Morgunblaðið - 23.08.1972, Page 15

Morgunblaðið - 23.08.1972, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1972 15 Milovan Djilas Fangelsisdvöl hreinsar hjartað Eftir C. L. Sulzberger BELGRAD — Frægiaisti marxíski villlutrúarmaðurinn í þessu villu'trúar landi marxismans er Milovan Djilas, sem eitt sinn vair næstvaldamesti maður í liandinu. Hann hóf hugmynda fræðitega uppreisn geign Tító, stuttu eftir að Tító sjálfur hóf sitt hug- myndafræðilega stríð giegn Stalín, einstrengimgsllegri túlkun hans á kommúnismamum. Eftir dauða StaKns gierði Tító bráðabirgðas'amkomiuiiaig við Moskvu- menn, sem er frekar í ætt við vopna- hlé en sætt. En Djilas, sem aldrei hef- uii- sætzt við Titó, hefur dregið rök- réttar ályktanir. „Huigmyndafræði er dauð,“ sagði hann, „og trúin er í hættu. Hug- myndafræði eir aðeins hálftrú. Hún er ágæt fyrir trúarflokk á ófriðar- eða bylitingartímium, ekki fyrir alla. Hugmyndafræði verður að vera ein- ræðiskennd til að vera sannfærand'i, en trú ætti aldrei að vera einræðis- kennd, En mannkyn gietur aldrei lifað án trúar, þar með talið án heimspeki’ sem trúarforms. Ég er ekki trú- hneigður maður, en það í sjálfu sér er eins konar trú. Ég trúi ekki á Guið. En ég trúi á meðvitaðar mann- leigar framfarir. Ég trúi því, að við séum hluti þessa mikia alheims, sem við búum í.“ Djilas, grannur maður mieð stríðn- islagt, gáfuiliegt andlit, markað áhyggjum, hefur uppliflað margt frá því hann fæddist fátækri fjölskyldu í Montenegro. Hann sá jámbraut í fyrsta sinn 1929 þegar hann kom hingað til að fara í háskóla. Hann var fangelsaður á árunuim 1933—’36 aif ei n veW iss t.jór n i n n i fyrir að vera kommúnisti og síðan hjálpaði hann við að skipuiaggja neðanjarðar- hreyfiniguna. Á meðan á stríðinu stóð var hann mjöig djarfur flokksleiðtogi. Hann komst í uppáhaid hjá Stalín og varð náinn félagi Títós, þar til hann smám saiman komst á þá skoðun að hið miairxíska kerfi var óréttlátt. Tvis- var settu fyrrverandi féiaigar han.s hann í flangelsi, einu sinni frá 1956— ’61 og afltur frá 1962—’66. Að nafni til er hann nú frjáls maðuir, en það frelsi er takmarkað. Honum er mein- að uim veigabréf til að ferðast tii út- landa og ekkert hinna merkiliegu rit- verka hans fæst birt hér. Ég spurði Djilas hvernig fangels- ið færi með mann. Hann sagði: „í>að er ágætt að vera þar, ef maðuir er leitandi baráttuimiaður, en ekki of iengi. Einangiruinin geiir manni klieift að skýra skoðanir sinar fyrir sjálifum sér. Fangelsið er einstakur staður fyrir sterkan, heil'brigðan mann rrueð mótstöðuaifll, þar sem hann getur komizt að eigin getu. Undir ein'velldinu barði lögreiglan mig niður. Eftir stríðið var fangels- islífið auðveldiara. En þegar ég fór í fangelsið eftir stríðið, varð fynsta tímabillið mér sérlega þungbært, því það voru mínir eiigin féliagar, sem fangelsuðu mig. Ég var ennþá tilfinn ingaleiga tengdur þeim. Ég var mest hræddur um að þeir gætu fengið mig til að skipta uim skoðanir með sérstökum sprauitum. Auðvitað var þetta eins konar brjál- æði. Ég gjörbreyttist á öðru timabilli mínu eftir stríðið. Ég varð rólegur og kyrrliátur. Brátt fannst mér sem ég gæti verið áfram í fangelisi aila ævi, ef þess þyrfti, líkt og munkur á miðöiduim. í fangelsinu á timium einveldisstjórnarinnar varð ég fuM- nuima sem kommúnisti, bæði af ilestrí góðra bóka og af samtölum við fangana. Ég varð eldheitur baráttu- maður. Meðan á fangelsisvist minni stóð eftir stríðið, víkkaði sjóndeildar- hringiur minn varðandi