Morgunblaðið - 25.08.1972, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.08.1972, Qupperneq 16
! í = ..oMORGUNBLAMD, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1972 Útgsfandi htf Átvíilkur, R'ey'kij'avfk Rrarn'kvaem da &tjó ri Hair&Wur Sveinaaort. Ritoyófar Matlíhías Johannessen, Eyijölifur Konráð Jónsson. ASstoðarritstjóri Styrm+r Gunnersson. Rrtstjórnarfuiitrúi borbijönn Guðmuntfsson Fróttastjóri Bjöm Jóthamvsaon Augíýsingastjóri Árni Garðar Kristinsspn. Ritstjórn og arfgreiðsla Aðaistræti 6, símí 10-100. Augi'ýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80 Áskriftargjal'd 225,00 kr á 'miánuði irtnaniands I iausasöTu 15,00 Ikr eintakið HALLDOR OG MILLJARÐURINN að liggur nú fyrir, að álagning tekju- og eignar skatts hefur samkvæmt skatt skrá farið rúmlega 30% fram úr áætlun fjárlaga eða sem nemur rúmlega einum millj- arði króna. Sambærilegar tClur á síðastliðnu ári eru 19,4% og 247 millj. kr. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Eins og Jón Árnason upplýsti við 3. um- ræðu fjárlaga var það mat Jóns Sigurðssonar hjá Efna- hagsstofnuninni, að áætlan- irnar um tekjuhlið fjárlaga- frumvarpsins væru algjör- lega á lægsta kanti. „Mér skildist og ég gat ekki fengið annað út úr þeim upplýsing- um, sem komu, en að það mætti miklu fremur búast við, að tekjumar yrðu mun meiri en í tillögum meiri hluta fjárveitinganefndar,“ sagði þingmaðurinn. Um tekju- og eignarskattana sérstaklega sagði þingmaður- inn, að þeir væru áætlaðir algjörlega í lágmarki að mati Efnahagsstofnunarinnar, og bætti við: „Við skyldum segja, að það ætti eftir að koma í ljós, að til viðbótar kæmu kannski allt að 1000 millj. kr. Um það getur mað- ur ekkert sagt í dag. Það hefur engin nákvæm könn- un átt sér stað varðandi tekju öflunarfrumvörpin, sem hér liggja fyrir Alþingi. Og þá sjáum við öll um hvaða bylt- ingu er hér að ræða í þess- um málum.“ Þessi orð Jóns Árnasonar hafa nú rætzt fyllilega. Álagn ing tekju- og eignarskatts hefur farið rúmlega einn milljarð fram úr áætlun fjár- laga, og hækkað frá sl. ári samkvæmt skattskrá úr 1525 millj. kr. í 4409 millj kr. í athugasemdum fjármála- ráðuneytisins við skrif Morg- unblaðsins um þessi mál er þessi milljarður, sem um fram er, skýrður með því, að enn ríki nokkur óvissa um innheimtuárangurinn á ár- inu. Þess má geta, að með nefndaráliti meirihluta fjár- hagsnefndar efri deildar með skattafrumvarpinu í vetur kemur fram í fylgiskjali, að hagrannsóknardeild Fram- kvæmdastofnunarinnar áætl- aði, að álagning tekju- og eignarskattsins mundi nema 3.969 millj. kr. Skakkar því þar 440 millj. kr. miðað við álagninguna samkvæmt skatt skránni nú, auk skattíviln- ana til hana öldruðum og öryrkjum. Sýnir þetta, svo að ekki verður um villzt, að ríkisstjórnin rann algjörlega blint í sjóinn með það hvaða áhrif nýju skattalögin myndu hafa. Það er að vísu rétt, eins og fram kom í forystugrein Tímans í gær, að búast má við óvenju 'miklum vanhöld- um í innheimtu opinberra gjalda í ár. Vegna hinnar miklu aukningar skattbyrð- arinnar, kemur stærri hluti skattanna til innheimtu en áður síðari hluta ársins. Má því búast við, að innheimtu- hlutfallið versni, því að eitt- hvað verða menn að ætla sér til brýnustu nauðþurfta og meira en áður vegna sí- vaxandi verðlags og óðaverð- bólgu. Þar kemur enn frem- ur til hagur atvinnuveganna, sem hefur versnað frá fyrra ári, einkum þó sjávarútvegs- ins. En eins og kunnugt er gætir þess strax í öðrum at- vinnugreinum, þegar greiðslu örðugleikar fara að segja til sín hjá sjávarútveginum. Loks má á það benda, að lánsfjármöguleikar bankanna hafa verið stórskertir svo nemur hundruðum milljóna kr. vegna aukinnar ásóknar ríkisstjórnarinnar í sparifé landsmanna með útgáfu rík- istryggðra skuldabréfa og fleira kemur til. I forystugrein Tímans í gær er því haldið fram, að „fáránlegast við Mbl.