki séð, að neitt jákvætt hafi leitt af öllu gagnrýnisrausi minu und- anfarin ár — áfengismenning- in hefir a.m.k. ekki braggazt við það. Ég læt því alla gagn- rýni lönd og strönd. 0 Leiðbeiningastöð Tómstundirnar í vetur og vor hefi ég notað til að undir- búa starfs'emd „leiðbeininga- stöðvar í áfengismálum“ og má heita að allt sé nú klappað og klárt, nema fjárhagshliðin. Eins og þú veizt þá er atvinna undirstaða framfærslu — at- vinnan verður því að launast. Ráðgjafastörf í áfengismálum eru þar engin undantekning. Opinberir aðilar telja enn ekki tímabært að veita fé til þess- ara mála og verðum við því að reyna að bjargast án þeirra enn um stund. Fjármagna þarf fyrirtækið, svo hægt sé að greiða laun, húsaleigu, póstgjöld, sima og annan undlrstöðukositnað. Með það fyrir augum, m.a. hefi ég útbúið nokkur fræðslugögn er líkleg væru til að vekja eftirtekt og seljast málefninu til styrktar. Or handraðanum hefi ég valið 7 gögn (spjöld og bæklinga) og ætla að arka með það veganesti út i þjóðlífið núna fyrir mánaðamótin í von um að geta þannig hafið söfn- Daninn Wilhelm Hellesen fann upp og framleiddi fyrstu nothæfu þurrrafhlöðuna fyrir 85 árum. í dag streyma HELLESENS rafhlöður hingað beint frá Kóngsins (Drottningarinnar) Kaupmannahöfn, hlaðnar orku. Hringið eða komið og tryggið yður þessa afbragðsvöru. Við önnumst bæði heildsölu- og smásöludreifingu. ífuiiu steel power 12 VOLT IEC P2Z y j /Tsrj 3 yyrA< '<y <k jl - /i //. RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAVlK • SlMI 18395 • SÍMNEFNI ICETRACTORS un sjóðs er tryggt getur rekst- ur leiöbeiningastöðvar fyrsta veturinn. Pésar mínir og spjöld verða að meðaltali seld á hundrað krónur stykkið. Hið veigaminnsta verður að vísu gefið, eða selt á tíkall ef ti- kall liggur á lausu, en það dýrasta fer á 150 krónur. Eitt þessara gagna (100.-) er ætlað saklausum, fræðslufúsum almenningi, annað (100.) þroskuðum drykkjumönnum, sem ætla má að viti nokkurn veginn hvar Davíð keypti ölið. Þriðja er „ölvunarmælir" (100.-), haglega búin samfella, sem menn geta stillt eins og reiknistokk ef þá langar til að átta sig á þvi hversu fullir þeir voru kvöldið áður, þ.e.a.s. ef þá á annað borð rámar í að þar hafi verið nökkurt kvöld. Fjórða heitir „Látum hjólin snúast" (100. ) og er vel brúk- legt við útreikninga á því hvernig verjast megi árásum Bakkusar úr launsátri (hvort heldur það er Bakkus, sem er í felum eða hin hugsanlega bytta). Fimmta (100.-) færir sterkar líkur að því, að fleira geti verið gruggugt en brenni- vinið — í heimilislífinu. Sjötta (150. ) er myndskreytt ádeila með ábendingum og sjöunda (10,- eða gefins) barnagæla handa íullorðnum. 0 Stafrófskver gegn ofdrykkju í leiðinni iangar mig til að koma þvi að, að þessa dagana er ég að ljúka við kver, sem koma á út með haustinu og heitir „Stafrófskver gegn of- drykkju". I framhaldi af því er ég farinn að raða öðru sam- an og á það að heita „Stafrófs- kver frá ofdrykkju." Fleira var það ekki Velvak- andi minn — ekki að sinni. Og þó. Ef einhver kynni að vilja aðstoða mig við að koma þess- um fræðslugögnum í verð þá segðu þeim að símanúmerið mitt sé 21063 og segðu þeim lika, að ég sendi þetta hvert á land sem er jafnt upp á krít sem gegn kröfu eða kontöntum. Þótt leiðbeiminigastöð í áfengismálum sé aðgengilegri þeim er í nágrenni hennar búa heldur en hinum er kúra í f jar- lægð, getur hún samt verið ómetanleg fólkinu í strjálbýl- inu því leiðbeinandi í áfengis- málum skiptir sér ekki af hreppapólitík — hann ein- blínir bara á verkefnið, — bölvaða ofdrykkjuna, sem vissulega gerir sér ekki manna mun og kitlar skynsemina jafnt hjá gáfnaljósinu sem moð- hausnum og skellir fátækum og ríkum á sama fletið. Með beztu kveðjum. Steinar Guðmundsson.“ Tvær einbýlishúsulóðir til sölu ú Seltjnrnurnesi Nánari upplýsingar á skrifstofu minni Strandgötu 25 í dag milli kl. 11—12. Sími 5 25 76. Matthías Á. Mathiesen, hvl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.