mannkynið og örlögin. Þeigiar ailit kemur til alls, gerði fangölisið mig hugrakkari. Ég veit ekki hvers vegna. Mér finnst nú rneira en nokkru sinni meðan ég var eldheitur kommúniisti, að ég eigi mitt eigið lif. Ég er nú heilsteyptari miað- ur. Núna lifli ég i mínum eigin heimi, og ég er hamingjiusamiari en nokkru sinni áðu.r, jaifnvel þeigar ég fór með völd. Fangeilsisdvölin hreinsaði mig. Ég er hreinskiilnari og opnari. Ég syndga annað siagið núna, en þegar það kem- ur fyrir viðurkenni ég það og horf- ist í aiuigu við þá staiðreynd, að ég er syndugur og ekki fuilllkominn. En hefði ég syndgiað fyrir 20 áru.m hefði ég ekki einu sinni viðiurkennt það með sjálifium mér. Núna hef ég viss, mjög ákveðin grundval'larsjónarmið. Ég vil að góð lög séu í gildi, og að einkalíf hvers einstakl'ingis verði verndað. Mín grundvaltersjónairmið eru mjög ná- kvæm. Við eigum enn iangt í land með að veita allt nauðsynlegt frelsi og það miun liða á löngiu áður en við náum því.“ Fangeiislið er grimmur heimspeki- Iiegiuv skóli, en ef maður er harður af sér og ákveðinn í að lifa af, liíkt og Sókrates, gietur það haft feikimikil hreinsandi áhrif. f fyrsta sinn sem Djilas vair lokaður bak við lás og siá var hann harður kommúnisti. í sið- asta skipti, sem honum var sleppt kom hann út hjartahreinn. Sr. Bragi Benediktsson skrifar frá. Bandaríkjunum: CLEVELAND Minnismerkið um látna hermenn. Borgin Cleveland I Ohio er að mörgu leyti heillandi borg, þar sem trjágróður hylur stór svæði. Hún skiptist í fjöl mörg smærri fylki, sem síðan verða kjarni hennar. Athyglis verð er saga borgarinnar, en hún er á þessa leið: Lögfræð- ingurinn, Móses Cleveland, fann hana árið 1796 og er stofnun borgarinnar talin hafa verið 22. júií það ár. Hann dvaldist þar þó ekki nema örskamman tíma, eða um þriggja mánaða skeið, að talið er. Landnemar í Cleve- land létu reisa styttu til minn ingar um hann. Er hún úr bronsi og stendur á granít- stalli. Var þessi stytta afhjúp uð 22. júlí árið 1888, eða á 94 ára afmæli borgarinnar. Styttan var teiknuð af J. C. Hamilton í frumteikningu og byggð í fullri líkamsstærð. Móses Cleveland og menn hans eru taldir hafa komið á opnum báti upp Cuyahoga- ána 22. júlí 1796, en hún geng ur nokkuð inn í borgina og er notuð sem siglingaleið. Mikið verk er lagt í það á hverju sumri að fjarlægja botnleðju úr ánni til þess að stór skip gieti siglt uipp hana og eru notuð til þess stór skip geti siglt upp ir sér stóra pramma. Svo segja mér fróðir menn, að ekki alls fyrir löngu hafi kveðið svo rammt að mengun i ánni frá hinum mörgu málm- iðjuverum og kemísku verk- smiðjum, sem afrennsli liggur frá út i ána, að eldur hafi kviknað á henni og hún stað- ið í ljósum logum. Eftir þenn an atburð tóku borgarbúar að veita ánni meiri athygli og vernda hana fyrir slíkri vá. Fólksfjöldi í Cleveland er um tvær milljónir, en þar af eru ekki nema kringum átta hundruð þúsund innan borg- arinnar sjálfrar. Risastórt stöðuvatn liggur að borginni norðanveðri, sem ber heitið Lake Erie, og er nokkurs konar lífæð hennar. Auk þess prýða mörg smærri vötn hana og eru íbúum hennar augnayndi. Af merkum stöð- um og byggingum má helzt nefna Terminal Tower, sem er turnlaga bygging og gnæf ir hátt yfir aðrar byggingar I næsta nágrenni. Er fljótiegt að komast upp á efst'U hæð hennar í lyftu, sem er 42. hæð byggingarinn- ar. Þaðan er hægt að sjá 25 til 30 mílur út yfir borgina og nágrenni hennar í björtu veðri. Var þessi bygging hin hæsta utan New York