-leiðar- ann er þó það, að þar er því haldið fram, að 25% skatta- lækkun muni lækna ofþensl- una í efnahagskerfinu“. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem hagspeki Tímans kemur mönnum skringilega fyrir sjónir, enda algjörlega út í hött að það hafi ekki þenslu- áhrif .í þjóðfélaginu, þegar útgjöld ríkissjóðs eru aukin um 50% frá ári til árs. Og það hefur raunar einnig ver- ið viðurkennt af ríkisstjórn- inni, að hún gekk of langt með afgreiðslu fjárlagafrum- varpsins og framkvæmda- áætluninni í vor, þegar hún nú í sumar kunngerði það í sambandi við efnahagsráð- stafanimar, að verulegur nið- urskurður á fjárlögum væri óhjákvæmilegur. Hitt er svo eftir öðru, að ekki er kunn- ugt um að neitt hafi verið gert í sambandi við þennan niðurskurð. Það hefur verið látið danka. Nei, staðreyndin er að sjálf sögðu sú, að með öllu er óvíst, hvort endar nái saman hjá ríkissjóði um áramót, þrátt fyrir aukningu skattbyrðar- innar og nýja skatta, sem á hafa verið lagðir í ár og má þar m.a. nefna það, að nú hefur söluskattur verið lagð- ur á þjónustu pósts og síma og látinn koma inn í verð- lagið til hækkunar þrátt fyr- ir fyrirheit fjármálaráðherra um hið gagnstæða við 3. um- ræðu fjárlaga. Þannig er só- unin og óstjórnin á öllum sviðum. Sífellt er seilzt dýpra ofan í vasa skattborgaranna. Fyrst í stað er látið sem ekk- ert sé eða jafnvel látið í það skína, að skattborgararnir megi vænta lækkaðra gjalda. Eftir á þegar ekki þýðir leng- ur að dyljast, er slegið úr og í. Og nú er komið svo, að tæpur milljarður króna er álagður umfram það sem inn- heimtanlegt er talið á árinu af tekju- og eignarskatti samkvæmt áætlun fjárlaga eða svipuð upphæð og öll tekjuskattsinnheimta eín- staklinga var áætluð á síð- asta ári. Það er ekki að furða, þótt þeim sé nokkuð farið að hitna í hamsi, sem rétt telja fram og standa í skilum með sín opinberu gjöld. Pólitískur erind- rekstur Kissingers Wasliingrton. — Ferðir Henry Kissingers til Parísar eru góðar írétt ir og bera vott um góða stefnu, þar sem með þeim er gefið i skyn, að einhver hreyfing sé að verða i átt til friðar. En staðreyndin er sú, að jafnvel Kissinger býst ekki við nein um raunvérulegum breytingum í Parísarviðræðunum fyrr en seint í kosningabaráttunni. Háttsettir embættismenn gera fast lega ráð fyrir því, að ráðamenn í Hanoi og Þjóðfrelsishreyfingin muni gera enn eina stórárás áður en kom ið er fram í nóvember, þrátt fyrir alvarlegt tjón, sem þeir hafa beðið á vígvellinum frá því í maí. Tundurdufl Bandaríkjamanna í Haiphong höfninni og miskunnar- lausar loftárásir á Norður-Víetnam hafa orðið þess valdandi, að birgða- flutningar að norðan hafa farið minnkandi, en þeim hefur ekki ver- ið hætt. Og fyrir því eru engin lík- indi, að samningamenn Hanoistjórn- arinnar taki mark á röksemdafærslu Kissingers þess efnis, að friðarskil- málar Nixons séu betri núna en lík- legt sé að þeir verði vinni hann kosningarnar. En stjómin hyggst samt sem áður halda áfram friðarumleitununum í Paris á meðan á kosningabaráttunni stendur, vegna þess að því meir sem Kissinger gerir á þeim vettvangi, þeim mun erfiðara verður fyrir George McGovern að halda því fram að Nixon hafi fyrst og fremst áhuga á að halda stríðinu áfram. Ferð Kissingers til Saigon hafði tvennan tilgang. Hún gerði honum kleift að skýra Thieu hershöfðingja frá innihaldi viðræðnanna í París og léttir af honum þeirri ásökun, að stjórnin tali aðeins við ráðamenn í Hanoi en ekki í Saigon. Eirmig viil Nixon að það skiljist í Saigon, að enda þótt hann hafi sagzt ekki mundu reka Thieu úr sessi, þá hafi Saigonstjórn ekkert neitunarvald gagnvart friðartillögum Bandaríkja- manna, né vill Nixon að Thieu haldi að flugher Bandaríkjanna sé honum alltaf til reiðu, svo lengi sem honum þóknast að fara áfram með völd. Rikisstjórnin er augljóslega áfjáð í að samningar náist og vopnahléi vérði komið á í Vietnam fyrir kosn- ingarnar í nóvember, enda þótt for- setinn sé sagður sannfærður um að hann muni vinna þær, jafnvel þótt Hanoistjórn muni fyrir kosningarnar bjóðast til að sleppa öllum stríðs- föngum í samræmi við friðarskilmála McGoverns. Það sem forsetinn hefur ekki get- að séð er samt, hvernig hann á að geta hætt þátttöku i stríðinu ef bæði Saigonstjórn og ráðamenn í Hanoi halda sér við núverandi stefnu þeirra, og ef kommúnistarnir hefja aftur skæruliðahernað, sem haldið gæti endalaust áfram. Vandamál hans er það, að ekki er hægt að treysta Saigonstjórninni til að verja land sitt sjálf án hjálpar Bandaríkjamanna, og samt er hún ekki líMeg til frekari tilslakana i þágu friðar meðan ráðamenn telja að bandarískt herlið muni halda kyrru fyrir. Ríkisstjórn Nixons hefur verið að reyna að sannfæra Hanoistjórn, ekki aðeins í Parls heldur einnig Henry Kissinger með hjálp Sovétríkjanna, um að hún sé að reyna að vinna að langvar- andi friðarsambúð við stjórnirnar í Moskvu, Peking og öðrum höfuð- borgum kommúnistaríkja, og að Norður-Vietnam geti forðazt eyði- leggingu iðnaðar landsins og notið góðs af uppbyggingu vilji hún semja frið. Embættismenn hér segja, að Kiss- inger hafi fyrirmæli um að skýra við semjendum sínum frá því, að tilboð Nixons sé sveigjanlegt og hann er sagður hafa hvatt þá til að gera til- lögur til breytinga á tilboði Nixons. En hafi ekki orðið breyting í síð- ustu lotu viðræðnanna í París hef- ur Hanoistjórnin ekki hvikað frá kröfum sínum, sem eru óaðgengileg- ar í augum forsetans. Sagt er að ríkisstjórnin hafi vís- að til hræringanna í samningaátt milli Bandaríkjamanna og Kín- verja og benti á að ekkert hefði get- að miðað i samkomulagsátt ef Kín- verjar hefðu krafizt þess, að Banda- ríkjamenn kæmu Chiang Kai-shek fyrir kattarnef og flyttu burt allt herlið sitt frá Formósu, sem skilyrði fyrir eðlilegra sambandi Bandaríkja manna og Kínverja. Fyrst Kínverjar gátu haldið í átt til samkomulags skref fyrir skref, þvi skyldu Norð- ur-Vietnamar þá ekki geta það? En þessi röksemd virðist heldur engin áhrif hafa haft. Þráteflið heidur þvi áfram og virð- ist líklegt til að gera það þangað til Hanoimönnum verður Ijóst að næsta árás þeirra hefur mistekizt og þeir standa frammi fyrir hugsanlegum sigri Nixons í kosntngunum og fram haldi loftárása á land þeirra, sem stjórnað er af forseta, sem ekki þarf lengur að hafa áhyggjur af pólítiskum afleiðingum striðsins heima fyrir. Menn vonast því til, að þessi til- hugsun verði enn óskemmtilegri í augum Hanoistiórnarinnar en friðar skilmálar Nixons, þegar nær dregur kosningunum sjálfum og að þá loks muni samnineaumleitanir Kissingers taka að bera árangur. Á meðan gera menn sig ánægða með það hér að viðræðum Kissing- ers sé haldið áfram og Hanoistjórn- in látin velja milli loftárása og sátta. Embættismenn hér halda áfram að haida því fram, að það sé rökrétt fyrir Hanoimenn að velja að endingu frið, eða þá að Thieu muni sætta sig við veruleikann, ef hann getur ekki endalaust reitt sig á stuðning banda- ríska flughersins. En rökvisin hefur aldrei farið hátt i Vietnam og lík- legast er að enn minna fari fyrir henni þegar líða tekur fram i nóv- ember. i í V'A'v?'' i i m Jíeitr1|arkSimei5 # t \ v Eftir James Keston

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.