borg- ar, þegar hún var byggð ár- ið 1928. Tvær merkar kirkjubygg- ingar má nefna í næsta ná- grenni við miðborgarsvæðið, en þær eru Old Stone Church, sem var byggð árið 1834, en skemmdist í eldi ár- ið 1853, en var endurbyggð tveimur árum síðar. Fjöldi fagurra steindra glugga prýðir kirkjuna. Hin kirkjan er Saint John dómkirkjan, sem vigð var árið 1852. Hún er fyrsta kirkjan þar, sem helguð var Jóhannesi guð- spjallamanni. Var hún endur byggð og stækkuð árið 1948. í henni er fjöldi fagurra steindra glugga eins og i Old Stone Church. Við hlið kirkj- unnar er stytta af fyrsta bisk upnum í Cleveland. Nafn hans var Amadeus Rappe og var hann biskup frá 1847 til 1870. Hann var fæddur 2. febrúar 1801 og andaðist 7. september 1877. Af frægum styttum og minnismerkjum skal fyrst telja minnismerkið um látna hermenn, sem létu líf sitt í síðari heimstyrjöldinni og Kóreustríðinu. Er það nefnt „War Memorial Fountain", og var byggt með tilstyrk Clevelandborgar og Cleve- landprentsmiðju. Það er ákaf lega mikið listaverk, sem út- búið er í fagurri vatnslind. Á tveimur börmum lindarinnar eru letruð nöfn fallinna her- manna og eru tvær stjörnur á hvorum barmi á milli nafna listanna. Mannvera, sem fórnar höndum til himins og ris upp úr lindinni miðri, á að tákna ódauðlegan anda mannsins, sem ris upp úr styrjaldarlog unum tii eilífs lífs og friðar. Á lindarbarminn er þetta einnig letrað: „Wí að hjá þér er uppspretta lífsins og í þínu ljósi sjáum véi ljós.“ Eru þessi orð tekin úr 36. Davíðssálmi, sem er meðal gullbókmennta heimsins. Annað minnismerki um fallna hermenn er þessu miklu eldra, en það var vígt árið 1894 og er 125 fet á hæð. Stendur það gegnt Terminal Tower sem fyrr hefur verið lýst. Það er innangengt og að gangur að þvi ókeypis. Er vörður þar innan dyra, sem lýsir styttunni og táknmvnd- um hennar fyrir hverjum þeim, er inn lremur. Skammt frá þessu minnis- merki er stytta af Tom L. Johnson, sem uppi var frá 1854—1911. Á hana er þetta skráð auk fjögurra vísna um ágæti hans: „Reist með almennum fjár- framlögum til minningar um manninn, sem gaf eignir sínar og lif til að gera Cleveland, eins og hann oft orðaði það, farsælli stað að búa á, betri stað að deyja á og staðsett þar, sem hann helgaði hina frjálsu ræðu.“ Hann var borgarstjóri i Cleveland frá 1901 til 1909, og var skoðaður sem baráttumaður fyrir hinn almenna borgara. Ein af vís- unum á fótstalii styttunnar er á þessa leið: „He found us striving each his selfish part. He left a city with a civic heart.“ Loks langar mig til að nefna styttu, sem er af Abra ham Lincoln og reist var ár- ið 1932 fyrir fjárframlög skólabarna. Hún stendur fyr ir framan eina af stjórnunar byggingum skólakerfisins í Cleveland og á fótstall henn- ar er skráð hið fræga Gettys borgar ávarp, þar sem forset- inn segir meðal annars þetta. „We here highly resolve that these dead shall not have died in vain — that this nation, undir God, shall have a new birth of freedom and that govemment of people, by the people, for the people, shall not perish from the earth.“ Og undirskriftin á styttunni er: Lincoln's Gettys burg address, november 19. — 1863. Með þessum orðum hef ég leitazt við að lýsa borginni Cleveland að nokkru og geta þess merkasta, sem fyrir augu ferðamannsins ber. Vona ég, að lesendur megi hafa einhverja ánægju af því að ferðast með mér um borg ina og njóta þess í huganum, sem mér hefur þótt ánægju- legt að skoða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.